Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samþykkt að hefja hvalveið- ar hið ALPINGI samþykkti í gær þingsá- lyktunartillögu um að hefja skuli hvalveiðar hið fyrsta hér við land og standi ályktun Alþingis frá 2. febrúar 1983 um að mótmæla ekki banni Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum ekki í vegi fyrir því. I þingsályktuninni segir að veiðarnar skuli fara fram á grundvelli vísinda- legi-ar ráðgjafar Hafrannsókna- stofnunarinnar og undir eftirliti stjórnvalda. Tillagan í heild var samþykkt með 37 atkvæðum gegn sjö. Tólf þingmenn greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir. Atkvæði féllu þvert á flokksbönd; stjómarand- stæðingarnir Ágúst Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Ragnar Arnalds og Sighvatur Björgvinsson voru meðal þeirra sem greiddu tillögunni atkvæði en stjórnarþingmaðurinn Gunnlaugur H. Sigmundsson var andvígur og stjórnarliðarnir Tómas Ingi Olrich, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Isólfur Gylfí Pálmason vom í hópi þeirra sem greiddu ekki atkvæði. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra var ekki viðstaddur, en aðrir ráðherrar greiddu tillögunni at- kvæði sitt. Kynningarstarfí flýtt Þingsályktunartillagan, sem samþykkt var eftir breytingar meirihluta sjávarútvegsnefndar, var borin upp í þrennu lagi. 53 þingmenn greiddu öðrum málslið atkvæði en þar segir að Alþingi leggi áherslu á óskoraðan fullveld- isrétt íslands við nýtingu hvala- stofna á íslensku hafsvæði í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbinding- ar um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda. Þriðji efnisliður tillögunnar er sá að Alþingi feli ríkisstjórninni að undirbúa hvalveiðar, meðal annars með því að kynna málstað og sjón- armið íslendinga meðal viðskipta- þjóða okkar. „Undirbúningur miði að því að veiðar geti hafíst sem fyrst. Kostnaður við kynninguna verði greiddur úr ríkissjóði. Öllu kynningarstarfí verði flýtt svo sem auðið er.“ Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við at- kvæðagreiðsluna. Skynsemi eða hindurvitni Valgerður Sverrisdóttir, Fram- sóknarflokki, sagði marga andstæð- inga tillögunnar reyna að tala með og móti málinu en ekki yrði bæði sleppt og haldið. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði samþykkt tillögunnar sigur skynsemi og vís- indalegs hugarfars en ósigur firr- ingar og hindurvitna. Hann túlkaði samþykkt tillögunnar þannig að Refsivert athæfi ekki til rannsóknar Fjármálaeftirlitið sendi í gær frá sér eftirfarandi yfírlýsingu: „Vegna fréttar á Bylgjunni í hádegisfréttum í dag [miðviku- dag] um að Fjármálaeftirlitið væri með til rannsóknar ásak- anir á hendur bankastjóra Bún- aðarbanka íslands hf. um föls- un víxla og að hafa gert fyrr- verandi starfsmann bankans gjaldþrota, vill Fjármálaeftirlit- ið taka fram að það hefur ekki til rannsóknar meint refsivert athæfí af neinu tagi af hálfu bankastjóra Búnaðarbanka Is- lands hf. eða annarra starfs- manna bankans." fyrsta skylt yrði að gefa leyfi til hvalveiða í síðasta lagi á miðnætti 31. desem- ber árið 2000. Guðrún Helgadóttir, þingflokki Óháðra, sagði samþykkt tillögunn- ar óviturlega meðan ísland stæði utan Alþjóðahvalveiðiráðsins og fleirl þingmenn tóku í þann sama streng. Hjörleifur Guttormsson, þing- flokki óháðra, lýsti efasemdum um að málið væri tækt til afgreiðslu, því þar væri hvatt til hvalveiða án þess að skilgreint væri hvort um ætti að vera að ræða veiðar á nokkrum hrefnum eða skipulagðar stórhvelaveiðar. Gunnlaugur M. Sigmundsson, Framsóknarflokki, sagði að megin- vandi íslendinga í hvalveiðimálinu væri að hafa ekki mótmælt hval- veiðibanninu 1983 og öllum mætti vera ljóst að hvalveiðar meðan landið stendur utan Alþjóðahval- veiðaráðsinsværu varhugaverðar. Magnús Árni Magnússon, þing- flokki Samfylkingarinnar, sagði að með samþykkt tillögunnar á sama tíma og Kyoto-bókunin hefði ekki verið undirrituð tímanlega væri verið að sverta ímynd íslands í um- hverfismálum. ---------------- Fellt að fjalla um aukinn kvóta ALÞINGI felldi í gær tillögu um að taka á dagskrá frumvarp Sighvats Björgvinssonar til breytinga á físk- veiðistjórnarlöggjöfinni í því skyni að úthluta 15.000 tonna þorskkvóta til að bæta hag strandveiðiflotans og landvinnslunnar. Tillaga um að taka málið á dag- skrá var felld með 36 atkvæðum gegn 20, að viðhöfðu nafnakalli. Sjö þingmenn sátu hjá. Einar Oddur Kristjánsson stjórnarþingmaður var meðal þeirra sem vildu taka málið á dagskrá. Meðal fjölmargra sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu var Stein- grfmur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, sem gerði kröfu um að fram færi utandagskrárumræða til að ræða viðskilnað ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum almennt og stöðu strandveiðiflotans. -------♦-♦-♦---- Þingi frestað í dag 36 þingmál afgreidd ALLS 36 þingmál voru afgreidd frá Alþingi í gær, þar af 14 sem álykt- anir Alþingis og 22 sem lög frá Al- þingi. Enn fleiri þingmál bíða af- gfreiðslu í dag en miðað er við að þingi verði frestað um hádegi fram til 25. mars nk. Þá verður atkvæða- greiðsla um kjördæmamálið svo- kallaða en samkvæmt stjómar- skránni mega ekki líða fleiri en 45 dagar frá því að stjómarskrár- breyting er samþykkt og þar til þingkosningar verða. Að lokinni atkvæðagreiðslu hinn 25. mars nk. verður tilkynnt um þingrof og hin hefðbundna kveðju- athöfn forseta Alþingis fer fram. Forseti Islands flutti setningarræðu á sjávarútvegsráðherrafundi FAO Mælti fyrir afnámi ríkis- styrkja til sjávarútvegs ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, flutti í gærmorgun setning- arræðuna á sjávamtvegsráðherra- fundi Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna í Róm (FAO). Helsta viðfangsefni fundarins er að fjalla um starfsregl- ur og ábyrga þróun í sjávarútvegi og alþjóðlegt samkomulag í þeim efn- um. í ræðunni fjallaði forsetinn um þá þróun að málefni hafsins og sjálfbær nýting á auðlindum þess yrðu meðal helstu viðfangsefna mannkyns á næstu öld. Hann sagði að nauðsyn- legt væri að stórefla rannsóknir á hafínu og auðlindum þess og stuðla að gerð alþjóðlegra samninga sem tryggðu verndun lífríkis hafsins. Þá sagði hann að með ábyrgu og öflugu alþjóðlegu samstarfí gæti FAO stuðlað að farsælli þróun sjávarút- vegs. I ræðunni lýsti forsetinn árangii íslendinga við nýtingu sjávarauð- linda og hvemig sjávarútvegur hefði fært Islendingum efnahagslegai’ framfarir og velferð á þessari öld. Þá sagði hann að reynsla Islendinga á sviði gæðastjómunai- og við stjómun sjálfbærrar nýtingar fiskistofna gæti orðið öðram þjóðum lærdómsefni. Forsetinn lagði áherslu á fimm at- riði í alþjóðlegu samstarfi á sviði sjávarútvegs. I fyrsta lagi að samn- ingar næðust um nýtingu fiskistofna á alþjóðlegum hafsvæðum utan við 200 mílna fiskveiðilögsögu. I öðra lagi að draga þyrfti úr of stóram fisMsMpaflota víða um heim og að vænlegasta leiðin til þess væri að af: nema ríMsstyrM til sjávarútvegs. I þriðja lagi að beita ætti alþjóðlegri gervihnatta- og tölvutækni til að tryggja öraggar upplýsingar um veiðar á öllum hafsvæðum og auð- veMa eftirlit með sjálfbæm nýtingu auðlinda hafsins. I fjórða lagi að frjáls verslun með sjávarafurðir og afnám tæknilegra hindi'ana á við- sMptum ættu að vera meðal helstu efnisþátta í næstu samningalotu Al: þjóða viðsMptastofnunarinnar. I fimmta og síðasta lagi að gæðaeftir- lit væri besta leiðin til að tryggja í senn sanngjamt verð íyrir sjávaraf- urðir og hagsmuni neytenda. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hélt einnig ræðu á fundin- um í gær. Hann lagði áherslu á að varast yrði ofveiði og mengun í sjó. Hann sagði nauðsynlegt að gerður yrði ákveðinn fiskveiðistjómun- amammi, sem ríM heims gætu farið eftir, en að hægt væri að útfæra hann á marga vegu. Hann bætti því við að fiskveiðistjómun íslendinga hefði reynst vel og væri skref í rétta átt í þessum efnum. Þegar setningarathöfninni var loMð skoðaði forsetinn upplýsinga- kerfi FAO í sjávarútvegi og landbún- aði og kynnti sér heimsatlas um út- höfin. Forsetinn snæddi síðan há- degisverð með Jacques Diouf, fram- kvæmdastjóra FAO, og sjávarút- vegsráðherram aðildarríkja stofnun- arinnar. Frá Róm hélt forsetinn til Pól- lands, en opinber heimsókn hans þangað hefst í Varsjá í dag. — Morgunblaðið/Kristinn Baráttan um brauðið skipulögð MIKIL samkeppni og valdabar- átta einkennir fuglalífið við Tjörnina í Reykjavík og er ekki óalgengt að sjá harðvítugt kapp- hlaup tegunda um brauðbitann sem góðhjartaðir borgarbúar kasta í vatnið. Það er ekki lengur svo að fólk fari þangað til að ARI Edwald, ritstjóri Viðskipta- blaðsins, sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær ekM vera hættur af- skiptum af stjórnmálum, þótt hann væri ekki á lista fiokksins fyrir þingkosningarnar 8. maí. Ari sagði að hann hygðist taka þátt í prófkjöri flokksins fyrir næstu kosningar. Hann væri nokk- uð viss um að þá yrði haldið próf- gefa öndunum eingöngu, heldur er viðbúið að til dæmis gæsir, álftir og mávar gleypi einnig brauðmetið í sig. Grágæsirnar við Tjörnina fylktu liði í gær og skipulögðu baráttuna um brauð- ið, um það leyti sem Ijósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. kjör og bætti við að hann væri til- tölulega bjartsýnn fyrir það. Hann sagði að samkvæmt niðurstöðu kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri ekki gert ráð fyrir að hann skipaði 10. sætið eða sæti ofar en það og hann myndi una því. Ari sagðist ekM vilja tjá sig um það hvort rétt hefði verið hafa próf- kjör nú í stað þess að stilla upp lista, ákvörðun hefði verið tekin og ekkert meira væri um það að segja. Smygl fannst í Rauðanúpi LÍTILSHÁTTAR smygl fannst í togaranum Rauðanúpi frá Raufar- höfn er hann kom til heimahafnar frá Póllandi á þriðjudag en þar hafði hann verið til gagngerra breytinga. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík, sem stjórnaði leit um borð í togaranum við komuna til Raufar- hafnar, fundust nokki’ir tugir flaskna af sterkum vínum faldir í skipinu en ekki lá fyrir hvert magnið nákvæmlega var. Ennfremur fannst tóbak í sMp- inu umfram það sem sMpverjar mega hafa með sér eða þeir gáfu upp. Þá kom með Rauðanúpi talsvert af farangri til Pólverja sem búsett- ir eru hér á landi, einkum þó á Raufarhöfn. í þessum farangi’i reyndist m.a. vera miMð af áfengi og tóbaki. Ari Edwald, ritstjóri Viðskiptablaðsins Ekki hættur í pólitík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.