Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 13

Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 13 FRÉTTIR sækjast eftir embætti varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins flokksins fer fram á seinasta degi landsfundar- ins næstkomandi sunnudag. Omar Friðriksson ræddi við frambjóðendurna um ástæður fyrir framboði þeirra og áherslumál, hlutverk vara- formanns Sjálfstæðisflokksins, skipulagsmál flokksins og stöðu á vettvangi stjórnmálanna. Undirstrikar breidd flokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg „EG er fyrst og fremst sjálfstæðismaður og þingmaður flokksins í framboði til þessa embættis," segir Sólveig Pétursdóttir. - AF HVERJU sækist þú eftir því að verða kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á iandsfundinum um næstu helgi? „Eg fékk opinberar áskoranir frá Lands- sambandi sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, um að gefa kost á mér og ákvað að taka þeim áskorunum. Eg hef lengi starfað í stjórnmálum og hef meðal annars verið þingmaður Reykvíkinga í níu ár. Par áður var ég fyrsti varaþingmaður í Reykjavík og átti einnig sæti í borgarstjórn- arflokki sjálfstæðismanna í fjögur ár. Eg hef bæði löngun og vilja til þess að taka að mér frekari ábyrgðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og hef raunar lýst því yfír áður. Pá fínnst mér líka rétt að stuðla að frekara brautar- gengi kvenna innan flokksins.“ -Hefurðu hug á að að breyta á einhvern hátt hlutverki varaformanns ef þú nærð kjöri? „Varaformaður í Sjálfstæðisflokknum gegnir mjög mikilvægu hlutverki að mínu mati og ég held að ekki sé rétt að draga úr þýðingu þess. Þó eru ýmsar breytingar fram undan, meðal annars breytt kjördæmaskipan sem gerir að verkum að það þai-f að skoða skipulag flokksins heildstætt. Skipulagsmál eru alltaf á dagskrá landsfundar þannig að þau verða áreiðanlega rædd.“ -Eru einhver sérstök mál sem þú vilt leggja áherslu á í embætti varaformanns? „Eg er fyrst og fremst sjálfstæðismaður og þingmaður flokksins í framboði til þessa emb- ættis. Ég tel að með því að velja konu í þetta embætti séum við að breikka forystu flokks- ins og hugsanlega gætum við þá náð til enn stæiri hóps kjósenda. Mér finnst mjög mikil- vægt að undirstrika þá breidd sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur staðið fyrir. Sjálfstæðis- stefnan byggir bæði á einstaklingsfrelsi og ekki síður á því að gæta að högum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það finnst mér mjög mikilvægt og bendi á orðin stétt með stétt í þessu sambandi. Þó að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að sjálfsögðu að vera trúr kjölfestunni í sinni stefnu og hafi náð stór- kostlegum árangri í efnahagsmálum, verður hann líka að vera sveigjanlegur og ganga inn í nýja öld með framsýni og bjartsýni í huga.“ - Nú hefur veríð nokkuð breytilegt hvernig þeir sem gegnt hafa varaformennsku í Sjálf- stæðisflokknum ígegnum tíðina hafa beitt sér í því embætti. Telurðu að varaformaður eigi að skipa sér þétt við hlið formanns eða starfa meira sjálfstætt bæði innan flokksins og út á við? „Ég tel að varaformannsembættið feli í sér ýmsa möguleika. Auðvitað er varaformaður- inn mjög náinn samstarfsmaður formanns flokksins og getur þurft að vera staðgengill hans, en hann er líka ákaflega mikilvægur í flokksstarfinu. Við sjálfstæðismenn höfum verið svo lánsamir að eiga að margt gott fólk sem er tilbúið að ljá okkur lið. Við þurfum einnig að vera reiðubúin að rétta öllu því fólki hjálparhönd, aðstoða við skipulagningu og gæta þess að flokksstarfið sé í góðu lagi hvar sem er á landinu." Á ekki von á hörðum átökum í varaformannskjörinu -1 sögu Sjálfstæðisflokksins hefur val varaformanns stundum ráðist af þeim sjónar- miðum að nauðsyniegt sé að skapa jafnvægi í forystu flokksins eða endurspegla breidd. Telurðu að gæta þurfí að þessu í varafor- mannskosningunum um helgina? „Já, það er mín skoðun og ég hef lagt áherslu á það. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar litið er til þess að það eru mjög mikil- vægar alþingiskosningar framundan og auð- vitað ber okkur skylda tii þess að gera allt sem við getum til þess að tryggja áframhald- andi stjórn Sjálfstæðisflokksins og forystu hans í ríkisstjórn. En það er að sjálfsögðu landsfundarfulltrúa að leggja mat á hagsmuni flokksins í þessu sambandi.“ - Sú gagnrýni heyríst stundum að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins van- ræki fíokksstarfíð þegar fíokkurínn tekur þátt í ríkis- stjórnarsamstarfí. Náir þú kjöri munt þú þá einbeita þér að því að rækta fíokksstarfíð sem mest? „Það er rétt að þessi gagnrýni hef- ur heyrst og hefur vafalaust komið fram í öllum stjórn- málaflokkum. Ég tel að það séu allir möguleikar á því að varaformaðurinn geti ræktað flokks- starfið þrátt fyrir að flokkurinn eigi aðild að ríkisstjórn. Yfir- leitt getur þetta tvennt farið vel sarnan." - Telurðu að varaformaður Sjálf- stæðisflokksins sé í betrí stöðu en aðrir til að taka síðar við formennsku í flokknum og eigi jafnvel tilkall til þess ef formaðurínn víkur? „Sagan hefur sýnt að þetta tvennt þarf ekki að fara saman þannig að varaformaður taki við af formanni. Hins veg- ar er þetta mjög mikilvægt starf og felur vafalaust í sér einhverja möguleika í þessa veru. A því eru þó vafalaust skiptar skoðanir. Það má vel vera að flokksmenn líti öðrum augum á það og að það séu aðrar forsendur fyiir því hvern þeir kjósa í varaformanns- embættið en sem formann." - Hefur þú áhuga á að sækjast eftir for- mennskunni þó síðar verði? „Það er alveg ótímabær umræða. Við erum svo heppin að hafa Davíð Oddsson sem for- mann flokksins, en hann er afskaplega flinkur pólitíkus og traustur leiðtogi og ég vona bara að hann sitji sem lengst." - Eðli máls samkvæmt þurfa formaður og varaformaður Sjálfstæðisfíokksins að geta unnið vel saman. Hvernig hefur samstarf ykkar Davíðs Oddssonar veríð? „Samstarf okkar Davíðs Oddssonai- hefur verið með ágætum. Við unnum saman í borg- arstjórnarmálum og síðast liðin átta ár hef ég verið formaður allsherjarnefndar Alþingis, en sú nefnd fjallar um mál sem heyra undir for- sætisráðuneytið og okkar samstarf þar hefur verið prýðilegt." - Áttu von á hörðum átökum á landsfundin- um í varaformannskjörinu? „Nei, ég á ekki von á hörðum átökum. Við erum öll fyrst og fremst samherjar í Sjálf- stæðisflokknum en auðvitað skiptast menn á skoðunum og láta álit sitt í ljós. Mönnum get- ur runnið kapp í kinn en ég get fullvissað þig um að að landsfundi loknum munum við snúa bökum saman og ganga sigurreif til kosninga- baráttunnar. Ég tel að það sé lýðræðislegur réttur landsfundarfulltrúa að fá að kjósa á milli manna og ég hef ekki orðið vör við annað en að um það ríki fullkomin sátt.“ - Hver er skoðun þín á hugmyndum Björns Bjarnasonar um að embætti varaformanns verði lagt niður og í stað hans kjörin fímm manna framkvæmdastjórn, sem starfí með formanni fíokksins og formanni þingflokksins ogsinni innrí málefnum flokksins? „Við erum nú þegar með bæði fram- kvæmdastjórn og miðstjórn og aðrar stofnan- ir innan flokksins, sem eru mjög virkar. En ég hef þegar bent á að það eru ýmsar breyt- ingar framundan og þess vegna er bæði rétt og skylt að ræða skipulagsreglur flokksins en ég hef ekki tekið undir þá skoðun að embætti varaformanns verði lagt niður, því þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta starf. Þar að auki tel ég mjög mikilvægt að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins, það er að segja lands- fundarfulltrúarnir, hafi bein áhrif á hvernig forysta flokksins er skipuð.“ Gerði ekki athugasemdir við skipan framboðslistans - Telurðu að hugmyndir Björns muni koma til alvarlegrar umræðu og afgreiðslu á lands- fundinum? „Það má vel vera að þær verði ræddar. Það er ekkert óeðlilegt við það. Skipulagsmálin eru liður á dagskrá landsfundarins og það má vel hugsa sér að þær hugmyndir verði ásamt ýmsum fleiri hugmyndum ræddar í einhven'i sérstala-i nefnd sem verði sett á fót á milli landsfunda. - Er málefnalegur ágreiningur á niilli ykk- ar Geirs H. Haarde? „Nei, ég held að svo sé ekki. Fyrst og fremst erum við bæði sjálfstæðismenn, tveir hæfir einstaklingar í þessu kjöri. Við höfum unnið náið saman og ég hef ekki orðið vör við að það væri einhver málefnaágreiningur okkar í milli. Auðvitað höfum við að einhverju leyti mismun- andi áherslur og höfum ef til vill komið að ein- hverju leyti að mismunandi málaflokkum, til dæmis í nefndarstörfum á Alþingi." - Ertu sátt við að skipa fjórða sætið á fram- boðslista flokksins hér í Reykjavík verðir þú kjörín varaformaður? „Kjörnefnd er kosin sérstaklega til að gera tillögur um skipan listans í Reykjavík og full- trúaráðið hélt fund síðast liðið þriðjudags- kvöld og samþykkti þann lista. Ég gerði ekki athugasemdir við þá skipan sem þar var gerð tillaga um og samþykkt." -Miklar umræður eru um að auka þurfí framgang kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Hver er þín skoðun á því? Eiga konur að ganga fyrir við va1 í trúnaðarstöður á vegum flokksins til að koma á meira jafnvægi? „Sjálfstæðismenn hafa ekki talið rétt að hafa kynjabundna kvóta, þótt sú umræða hafi átt sér stað innan flokksins. Konur í Sjálfstæðisflokknum hafa náð nokkuð góðum árangri að undanförnu, meðal annars í sveit- arstjórnum og prófkjörum, sem haldin hafa verið nýlega. Það má einnig benda á að kona er formaður þingflokksins og kona er oddviti okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hins vegar verðum við að huga vel að þessum málum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem kom konum til raunverulegra áhrifa í íslenskum stjórnmál- um og við viljum að sjálfsögðu viðhalda þeirri þróun.“ - Hver eru þín helstu baráttu- og hugsjóna- mál í stjórnmálum? „Þau eru margvísleg og bæði mjúk og hörð, ef menn aðhyllast slíka flokkun mála. Þannig var ég formaður Barnaverndai-nefndai- Reykjavíkur um árabil og er núna formaður NATO-nefndar Alþingis. Óneitanlega verður ákveðin verkaskipting í þinginu eftir nefnd- um. Sem formaður allsherjarnefndai’ hef ég til dæmis átt þess kost að vinna að málum sem snerta bætta réttarstöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu, sem mér finnst afar þýðingar- mikið. Byggðamál heyra einnig undir sömu nefnd en þau hafa einmitt verið mikið í um- ræðunni upp á síðkastið og greinilegt að full ástæða er til þess að vera vel á verði í þeim efnum. Þá hef ég einnig unnið mikið að mál- efnum sem tengjast heilbrigðis- og trygginga- málum og efnahags- og viðskiptamálum. Aðal hugsjónamál mitt í stjórnmálum er þó fyrst og síðast að vinna sjálfstæðisstefnunni braut- argengi." Eigum að stefna ákveðið að því að leiða næstu ríkisstjórn - Munt þú sækjast eftir því að gegna ráð- herraembætti verði Sjálfstæðisflokkurínn að- ili að næstu likisstjórn og er eitthvað i-áðu- neyti sem þú hefur áhuga á öðrum fremur? „Þetta er ótímabær umræða þar sem enn eru tveir mánuðir til kosninga og við verðum að sjá hver úrslitin verða. Ég held hins vegar að það hafi almennt farið saman að varafor- maðurinn sé jafnhliða ráðherra ef þær að- stæður hafa skapast." - Hvernig meturðu stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í dag? „Sjálfstæðisflokkurinn býr við afskaplega sterka stöðu enda byggir hann á stefnu sem hefur náð langmestri hylli á Islandi saman- borið við aðrar stjórnmálastefnur. Ég held að hún falli mjög vel að eðli íslendinga. Nú erum við að ganga inn í nýja öld. Aðstæður eru að breytast og umheimurinn er að opnast. Ungt fólk á núna ótrúleg tækifæri til menntunar, starfa og búsetu. Við sjálfstæðismenn þurfum að tryggja að þessari þróun sé viðhaldið en við þui’fum líka að rækta okkar eigin garð og tryggja að við séum talsmenn allra stétta í landinu." -Ertu þeirrar skoðunar að æskilegast sé að Sjálfstæðisflokkurínn og Framsóknar- ílokkurinn endurnýji stjómarsamstarf sitt að loknum kosningum eða telurðu að Sjálfstæð- isflokkurinn eigi fleiri kosta völ? „Ég tel ekki skynsamlegt að útiloka neina kosti í stjórnmálum. Auðvitað ganga þessir flokkar óbundnir til kosninga. Hins vegar tel ég að núverandi stjórnarsamstarf hafi gengið mjög vel. Ríkisstjórnin hefur náð mjög góðum árangri, til dæmis við að skapa festu í efna- hagslífi þjóðarinnar. Mér finnst því ekki ótrú- legt að lögð verði áhersla á slíkt samstarf áfram. Við verðum hins vegar að bíða og sjá hvernig atkvæðin verða talin upp úr kjörköss- unum.“ - Eiga sjálfstæðismenn að stefna að því að hafa forystu ínæstu ríkisstjórn? „Mín skoðun er sú að við eigum að stefna ákveðið að því að leiða næstu ríkisstjórn. Ég tel að það sé þjóðinni farsælast."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.