Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STRAX eftir ræktina FÓLK í FRÉTTUM Vöfflur með rjóma ✓ Hinn 6. mars hélt Bellatrix tónleika í Arós- um í Danmörku, og lauk þar með tveggja mánaða tónleikaferðalagi um Evrópu. Nú er sveitin á leið til Bandaríkjanna og fer síðan aftur til Bretlands. Baldur A. Krístinsson tók Elízu, forsöngvara sveitarinnar, tali í Arósum til að spyrja hana nánar um ferðina. FYRIR UM hálfu ári voruð þið valin besta hljómsveitin með lausa samninga á „In the City“-hátíðinni í Manchester. Hvaða þýðingu hefur þetta haft fyrir ykkur hingað til? „Það hefur verið alveg ómetanlegt. Reyndar má segja, að allt sem er að gerast hjá okkur núna sé sprottið af þeirri viðurkenningu. Áhuginn á okk- ur hefur hreinlega margfaldast." Síðan um áramótin hafíð þið verið á tónleikaferðalagi um Evrópu. Hvar hafíð þið verið? „I janúar vorum við í Hollandi, Belgíu, Englandi og á Irlandi. Svo tókum við tveggja vikna frí. í febrú- ar og marsbyrjun höfum við verið í Noregi og Danmörku og síðan höld- um við til Bandaríkjanna. Við ljúkum þessari törn með nokkrum tónleik- um í Englandi í lok mars.“ Það má líta svo á, að útgáfa „G“ og þessi tónleikaferð sé byrjunin á aI- þjóðaferlinum hjá ykkur. Finnið þið einhver viðbrigði? Hafíð þið Iært eitthvað af þessu nú þcgar? „Við höfum í rauninni verið at- vinnuhljómsveit í tvo mánuði, og auðvitað eru það mikil viðbrigði mið- að við gamla rólið. Við erum laus við allar skuldbindingar á Islandi (nema hvað ég þarf að ljúka söngnáminu nú í vor), og einbeitum okkur algerlega að tónlistinni. Þetta er miklu strang- ari og þéttari dagskrá en við höfum þurft að fylgja áður, með tónleika allt að því daglega. Við höfum þurft að venjast því að taka því rólega á milli tónleika, sofa reglulega, lesa góða bók fyrh' háttinn frekar en að þjóra fram á nótt, o.s.frv. I stuttu máli að líta á þetta sem vinnu frekar en skemmtun. Þar að auki held ég að við höfum lært að sýna hvert öðru meira umburðarlyndi, sem er alger nauðsyn af því að svona ferðalag tek- ur oft mikið á taugarnar." Vinnu frekar en skemmtun, seg- irðu. Vonandi finnst ykkur ekki skemmtunin vera að hverfa úr tón- leikahaldinu? „Nei, nei, þetta hefur verið feiki- gaman; annars værum við náttúru- lega ekki að þessu. Það er stundum erfitt og stressandi að vera á svona flakki, en góðir tónleikar og skemmtilegar uppákomur vega það upp og meira til. Það var t.d. mjög gaman að vera í Noregi, þar sem all- ir tóku okkur ákaflega vel. A einum staðnum tóku tónleikahaldararnir á móti okkur með vöfflum og rjóma. Svo komumst við að því, að við eig- um þar einkar harðan kjarna af að- dáendum. Ein unglingasveitin í Nor- egi tekur „coverlög" með okkur, og syngur þau meira að segja á ís- lensku! Og það er alltaf að gerast eitthvað óvænt. Þegar við héldum tónleika í Kaupmannahöfn fyrr í vik- unni kynnti ég síðasta lagið, og sagði sem svo, að ef fólk vildi heyra meira, vissi það hvað þyrfti að gera. En í stað þess að klappa okkur upp eins og venjan er, stukku tveir áhorfend- ur upp á sviðið og kysstu okkur! Auðvitað neyddumst við til að spila meira...“ Nú eruð þið á leiðinni til Bandaríkj- anna. Hvers væntið þið af þeirri ferð? „Við förum á tónlistarhátíð í Texas sem heitir „South by Southwest". Þetta er svipuð hátíð og „In the City“, bara mun stærri í sniðum. Á leiðinni þangað höldum við líka eina tónleika í New York, aðallega í því skyni að gefa fulltrúum nokkurra plötuúgefenda færi á að heyra í okk- ur. Við erum semsagt bara að freista gæfunnar og þreifa fyrir okkur um nýjan markað vestanhafs.“ ; f K-daffiino’é ^ Var Lag i 1 4 Ladyshave 2. skipti á toppinn Gus Gus HJ 1 King 01 Snake llHtlnnionnlá mmmmú » 9 Charlie Big Potato Skunk Anansls | 4 5 Why Dont You Get A Job? Offsprlng « 2 Fragments Of Life Rfly Vedas » 8 Freak On A Leash Korn 8 ' 13 My Own Wopst Enemy Ut li ..8 :i 8 1 Tender Btar » You Stole The Sun... Manic Street Proachens 10 3 Whisky in The Jan MfltaHira liluLCUIiuw « 10 Every You Every Me Pteceto Tequila Terrorvtemi 15 It's Over l\low Neve 7 Walk Like A Panther The All Seing I F? 16 Yoo Hoo Imperial Teen 17 - Be There U.N.K.L.E. & !an Brown 18 18 Sheep Go To Heaven Cake 19 14 Every Morning Sugar Ray 20 17 Cold Brains Beck 21 24 Neðanjarðar 200.000 Nagibitar 22 20 Secret Smiie;) Semisonic 18 One Hit Wonder Out 01 My Head Orbital Fastball Fínn enda- sprettur TOMjIST Musikcafeen BELLATRIX-TÓNLEIKAR BELLATRIX-tónleikarnir í Árós- um byrjuðu ekki sérlega vel en lokakaflinn var frábær. Hljómsveitin kynnti G eftirminnilega fyrir Árósa- búum og lék einnig fáein ný lög sem lofa góðu. Tónleikarnir voru haldnir í Musikcafeen, sem er á jarðhæð í gömlu bakhúsi í útjaðri Latínu- hverfisins. Þetta er vel þekktur neðan- jarðarklúbbur sem hefur mjög bland- aða, allt að því sér- viskulega dagskrá: mestmegnis rokk og djass, en einnig þjóðlagatónlist, rapp, ljóðaupplestur og jafnvel brand- arakvöld. Pláss er fyrir um 150 manns. Tónleikamir voru ekki nema miðlungi vel sóttir: um 80 manns mættu, þar af 15-20 íslendingar. Á laugardags- kvöldi er satt best að segja of mikið um að vera í næturlífi Árósa til þess að íslensk hljómsveit, sem enn er nær óþekkt í Danmörku, fái neina verulega aðsókn. Fyrri hluta tónleikanna virtist sveitin svolítið þreytt og óupplögð, sem kannski ekki er svo óeðlilegt í lok langs tónleikaferðalags. Að vísu byrjuðu þau vel með fínni útgáfu af „Once More“, mun bragðmeiri og kröftugri en á G. Hér lék fiðlan mik- ilvægt hlutverk og magnaði lagið upp. En í næstu fjórum til fimm lög- um var flutningurinn ögn þvingaður og óeðlilegur hjá þeim. „Silverlight" varð til dæmis hálf þunglamalegt, jafnvel skrykkjótt á köflum. Söngur og hljóðfæraleikur voru tæknilega í góðu lagi, en það virtist vanta til- finningu og eindrægni í þetta hjá þeim. Þau náðu heldur ekki al- mennilegu sambandi við áheyrend- ur. Eins og annað fór það þó batn- andi er á leið. Með „2U“ (sem er nýtt lag) og „Ikarus" um miðbik tónleikanna léku þau sig í stuð, urðu mun frjáls- legri og óþvingaðri, og unnu um leið betur saman. Síðari helmingurinn var í stuttu máli framúrskarandi. Sérstaklega leist mér vel á kraftmikla og beinskeytta út- gáfu af „Great Ex- pectations“. Og svo má ekki gleyma skemmtilega pönk- uðum flutningi þeirra á Beatles-lag- inu „AU Together Now“. Eins og vera ber voru þau klöppuð tvisvar upp og settu lokapunktinn með einu elsta lagi sveitarinnar (eða öllu heldur Kolrössu krókríðandi): „0, ég er svo svöng“. Bellatrix hefur margt það til að bera sem hún mun þurfa á að halda til að geta öðlast þann frama sem hún sækist eftir: góð lög, góðan söng og hljóðfæraleik, og síðast en ekki síst þann frískleika og kraft, sem einkenndu síðari hluta þessara tónleika. Spurningin er bara hvort þetta sé nóg, eða hvort eitthvað vanti upp á í stíl eða í snilld. Það mun framtíðin ein leiða í ljós. Baldur A. Kristinsson Morgunblaðið/Baldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.