Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 35 UMRÆÐAN Jarðg'öng' geta verið nauðsynleg ÉG varð undrandi þegar ég las það í Vík- verja á sunnudaginn, að jarðgöng milli Olafsfjarðar og Siglu- fjarðar eða á milli byggðarlaga á Austur- landi væru mál af því tagi, sem kalla mætti kjördæmispot lands- byggðan’áðherra. Við svipaðan tón heíur kveðið í Degi og DV. Þó vildi svo til að fund- ur minn með bæjar- stjórn Siglufjarðar um jarðgöng til Ólafsfjarð- Halldór ar var haldinn aðeins Blöndal fímm dögum eftir að ég hafði átt fund með borgarstjóra um Sundabraut. Reykvískum blaðamönnum blöskraði ekki þær upphæðir sem þar voru nefndar, 10—12 milljarðar eða svo. Þeir kynntu sér tillögurnar með sama Jarðgangagerð Vegagerðinni er ekkert að vanbúnaði, segir Halldór Blöndal, að ráðast í þetta verkefni. opna huganum og heimamenn fyrir norðan eða heimamenn fyrir austan kynna sér tillögur um samgöngu- bætur í sínu heimahéraði. Sú var tíðin, að skrif Dags bái-u það með sér að blaðamaðurinn væri kunnugur í Eyjafirði. Þess vegna sjáum við margir eftir gamla Degi. Hér er sýnishorn úr nýja Degi: „Ráðheira upplýsti að göngin væru nauðsynleg vegna þess að búið væri að sameina tvö fiskvinnslufyrirtæki í fjórðungnum. Kjarni málsins er sem sagt sá að það vantar göng milli Þormóðs ramma á Siglufírði og Sæbergs á Ólafsfirði. Þetta ligg- ur auðvitað í augum uppi þótt menn hafí ekki kveikt á þessu fyrr en ráð- herrann hæstvirtur benti á það...“ Þormóður rammi og Sæberg voru sameinuð til þess að nýta bet- ur skipakost og aðstöðuna í landi. Einn þátturinn í því er að auðveld- lega sé hægt að flytja fólk og hrá- efni milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar og að þjónustufyrirtæki á stöðunum geti sinnt skipunum þeg- ar þau eru við bryggju. Það treystir byggðirnar og breikkar atvinnu- grundvöllinn. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að Lágheiði er oftar en ekki lokuð hálft áiáð og stundum fram í júní. Og þá verður að aka 223 km í staðinn fyrir 15 km ef göngin væru komin. Ekki er hægt að fljúga til Siglufjarðar eftir að tekur að skyggja. Þessar staðreyndir gefa ritstjórn Dags til- efni til að hafa í flimt- ingum. Með sama hætti er auðvelt að rökstyðja það hagræði sem er að jarðgöngum á Austur- landi með því að þau breikka atvinnugrund- völlinn og færa byggðimar saman. Um það er að ræða að styrkja byggðakjarnana á Norðurlandi og á Austurlandi svo að þeir saman og hvor í sínu lagi geti orðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Samgöngunefnd Aiþingis leggur til að fela samgönguráðhema að vinna langtímaáætlun um gerð jai'ðganga á íslandi. Áætiunin feli í sér úttekt á kostum sem taldir era á jarðgangagerð á landinu, kostn- aðarmat og arðsemismat einstaki'a framkvæmda og forgangsröðun verkefna. Sérstaklega verði horft til framkvæmda sem rjúfa vetrar- einangran, koma í stað annarrar kostnaðarsamrai' vegagerðar, stytta vegalengdir eða stækka at- vinnusvæði. Áætlunin liggi fyrir áð- ur en lokið verður við næstu reglu- legu endurskoðun vegáætlunar. Vegagerðinni er ekkert að van- búnaði að ráðast í þetta verkefni. Nægilegar forrannsóknir munu liggja fyrir í sumar. Það staðfestir að jarðgangamálin hafa verið nógu lengi á döfinni til þess að hæjgt sé að tala um þau af raunsæi. A hitt verður síðan að reyna hvenær stjómvöid og Alþingi treysta sér til þess að leggja fram fé til nýrra jarðganga. Ég hef leyft mér að vera bjartsýnn, af því að ég finn að vondar samgöngur era farnar að kreppa að byggðunum. Enn um Svavar sendiherra SJALDAN hefí ég fengið jákvæðari og al- mennari viðbrögð við grein, sem ég hefi skrifað, en um skipan Svavars Gestssonar sendiherra í NATO- ríkinu Kanada. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 21. febrúar 1999, er skrif- að eftirfarandi: „Verð- ur Samfylkingin með eða á móti aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu? Hér dugar ekki loðin afstaða. Svörin verða að vera skýr. Er Samfylkingin með eða á móti varnarsamstarfi við Banda- ríkin? Það sama á við hér. Svörin verða að vera skýr. Nú er beðið eft- ir þessum svörum." Undir þessi orð höfundar Reykjavíkurbréfsins tek ég af alhug. Þess vegna verða formælendur ríkisstjómarflokkanna einnig að gefa skýi- svör, hvað varðar skipun Svavars Gestssonar í embætti Hreggviður Jónsson sendiherra. Er í lagi að sendiherrann sé á móti aðild Islands að NATO? Er í lagi að sendiherrann sé á móti varnarsamstarfi við Bandaríkin? Svörin verða að vera skýr eða er Svavar orðinn yfir- lýstur NATO- og Bandaríkjasinni? Mér og fjölda fólks verða ríkisstjórnar- flokkarnir að gefa skýr svör. Annars tel ég, að stefnubreyting hafi or- ið hjá þessum flokkum í utanríkismálum. Ef svo er, þá skiptir ekki máli hver stefnumið Samfylkingar- innar eru. Þá skiptir heldur ekki máli þótt „Græna framboðið" sé á móti í þessum málaflokki. Stein- grímur J. Sigfússon væri vel hæfur til að verða næsti utanríkisráð- herra, að minnsta kosti eru kynni mín af honum hin ágætustu og ef stefnur skipta ekki máli iengur, þá er bara verið að gera grín að kjós- NATO-aðild Er það í lagi, spyr Hreggviður Jónsson, að sendiherrann sé á móti aðild Islands að NATO? endum Sjálfstæðisflokksins og þeir blekktir hvað þennan málaflokk varðar. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin gætu allt eins verið sami stjórnmálaflokkurinn. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á að afturkaila skipun Svavars Gests- sonar sem sendiherra, nema að stefnur skipti engu í þessum mála- flokki! Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844. wwsv.flis@flis.is • netfang: flis@itn.is Höfundur er samgönguráðherra. © Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! B R Æ O URNI R (©JORMSSON íógmúlo S • Simi 533 2800 Fréttir á Netinu /§> mbl.is ALLTAf= eiTTH\S/\£* AÍÝT1 AUGLYSING UM UPPGREIÐSLU VERÐTRYGGÐRA SKULDABRÉFA SEMENTSVERKSMIÐJAN HF. Auglýsing um uppgreiðslu verðtryggðra skuldabréfa, útgefnum af Sementsverksmiðjunni hf., í flokkum Í/1994A þann 16. maí 1994, 1/1994B þann 16. maí 1994 og 2/1994A þann 23. ágúst 1994. Hver flokkur inniheldur skuldabréf að upphaflegri fjárhæð kr. 50.000.000. Sementsverksmiðjan hf. hefur ákveðið að nýta sér uppgreiðsluákvæði allra skuldabréfanna og greiða upp flokka 1/1994A og 1/1994B þann 16. maí 1999 og flokk 2/1994A þann 25. ágúst 1999. Bréfin eru bundin lánskjaravísitölu. Grunnviðmiðun verðtryggingar var 3347 stig lánskjaravísitölu í maí 1994 og 3370 í ágúst 1994. Greiðslustaður skuldabréfanna er á aðalskrifstofu Sementsverksmiðjunnar hf. á Mánabraut 20, 300 Akranesi. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Tómasi Runólfssyni, deildarstjóra fjármála og viðskipta hjá Sementsverksmiðjunni hf., í síma 430 5000. Akranesi, 1 1. mars 1999. SEMENTSVERKSMIÐJAN HF. Mánabraut 20, pósthólf 140, 300 Akranesi, sími 430 5000, bréfsími 430 5001. Þann 5. mars voru dregin út 30 númer lukkumiða í Pöddulífs-barnaboxum McDonalds þar sem í verðlaun voru 30 Georgs-bankabækur frá íslandsbanka. 10.000 kr. inneign kom á eftirtalin númer: 9571, 7943, 9710, 9786, 6113, 1866, 6912, 8720, 6750 og 7654 6.000 kr. inneign kom á eftirtalin númer: 6751, 7161, 6315, 6698, 1049, 4016, 554, 1977, 2930 og 9785 3.000 kr. inneign kom á eftirtalin númer: 9674, 7369, 6531, 7086, 4927, 2605, 6732, 4261, 1797 og 4952 Vinningshafar geta komið með lukkumiðana í hvaða útibú íslandsbanka sem er og fá þá afhentar bankabækurnar. Athugið að bækurnar eru bundnar í 3 ár. íslandsbanki vill þakka öllum sem tóku þátt í leiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.