Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 49
ÓLAFUR Björnsson prófessor heilsar upp á Davíð Oddsson forsætisráðherra í fimmtugsafinæli Davíðs fyrir
rúmu ári. Með þeim eru á myndinni Árni Grétar Finnsson hæstaréttarlögmaður og Ásgeir Pétursson
fyrrum bæjarfógeti.
mikilli alúð, mætti stundvíslega og
vel undirbúinn í hvern tíma. Hann
skrifaði kennslubók í hagfræði sem
var einkum notuð í Lagadeild H.í.
og í Verzlunarskóla Islands en
einnig skiifaði hann kennslubókina
Þjóðarbúskapur Islendinga (1952)
sem lýsir hagþróun hér á landi. Það
hefur verið mikið þrekvirki að koma
þeirri bók saman ef litið er til að-
stæðna til upplýsingaöflunar á þeim
tíma. Auk fjölda ritgerða um fræði-
leg og stjórnmálaleg efni samdi
hann bókina Frjálshyggja og alræð-
ishyggja sem kom út 1978.
Það er erfitt fyrir ungt fólk í dag
að gera sér í hugarlund alvöru efna-
hagslegrar og stjómmálalegrar um-
ræðu um miðbik aldarinnar. I heim-
inum var tekist á um tvenns konar
hugmyndafræði. Miðstýringu efna-
hagslífsins og alræðisvald stjórn-
valda annars vegar og dreifstýringu
og athafnafrelsi einstaklinga hins
vegar. Af hugmyndafræðinni drógu
hagkerfin dám, áætlunarbúskapur
austantjaldslanda annars vegar og
markaðsbúskapur vesturlanda hins
vegar. Jafnframt var það yfirlýst
stefna ríkja sem aðhylltust miðstýr-
ingu að slíku kerfi skyldi komið á í
öllum ríkjum heims. Um miðja öld-
ina var öllum veigamestu þáttum ís-
lensks efnahagslífs „handstýrt".
Gengi á innflutningi var mismun-
andi eftir vörutegundum og vörur
til útflutnings nutu msmunandi út-
flutningsuppbóta. Á vinnumarkaði
tókust á samtök atvinnurekenda og
launþega. Fjármagnsmarkaður var
ekki fyrir hendi og vextir voru í
raun ákvarðaðir af stjórnvöldum.
Þessu vildi Ólafur Björnsson
breyta. í ræðu og riti var hann tals-
maður markaðsbúskapar.
Þótt umræðan um hagkerfin
snerist að verulegu leyti um saman-
burð á afköstum þeirra lagði Ólafur
Bjömsson sérstaka áherslu á ein-
staklinginn og valfrelsi hans. Hann
taldi engan hæfari en einstaklinginn
sjálfan til að segja til um hvaða vör-
ur fullnægðu þörfum hans best.
Jafnframt var hann þeirrar skoðun-
ar að eina upplýsingakerfið sem
væri nógu öflugt til að geta komið
óskum hvers og eins á framfæri við
framleiðendur væri markaðurinn.
Umhyggja hans fyrir manninum og
frelsi hans náði lengi-a. í skrifum
sínum benti hann t.d. á að væri
ákvörðun um notkun framleiðslu-
tækjanna á einni hendi, þ.e. hjá rík-
inu, yrði vald þess svo mikið að aðr-
ir einstaklingar en þeir sem stjórn-
uðu kerfinu glötuðu frelsi sínu. Ef
ríkið á öll framleiðslutækin er að-
eins einn vinnuveitandi. Hvert á sá
að snúa sér sem möglar og missir
vinnuna? Lífsskoðun sinni var Ólaf-
ur trúr sama hvað á gekk í darrað-
ardansi pólitískrar umræðu. Yfir-
burðarþekking og rök voru vopn
hans.
Nú er eðlilegt að spurt sé hvort
maður með svo ákveðnar stjórn-
málaskoðanir hafi getað kennt þjóð-
hagfræði á hlutlausan hátt? Ég var
nemandi Ólafs í samtals sex ár bæði
í Verzlunarskóla Islands og í Við;
skiptadeild Háskóla íslands. í
kennslustundum var aldrei hægt að
merkja hvaða stjórnmálaflokki
hann tilheyrði. Öllum sjónarmiðum
var gert jafn hátt undir höfði. Þessi
fræðilega ögun hafði djúpstæð
áhrif. Ölafur Bjömsson hafði ekki
aðeins áhrif á nemendur með
kennslu sinni. Virðing hans fyrir
fyrir þeim, virðing hans fyrir skoð-
unum annarra, jákvætt hugarfar til
manna og málefna endurspegluðu
hans innri mann. Hann var göfug-
menni. Ég vil fyrir hönd kennara og
starfsfólks Viðskipta- og hagfræði-
deildar Háskóla Islands þakka Ólafi
Björnssyni fyiár allt starf hans í
þágu deildarinnar og Háskólans.
Ég vil jafnframt þakka eftirlifandi
eiginkonu hans, Guðrúnu Aradótt-
ur, fyrir þá gestrisni sem þau hjónin
sýndu starfsmönnum og erlendum
gestum deildarinnar í áranna rás.
Guðrúnu, sonum þeirra Ólafs og
fjölskyldum þeirra bið ég guðs
þlessunar í sorginni. Megi minning
Ólafs Bjömssonar lifa.
Brynjólfur Sigurðsson.
í átta ár var Ólafur Bjömsson
formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja. Árið 1947 var hann
kjörinn varaformaður bandalagsins
og ári síðar fonnaður og gegndi
hann formennskunni til ársins 1956.
Áður hafði Ólafur tekið þátt í undir-
búningi að stofnun Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana en það félag átti
síðan drjúgan þátt í því að hrinda af
stað stofnun Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja árið 1942. Enda þótt
Ólafur léti af formennsku í BSRB
árið 1956, skömmu eftir að hann tók
sæti á Alþingi, tók hann mjög virkan
þátt í starfsemi bandalagsins allt til
1969 þegar félag hans, Starfsmanna-
félag háskólans, gekk úr bandalag-
inu. Til sögulegrar upprifjunar má
geta þess að í aðdragandanum að
stofnun BSRB var um það rætt að
bankamenn ættu aðild að hinum
nýju samtökum og má ráða af ýms-
um ummælum Ólafs að hann hefði
sjálfur talið slíkt æskilegt. Ólafur
var jafnan talsmaður þess að efla
heildarsamtökin og taldi óráðlegt á
sínum tíma fyrir háskólamenn að
mynda eigin samtök utan BSRB.
Enda þótt nú sé langt um liðið frá
formannstíð Ólafs Björnssonar í
BSRB er það engu að síður svo að
launafólk hjá riki og sveitarfélögum
hefur notið starfs hans og verka í
ýmsu allt fram á þennan dag. Ólafur
beitti sér mjög til að efla réttindi
starfsmanna ríkisins og vildi hann
að um þau giltu skýrar reglur. Lög-
in frá 1954 um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna voru merk-
ur áfangi í kjarabaráttu launafólks
enda árangur af miklu og þrotlausu
starfi. Þegar tekist var á um þá
lagasetningu reyndist lóð Ólafs
Björnssonar mjög þungt til hags-
bóta fyrir launafólk. Sjálfur lýsti
hann eitt sinn í viðtali mikilvægi
þessara laga á eftirfarandi hátt:
„Mikið af þeim tíma sem mér var
unnt að verja í þágu málefna banda-
lagsins fór fram að setningu þessar-
ar löggjafar í það að sinna eilífum
kvörtunum um yfirtroðslur stjórn-
valda, bæði þeirra er ráða málum
ríkisins og bæjar- og sveitarfélaga
hvað snertir uppsagnir, stöðuveit-
ingar og annað er réttindamál varð-
aði. Þó að ég teldi mig gera mitt
besta í þeim málum ... þá hafði ég
sjaldnast erindi sem erfiði, enda
engum lagalegum rétti til að dreifa
af hálfu þeirra, er töldu sig órétti
beitta.“ Fleiri réttarbætur en lögin
frá 1954 mætti nefna, sem náðust á
þessum árum, og mun sá tími koma
að þessi saga verður skráð. Þá mun
koma í ljós hve mikilvægt framlag
Ólafs Björnssonar var á þessum
vettvangi.
Ólafur Björnsson var mjög hóg-
vær maður og ekki fyrir það gefinn
að berja sér á brjóst. En hann var
sterkur og áhrifamikill og markaði
djúp spor í samtíma sinn. Þegar
Olafur Björnsson lét frá sér heyra í
ræðu eða riti þá var lagt við hlustir.
Þekking hans var óvenju yfirgrips-
mikil, en það sem ekki síður skipti
máli var viska hans og innsæi. Ólaf-
ur Björnsson var heilsteyptur mað-
ur. Ætíð gátu menn treyst því að
hann talaði af heilindum. Þess
vegna naut hann jafnan mikillar
virðingar jafnt í hópi pólitískra sam-
herja sem andstæðinga.
Innan BSRB verður Ólafs
Björnssonar ætíð minnst með virð-
ingu. Við sendum eiginkonu hans og
fjölskyldu hlýjar samúðarkveðjur.
Ogmundur Jónasson,
form. BSRB.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningai’grein að bh*tast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út-
fór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I miðvikudags-,
fimmtudags-, fóstudags- og laugai’dagsblað þarf greinin að berast fyrh- há-
degi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist gi’ein eftir að skila-
frestur er úti-unninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þai- sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
GYÐRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Gyðríður Jóns-
dóttir frá Ytri-
Tungu fæddist á
Keldunúpi í Vest.ur-
Skaftafellssýslu 17.
apríl 1907. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 4. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Jónasson, f.
16.2. 1850 íÞykkva-
bæ, d. 11.12. 1923 á
Núpum, og Guðrún
Ólafsdóttir, f. 22.2.
1863 á Núpum und-
ir Eyjafjölluin, d.
13.12. 1950 í Reykjavík.
Gyðríður bjó í Ytri-Tungu í
Vestur-Skaftafellssýslu með
Kristmundi Ólafi Guðmunds-
syni bónda, f. 18. apríl 1897, d.
23. aprfl 1962. Börn
þeirra: 1) Unnur
Kristmundsdóttir, f.
1.4. 1924, d. 22.1.
1975. 2) Guðmunda
Kristmundsdóttir, f.
1.5. 1925. 3) Kristín
Kristmundsdóttir, f.
20.3.
4) Hrefna
Kristmundsdóttir, f.
13.7. 1942. Seinni
sambýlismaður og
síðar eiginmaður
Gyðríðar var Sig-
urður Jón Guð-
mundsson, verka-
maður, f. 25. júlí 1895, d. í janú-
ar 1993.
títför Gyðríðar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
í dag kveð ég kærleiksríkustu
manneskju í heimi, hana Gyðu. f
huga mínu er sorg og söknuður yf-
ir því að ég á aldrei aftur eftir að
hitta hana Gyðu. í hjarta mínu er
samt gleði því ég veit að Gyða fer
nú örugglega á betri stað og hittir
hann Sigga sinn aftur. Ef það er
einhver sem kemst til himna, þá
er það hún Gyða. Ég kynntist
henni Gyðu og honum Sigga fljót-
lega eftir að ég kynntist henni
Gyðu minni. Ég var dreginn í
heimsókn á Urðarstíginn því það
varð að kynna mig fyrir ömmu og
afa. Ég gleymi aldrei þegar ég
kom inn í litla húsið á Urðarstígn-
um og hitti þau fyrst, að farast úr
stressi. En það var ástæðulaust.
Það fyrsta sem ég hugsaði var að
þau pössuðu fullkomlega við húsið,
eins og litla Gunna og litli Jón og
full af gleði og kærleik. Og mér
var sannarlega tekið opnum örm-
um, strax orðinn hluti af fjölskyld-
unni og boðið upp á pönnukökur
og kaffi. Og það varð oft sem við
stoppuðum við að fá smákaffi og
spjalla, Gyða mín sat hjá ömmu
sinni í eldhúsinu meðan við karl-
mennirnir sátum inni í stofu og
ræddum málin. Þetta voru góðar
og ánægjulegar stundir. Maður
lærði um lífsbaráttuna fyrr á ár-
um, fékk sagt af fyrstu hendi frá
Gúttóslagnum og verkalýðsbarátt-
unni, af manni sem hafði sjálfur
upplifað hlutina. Og Gyða hafði
líka upplifað margt og þurft að
hafa fyrir lífinu þegar hún bjó fyr-
ir austan á Ytri-Tungu. Þá voru
engir vatnskranar til að skrúfa
frá. Ef maður þurfti vatn þá sótti
maður það í lækinn, í hvaða veðri
sem var. Þar draup ekki smjörið
af hverju strái, þar þurfti að hafa
fyrir lífinu til að hafa í sig og á. Á
seinni árum var Gyða farin að
tapa sjóninni vegna kölkunar í
augnbotnunum og gláku. Ég man
alltaf eftir því hversu lipur hún
var þrátt fyrir slæma sjón, hvern-
ig hún skaust niður í kjallara á
Urðarstígnum til að sækja eitt-
hvað og upp aftur. Ég átti sjálfur
erfítt með að staulast niður þessar
bröttu tröppur. En heyrnin var í
lagi og það var sniðugt hvernig
Gyða og Siggi vógu hvort annað
upp. Hann heyrði illa en sá vel, en
hún sá illa en heyrði vel. En mað-
ur merkti aðeins á pönnukökunum
hennar Gyðu að sjónin var ekki
góð því stundum var eins og það
hefði farið góður slatti af bökunar-
dropum í deigið. En þær voru góð-
ar þrátt fyrir það.
Síðar fluttu þau Gyða og Siggi á
Hrafnistu og áttu góð ár saman
þar. Siggi lést 1993 og maður
skynjaði að Gyða saknaði ástvinar
síns mikið. Hún var samt alltaf
glöð og það var gott að heimsækja
hana í litla herbergið og fá smá-
kaffí, sem hún lagaði sjálf. Við
fluttum síðan út á land þannig að
heimsóknirnar urðu færri en sím-
inn var þeim mun meira notaður
til að heyra í henni Gyðu sinni. Ég
gleymi aldrei síðasta skipti sem ég
sá hana Gyðu rétt áður en við
fluttum út til Danmerkur. Við átt-
um yndislegan sunnudag saman,
það var sól og vor í lofti og Gyða
ljómaði af ánægju yfir því að fá að
sjá hana Gyðu sína aftur. Það er
akkúrat þannig sem ég man hana
Gyðu.
Gyða var þannig manneskja að «fc
öllum hlaut að líka við hana. Hún
var alltaf glöð og mátti aldrei neitt
aumt sjá, hvorki menn né málleys-
ingja. Hún var trúuð og guðhrædd
og það var ein hennar mesta gleði
að komast í kirkju hjá Fíladelfíu,
þar sem hún var sóknarbarn. Og
henni þótti ótrúlega vænt um hana
Gyðu mína og alltaf gat maður
leitað til hennar ef eitthvað bjátaði
á, Gyða hafði alltaf skynsamleg-
ustu lausnina. Ég hugsa til baka
með gleði í hjarta og þakka fyrir^t
þau forréttindi að hafa fengið að
kynnast henni þér, Gyða, og kær-
leika þínum. Ef allir væru eins og
þú, Gyða, þá væri heimurinn góð-
ur.
Gunnar.
Elsku amma mín, ég fékk frétt-
irnar kvöldið áður en þú kvaddir
að þú varst orðin veik. Mikið hefði
ég viljað vera hjá þér og halda í
höndina á þér þegar þú kvaddir.
En ég veit að við eigum eftir að
hittast aftur og það yljar mér um
hjartarætur. Ég ætla að kveðja
þig með þessu Ijóði:
•fi
Þú gafst mér akur þinn,
þér gef ég aftur minn.
Ast þína á ég ríka,
eigðu mitt hjarta líka.
(Höf. ók.)
Mér finnst þetta ljóð segja allt
um kærleikann sem var á milli
okkar, amma mín. Við vorum og
erum bundnar svo nánum bönd-
um. Alltaf gat ég leitað til þín,
amma mín, þegar eitthvað bjátaði
á og alltaf varstu svo ráðagóð og
skilningsrík. En veistu, elsku
amma mín, nú veit ég að þér líður
vel og ert núna hjá afa.
Sofðu rótt, elsku amma mín.
Þín .
Gyða.
Kveðja til ömmu minnar.
Hvar hún finnur sinn hvíldarstað
herrann sýnir þér líka;
hönd guðs þíns fóður heitir það,
hugsa um ræðu slíka.
Hún finnur ekkert hryggðarstríð,
hörmung né mæðu neina,
í friði skoðar ætíð blíð
ásjónu drottins hreina.
Minn Jesú, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð geymi þig elsku amma mín.