Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalfundur Búnaðarbanka íslands hf. Osáttir með kostnað- arsama bindiskyldu FORSVARSMENN Búnaðarbank- ans eru ósáttir með þann kostnað sem bindiskylda vegna stofnunar Fjármálaeftirlitsins á síðasta ári felur í sér fyrir félagið. Aætlaður kostnaður bankans vegna þessa eft- irlits er um 15 m.kr. á árinu 1999 en áður var þessi kostnaður greiddur af Seðlabanka. A aðalfundi Búnaðarbankans hf. í gær sagði Stefán Pálsson, aðal- bankastjóri, að bankarnir hafi löng- um litið bindiskyldu hjá Seðlabank- anum hornauga vegna þess kostn- aðar sem hún veldur. Það sé ekki síst vegna þess hversu lágir vextir eru greiddir á bundið fé í Seðla- banka, en tekjur Seðlabankans af vaxtamun vegna bindiskyldu hafa meðal annars staðið undir rekstri Bankaeftirlitsins, sem ásamt Vá- tryggingaeftirlitinu myndar nú Fjármálaeftirlitið. „Það voru því mikil vonbrigði að vextir af bindi- skyldu væru ekki færðir til jafns við það sem samkeppnisaðilar á evrópska efnahagssvæðinu búa við samhliða stofnun Fjármálaeftirlits. Almennt bindiskylduhlutfall hér er nú um 4% en 1,5% af bundnum innistæðum, lántökum og verð- bréfaútgáfu til lengri tíma en tólf mánaða. Bindireglur evrópska Seðlabankans eru mun takmark- aðri, eða ýmist 0% eða 2% auk þess sem greiddir eru markaðsvextir á bundið fé.“ Stefán sagði að samkvæmt áætl- Lúti sömu reglum og erlendir keppinautar un bankans kostaði þessi mismunur á evrópsku reglunum og þeim regl- um sem Seðlabankinn setur Búnað- arbankanum um 40 milljónir ár- lega, auk hlutdeildar bankans í rekstrarkostnaði Fjármálaeftirlits- ins. Hann sagði í ræðu sinni ákaf- lega mikilvægt að íslenskir bankar byggju við sama starfsumhverfi og erlendir keppinautar. „Fjármála- markaðir verða sífellt alþjóðlegri og samkeppni eykst. Til að stand- ast þá samkeppni þurfa innlendar lánastofnanir að starfa eftir sömu reglum og keppinautarnir. Stimpil- gjöld af lánveitingum umfram er- lenda banka, kostnaðarsamar bindiskyldur og nýlegar lausafjár- reglui- Seðlabanka eru mikilvægur angi af þeim meiði. Búnaðarbank- inn styður þær aðgerðir Seð!a- banka og stjórnvalda sem miða að því að viðhalda efnahagslegum stöðugleika enda mikilvægt að auka ráðdeild og varkárni á markaði. Hins vegar verður eðlilegt sam- keppnisumhverfi markaðsaðila að vera tryggt og reglur mega ekki vera íþyngjandi fyrir innlendar lánastofnanir," að sögn Stefáns. I ræðu Stefáns kom fram að reiknað er með því að hagnaður bankans í ár verði um einn milljarð- ur króna fyrir skatta en 755 millj- ónir króna eftir skatta. Ný þjónusta við aldraða Á aðalfundinum var gi-eint frá nýrri þjónustu við aldraða við- skiptavini bankans sem nefnist Eignalífeyrir. Með þjónustunni vill bankinn stuðla að því að eldri borg- arar geti notið eigna sinna meðan aðstæður leyfa. Meginþáttur þjón- ustunnar byggist á því að bankinn færir umsamda fjárhæð, t.d. mán- aðarlega, inn á launareikning við- skiptavinar samkvæmt ósk hvers og eins og með samningi þar um. Með þjónustunni er hægt að auka ráðstöfunartekjur án þess að til komi skerðing á lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar. Þá var einnig lögð fram tillaga um stofnun Menningar- og styrkt- arsjóðs Búnaðarbankans á aðal- fundinum, en markmið sjóðsins er að styrkja árlega umhverfis-, menningar-, mannúðar- og mennta- mál með fjárframlögum. Við kjör í bankaráð bankans varð ein breyting. Elín Sigfúsdóttir full- trúi eftirlaunasjóðs starfsmanna kemur í stað Sigríðar Stefánsdótt- ur. Aðrir stjórnannenn eru Pálmi Jónsson formaður, Þórólfur Gísla- son varaformaður, Hrólfur Ölvisson og Haukur Helgason. Þá sam- þykktu fundarmenn tillögu stjórnar um 8% arðgreiðslu til hluthafa. Sendiráðið fylgist með afdrifum íslenskrar konu í Brussel I fangelsi fímm árum eftir dóm BELGÍSKA lögreglan handtók fyrir skemmstu íslenska konu sem hefur verið búsett í Brussel um tíu ára skeið og situr hún nú í fangelsi fimm árum eftir að dóm- ur gekk í máli hennar. Islenska sendiráðið í Brussel hefur leitað eftir skýringum á þessu máli hjá belgíska utanríkisráðuneytinu en samkvæmt upplýsingum sem sendiráðið hefur aflað sér hlaut konan þriggja ára fangelsisdóm árið 1994 vegna ráns sem hún framdi tveimur árum fyrr. Sendiráðið hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar frá belgískum stjórnvöldum. Sendi- ráðið fylgist grannt með málinu og bíður eftir að fá dóminn og málsatvik send. Finnbogi Rútur sendiráðu- nautur í Brussel sagði að sendi- ráðið hefði fengið það upplýst símleiðis frá belgíska dómskerf- inu að konan hefði hlotið fangels- isdóm árið 1994. Eftir sömu leið- um fékk sendiráðið það upplýst frá skrifstofu saksóknara í Brus- sel að þarna væri um þriggja ára dóm að ræða en sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvers vegna svo langur dráttur hefur orðið á afplánun dómsins. Konan leitaði eitt sinn aðstoðar íslenska sendh'áðsins í Brussel vegna annars máls þessu ótengdu en hefur ekki sett sig í samband við sendiráðið nú. Hún býr ein 1 Brussel, að því best er vitað. „Sendiráðið mun fylgjast með málinu og framvindu þess. Við höfum skrifað utanríkisráðuneyt- inu og óskað eftir upplýsingum ásamt afriti af dómnum. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við höfum stendur til að hún verði leidd fyrir dómara og þegar það verður munum við fylgjast með og vera viðstaddir,“ sagði Finnbogi Rútur. Árekstur á ÖKUMENN tveggja fólksbifreiða og farþegi úr annarri þeirra voru fluttir á Sjúkrahús Selfoss efth- árekstur við vestari enda Þjórsár- brúar um klukkan 10.30 í gær. Einn þurfti að leggjast inn á sjúkrahúsið, en meiðslin voru ekki alvarleg að sögn lögreglunnar. Þjdrsárbrú Loka varð brúnni fyrir umferð í klukkustund meðan lögregla og sjúki-alið athöfnuðu sig á vettvangi- Bifreiðarnai' skemmdust talsvert og varð að flytja þær á brott með 1 kranabifreið. Lögreglan segir að hálka á brúnni hafi valdið slysinu. Áfangaskýrsla auðlindanefndar Eru að smíða þyrlu 1 bflskúr í Kópavogi Ekki tímabært að láta frá sér tillögur AUÐLINDANEFND, sem kjörin var á Alþingi hinn 2. júní á síðasta ári og ætlað er að fjalla um auðlind- ir, sem eru eða kunna að verða þjóð- areign og kanna möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að af- rakstur sameiginlegi'a auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta, hefur sent frá sér áfangaskýrslu. í skýrslunni kemur fram, að nefndin telur ekki tímabært að láta tillögur frá sér fara á þessu stigi enda sé mikilvægt að auðlindamálin verði skoðuð sem heild og samræmi verði á milli einstakra þátta í tillögu- gerðinni. Hins vegar telur nefndin gagnlegt fyrir almennar umræður um þessi mál að senda frá sér nokkrar sérfræðilegar skýrslur, sem unnar hafa verið fyrir nefndina, þótt hún hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þeirra. I bréfi nefndarinnar til forsætis- ráðherra, segir m.a.: „Til að gefa hugmynd um vinnu sína vill nefndin þó nefna eftirfarandi atriði, sem verða fyrirferðarmikil í tillögugerð hennar. Fyrirkomulag eignarhalds og skilgreining á þeim auðlindum, sem taldar eru í þjóðareign. Meginstefna heimilisbankinn og markmið varðandi nýtingu þess- ara auðlinda. Uttekt á þróun og reynslu af hag- rænum stjórntækjum á sviði um- hverfis- og auðlindastjórnunar. Samræming gjaldtöku á sviði auð- linda- og umhverfismála, tengsl hennar við almenna skattlagningu og líkleg áhrif á tekjuskiptingu og samkeppnisstöðu atvinnuvega. Mat á reynslunni af núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi og hugsan- legar endurbætur á því innan ramma samræmdrar auðlinda- stefnu." Áfangaskýrslu auðlindanefndar fylgir skýrsla Þorgeirs Örlygssonar, prófessors, um auðlindir samkvæmt íslenzkum rétti. Skýrsla prófessor- anna Sigurðar Líndals og Þorgeirs Örlygssonar um nýtingu fiskistofna og töku gjalds fyrir nýtingu þeirra. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um þró- un sjávarútvegs, kvótakerííð, auð- lindagjald og almenna hagstjórn. Skýrsla Tryggva Felixsonar um um- hverfisgjöld og umhverfisskatta. Skýrsla Þorkels Helgasonar um skattlagningu orkufyrirtækja í Nor- egi. Minnisblað Anthony Scott til auðlindanefndar. Skýrsla Phil Major um fiskveiðistjórnun á Islandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞYRLAN kom í pörtum frá Arizona í Bandaríkjunum, en verið er að setja hana saman í bflskúr í Kópavogi. ÞYRLAN, sem hefur 150 hest- afla hreyfil, er tveggja manna og hefur tveggja tíma flugþol. Kostar svipað og góður jeppi TIU ævintýramenn eru að smíða þyrlu í bflskúr í Kópa- vogi, en búist er við að jómfrú- arflugið verði 17. júní. Páll Halldórsson, flugstjóri Land- helgisgæslunnar, sagði að þyrl- an yrði skemmtileg viðbót í þyrluflota landsmanna. „Eg hef ekki trú á öðru en þetta verði fín þyrla enda með skemmtilegri þyrlum sem ég www.bi.is hef tekið í,“ sagði Páll. Hann sagðist hafa kynnst þyrlunni á ferðalagi í Arizona í Banda- ríkjunum og eftir að hafa próf- að hana hefði hann hreinlega fallið fyrir henni. Páll sagði að þyrlan hefði komið í pörtum til landsins þann 9. febrúar, en hann gekk frá kaupunum sjálfur þegar hann var staddur í Arizona í a rettri ókeypis aðgangur til ársins 2000 ®bCnaðarbankinn Traustur banki nóvember. Hann sagði að hún hefði kostað um 6 milljónir, svona svipað og góður jeppi. Verksmiðjan sem framleiðir þyrluna er í borginni Chandler, rétt fyrir utan Phoenix, en um 25 ára þróun- arvinna liggur að baki smíði þyrlunnar. Páll sagði að um 400 þyrlur þeirrar tegundar sem þeir keyptu, hefðu verið seldar vítt og breitt út um all- an heim. Þyrlan er tveggja manna með tveggja tíma flug- þol og er tæknilega fullkomin með 150 hestafla hreyfik Hópurinn sem tók sig saman og keypti þyrluna samanstend- ur af flugvirkjum, ljósmyndur- um, læknum og flugmönnum. Páll sagði að flugvirkjarnir stjórnuðu smfðinni og að þeir sem ekki hefðu flugréttindi væru nú á bóklegu flugnám- skeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.