Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ -^8 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999_____________________ ■ MINNINGAR ÓLAFUR BJÖRNSSON « + Ólafur Björnsson fæddist í Hjarðarholti í Laxárdalshreppi í Dala- sýslu 2. febrúar 1912. Hann lést í Reykjavík 22. febrúar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Stefánsson, f. 13. mars 1881, d. 19. nóvember 1958, Iengst af prófastur á Auðkúlu í Húnajúngi, og Guðrún Sigríður Ölafs- dóttir, f. 27. nóvember 1890, d. 25. júní 1918. Systkini Ólafs voru Stefán Magnús, f. 27. maí 1913, d. 2. júlí sama ár, Ingi- björg, f. 20. september 1914, d. 13. maí 1977, Þorbjörg, f. 18. nóvember 1915, Ásthildur Kristín, f. 4. júní 1917, d. 18. júlí 1998. Hálfsystur Ólafs af seinna hjónabandi Björns með Valgerði Jóhannsdóttur, f. 26 apríl 1902, d. 29. mars 1980, eru þær Guðrún Sigríð- ur, f. 30 júlí 1930, og Ólöf Birna, f. 2. apríl 1934. Hinn 23. júní 1943 kvæntist Ólafur Guðrúnu Aradóttur, f. 29. júní 1917. Foreldrar henn- ar voru Ari Helgi Jóhannes- son, f. 5. desember 1888, d. 20. júlí 1938, og Ása Margrét Að- almundardóttir, f. 5. september 1890, d. 9. nóvember 1983. Ólaf- ur og Guðrún eignuðust þrjá syni: 1) Ari Helgi, læknir, f. 10. desember 1946, kvæntur Þor- björgu Þórisdóttur, hjúkrunar- fræðingi. Þeirra börn eru Ólaf- ur Þór, Björg, Helgi Þór og Anna Guðrún. 2) Björn Gunnar, stjórnmálahagfræðingur, f. 25. maí 1949, kvæntur Helgu Finns- dóttur, kennara. Þeirra börn eru Ólafur Darri og Guðrún Ása. Stjúpdóttir Björns er Ragnhildur Magnúsdóttir. 3) Örnólfur Jónas, kerfísfræðingur, f. 20. febrúar 1951. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1931 og lauk prófí í hagfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1938. Hann var dósent. og síðar prófessor við Háskóla Islands 1942- 1982, alþingismaður frá 1956-1971, formaður BSRB 1948-1956, fprmað- ur bankaráðs Utvegs- banka íslands 1968-1980, formaður stjórnar Að- stoðar Islands við þróun- arlöndin 1971-1981 og formaður Islandsdeildar norrænu menningarmála- nefndarinnar 1954-1971. Ólaf- ur varð heiðursdoktor í hag- fræði við viðskiptadeiid Há- skóla íslands árið 1986. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk um hagfræði, sögu og stjórn- mál. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum Þegar ungt fólk af minni kynslóð fór að velta fyrir sér stjómmóla- stefnum og stjórnmálahugmyndum á síðari hluta viðreisnaráranna, stöldruðum við mörg við hinar skýru og rökföstu greinar Ólafs Björnssonar prófessors í Morgun- blaðinu. Minnist ég sérstaklega afar ^róðlegrar greinar Ólafs eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968, en óhætt er að segja, að sú aðgerð Sovétmanna hafði mikil áhrif á okk- ur sum og breytti sjónarmiðum. Þar benti Ólafur á, að Sovétmenn væru með innrásinni í raun að staðfesta þá skoðun, sem hann og fleiri höfðu haldið fram í miklum ritdeilum um sósíalisma fyrstu árin eftir stríð, að lýðræðislegur sósíalismi væri illa eða ekki framkvæmanlegur. Bók Ólafs, Frjálshyggja og alræðis- hyggja, sem kom út seint á áttunda áratug, efldi líka með okkur unga fólkinu, sem þá var, vitund um þau sterku rök, sem hnigu að frelsi í at- vinnumálum. Má jafnvel segja, án ''Sþess að lítið sé gert úr því, sem áður var sagt og gert, að með þeirri bók hafi gagnsókn frjálslyndra viðhorfa hafist í stjórnmálaumræðum á Is- landi eftir sterk ítök sósíalisma, hafta- og afskiptastefnu áratugum saman. Við höfðum vitað í hjarta okkar, á móti hverju við vorum, en nú skýrðist fyrir okkur, með hverju við vorum. Jafnframt varð okkur ljóst, þegar við horfðum um öxl, hversu farsæll þingmaður og hagfræðilegur ráð- gjafi Ólafur Bjömsson hafði reynst í þau sextán ár, sem hann sat á þingi, frá 1956 til 1971. Hin mikla þekking hans á efnahagsmálum, annáluð góðgirni hans og eljusemi og sér- stakur hæfileiki til að orða hugsun sína vafningalaust og skilmerkilega komu að afar góðum notum í þeirri hörðu baráttu, sem þá var háð á milli hafta og frelsis, áætlunarbú- skapar og hins frjálsa markaðshag- kerfis, ríkisafskipta og einkafram- taks. Ég hika ekki við að segja, að Ólafur Bjömsson hafi verið einhver nýtasti og besti þingmaður, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á að skipa í sjötíu ára starfssögu sinni. Ég fann það líka í samtölum mínum við Ólaf hin síðari ár, hversu ',vel hann fylgdist með stjórnmálum og áhugasamur hann var um vöxt og viðgang Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra viðhorfa almennt í landinu. Margt af því, sem kom í hlut minn og samstarfsfólks míns að framkvæma, hafði hann skrifað um og mælt fyrir áratugum áður. Vissi rég, að Ólafur gladdist yfir því, þótt hann væri allra manna ólíklegastur til að hreykja sér af því, hversu langt hann var í raun á undan sinni samtíð í mörgum efnum. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins votta ég eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Aradóttur, og þremur son- um þeirra hjóna innilega samúð. Davíð Oddsson forsætisráð- herra, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Vorið 1938 héldu íslenskir stúd- entar í Kaupmannahöfn fund í til- efni þess, að frægasti rithöfundur landsins, Halldór Kiljan Laxness, átti leið um. Halldór var að koma frá Moskvu og kunni frá mörgu að segja, enda hafði hann verið sér- stakur gestur ráðstjórnarinnar við hin alræmdu réttarhöld Stalíns yfir nokkrum samstarfsmönnum sínum. Mærði Halldór mjög sameignar- skipulagið í ræðu sinni og fór í lokin með vísustúf um Stalín eftir Ka- sakaskáld að nafni Dsjambúl, sem hann hafði snúið á íslensku: í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka. Stalín, þú ert söngvari þjóðvísunnar, þú ert skáld jarðarinnar. Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dsjambúls. Allt ætlaði um koll að keyra í fundarsalnum, þegar stúdentar hylltu skáldið að ræðunni lokinni. En í miðjum fagnaðarlátunum stóð einn stúdentinn upp og laumaðist út. Honum var nóg boðið, og á með- an hann gekk heim, hugsaði hann aftur og aftur með sér, að þetta minnti sig helst á samkomu hjá Hjálpræðishernum á Akureyii, sem hann hafði eitt sinn sótt af forvitni, á meðan hann stundaði nám þar í Menntaskólanum. Stúdentinn ungi var Ólafur Björnsson, síðar prófessor og al- þingismaður, sem þá var að ljúka hagfræðinámi í Kaupmannahafnar- háskóla. Á þessum fundi Hafnar- stúdenta hittust einmitt fulltrúar tveggja þeirra meginviðhorfa, sem sett hafa mark sitt á tuttugustu öld. Halldór Laxness var eflaust mál- snjallastur hinna íslensku mennta- manna, sem trúðu því um árabil, að stofna mætti fyrirmyndarríki á jörðu niðri, og skipti þá ekki máli, hverju til væri kostað. En Ólafur Björnsson taldi, að í mannlegu sam- lífi yrði að miða við mennina eins og þeir væru, ekki eins og þeir ættu að vera. Aðalatriðið væri að virkja sjálfsbjargarhvöt þeirra og kapp- girni í almannaþágu, og það tækist best í skipulagi frjálsrar samkeppni og séreignar eins og því, sem Adam Smith hafði lýst á átjándu öld. Á Hafnarárunum hafði Ólafur líka kynnt sér rækilega rit austurríska hagfræðingsins Friðriks von Ha- yeks, sem átti eftir að fá nóbels- verðlaun í hagfræði 1974. Hafði Ólafur sannfærst um það, að áætl- unarbúskapur eins og stundaður var í Ráðstjórnarríkjunum og Hall- dór Laxnes og áheyrendur hans höfðu verið sem hrifnastir af, fengi ekki staðist til lengdar. Meginá- stæðurnar væru þær, að sú þekk- ing, sem nýta yrði í atvinnulífinu, væri ekki síður verkleg en bókleg og að hún dreifðist á alla menn, og gæti engin miðstjórn safnað henni saman á einn stað. Til þess að nýta slíka þekkingu að fullu yrði að dreifa valdinu til þeirra, sem hefðu hana. Frjáls verðmyndun á markaði hefði það aðalhlutverk að afla þekk- ingar og miðla henni, stilla saman hinar ólíku einingar atvinnulífsins, fyrirtæki og heimili, framleiðslu og neyslu, framboð og eftirspurn. Ólafur Björnsson fæddist 2. febr- úar 1912 að Hjarðarholti í Laxárdal, sonur séra Björns Stefánssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Hann reynd- ist afburðanámsmaður í Mennta- skólanum á Akureyri, og eftir stúd- entspróf hlaut hann einn af stóru styrkjunum, sem svo voru kallaðir, svo að hann gat eftir eins árs nám í lögfræði í Háskóla Islands hafið há- skólanám í Kaupmannahöfn. Þaðan brautskráðist hann með cand. polit. próf árið 1938. Eftir nokkurra ára störf á Hagstofunni gerðist Ólafur kennari í hagfræði í Háskóla ís- lands, varð dósent 1942 og prófess- or 1948 og gegndi því embætti til lögboðinna starfsloka 1982. Hann kenndi líka hagfræði um margra ára skeið í Verslunarskólanum. Ólafur þótti samviskusamur kenn- ari og góðviljaður, en ekki mjög áheyrilegur. Var hann þó vinsæll og virtur af nemendum sínum, sem kímdu stundum að því, hversu viðutan hann væri, og voru sagðar margar sögur af því, sumar að vísu vafalaust tilbúningur. Ólafur gerðist snemma mikilvirkur rithöfundur um hagfræði og atvinnumál. Skrif- aði hann sérlega ljóst og skýrt mál og kunni vel að greina hismi frá kjarna. Fyrst tók þó að kveða að Olafi opinberlega, þegar hann ís- lenskaði útdrátt úr Leiðinni til ánauðar eftir Friðrik von Hayek til birtingar í nokkrum hlutum á æsku- lýðssíðu Morgunblaðsins sumarið 1945. Gerði hann þetta að áeggjun ritstjóra síðunnar, Geirs Hallgríms- sonar, þá laganema. Sósíalistar, hvort sem þeir gengu fram undir merki Alþýðuflokks eða Sósíalista- flokks, brugðust ókvæða við þeim boðskap Hayeks, að sósíalismi hlyti jafnan að leiða til alræðis, fátæktar og kúgunar. Hneykslaðist Þjóðvilj- inn óspart á því í leiðurum, að „landsviðundrið“ Ólafur Björnsson væri að snúa skrifum „heimsviðund- ursins" Hayeks á íslensku. Hayek var hins vegar forspár, þegar hann tileinkaði bók sína sósí- alistum allra flokka. Hér á landi hafði verið rekinn víðtækur hafta- búskapur frá því um 1930, og gerð- ist Ólafur nú einn helsti gagmýn- andi hans. Þeir Ólafur og samkenn- ari hans, Gylfi Þ. Gíslason, sem að- hylltist þá höft og margvísleg önnur ríkisafskipti, skiptust ósjaldan á skoðunum um haftabúskapinn opin- berlega um og eftir 1950. Ólafur benti þá á það, að aðrar leiðir væru heppilegri til þess að ná jöfnuði í viðskiptum Islands við önnur lönd en innflutnings- og gjaldeyrishöftin, en ekki síður á hitt, að með höftun- um var skapað geipilegt vald í hönd- um opinberra aðila, sem gat verið frelsinu hættulegt. Hér var til dæm- is í reynd ritskoðun á erlendum bókum, því að sérstök gjaldeyris- leyfi þurfti til að kaupa þau, og voru slík leyfi alls ekki auðfengin. Enn fremur voru um skeið svo miklar takmarkanir á gjaldeyrisyfirfærsl- um til utanferða, að jafna mátti við átthagafjötra. Urðu væntanlegir ut- anfarar að sannfæra opinbera aðila um það, að brýna nauðsyn bæri til utanferðanna, svo að þeir gætu fengið yfirfærslur! Skömmtunai’valdið, sem skapað var með höftunum, var auðvitað líka notað til að ívilna þeim, sem þöfðu mestu stjómmálaítökin. Ólafur samdi ásamt dr. Benjamín Eiríks- syni ýmsar tillögur um umbætur í hagstjórn, sem framkvæmdar vom árið 1950, og dró þá nokkuð úr inn- flutnings- og gjaldeyrishöftum, þótt ekki hjrfu þau með öllu fyrr en árið 1960. Ungir sjálfstæðismenn með þá Geir Hallgrímsson og Ásgeir Péturs- son í fararbroddi hrifust af rökfestu Ólafs, þekkingu og þunga í málflutn- ingi og fengu hann í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sat hann á þingi fyrir Reykvíkinga frá 1956 til 1971, en þá felldi ung knattspymuhetja, Ellert B. Schram að nafni, hann í prófkjöri sjálfstæðismarma. Jafnframt því sem Ólafur kenndi hagfræði í Háskóla íslands og Verslunarskólanum, skrifaði fjölda bóka um hagfræði og atvinnumál og hafði margvísleg afskipti af stjórn- málum, gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum. Hann var meðal ann- ars formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja 1948-1956 og formaður bankaráðs Utvegsbank- ans 1969-1980. Ólafur fylgdist vel með hinum nýju viðhorfum til hag- stjórnar um og eftir 1970, þegar hugmyndir þeirra Hayeks og Miltons Friedmans leystu af hólmi kenningar Keyness lávarðar um víðtæk ríkisafskipti. Var þetta Ólafi mjög að skapi, og árið 1978 gaf hann út bókina Frjálshyggju og al- ræðishyggju, þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á al- þýðlegan og einfaldan hátt, eins og honum var lagið. Ungt og frjálslynt fólk tók bókinni afar vel, og skömmu síðar var stofnað Félag frjálshyggjumanna, sem starfaði í tíu ár að því að kynna hin nýju við- horf, og verður ekki annað sagt en það hafi haft erindi sem erfiði. Það var Ólafi sérstakt ánægjuefni, þeg- ar Friðrik von Hayek, sem hafði haft svo mikil áhrif á hann ungan stúdent í Kaupmannahöfn, kom til íslands í fyrirlestraferð árið 1980 og þeir fengu tækifæri til að bera saman bækur sínar. Var í senn fróð- legt og skemmtilegt að sjá og heyra þessa tvo hvíthærðu öldunga ræða saman. Þeir höfðu báðir barist gegn draumórum um fyrirmyndarríki á jörðu niðri, en fyrir frelsi innan marka laga, þar sem sérhagsmunir færu saman við almannahagsmuni. Hin síðari ár tók heilsa Olafs að bila, og kom hann þá sjaldan fram opinberlega. Engin ellimerki voru þó á síðustu ritgerðinni, sem hann birti, í Afmælisriti til Davíðs Odds- sonar í ársbyrjun 1998, þar sem hann reyndi að meta stjórnmálaá- hrifin af falli sósíalismans af sinni venjulegu glöggskyggni, hófsemi og yfirsýn. Hygg ég, að Ólafur hafi síð- ast komið fram opinberlega 17. jan- úar 1998 í afmælisveislu Davíðs, sem hann mat allra núlifandi stjórn- málamanna mest. Ólafur Bjömsson lést 22. febrúar 1999. Hann var kvæntur Guðrúnu Aradóttur, ágætri konu, og áttu þau þrjá syni, Ara lækni, Bjöm fulltrúa og Jónas kerfisfræðing. Ólafur var meðalmaður á hæð, fríður sýnum, nefið hafið upp að framan, varir þunnar og hárið mikið og jarpt hin fyrri ár, en snjóhvítt, eftir að hann tók að reskjast. Þótt hann ætti við einhvers konar tunguhaft að stríða og talaði því hægt, var jafnan gaman að hlýða á hann, því að hann kom ætíð strax að kjama hvers máls og hafði auk þess ágæta kímnigáfu. Leyndu hinar miklu gáfur hans og hvassur skilningur sér ekki í sam- ræðum. Hann kunni vel með vín að fara og það með hann, því að á gleði- stundum varð hann hinn hláturmild- asti. Hann var elskulegur í fram- komu og laus við alla tilgerð og höfð- ingjadekur. Þótt hann væri prests- sonur, var hann ekki trúaður maður í skilningi kristinnar kirkju. Hann var eindreginn stuðningsmaður vísinda- legrar hugsunar um mann og heim, andvígur öllum hindurvitnum og hjá- trú, en efnislegur og öfgalaus í um- ræðum. Stundum hefur verið gerður greinarmunur á tveimur tegundum gáfumanna, refnum, sem veit margt smátt, hefur næmar gáfur og sveigj- anlegar, og broddgeltinum, sem veit eitt stórt, hefur óbrotgjamt vit og sterkt, og á sá greinarmunur rót sína í vísuorði eftir forngríska skáld- ið Arkilokkos. I þeim skilningi var Ólafúr Bjömsson tvímælalaust broddgöltur: Hann vissi eitt stórt, og það var, hversu h'tið hver maður veit, svo að finna verður einhver ráð til að afla og miðla þekkingu manna í milli. Þrátt fyrir ákveðnar skoðanir sínar hallaði Ólafur Bjömsson aldrei orði á nokkurn mann, og svik vora ekki til í hans munni. Má segja það um hann, sem eitt sinn var sagt um annan há- skólaprófessor, að hann hafi verið hreinlyndur sem hvítabjöm. Með Ólafi Bjömssyni er genginn einn merkasti og áhrifamesti félagsvís- indamaður tuttugustu aldai- á ís- landi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Lærifaðir, samkennari og vinur er látinn. Ólafur Björnsson, prófess- or í hagfræði, kenndi við Háskóla íslands í rúm fjörutíu ár. Hann lét af störfum 1982 þá sjötugur að aldri. Allir viðskiptafræðingar frá Háskóla íslands til þess tíma höfðu notið kennslu hans og handleiðslu. Hann sinnti einnig stundakennslu við Verzlunarskóla íslands í rúma tvo áratugi. Mikill fjöldi ungmenna hefur því haft fyi'stu kynni sín af hagfræði hjá honum. Allt lífshlaup Ólafs Björnssonar bar það með sér að hann taldi að þekkingin væri ekki til að safna henni heldur til að gefa öðram hlut- deild í henni og beita henni til hag- sældar fyrir íslenska þjóð. Strax eftir að hann kom heim frá námi tók hann þátt í þjóðfélagsumræðunni, hélt erindi og skrifaði blaðagreinar. Það gerði hann allt sitt líf. Fjölmörg tránaðarstörf hlóðust á Ólaf Björnsson. Yfirgripsmikil þekking á íslenskum þjóðarbúskap og traust menntun í hagfræði hafa eflaust átt sinn þátt í því. Hann var ráðgjafi ríkisstjórna um efnahagsað- gerðir, alþingismaður (1956-1971), sat í bankaráði Seðlabanka Islands (1963-1968), var formaður banka- ráðs Útvegsbanka íslands (1968-1980) og átti sæti í fjölda nefnda sem fengust við fjölbreytileg verkefni eins og kjaramál, verðlags- mál, landbúnaðarmál, staðgreiðslu- kerfi opinberra gjalda svo að eitt- hvað sé nefnt. Þar að auki tók hann þátt í norrænu samstarfi. Hann var fonnaður Islandsdeildar Noraænu menningarmálanefndarinnar (1954-1972) og tók þátt í starfi Nor- ræna sumarháskólans. Þá var hann formaður stjórnar Aðstoðar íslands við þróunarlöndin (1971-1981). Auk alls þessa var hann formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja frá 1948 til 1956. Þrátt fyrir þessi umfangsmiklu störf sinnti Ólafur kennslustörfum sínum af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.