Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR Hrafn og Sigrún Ýr eru í mikilli uppsveiflu
þessa dagana og urðu Islandsmeistarar í sínum flokki í
sígildum samkvæmisdönsum.
HREINAR og fallegar línur hjá Skapta og Lindu, sigur- GUÐNI Rúnar og Helga Dögg hafa verið í fremsta flokki
vegurum í flokki áhugamanna í sígildum samkvæmis- í nokkur ár og eru góðir og skemmtilegir dansarar.
dönsum.
Dansveizla í Hafnarfírði
DAIVS
íþróttaliúsiO við Strandgötu f
Hafnarfírði
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 5 og 5
dönsum, með frjálsri aðferð, fór fram
f fþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði sl. laugardag. Keppnin
var haldin á vegum DIS og fór fram á
bezta veg.
SAGA danskeppna í Evrópu er ekki
eins gömul og ætla mætti, því fyrsta
danskeppni sem vitað er að haldin
hafí verið í Evrópu er tangó-
danskeppni sem haldin var í Nice í
Frakklandi undir stjórn Camille
de Rhynal árið 1907. Það var
greinilegt að dönsunum fí-á
„nýja heiminum" (BNA) var vel
tekið og þein-a beðið með mikilii
óþreyju og eftirvæntingu. Þarna
er í raun hægt að setja upphafs-
punktinn að sígildum samkvæm-
isdönsum eins og við þekkjum
þá í dag. Fyrsta ,*heimsmeist-
aramót" hélt Camille de Rhynal í
París 1909, og þó svo sú keppni
jafnist ekkert á við þær heimsmeist-
arakeppnir sem haldnar eru í dag,
þá er mjög áhugavert að skoða þess-
ar fyrstu „heimsmeistarakeppnir" í
sögulegu ijósi. A tímabilinu
1909-1921 kepptu allir í sama flokki
alveg óháð því hvort um atvinnu-
menn eða áhugamenn var að ræða
og eins skipti ekki máli hvaðan
fólkið var, þetta var bara danspar,
þó svo að herrann væri frá Spáni og
daman frá Frakklandi. Það var ekki
fyrr en 1922 sem farið var að keppa í
flokkum atvinnumanna og áhuga-
manna í sitthvoru lagi og er svo enn í
dag, hvað sem verða kann í náinni
framtíð.
Árið 1986 var haldið fyrsta ís-
landsmeistaramót í dansi og fór
það fram á Hótel Sögu í Reykja-
vík að viðstöddu fjölmenni. Þeir
sem voru á staddir á Hótel
Sögu fyrir röskum 13 árum og
enn eru viðloðandi þessa fal-
legu íþrótt, hafa fengið að sjá
hvílíkum stökkbreytingum dans-
inn hefur tekið hér á landi.
íslandsmeistaramót í dansi, með
frjálsri aðferð fór fram í Iþróttahús-
inu við Strandgötu í Hafnarfirði sl.
laugardag. Keppt var í greinum sí-
gildra samkvæmisdansa og suður-
amerískra dansa og voru keppendur
á annað hundrað, en einnig var boð-
ið upp á keppni í dansi með grunn-
sporum. Um kvöldið var svo úrtöku-
mót fyrir Evrópu og heimsmeistara-
mót fyrir pör sem dansa með frjálsri
aðferð, þetta var einnig mjög spenn-
andi keppni og athyglisvert að úrslit
kvöldsins voru ekki endilega í sam-
ræmi við það sem gerst hafði fyrr
um daginn.
í gegnum árin hafa þessar keppn-
ir verið miklar veizlur fyrir augað og
var einnig svo að þessu sinni, að
sögn viðstaddra. AIlu- voru flokkarn-
ir tiltölulega jafnir og spennandi og
er greinilegt að dansinn er enn á
uppleið hér á landi, sérstaklega þó
suður-amerísku dansarnir.
Yngzti flokkurinn með frjálsri að-
ferð var flokkur Unglinga I. I sí-
gildu samkvæmisdönsunum sigruðu
Hrafn Hjartarson og Helga Bjöms-
dóttir, ákaflega efnilegt og skemmti-
legt par sem hefur verið í fremstu
röð síðastliðin ár, þótt þau séu ung
að árum. I öðru sæti urðu Benedikt
Þór Asgeirsson og Sig-
rún Anna
Knútsdótt-
ARNIÞórog
Erla Sóley eru fs-
landsmeistarar f
áhugamanna-
flokki í suður-am-
erískum dönsum.
Það er ekki ofsög-
um sagt að þau
dansi dans nauta-
banans, Paso
Doble, með mikl-
um tilþrifum.
m*á&:
ir, sem hafa verið á hraðri siglingu
upp á við og gera góða hluti í dag. I
suður-amerísku dönsunum sigruðu
Hrafn og Helga einnig, en í öðru
sæti urðu frændsystkinin Sigurður
Ragnar Amarsson og Sandra
Espesen, par sem einnig hefur verið
í mikilli sveiflu upp á við á síðustu 2
árum.
Næsti flokkur var flokkur Ung-
linga II. Þar sigruðu Hilmir Jens-
son og Ragnheiður Eiríksdóttir í
báðum flokkum, mjög örugglega.
Hilmir og Ragnheiður eru mjög
skemmtilegt og léttdansandi par
sem mjög skemmtilegt er að horfa á
því þau bera sig ákaflega vel á gólf-
inu. í öðru sæti í flokki sígildra
samkvæmisdansa og einnig mjög
ömgglega unnu Grétar Ali Khan og
Jóhanna Berta Bernburg, en þau
em tiltölulega nýbyrjuð að dansa
saman og gaman að sjá hversu vel
þau hafa náð saman á svo stuttum
tíma. Mjög athyglisvert par! í öðru
sæti í suður-amerísku dönsunum
voru Davíð Gill Jónsson og Halldóra
Sif Halldórsdóttir. Þau hafa unnið
til fjölda verðlauna í gegnum árin
og eru glæsilegir og mjög teknískir
dansarar.
I flokki ungmenna sigruðu Gunn-
ar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Yr
Magnúsdóttir í flokki sígildra sam-
kvæmisdansa. Gunnar Hrafn og
Sigrún sigruðu örugglega í sínum
flokki og sýndu og sönnuðu um
helgina hvers þau eru megnug. Þau
eru öguð í dansinum og lifandi yfir
því sem þau eru að gera. Að sögn
Hinriks N. Valssonar danskennara
gerðu þau mjög vel og áttu sigurinn
svo sannarlega skilinn og sérstak-
lega var gaman að sjá hve mikið
þeim hefur farið fram að undan
förnu. Isak Halldórsson Nguyen og
Halldóra Osk Reynisdóttir unnu til
silfui'verðlauna í sígildu-sam-
kvæmisdönsunum. En
skemmst er þess að minnast
að þau unnu til gullverð-
launa á Norðurlanda-
mótinu og Opnu
Kaupmannahafnar-
keppninni. En Isak og
Halldóra unnu til gullverðlauna í
suður-amerísku dönsunum á laug-
ardag. Isak og Halldóra eru ákaf-
lega heillandi og gi-ípandi par, mjög
leikræn og einstaklega gaman að
horfa á þau dansa. I öðru sæti í suð-
ur-amerísku dönsunum voru svo
Gunnar Hrafn og Sigrún Ýr, en þau
eru teknísk í sínum dansi og öguð,
en mættu stundum sýna meiri inn-
lifun og túlkun í dansinum að mínu
mati, en þau eru samt sem áður
ákaflega glæsilegt danspar og í
mikill uppsveiflu um þessar mundir.
I flokki 16-18 ára í sígildum sam-
kvæmisdönsum sigruðu Skapti Þór-
oddsson og Linda Heiðarsdóttir.
Skapti og Linda eru mjög vel sam-
stillt og skemmtilegt par. Það fer
ekki mikið fytnr þeim, en það fer
ekki á milli mála að þarna eru mjög
góðir dansarar á ferð. I öðru sæti
voru ísak og Halldóra. í suður-am-
erísku dönsunum sigruðu Ami Þór
og Erla Sóley Eyþórsbörn mjög ör-
ugglega. Það var mikill kraftur í
Árna og Erlu og gaman að sjá þau í
svona góðu formi aftur að sögn Hin-
riks. Gunnar Hrafn og Sigrún unnu
til rilfurverðlauna.
I flokki fullorðinna sigruðu Björn
Sveinsson og Bergþóra M. Berg-
þórsdóttir og í öðru sæti urðu Jón
Eiríksson og Ragnhildur Sandholt.
Bæði þessi pör hafa dansað í fjölda
ára og gaman að sjá hversu áhuga-
söm og eljusöm þau em og nokkuð
greinilegt að þau hafa stundað æf-
ingar sínar samviskusamlega.
Um kvöldið var svo keppt í úr-
tökumótinu og þar sigruðu í flokki
Unglinga II, Hilmir Jensson og
Ragnheiður Eiríksdóttir en þau
dönsuðu geysilega vel að sögn Hin-
riks. Davíð Gill Jónsson og Halldóra
Sif Halldórsdóttir urðu í 2. sæti. I
mjög spennandi flokki ungmenna
sigruðu Gunnar Hrafn Gunnarsson
og Sigrún Ýr Magnúsdóttir eftir
harða baráttu við Isak Halldórsson
Nguyen og Halldóru Ósk Reynis-
dóttur. Þó náði spennan hámarki í
flokki áhugamanna í suður-amerísk-
um dönsum. Þar sigruðu Árni Þór
og Erla Sóley einnig eftir harða bar-
áttu við Rafick Hoosain og Elísa-
betu Sif Haraldsdóttur. Að sögn var
þessi keppni mjög tvísýn og bæði
pörin dönsuðu ákaflega vel. Mikil
kraftur og dansgleði einkenndi þessi
pör og svo fór að lokum að Árni og
Erla fóru með sigur af hólmi. Það
má með sanni segja að þessi loka-
keppni hafí sett punktinn yfir i-ið að
afloknum skemmtilegum og góðum
dansdegi.
I hléi úrtökumótsins var keppt í
kúrekadönsum og var sú keppni
mjög skemmtileg og spennandi og
einstaklega gaman að horfa á þá
breidd sem er í íslenzkri dansflóru.
Kúrekadansaramir settu mikinn og
mjög skemmtilega svip á þessa ann-
ars svipmiklu danskeppni.
Dómarar keppninnar voru fimm,
erlendis frá og einn íslenzkur og
stóðu sig mjög vel að flestra áliti.
Jóhann Gunnar Arnarsson
IJRSLIT:
Unglingar I,
sígildir samkvæmisdansar
1. Hrafn Hjai’tars/Helga Bjömsd. KV
2. Benedikt Þ. Ásgeirss7Sigrún A Knútsd. HV
3. Sigurður R. AmarssySandra Espesen ; KV
4. Agnar SigurðssÆlín D. Einarsd. - 'GT
5. Vigfús KristjánssySigný J. Tryggvad. KV
6. Davíð M. SteinarssySunneva S. Olafsd: GT .
Unglingar I,
suður-amerískir dansar:
1. Hrafn Hjartars/Helga Bjömsd. .. 10'
2. Sigurður R. Amarss/Sandra Espesen KV
3. Vigffis Kristjánss/Signý J. Tryggvad. KV
4. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún L Knútsd. HV
5. Agnar SigurðssJElín D. Einarsd. GT
6. Davíð M. Steinarss/Sunneva S. Ólafsd. GT
Unglingar II,
sígildir samkvæmisdansar
1. Hilmir Jenss./Ragnheiður Eiríksd. GT
2. GrétarAKhan/JóhannaB. Bemburg KV
3. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgad. HV
4. Davíð G. Jónss./Halldóra S. Halldórsd. GT
5. Hafst M. Hafsteinss/Aðalheiður Sigfúsd. HV
Unglingar II,
suður-amerískir dansar:
1. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd. GT
2. Davíð G. Jónss/Halldóra S. Halldórsd. GT
3. GrétarA.Khan/JóhannaB.Bemburg KV
4. Hafst. M. Hafsteinss/Aðalheiður Sigfúsd. HV
5. Guðni R. Kristinss/Helga D. Helgad. HV
6. Hrafn Davíðss/Laufey Sigurðard. GT
Ungmenni,
sígildir samkvæmisdansar:
1. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Yr Magnúsd. GT
2. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. HV
3. Skapti Þóroddss/Linda Heiðarsd. HV
4. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV
5. Oddur A. Jónss/Ingveldur Lárusd. HV
6. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Símonard. HV
7. Ragnar M. Guðmundss/Kristíana Kristjánsd. HV
Ungmenni,
suður-amerískir dansar:
1. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. HV
2. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Yr Magnúsd. GT
3. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV
4. Gunnar Þ. Pálss/Bryhdís Símonard. HV
5. OddurA Jónss/Ingveldur Lámsd. HV
6. Ragnar M. Guðmundss/Kristíana Kristjánsd. HV
Áhugamenn,
sígildir samkvæmisdansar:
1. Skapti Þóroddss./Linda Heiðai'sd. HV
2. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. HV
3. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Símonard. HV
Áhugamenn,
suður-amerískir dansar:
1. Árni Þ. Eyþórss/Erla S. Eyþórsd. KV
2. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Ýr Magnúsd.GT
3. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV
4. Ragnar M. Guðmundss/Kristíana Kristjánsd.
HV
Fullorðnir,
sígildir samkvæmisdansar:
1. Björn Sveinss/Bergþóra M. Bergþórsd. GT
2. Jón Eiríkss/Ragnhildur Sandholt GT
Urslit úrtökumótsins:
Fiokkur ungmenna,
sígildir samkvæmisdansar:
1. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Ýr Magnúsd.
GT
2. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. HV
3. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Símonard. HV
4. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV
5. Ragnar M. Guðmundss/Kristíana Kristjánsd.
HV
Flokkur Unglingar II,
tíu dansar:
: 1. Hilmir Jenss/Ragnheiðui' Eiríksd. GT
2. Dávíð'G. Jónés/Hálldóra S. Halldórsd. GT
3, Guðni; I{. Kristinss/Helga D. Helgad. HV
4/Gréta Á. Khán/Jóhanna B. Bemburg GT
5. Hafst. M. Hafsteinss/Aðalheiður Sigfúsd. HV
Flokkur áhugamanna,
suður-amerískir dansar:
1. Árni Þ. Eyþórss./Erla S. Eyþórsd. KV
2. Rafick Hoosáin/Elísabet S.Haraldsd. HV
3. ísak H. Nguyen/Halldóra Ó. Reynisd. HV
4. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Ýr Magnúsd. GT
5. Gunnar Þ. Pálss/Bryndís Símonard. HV
6. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV
7. Ragnar M. Guðmundss/Kristíana Kristjánsd.
HV