Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Myndverk af djassleikurum MYMILIST SI’ROIV f Mjðdd MÁLVERK SIGURÐUR ÖRLYGSSON Opið á afgreiðslutíma útibúsins mánudaga til föstudaga frá 9.15-16. Til 9 júlí. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKIR bankar, og aðrar fjármálastofnanir, eiga umtalsvert úrval myndverka, sem þeir hafa eignazt á ýmsan hátt eins og aðrar tegundir fasteigna. Og sem ég margendurtekið hef bent á í pistl- um mínum í áranna rás, er hér um mikilvæga og arðbæra fjárfestingu að ræða sem bandarískar, jap- anskar og þýzkar fjármálastofnan- ir gera sér helzt grein í'yrir í heimi hér, er þá naumast í kot vísað. A Guggenheim-safninu við Unter den Linden breiðgötuna í Berlín, þar sem ég tyllti tá að venju er ég var þar á ferð í desember sl., tók ég eftir þrem nýjum og veglegum bókum sem Deutsche Bank hefur gefið út um eign sína á samtíma- list. Bankinn virðist einn helzti stuðningsaðili núlista í Þýzkalandi, sem ótvírætt er drjúgt innlegg í markaðssetningu þeirra innan lands sem utan, enda verða engir ásar til í heimslistinni nú um stundir nema að hafa slíkan með- vind í bakið. í þessum þrem lönd- um eru málverk á við öruggustu verðbréf sem ráða má af því, að heimskunnir leikarar, poppstjörn- ur, ofurfyrirsætur og íþróttahetjur sem mala fljóttekið gull fjárfesta óspart í eldri sem nýrri myndlist ekki síður en verðbréfum, standa hér útsmognir fjármálaráðgjafar að baki. Jafnframt þykir markaðs- verð á málverkum einhver örugg- asti mælikvarði á styrkleika efna- hagskerfisins á hverjum stað, og eðhlega em hér Bandaríkjamenn í fai'arbroddi. Þar er verðgildi meiri háttar myndverka þekktustu núlif- andi listamanna löngu komið yfir milljón dollara og telst ekki til fréttar nema þau séu slegin á upp- boðum á yfir 5-10 milljónir, en hið dýrasta mun hafa komizt upp í 17 milljónir! Ai' öllu má því ráða að hér er um lífrænan og gildan atvinnuveg að ræða en ekki íþrótt né dægrastytt- ingu, og að auk atvinnuveg sem krefst mikils af iðkendum sínum, hæfileika og staðgóðrar menntun- ar, umfram allt vinnu, vinnu og vinnu og að vera með á nótunum í nútíð og fortíð. Eitthvað mun íslenzka banka renna grun í þetta í ljósi þess hve mikið er af myndverkum á veggj- um þeirra og einstakar markaðar listkynningar eru ekki óalgengar í hinum ýmsu útibúum. Er til marks um að þeir skynji hér auglýsinga- gildi slíkra athafna. Ekkert útibú mun þó hafa verið jafn iðið við kolann og SPRON i Mjódd, en þar hafa verið listkynn- ingar frá opnun þess fyrir áratug eða svo. Hér hafa ráðamenn vand- að til verka, meðal annars haft sérfróðan ráðgjafa við val lista- manna og uppsetningar mynd- verka, og að ég best veit hefur Þóra Kristjánsdóttir listsögufræð- ingur verið það allan tímann. Þótt veggrými bankans sé ekki sér- hannað til slíkra kynninga hefur oftar en ekki vel tekizt til og ber hér að þakka framtakið er hvörf verða á þessari starfsemi, og í ljósi þess ekki úr vegi að minna á ofan- skráð. Um þessar mundir er þar uppi sýning á nýlegum verkum eftir einn okkar snjallasta listamann af sinni kynslóð, Sigurð Orlygsson, og er þá eklri lítið sagt. Um er að ræða 20 máluð verk af andlitum heimskunnra djassleikara, flestum úr núliðinni fortíð, ásamt ýmsum myndrænum tilfæringum fyrir of- an þau og einmitt í þeim stíl sem við þekkjum frá hendi listamanns- ins er pentskúfurinn einn ræður fór á tvívíðum fleti. Þó koma þessi verk mörgum vafalítið á óvart og bera því vitni að enn velli og kraumi í sköpunarkirnu lista- mannsins. Allar ei'u myndirnar jafnstórar og frekar litlar, en sem rúsínan í pylsuendanum er eitt stórt málverk látið fylgja með, sem var málað á árunum 1992-97, en hin era frá þessu og síðasta ári. Allar era þessar myndir unnar í akryl með oh'ulitum í bland að mér skilst, en mála má með olíu ofan í akryl en alls ekki öfugt, vel að merkja. Þetta er mjög heildstæð og klár framkvæmd og prýði að henni á staðnum. Bragi Ásgeirsson »vjtt í Árwúta SpÁHskír $óf<sr Ármúla 7, sími 553 6540. Heimasíða: www.mira.is mínúta frábært útlit Tafarlaust. Áhrifaríkt. Magnað. EXTRAIT OF SKIN CAVIAR FIRMING COMPLEX Einföld andlitslyfting. Fínar línur hverfa. Farðinn endist lengur. Frábært. Kynning í dag fimmtudag og á morgun föstudag kl. 13-18. jnyrtivöruverátun Kringlunni 8-12 • S. 533 4533 Aðrír útsölustaóir: FIYGEA Austurstræti 16, HYGEA Laugavegi 23, LIBIA í Mjódd. AGNES snyrtistofa, Listhúsínu v/Engjateig, Snyrtistofan Jóna Hamraborg 10, Snyrtístofan MANDÝ, Laugavegi 15, GALLERY FÖRÐUN Hafnargötu 25, Keflavík. Tertuspaði til mannvíga LEIKLIST Leikfélag Dalvfkar Ungó, Dalvík FRUMSÝNING eftir Hjörleif Hjartarson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd: Hjörleifur Hjartarson og hópurinn. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson. Búningar: Hjördís Jónsdóttir, Ásrún Yngvadóttir, María Jónasdóttir, Auður Kimberg. Aðstoðarmaður leikstjóra/sýningarstjóri: Guðbjörg Antonsdóttir, Ragnheiður Eiríks- dóttir. Leikendur: Lovísa María Sig- urgeirsdóttir, Dagur Óskarsson, Guðný Helga Bjarnadóttir, Dana Jóna Sveinsdóttir, Steinþór Trausta- son, Egill Einarsson, Julíus G. Júlí- usson, Auður Helgadóttir, Björn Björnsson, Sigurður Gísli Lúðvígs- son, Sigurbjörn Hjörleifsson, Linda Björk Holm, Hjörleifur Halldórsson, Eyþór Antonsson, Lárus Sveinsson, EÍsa Heimisdóttir, Katrín Sif Árna- dóttir, Sergej Kuznezov, Friðrik Gígja, Olga Albertsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson. Frumsýning laugardaginn 6. mars. LEIKFÉLAGIÐ á Dalvík er hálfsextugt um þessar mundir og svo sem til að sýna að engin séu á því ellimörkin setur félagið á svið nýtt frumsamið leikrit eftir einn fé- laganna, Hjörleif Hjartarson, af svo miklum fítonskrafti og kunnáttu að það er saga til næsta bæjar. Hjör- leifur hefur lagt leikfélaginu til ágætlega samið skemmtileikrit með léttri fléttu, smellnum hugmyndum, hnyttnum tilsvörum og fjölþættri samtímalegri og sögulegri skírskot- un að hætti Hugleiks. Á frumsýningunni blésu leikend- ur í þetta leikrit slíku lífi að þegar áhorfendur orguðu ekki beinlínis af hlátri mátti finna hvað öllum var vel skemmt og margvíslega. Því hér mátti hafa gaman af mörgu: tilburð- um leikaranna, persónusköpun þeirra, búningum, spaugilegum uppákomum, orðaleikjum, samspili hins kátlega og alvarlega, endur- tekningum og yfirleitt öllu þvi sem einkennir gott skemmtileikrit. Leikstjórinn, Sigrún Valbergs- dóttir, hefur haft hér úr miklu að moða, efni og ekki síður hæfileikum. Hún hefur unnið alla þætti þessarar sýningar einkar vel og næmlega og því verður sýningin heilsteypt og grípandi. Leikendur ganga allir fram af öryggi þess sem veit að eitt- hvað gott er að gerast og að hann á þátt í að skapa það. Framsögnin er með því allra besta sem heyrist, skýr, fallega rödduð og hljómmikil, hjá jafnt hjá hinum yngri sem eldri. Ýmsir ung- lingar á suðvesturhominu hefðu gott af því að heyra þetta tungutak, einkum þeir sem halda að íslenska sé það sama og að svelgjast á fílak- aramellum. Þá eru búningarnir góðir og leggja drjúgan kómískan skerf tii sýningarinnar. Leikhópur nokkur (það skyldu þó ekki vera Dalvíking- ar?) er að setja Skuggasvein á svið. Frumsýningin er alveg að bresta á. Þegar áhorfendur ganga í salinn verða fyrir þeim þrír lögreglumenn sem standa framan við tjöldin á sviðinu og fylgjast grannt með því hver mætir. Friðrik Gígja í hlut- verki Frikka, hins nærsýna lög- reglumanns, skapar strax stemmn- inguna fyrir það sem koma skal, leggur áhorfendum línuna með sprenghlægilegri og vel mótaðri persónusköpun. Og það er einmitt þessi skýra persónusköpun sem tekst svo vel hjá hverjum einasta leikara í hópn- um og endurspeglar breiddina í Leikfélagi Dalvíkur. Gamlir jaxlar á borð við Björn Bjömsson og Sigur- björn Hjörleifsson sýna frábæra takta, yngra fólkið á sumt sína óskastund á sviðinu, t.d. þau Lovísa María Sigurgeirsdóttir og Dagur Óskarsson, og unglingamir eiga góðan merkisbera í Steinþóri Traustasyni. En ég ætla ekki að segja meira frá því sem gerist á Frumsýningu. Það gerir leikhópurinn sjálfur þeg- ar sýningin kemur til Reykjavíkur. Guðbrandur Gíslason I I i i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.