Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kaupmáttur bóta Trygginffastofnimar Umtalsverð hækkun orðið á kjörtímabilinu KAUPMÁTTUR grunnlífeyris al- mannatrygginga, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar hefur hækkað umtalsvert á jTirstandandi kjör- tímabili og sama er að segja um kaupmátt launa á almennum mark- aði, launa opinberra starfsmanna, atvinnuleysisbóta og lágmarks- launa, að því er fram kemur í svari forsætisráðherra vegna fyrir- spurnar Péturs H. Blöndal á Al- þingi. Kaupmáttur launa og bóta lækkaði hins vegar á tveimur fyrri kjörtímabilum. I frétt frá forsætisráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra af þessu tilefni og því að for- sætisráðherra hefur lagt fram á Al- þingi skýrslu um stöðu, aðbúnað og kjör öryrkja að beiðni þingflokks jafnaðarmanna segir að til viðbótar þessum umskiptum varðandi kaup- máttinn hafi verið komið á húsa- leigubótum. „Pessar aðgerðir hafa því bætt verulega hag tekjulágra heimila á því kjörtímabili sem senn lýkur,“ segir í fréttinni. Á meðal þess sem kemur fram í svari forsætisráðheiTa vegna fyrir- spurnar Péturs H. Blöndal um ör- orkulífeyri og launatekjur er að ráðstöfunartekjur manns sem fyrir örorku var með 120 þúsund kr. mánaðartekjur eða hærri lækka nokkuð við örorku, þannig til dæm- is að maður með 200 þúsund kr. mánaðartekjur myndi hafa 78-83% fyrri ráðstöfunartekna eftir því við hvaða viðmiðunarlífeyrissjóð er miðað, en þeir eru annars vegar Lífeyrissjóður verslunarmanna og hins vegar lífeyrissjóðurinn Fram- sýn. Hins vegar mundu mánaðar- tekjur manns sem var fyrh’ örorku með 80 þúsund kr. mánaðarlaun aukast um 16-17% við það að hann yrði 100% öryrki. Ennfremur segir að í skýrslunni um stöðu, aðbúnað og kjör öryrkja, sem unnin er af Þjóðhagsstofnun, komi fram að á undanfórnum áium hafi hagur og aðbúnaður öryi-kja batnað verulega og sé það ekki síst að þakka þeim öra hagvexti sem hér hafi verið. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafi verið að hækka langt umfram verðlag og þannig hafi kaupmáttur lífeyrisþega sem njóti óskertrar heimilisuppbótar aukist um 14% á árunum 1993-98. Við bætist hækkun frítekjumarks um síðustu áramót, auk 4% hækk- unar bóta. Samkeppnisstofnun Auglýsi ekki „örugg- ari bfla“ SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið þess á leit við Bílabúð Benna að fyrirtækið hætti að auglýsa bíla með fullyrðingunni „öruggari bílar“. Bifreiðar & landbúnaðarvélar sendu kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna þessa máls. Auglýsinganefnd Samkeppnis- stofnunar fjallaði um málið 25. janú- ar sl. og taldi að Bílabúð Benna'hefði ekki skýrt hvað við væri átt með full- yrðingunni um að Daewoo séu ör- uggari bílar. Þá hafi fyrirtækið ekki sýnt fram á að þeir séu öruggari en bílar almennt á markaðnum. ,Af þvl’ leiðir að auglýsingarnar eru ófull- nægjandi, villandi og ósanngjai’nar gagnvart keppinautum og neytend- um. Jafnframt vill auglýsinganefnd benda á að fullyi’ðingai’ um öryggi bifreiða snerta líf og heilsu einstak- linga. Þvi þarf að gera miklar kröfur til auglýsanda þegar öryggi bifreiða er auglýst." Breyttu verði meðan könn- unin var gerð VERÐI var breytt í verslun Nóa- túns meðan á verðkönnun Neyt- endasamtakanna stóð og kom fram mikið misræmi milli hilluverðs og kassaverðs í versluninni, að því er kemur fram hjá Neytendasamtök- unum. Nýkaup gerir alvarlegar at- hugasemdir við framkvæmd og niðurstöður þessarar könnunar. Að sögn Nóatúns er tilviljun að verð- breyting var gerð á sama tíma og könnunin stóð yfir. Nýkaup segir að keppinautar komist upp með að breyta verði á meðan könnun er framkvæmd. „Það er ábyrgðarhluti hjá Neyt- endasamtökunum að birta niður- stöður þrátt fyrir að hafa komið auga á að verið væri að fram- kvæma umfangsmiklar verðbreyt- ingar á meðan könnunin var fram- kvæmd,“ segir í fréttatilkynningu frá Nýkaup. Takmarkað gildi kannana N eytendasamtakanna Finnur Ái’nason, framkvæmda- stjóri Nýkaups, segir að athuga- semdirnar beinist fyrst og fremst. að Nóatúni. Verðkönnun Neyt- endasamtakanna nær til 100 vöru- liða og var framkvæmd 3. mars sl. Finnur segir að Nýkaup fram- kvæmi vikulega verðkannanir sem nái til 950 vöruliða. „Við fengum staðfestingu hjá Neytendasamtökunum á að breyt- ingar voru gerðar á verði meðan á könnuninni stóð. Við fengum einnig staðfestingu starfsmanns þar á að verðbreytingar hefðu ver- ið í gangi meðan könnunin var gerð. Menn gera sér almennt ekki grein fjrir því að það tekur ótrú- lega skamman tíma að breyta verði,“ sagði Finnur. Finnur segir að verðkönnun Neytendasamtakanna hafi einnig takmarkað gildi vegna þess að stjórnendur matvöruverslana ganga að því vísu hvaða vörur lenda í verðkönnunum. „Menn vita hvaða 90 vörutegundir verða tekn- ar og hvaða 90 vörutegundir verða teknar eftir þrjá eða sex mánuði vegna þess að það er verið að bera saman sama grunn,“ sagði Finnur. Einar Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, segir að verðbreytingar eigi sér stað daglega í versluninni og vinnureglan sé sú að fyrst komi þær fram á kassa og síðan á hillu. „Verð á kassa er endanlegt verð. í þessu tilfelli var einmitt gerð verð- könnun á sama tíma og verðbreyt- ing átti sér stað. Eingöngu var því um tilviljun að ræða,“ sagði Einar. I verðkönnuninni, sem gerð var á vegum samstarfsverkefnis Neyt- endasamtakanna og verkalýðsfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að verð á matvörum er lægst í Bónusi en fast á hæla fylgir KEA-Nettó og síðan Fjarðarkaup. ■ Bónus með/16 Morgunblaðið/Golli Loðnan smá og mjóslegin LOÐNUVEIÐIN gekk treglega í gær en skipin voru þá að veiðum við Hrollaugseyjar og við Vestmanna- eyjar. Að sögn Dagbjarts Þórðarson- ar, skipstjóra á Júpíter ÞH, er nú hvergi loðnu að finna en hann vill þó ekki blása vertíðina strax af. „Það hefur sáralítið fundist af loðnu síðustu daga þó að allar að- stæður séu til fyrirmyndar. Þó að við séum ekki bjartsýnir í augnablikinu verðum við að vona að við finnum meira. En útlitið er satt best að segja ekki gott. Það litla sem fæst er lítil og mjóslegin loðna og einn bátur fékk hrygnda loðnu hér upp í fjöru í morg- un [gærmorgun]. Maður hefur því á tilfinningunni að vertíðin sé á síðasta snúningi en vonar að sjálfsögðu það besta,“ sagði Dagbjartur í gær. í gær höfðu um 541 þúsund tonn af loðnu borist á land á vetrarvertíð- inni. Loðnuafli fiskveiðiársins er samtals orðinn um 834 þúsund tonn og þvi rúm 160 þúsund tonn eftir af kvótanum. Vorverkin framundan ÞEGAR sól hækkar á lofti fer fólk að huga að vorverkunum, til dæmis snyrtingu runna og trjáa, eins og þessi maður sem var að snyrta runna við Ásmundarsal í hægviðrinu í vikunni. Veðrið í dag er þó ekki sumarlegt, enda ekki kominn miður mars. Spáð er 0-4 stiga hita á landinu og slyddu fyrir norðan. tti. SðMM • ••••••••••••••••••••••••••••• Sigurður Valur og læri- • sveinar lögðu Val / B1 * ••••••••••••••••••••••••••••• : Helgi Sigurðsson hetja : íslands í Lúxemborg / B2 Flug- leiðir Olíuverð lækkar 151 milljón í hagnað/C1 Verðhækkanir ólíklegar/C8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.