Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bók aldarinnar Morgunblaðið/Kristinn BESTA íslenska bók aldarinnar verður valin af landsmönnuni dagana 12. til 21. mars: „Vafa- laust telja margir sig vita hvaða bækur verða í efstu sætum hér heima en flóran er mikil og fjöl- breytt og því aldrei að vita hvað kemur upp úr kössunum á Degi bókarinnar." BÓK ALDARINNAR á íslandi verður valin dagana 12. til 21. mars næstkomandi. Allir landsmenn geta tekið þátt en atkvæðaseðlar verða birtir í dagblöðum á morgun, föstu- dag. Atkvæðaseðlar munu einnig liggja frammi í öllum bókasöfnum og bókabúðum landsins sem jafn- framt taka við seðlunum. Enn frem- ur er hægt að greiða atkvæði á vef- bókasafninu en þar er slóðin www. vefbokasafn.is. Hver og einn þátttakandi getur valið þrjár bækur sem hann raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti en bæk- umar verða að vera skrifaðar af ís- lenskum höfundi og gefnar út á þessari öld. Niðurstaða könnunar- innar verður tilkynnt á Degi bókar- innar, 23. apríl næstkomandi. Búist við mikilli þátttöku Anna Elín Bjarkadóttir, stjórn- armaður í Bókasambandi íslands sem stendur fyrir vali á bestu bók aldarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að markmiðið með valinu sé fyrst og fremst að beina athygli að bókum og bóklestri. „Auðvitað er þetta til gamans gert í aðra röndina en við væntum þess einnig að töluverð umræða muni spinnast um íslenskar bókmenntir á öldinni. Það er ekki ólíklegt að umræðan verði fjörug þegar bóka- þjóðin sjálf fer að velta fyrir sér hvaða bók sé í raun og veru sú besta á öldinni. Þegar horft er yfir sviðið er úr mörgum stórvirkjum að velja. Það skal haft í huga að hér er ekki aðeins verið að velja um skáldverk heldur bækur af öllu tagi, ævisögur, fræðirit, bækur al- menns efnis og svo framvegis. Vafalaust á sitthvað eftir að koma á óvart eins og raunin hefur orðið í svipuðum könnunum í öðrum lönd- um. Það er til dæmis spennandi að sjá hvaða bækur eru íslenskum börnum og ungmennum efst í huga.“ Anna Elín sagði að Bókasam- bandið byggist við góðri þátttöku en allt hefði verið gert til þess að auð- velda hana. ,Ailir, bæði ungir og aldnir, eru hvattir til þess að greiða atkvæði í könnuninni. Því fleiri sem taka þátt, þeim mun marktækari verður niðurstaðan." Aðspurð segir Anna að rétt hafi þótt að gefa landsmönnum öllum kost á að velja bók aldarinnar í stað þess að láta ein- hverja útvalda spekúlanta um valið eins og gert var í frægri Random House-könnun á síðasta ári. „Könn- un með þessu sniði fór fram í Svíþjóð á síðasta ári og tókst mjög vel. Niður- stöður hennar komu ýmsum á óvart en það var skáldsagan Vestur- faramir eftir Vil- helm Moberg sem valin var bók aldar- innar þar. Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren var í öðru sæti en Lindgren átti líka bækurnar sem urðu í þriðja, sjötta, átt- unda og níunda sæti. Selma La- gerlöf varð einnig ofarlega í könnun- inni, Göran Tunström og fleiri. Vafalaust telja margir sig vita hvaða bækur verða í efstu sætum hér heima en flóran er mikil og fjöl- breytt og því aldrei að vita hvað kemur upp úr kössunum á Degi bókarinnar." Að Bókasambandi íslands standa Rithöfundasamband íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag bókagerðarmanna, Samtök gagn- rýnenda, Samtök iðnaðarins, Hag- þenkir - Félag höfunda fræðirita og kennslugagna og Bókavarðafélag Islands. Til hvers? KVIKMYNPIR Iláskólabfó PSYCHO, (‘98) irk Leikstjóri Gus Van Sant. Handrits- höfundur Joseph Stefano e. sögu Roberts Bloch. Kvikmyndatöku- stjóri Christopher Doyle. Tónskáld Bernard Herrmann. Aðalleikendur Vince Vaughn, Anne Heche, Juli- anne Moore, Viggo Mortensen, William H. Macy, Chad Everett, Philip Baker Hall. 109 mín. Banda- rísk. Universal 1998. ÞAÐ fyrsta sem kom upp í hugann er þær ótrúlegu fréttir bárust að Hollywood væri að end- urgera Psycho, var einfaldlega, til hvers? Myndin sem Hitehcock gerði á milli stórmyndanna North By Northwest, (‘59) og The Birds, (‘63), átti reyndar aldrei að verða annað en smábrandari, gerður fyrir skiptimynt. Það fór á annan veg. Smámyndin varð umsvifa- laust sígild og svo vinsæl að hún færði leikstjóranum mest í vas- ann - og að líkindum mesta frægð um allan heim. A yfirborðinu hefur fátt breyst annað en að atburðarásin er færð fram til samtímans, and- litin ný og ‘98-útgáfan er í lit. Sagan mikið til óbreytt. Marion Crane (Ann Heche), stenst ekki freistinguna, og rænir 400 þús- und dölum í reiðufé frá við- skiptavini húsbónda síns. Stúlk- an áir loks á afskekktu vega- móteli, reknu af Norman Bates (Vince Vaughn) og dularfullri „móður“ hans. Ferð Marion verður ekki lengri, hún hverfur sjónum samferðamanna. Einka- spæjari (William H. Macy) kemst á sporið og í kjölfar hans kærasti Marion (Viggo Morten- sen) og systir hennar (Julian Moore). Ef einhver þekkir ekki frægasta söguþráð hryllings- myndasögunnar, er ekki rétt að fara lengra. Leikstjórinn, Gus Van Sant, hefur lagt á það áherslu að myndin sé eftirlíking, ekki end- urgerð. Það má til sanns vegar færa. Myndavélinni er oftast beitt frá sömu sjónarhornum, framvindan tíunduð í smáatrið- um, gömlu titlarnir eru meira að segja til staðar. Og tónlistin hans Bernards Herrmann lúrir yfir og allt um kring og er reyndar það eina sem tekur gömlu myndinni fram. Hljóðið er vitaskuld mikl- um mun betra og drungaleg tón- listin nýtur sín sem aldrei fyrr undir hljóðstjórn Dannys Elfrnan. Allt annað er unnið fyrir gýg og færir mönnum heim sanninn um að láta eigi gömul listaverk í friði. Það fer einfald- lega enginn í fotin hans Hitchcocks. Psycho, (‘98) vaknar aldrei til lífsins. Gus Van Sant, sá snjalli kvikmyndagerðarmaður, stend- ur uppi með steingelda mynd, eftirlíkingu, eða endurgerð, hvort sem hann vill hafa það. A Perfect Murder, (‘98), hroð- virknisleg en ekki alfarið vond eftiröpun Dial M For Murder, (54), reyndist mun betri afþrey- ing. Psycho verður aldrei annað en blóðlaus spegilmynd, þrátt fyrir litina. Leikararnir, allir sem einn, hjálpa ekki uppá sak- irnar - jafnvel þó þeim sé hlift við samanburðinn við Perkins, Leigh, Balsam, og þau öll. Út- koman örlítið forvitnileg mistök á mistök ofan fyrir aðdáendur Hitch, ungum gestum ráðlegg ég eindregið að leigja gamla meist- araverkið og fá ósvikna gæsa- húð. Sæbjörn Valdimarsson Casares Einn af bók menntajöfr- um Argen- tínu látinn Buenos Aires. Reuters. ARGENTÍNSKI rithöfundurinn Adolfo Bioy Casares lést á mánudag, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Varð hjarta- og lungnabilun honum að aldurtila, að sögn argentínskra fjölmiðla. Casares var þekktur fyrir verk eins og Morel’s Invention, en fyrir hana fékk hann spænsku Cervantes-verðlaunin árið 1991, og bókina Diary of The War of the Pig. Hann ritaði einnig smásagnasafn í samvinnu við rithöfundinn þekkta Jorge Luis Borges, en þeir Borges og Casares voru góðvinir frá barnæsku. Það var einmitt Borges og annar rithöfundur, Silvina Ocampo, sem töldu Casares á að segja skilið við heimspekinám sitt og helga sig bókmenntaskrifum. Casares gekk síðan að eiga Ocainpo árið 1940. FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 25 Fyrstu 300 sem panta miða á Hatt og Fatt, Nú er ég hissa! fá ávísun á geisladiskinn úr sýningunni sem er væntanlegur eftir tvær vikur. Forsala aðgöngumiða hefst í dag! Sýningar: Miðvikudaginn 17. mars kl. 18.00 frumsýning Sunnud. 21. mars kl. 14.00 Laugard. 27. marz kl. 14.00 |pft kasIáONm Miðasölusími 552 3000 Glænýr,fjörugur og íslenskur söngleikur fyrir börn eftir Ólaf Hauk Símonarson. fieir sem voru börn á milli 1970 og 80 muna eftir lögum eins og: Ryksugulagið Það vantar spýtur og það vantar sög Ég heyri svo vel Eniga meniga O.fl. o.fl. Nú er kominn tími til að börnin þeirra fái að njóta þeirra í nýjum útsetningum Margrétar Örnólfsdóttur í líflegum söngleik á sviði Loftkastalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.