Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 33
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 33 Skáldið sem stofnaði ljóðaverksmiðju I tilefni 100 ára afmælis þýska rithöfund- arins Erichs Kástners er hans minnst víða, en verk hans voru á sínum tíma brennd í heimalandinu. Háðsádeila skáldsins hitti oft í mark en hann er ekki síður kunnur fyrir barnabækur sínar. Hrund Eysteins- dóttir lýsir ferli Kástners og segir hann tvímælalaust eiga erindi við lesendur nú. „Seit Kastner lesen die Leute wieder Ged- ichte.“ A þessa leið hljómuðu slagorðin, sem notuð voru til að auglýsa Ijóða- bækur skáldsins og rit- höfundarins Erichs Kástners á millistríðsár- unum í Þýskalandi. En ljóð hans þóttu vera það aðgengileg og skemmti- leg aflestrar að þau hefðu orðið til þess að vekja áhuga almennings á ljóðum að nýju. @texti:Erich Kastner átti meðal annars ljóð- um sínum að þakka að hann varð heimsþekkt- ur á þriðja áratugnum. Sjálfur segir hann í einu Ijóði frá þessum tíma: „Nú er ég hér um bil 31 ÞESS er nú minnst að hundrað ár eru liðin árs og á litla ljóðaverk- frá fæðingu Erichs Kastner, háðskálds, smiðju.“ Þessi „ljóða- barnabókahöfundar og brautryðjanda í kabarettskáldskap. verksmiðja framleiddi Ijóð sem birt voru í flestöllum dag- blöðum, sem gefin voru út í Berh'n á þessum tíma og þó víðar væri leitað. En hvers vegna urðu Ijóð hans svona vinsæl? Kastner kallaði sjálf- ur ljóð sín „Gebrauchslyrik“. Hann skilgi-eindi þau sem eins konar „leið- arvísi“ til þess að leiðbeina fólki, hjálpa því og veita því styrk. Efni ljóðanna sótti hann til daglegs lífs og funda sinna við allskonar fólk, sem varð á vegi hans. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Erich Kástner fæddist árið 1899 í Dresden og hefði orðið 100 ára hinn 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru efnalítil, en móðir hans var ákveðin í að eitthvað skyldi verða úr eina barni hjónanna og leigði meðal annars út herbergi til að auka tekjur heimilisins. Leigj- endurnir voru ætíð kennarar og í gegnum þá opnaðist á unga aldri nýi’ heimur fyrir Erich. Hann fékk námsstyrk frá Dresden og stundaði nám eftir fyrri heimsstyrjöldina í germönskum fræðum, sögu og heimspeki í Leipzig, Rostock og Berlín. Þegar á námsárunum vann hann fyrir sér með ritstörfum hjá dagblöðum og tímaritum og árið 1928 kom út fyrsta Ijóðasafn hans, „Herz auf Taille", sem gerði hann heimsþekktan á skömmum tíma. Fram til ársins 1933 voru gefnar út fjölmargar bækur eftir hann sem allar stuðluðu að velgengni hans. Skáldsagnaliöfundurinn Ádeiluljóð Kástners, sem fengu fólk oftar en ekki til að hlæja og gráta í senn, nutu ekki mikilla vin- sælda hjá nýjum valdhöfum lands- ins og það sama gilti um „Fabian“, skáldsögu Kástners. Verk hans þóttu innihalda beinskeytta gagn- rýni á pólitík þriðja áratugarins og stuðla að siðferðislegri hnignun þjóðfélagsins. Og svo fór að Erich Kástner, þá 34 ára að aldri og á há- tindi rithöfundarferils síns, mátti verða vitni af því hvernig bækur hans, ásamt bókum 24 annarra höf- unda, fuðruðu upp undir stjórn nas- ista í bókabrennunni miklu árið 1933. Það var sett útgáfubann á bækurnar hans i Þýskalandi, en Kástner var ekki í opinberu rit- banni. Hann skrifaði ótrauður áfram og gaf bækurnar út í Sviss fram að byrjun seinni heimsstyrj- aldarinnar. I bókum hans frá þess- um tíma fjallar hann á raunsæjan hátt um hversdagslega hluti og forðast alla þjóðfélagslega umræðu. Þær eru auðveldar aflestrar, fullar af kímnigáfu og orðaleikjum, sem eru dæmigerð einkenni á stíl hans. „Drei Mánner im Schnee" er ein af þessum bókum og hefur hún gjarn- an verið notuð í þýskukennslu, meðal annæ’s í framhaldsskólum á íslandi. Ástæðan fyrir því að Kástner flýði ekki land á stríðsár- unum var meðal annars umhyggja hans fyrir móður sinni og sterkar taugar til föðurlands síns. Eftir stríðið skrifar hann síðan skáldsög- ur (m.a. „Der Zauberlehrling"), sem endurspegla lífsreynslu hans frá þessum tíma, líf hans í stöðug- um ótta og einmanaleika, og lýsa vonleysi hans í baráttunni gegn of- beldi og fávisku. Emil og leynilögreglu- strákarnir I dag, hundrað árum eftir fæð- ingu Erich Kástners, er verka hans minnst víða um heim og þá ekki að- eins ljóða hans og skáldsagna, held- ur umfram allt barnabóka hans. En þær hafa fylgt mörgum kynslóðum víðs vegar um heim í gegnum tíðina. í dag er fyrsta barnabók hans, sem lifði af bókabrennuna miklu, „Emil und die Detektive" (1929), talin til sígildra barnabókmennta og hefur hún verið þýdd á ótal tungumál. Hún kom út í íslenskri þýðingu Har- alds Jóhannssonar undir heitinu „Emil og leynilögreglustrákarnir“. Þrátt fyrir uppeldislegan undirtón, sem barnabækurnar hans eru þekktar fyrir, hefur hann átt mikl- um vinsældum að fagna hjá yngri kynslóðinni. Hann lagði ávallt áherslu á það að fullorðið fólk léti ekki „hrekja úr sér barnið", en sjálf- ur hélt Kastner lengi fram eftir aldri í barnið í sér. Margir töldu skýring- una á því tengjast sambandi hans við móður sína, en þau skrifuðust alla tíð daglega á og þessi sterku bönd móður og sonar mótuðu einka- líf hans sterklega. Handritahöfundurinn Með tilkomu kvikmyndanna opn- aðist skyndilega nýr starfsvettvang- ur fyrir Erich Kástner. En kvik- myndaframleiðendur uppgötvuðu bókina um „Emil og leynilögreglu- strákana“ sem tilvalið efni í kvik- mynd. Samtölin í bókinni þóttu henta einstaklega vel fyrir kvik- myndahandrit og var hún kvik- mynduð á skömmum tíma í Þýska- landi, á Englandi og á Spáni. Fleiri kvikmyndir fylgdu í kjölfarið og brátt varð Kástner eftirsóttur hand- ritahöfundur. Eftir seinni heims- styrjöldina heyrðu handritaskrif fyrir kvikmyndir til daglegi’a verka hans. Kvikmyndin „Das doppelte Lottchen", sem byggð er á sam- nefndri bók hans, vann m.a. til verð- launa. Þessi barnasaga kom út í ís- lenskri þýðingu Freysteins Gunn- arssonar undir heitinu „Lísa eða Lotta: hvor var hvor?“ Einnig hefur barnabókin „Púnktchen und Anton“ verið þýdd á íslensku af Olafíu Ein- arsdóttur undir nafninu „Ögn og Anton: barnasaga", en hún hefur verið kvikmynduð að nýju og var frumsýnd í Þýskalandi hinn 11. mars sl. Nokkur Ijóða Kastners era til í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar. Nýr vettvangur fundinn Eftir heimsstyrjöldina síðari flutt- ist Erich Kástner til Múnchen og tók aftur til við blaðamennsku af fullum krafti. Auk þess uppgötvaði hann nýjan vettvang til að koma pólitískum ádeiluskáldskap sínum á framfæri, en það var kabarettinn. Hann skrifaði texta fyrir fyrsta starfandi kabarettinn í Þýskalandi eftir stríð og enn einu sinni sannað- ist að hann var einn af þeim rithöf- undum, sem náðu vel til fólksins. Því miður urðu fyrstu kabarettarnir eft- ir stríð ekki langlífir, því sökum góð- ærisins vildi fólk frekar uppfylla veraldlegar óskir sínar en að hlusta á þjóðfélagslega ádeilu. I kjölfar þess dró Kástner sig í hlé til að end- urvinna verk sín í heild, sem gefin voru út í fyrsta skipti á sextíu ára af- mæli hans árið 1959. Friðarsinninn og verðlaunahafinn Hvar sem Erich Kástner kom op- inberlega fram minnti hann ætíð á það, að láta ekki skelfilega atburði seinni heimsstyrjaldarinnar falla í gleymsku og koma í veg fyrir að þvíumlíkt gæti gerst aftur. Hann var orðinn 57 ára gamall þegar hann fékk sína fyrstu opinberu viður- kenningu, en hún kom frá Múnchen. Skýringin á því liggur ljós fyrir: í staðinn fyrh’ að heiðra bækur Kástners á blómaskeiði rithöfundar- ferils hans, vora þær brenndar og bannaðar. Á eftir þessari fyi’stu við- urkenningu fylgdu margar í kjölfar- ið, eins og t.d. Georg-Búchner-verð- launin 1957. Erich Kástner taldist nú til virtustu heiðursborgara þess lands, þar sem bókum hans hafði áð- ur verið útrýmt og hann sjálfur lagður í einelti í 12 ár. Undir lok sjötta áratugarins er hann orðinn máttfarinn vegna veik- inda og búinn að missa vonina um að heimurinn eigi eftir að breytast, eins og hann hefði gjarnan viljað. Erich Kástner lést árið 1974 í Múnchen, þá 75 ára að aldri, en skömmu fyrir andlát sitt hafði hann greinst með krabbamein. Á meðan hann lifði var hann oft umdeildur og með tímanum hafa verk hans fallið í gleymsku. Sérstaklega nú í ár verða verk hans dregin fram í dagsljósið að nýju og eiga því margir eftir að komast að raun um að verk hans eiga tvímælalaust er- indi til okkar tima. En hver hefur ekki þörf fyrir uppbyggjandi skáld- skap í heimi þar sem margir búa við atvinnuleysi eða vonleysi og öm- urleika vegna styrjalda, ásamt versnandi efnahagsástandi? NYSKOPUN Skilafrestur framlengdur í Nýsköpun ‘99 Leiðin til eig- in fyrirtækis SKILAFRESTUR á innsendum til- lögum í samkeppnina Nýsköpun ‘99 - samkeppni í gerð viðskiptaáætl- ana, hefur verið framlengdur til 12. apríl næstkomandi. Að sögn G. Ágústs Péturssonar, verkefnisstjóra samkeppninnai’, var ákveðið að lengja skilafrestinn þar sem seinna hefði gengið að dreifa efni fyrii’lestra um gerð viðskiptaá- ætlana, á myndbandi til þátttakenda á landsbyggðinni en vonast var eftir. „Við sem stöndum að samkeppn- inni höfum einnig orðið vör við að ein- hverjum þátttakenda hefur þótt það erfitt verkefni að setjast niður efth- námskeiðin og hefja gerð viðskiptaá- ætlunai’,“ segir Ágúst. Einnig vegna þessa hefði verið ákveðið að lengja skilafrestinn í samkeppninni, til að létta á þessum þátttakendum svo þeh’ fái rýmri tíma til að ljúka viðskiptaá- ætlunum sínum sem þeh’ hyggjast senda inn í samkeppnina. „Við sjáum í þessu sambandi fyrir okkur að frí- dagai’ kringum páska muni geta kom- ið mörgum að góðum notum við að ljúka þessari handavinnu sem fylgir gerð viðskiptaáætlunai’,“ segir Ágúst. Léttari kröfur en ætla mætti Samkeppnin um gerð viðskiptaá- ætlana var sett á laggirnar til að lið- sinna þeim sem gengið hafa með hugmynd að nýjum rekstri með vöru eða þjónustu í kollinum, en hafa ekki haft þekkinguna tiltæka á því hvern- ig þau ættu að koma formlegri lýs- ingu á blað í formi viðskiptaáætlun- ar. Slík viðskiptaáætlun, sem er skil- merkilega unnin, er þó oft forsenda þess að unnt sé að vekja áhuga fjár- mögnunaraðila á að taka þátt í að fjármagna hinn væntanlega rekstur. „Við viljum brýna það fyrir fólki að það era ekki gerðar kröfur um þá fagmennsku í gerð viðskiptaáætlun- arinnar sem ætti að vera venjulegu fólki ofraun. Það er ekki gert ráð fyrir að þeir sem hafi aðgang að fjár- magni eða hafi reynslu af því tagi sem rekstrarráðgjafar og endur- skoðendur tileinka sér í starfi hafi forskot umfram aðra í samkeppninni Nýsköpun ‘99. Innsendar thlögur verða ekki dæmdar út frá þeim for- sendum," segir Ágúst. Ágúst segir að það sé viðmiðun hjá dómnefnd að sú viðskiptahugmynd sem verið er að lýsa í viðskiptaáætl- uninni sé skynsamlega hugsuð og sé einföld og vel framsett. Það sem dóm- nefnd mun líta sérstaklega efth’ er að í viðskiptaáætluninni sé verið að lýsa snjallri lausn á ákveðinni þörf í vöra eða þjónustu sem muni skila góðri arðsemi í rekstri fyrirtækis. Viðskiptaáætlunin þaiT ekki að vera lengri en 20-30 blaðsíður með öllum hlutum hennar, en lýsing á al- mennri gerð viðskiptaáætlunar er að finna í samkeppnisgögnum sem send voru út til þeirra sem skráðu sig til þátttöku í keppninni. „Það á að vera tiltölulega auðvelt verk fyrir flesta að setja saman við- skiptaáætlun fyrir samkeppnina," segir Ágúst. „í raun verð- ur hver og einn að ákveða hvemig hann telji að sín við- skiptaáætlun eigi að líta út, efth’ þeirri hugmynd sem hann er að vinna með. En það er hins vegar nauðsynlegt að í viðskiptaáætluninni séu öll þau efnisatriði sem talin eru upp í leiðbeiningapakkanum sem þátttakendur fengu sendan,“ segir Ágúst. Þar þai-f því að koma fram til dæmis hvernig ætlunin sé að haga starfsmannamálum og skipulagi, sölu- og markaðsmálum, fjárhags- málum, hvernig arðsemi viðskipta- hugmyndar muni breytast við breyttar forsendur í t.d. verði, sölu- möguleikum og öðru, og síðast en ekki síst hver varan eða þjónustan sé og hvers vegna hún sé vænleg. Einnig sé mjög mikilvægt að fylgja þeim leiðbeiningum um fram- Morgunblaðið/Árni Sæberg G. ÁGÚST Pétursson hvetur þátttakendur í Nýsköpun ‘99 til að bretta upp ermarnar á loka- sprettinum í samkeppninni. setningu og vinnubrögð sem lýst er í samkeppnisgögnum, t.d. varðandi efnisyfirlit, inngang og aðra slíka þætti framsetningar, sem skipti mjög miklu máli þegar metinn er trúverðugleiki viðskiptaáætlunar. Hvatning urn að láta drauminn rætast Ágúst vill hvetja alla sem skráðir era í samkeppnina til að leggja tím- anlega í þá vinnu að koma lýsingu á sinni viðskiptahug- mynd niður á blað með þessum hætti, og senda tillöguna inn í keppnina. Þeim sem vinna til verð- launa sé boðið upp á ráðgjöf hjá KPMG og Viðskiptaháskólanum í Reykjavík við að koma viðskiptahug- mynd sinni áleiðis, og fyrir hina hafi þátttakan verið mikilvægur lær- dómsferill sem muni gagnast þeim á síðai’i tímum einnig. Þátttaka í sam- keppninni feli því í sér aðstoð við að koma viðskiptahugmynd áleiðis og láta drauminn rætast um eigin rekstur, en án þeirrar fræðslu hefði getað verið erfiðara fyrir marga ein- staklinga að koma á legg og stofna arðbært fyrirtæki. Verðlaunafé í samkeppninni er alls tvær milljónh- króna, þar af nema fyrstu verðlaun 1 milljón króna, önnur verðlaun 500 þúsund krönum, og þriðju til sjöundu verð- laun hundrað þúsund krónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.