Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga gamanmyndina Patch Adams, með Robin Williams í aðalhlutverki. Hláturinn lengir lífíð MÉR hefur alltaf fundist það óheppilegt og furðulegt að fólk sýnir reiði og leyfir sér að vera afundið án þess að hugsa sig um en er hikandi við að sýna já- kvæðar tilfinningar," segir Patch Adams, sá sem söguhetjan í mynd- inni er byggð á. „Við vitum öll hvað kærleikur er mikilvægur en hve oft lætur fólk eftir sér að fínna til kær- leiks og sýna þá tilfinningu? Marga sjúklinga hrjá einmannakennd, leiði og ótti; það er ekki til nein pilla sem læknar þetta.“ Myndin fjallar um árekstra óhefðbundinna aðferða hins unga Patch Adams og fulltrúa hins hefð- bundna viðhorfs í heilbrigðiskerf- inu. Myndin er byggð á sannri sögu læknanemans, sem vildi ekki bara lækna sjúkdóma, heldur láta fólki líða betur. A námsferilsskrá Hunter „Patch“ Adams í læknadeildinni var skrifað að hann væri óhóflega hamingju- samur. Námsráðgjafi við deildina sagði við hann: Ef þú vilt vera trúð- ur þá ættirðu að ganga í sirkus. Patch vildi vera trúður en hann vildi líka vera læknir og hann sameinaði þessar ólíku hliðar persónuleika síns og varð hvort tveggja. Patch ákvað að verða læknir eftir að hafa á unglingsaldri verið lagður á geðdeild vegna þunglyndis. Sem læknanemi var Patch sífellt að reka sig á það sem stjórnendum í heilbrigðiskerfinu fannst viðeigandi en í barnadeildinni átti hann auð- veldast með að koma sínum hug- myndum á framfæri og þar sem gamansemi hans hjálpaði yngstu sjúkiingunum oft til að yfirstíga ótt- ann við sjúkdóm sinn. Patch leyfði sjálfum sér að sýna veikleika sinn í anda þeirrar hugmyndafræði að best sé að fást við eigin vandamál með því að verða öðrum að liði. Þótt hann hafi gert marga fráhverfa sér náði hann sambandi við aðra og tókst að vinna hugmyndum sínum hljómgrunn eftir því sem þær fóru að bera árangur. Pateh notaði óvenjulegar og stundum stórfurðulegar aðferðir til þess að draga úr kvíða sjúklinga og ýta undir að þeir næðu heilsu. Hann ýtti undir framgang þeirrar hug- myndar, sem þótti stórundarleg fyrir um 25 árum, að læknar ættu að lækna fólk en ekki bara sjúk- dóma og sýna sjálfu fólkinu sem þeir meðhöndla áhuga, samúð og samlíðan, en þetta segir Patch að séu jafnmikilvæg lækningatæki og ný lyf og tækniframfarir. I dag rekur hann vinsælt fyrir- tæki í Virginiu, Gesundheit Institu- te, þar sem lögð er áhersla á per- sónulega heilbrigðisþjónustu. Hug- myndafræði hans hefur breiðst út undanfarin ár og Patch hefur skrif- að metsölubók um ævi sína og starf. „Fólk var búið að afgreiða Patch þannig að hann væri með ranghug- myndir, einhver Don Kíkóti,“ segir Robin Williams. „En það skín af honum áhuginn, greindin og ein- lægnin. Hann er ekki að eltast við vindmyllur heldur að gera allt sem nauðsynlegt er til þess að hjálpa fólki. Heilbrigðisþjónusta er orðin hálfsjálfvirk og verksmiðjukennd. Fólk hefur minna samband en áður við lækna og hjúkrunarfólk. Patch neitar að gefa upp á bátinn hug- myndir sínar um að það skipti máli um að koma blíðlega og af um- hyggju fram við sjúklingana." Auk stórstjörnunnar Robin Willi- ams er í stóru hlutverki Monica Potter úr Martha Meet Frank, Daniel and Laurence. Leikstjóri er Tom Shadyac, sá sem gerði Ace Ventura, Liar, Liar og Nutty Pro- fessor myndmnar. Geir Ólafsson söngvari stefnir á heimsfrægð Frank Sinatra í uppáhaldi Sön^varinn með skæru röddina, Geir ✓ Olafsson, hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Furstunum. Dóra Osk Hall- dórsdóttir hitti Geir og spjallaði við hann um sönginn og framtíðina. SEGIÐ ÖLLUM fréttirnar, ég er að fara í dag... New York, New York“ söng Frank Sinatra um árið en lagið gæti vel átt við Geir Ólafsson sem auk þess að vera á leiðinni vestur um haf næsta sumar syngur mörg lög Frank Sinatra með hljómsveit- inni Furstunum. - Syngurðu bara Sinatra? „Nei, nei, ég syng mörg önnur lög. En Sinatra er í uppáhaldi og lög frá því tímabili með söngvurum eins og Dean Martin og Bing Crosby." - Nú ert þú ungur maður. Hvaðan kemur þetta dálæti á söngvurum sem voru upp á sitt bcsta um miðja öldina? „Eg er bara mikill smekkmað- ur. Eg hef alltaf haft gaman af hlutum sem eru gamlir og flottir. Sjáðu bara klæðaburðinn á þessu tímabili. Þetta voru glæsilegir tímar. Því miður sér maður ekki sama stælinn í dag, ekki nema í gömlum bíómyndum. En hugsan- lega má rekja dálæti mitt á þess- ari tónlist til heimahaganna því faðir minn, Ólafur Benediktsson, var mikið í tónlist á sínum yngri árum. Hann var trommari í Sóló og í Lúdó og Stefáni. Það var því .mikið spilað af þessari skemmti- 'legu tónlist á heimilinu.“ Rosalega rómantískur - Höfðar þessi tónlist ekki meira til eldri hóps en þinna jafn- aldra? „Það er svo merkilegt við þessa tónlist að hún höfðar til allra. Ég hef oft tekið eftir því að þegar ég hef verið að syngja kemur fólk á öllum aldri. Það er alveg sama hvort fólk er ungt eða gamalt, það skemmta sér allir jafnvel. Þetta er svo melódísk og rómantísk tónlist. Og ég er rosalega rómantískur.“ -Klæðirðu þig kannski líka í anda þessa tímabils, með hatt og í frakka? „Nei, kannski ekki með hatt. En ég hef gaman af því að vera fínn og er oft í jakkafötum. Þegar ég kem fram vil ég vera smekklega klæddur.“ - Hvernig hófst þetta samstarf þitt við þessa landskunnu djassara í Furstunum? „Ég byrjaði að læra á slagverk hjá Guðmundi Steingrímssyni og þar má eiginlega segja að ferill minn hafi byrjað. Mér bauðst að koma fram á veitingastað fyrir þremur árum og þá ákvað ég að hafa samband við þá Arna Schev- ing, Karl Möller og Guðmund Morgunblaðið/Jón Svavarsson GEIR í Sinatra-sveiflu, Steingríms, og þá varð hljómsveit- in Furstarnir til.“ Stefnir hátt - En er það rétt að þú sért að fara utan? „Já, ég er að fara til New York í sumar að öllu óbreyttu. Þegar ég var úti í Bandaríkjunum í fyrra ákvað ég að þræða alla staðina á Manhattan þar sem flutt var lif- andi tónlist. Þar var bara tekið vel MYNPBÖND Blandað saman nútíð og fortíð Leit Artúrs (Arthur’s Quest)__ Fjölskyldumynd "★‘/2 Framleiðandi: Steven Paul. Leik- stjóri: Neil Mandt. Handrit: Gregory Poppen. Aðalhlutverk: Arye Gross, Eric Olsen og Katie Johnston. (92 mín) Bandaríkin. Skffan, mars 1999. Myndin er öllum leyfð. ÞEGAR illa seiðkvendið Morg- ana ógnar lífi hins þriggja ára Ar- túrs sem á að verða konungur Englands, send- ir galdrameist- arinn Merlin drenginn til 20. aldarinnar í gegnum tíma- göng. Artúr vex því úr grasi sem venjulegur bandarískur piltur, þar til Merlin og Morgana koma að vitja hans tíu árum síðar. Hér er blandað saman nútíð og fortíð, goðsögu og hversdagsleika, og búin til meðalgóð sjónvarps- mynd fyrir fjölskylduna. Allt sem fram kemur hefur sést oft og mörgum sinnum í kvikmyndum en er útfært nokkurn veginn skamm- laust hér. Líklega má segja að menn hvorki græði né tapi á því að sjá þessa kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir á móti mér og ég fékk að syngja á nokkrum stöðum. Svo hitti ég á hljómsveit sem ég söng með í eitt skiptið og þeir urðu svo hrifnir af minni háu, skæru rödd að þeir ákváðu að ráða mig. Hljómsveitin heitir Perfect Squares og spilar á klúbbum á Manhattan á sumrin.“ Geir segir að von sé á plötu frá sér í september. „Það er stórvinur minn Sverrir Stormsker sem sem- ur lög og texta. Platan verður í svona „sving“-stíl. Kannski fær eitt lag með Sinatra að fljóta með, það er aldrei að vita.“ Geir kemur fram á Rán í Kefla- vík í kvöld með Furstunum. „Það jafnast ekkert á við að syngja fyr- ir hóp af fólki.“ -Er utanferðin liður í því að leggja undir sig heiminn? „Ég hef sagt það áður að ég stefni að því að verða heimsfræg- ur söngvari. Hins vegar verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort það tekst. En ef maður er með slíka drauma eru bara þrír staðir sem koma til greina, New York, Los Angeles eða London.“ - Nú hefur hún Alda Björk gert það gott í Englandi, og hún hefur eins og þú unnið með Sverri Stormskeri. „Já, þarna sérðu. Allir sem Sverrir vinnur með komast langt,“ segir Geir og hlær. _„En ég er mjög hrifinn af Öldu. I fyrsta lagi er hún frábær skemmtikraftur og svo er hún ekki síður skemmtileg- ur persónuleiki. Það er það sem skiptir máli, finnst mér.“ Geir segir að núna ætli hljóm- sveitin að spila á sem flestum stöðum. í kvöld syngur Geir á Rán í Keflavík og á sunnudagskvöldið í Vestmannaeyjum. „Stefnan er að spila á sem flestum stöðum út um landið og miðla sjálfum mér til fólksins. En langtímamarkmiðið er að verða stöðugt betri, betri í dag en í gær. En ég er ekki í sam- keppni við nokkurn mann, þótt ég vilji ná eins langt og hægt er,“ segir Geir að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.