Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 37 UMRÆÐAN Lögmaður með fortíðarþrá ATLI Gíslason lög- maður hefur sent mér og öðrum vátrygginga- mönnum tóninn á síð- um Morgunblaðsins. Var tilefnið ummæli mín á aðalfundi Sam- bands íslenskra trygg- ingafélaga (S.Í.T.) á dögunum um það frumvarp, sem legið hefur íyrir Alþingi til breytingar á skaða- bótalögum. Grein lög- mannsins er full af gíf- uryrðum. Jafnframt er þar að finna samsæris- Axel kenningu um að S.Í.T., Gíslason dómsmálaráðherra og Alþingi hafi sammælst um að hér á landi yrðu teknar upp vafasamar reglur í formi skaðabótalaga nr. 50/1993, sem gengju í berhögg við stjórnarskrá. Málflutningur þessi er auðvitað vart svaraverður. Gagnrýni nokkurra aðila á íslensk- an skaðabótarétt á undanfórnum árum hefur þó mjög verið þessu Tryggingamál Slösuðum með tiltölu- lega litla áverka fjölg- aði mjög, einkum varð geysileg aukning hálshnykksáverka, seg- ---------------------- ir Axel Gíslason. A árunum 1989 til 1991 var nánast um spreng- ingu að ræða, en þá varð margföldun slíkra tilvika. í gegn hjá sömu aðilum sár söknuð- ur vegna þess upplausnarástands, sem hér á landi ríkti áður en Al- þingi fyrir um sex árum setti í fyrsta skipti heildstæð skaðabóta- lög. Þar sem lesendur eiga rétt á því að fá sannari mynd um tilurð og efni íslensks skaðabótaréttar, ætla ég að gera grein fyr-ir helstu atriðum þessa máls, eins og þau horfa við vátryggingarstarfsem- inni. Alþingismenn, ráðherrar og önnur stjómvöld hljóta sjálf fyrr eða síðar að svara þeim atriðum, sem lögmaðurinn gerir að umtals- efni og að þeim snúa. verð til að standa undir kvótaverð- inu og útgerðarkostnaðinum. Ný- lega þegar hann var á veiðum í góðu fiskerí og búinn að henda fyr- ir borð um fjölda mörgum tonum af þorski undir 7 kílóum, sem flaut um allan sjó, tók hann eftir því að innan um „undirmálsfískinn" var töluvert af storþorski. Rétt í þann mund að hann ætlaði að tala alvar- lega við „strákana" mundi hann efth’ því að verksmiðjutogari var að veiðum skammt frá. Stóri þorskur- inn hentar ekki í fiskvinnslutæki verksmiðjutogaranna og var því hent fyrir borð. Þetta er fráleitara en svo að nokkrum manni dytti til hugar að skálda slíkan þvætting. Hannesi Hafstein hefði a.m.k. kosti vart dottið í hug að svona yrði farið með „auðlindir sævar (sem) ótæm- andi bruna“ í lok þeiri’ar aldar sem hann horfði svona vondjarfur til í Aldamótaljóði sínu við upphaf hennar. Ætli honum þætti ekki nóg um leirburðinn? Höfundur situr i miðsljórn Frjnls- lynda flokksins. Forsaga - Ástandið sem lögmaðurinn saknar Um miðjan níunda áratuginn varð hér á landi mikil aukning skráðra slysa á fólki í umferðinni. Slösuðum með tiltölulega litla áverka fjölgaði mjög, einkum varð geysileg aukning hálshnykksá- verka. Á árunum 1989 til 1991 var nánast um sprengingu að ræða, en þá varð margföldun slíkra tilvika. Aðalor- sakir hálshnykksá- verka eru aftaná- keyrslur. Þeim fjölgaði þó lítið á þessu tímabili. Er þessi flóðbylgja reið yfir var ekki við sett skaða- bótalög að styðjast, heldur venjur og fordæmi, sem mótast höfðu við úrlausn dómstóla. Þeir sem leituðu bóta vegna varanlegrar skerðingar á vinnugetu, öfluðu sér örorkumats frá lækni, sem að mestu var byggt á fyrirframsömdum örorkutöflum. Var í þessum mötum ekkert reynt að kanna raunverulegar fjárhags- legar afleiðingar áverkans. Á grundvelli þessa mats reiknaði svo tryggingastærðfræðingur út fjár- tjón viðkomandi. Með þessi ófull- komnu gögn í höndum kröfðust lögmenn síðan bóta úr hendi hins bótaskylda aðila eða eftir atvikum vátryggingafélags. Fjöldi bóta- skyldra umferðarslysa hér á landi fór langt yfir það, sem tíðkaðist í nágrannalöndunum. Þá nam kostn- aður til sérfræðinga, einkum lög- manna og lækna, er tengdust upp- gjörum, verulegum fjárhæðum. Hér var því komið í hið mesta óefni. Engar gagnrýnisraddir heyi’ðust frá þeim sérfræðingum, sem að þessum málum komu. Sjálfsagt hefðu vátryggingafélögin einnig getað látið sem ekkert væri. Þau hefðu getað hækkað iðgjöldin, og látið þannig þorra landsmanna bera kostnaðinn af þessu ófremd- arástandi. Að mati forráðamanna félaganna var slík afstaða óverj- andi. Því tóku félögin upp bætt verklag í sambandi við tjónsupp- KOMIN AFTUR @ Husqvarna Husqvama heimilistækin eru kominafturtil landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endumýjum góð kynni! B R Æ Ð U R N I R ^ORMSSON LágmOlo 8 • Slmi 533 3800 gjör. Gerðar voru kröfur um vand- aðri gögn um áhrif slyssins, og strangari kröfur varðandi sönnun og mat á fjártjóni. Þá var athygli stjómvalda vakin á því, að á Is- landi, einu Norðurlandanna, hefðu ekki verið sett skaðabótalög. Nuverandi staða Á árinu 1993 samþykkti Alþingi almenn skaðabótalög, áratugum síðar en á hinum Norðurlöndunum. Með þeim var tekið upp einstak- lingsbundið fjárhagslegt mat á var- anlegri örorku, og að mestu horfið frá læknisfræðilegu örorkumati. Var beinlínis stefnt að því að hækka verulega bótagreiðslur vegna þeirra, sem hlotið hefðu al- varlegri áverka og raunverulega skerðingu starfsorku. Bætur ættu þó að lækka til þeirra, sem hefðu orðið fyrir litlu sem engu líkams- tjóni. Eftir að skaðabótalögin komu til framkvæmda hefur nokkur hópur lögmanna gagnrýnt skaðabótalögin harðlega, en þó ekki alltaf málefna- lega. S.Í.T. og ýmsir aðrir aðilar hafa einnig hvatt til þess að skaða- bótalögin yrðu endurskoðuð, enda biýnt að íriðm’ skapist um þetta réttarsvið. Þegar á árinu 1996 var enn ákveðið að endurskoða skaða- bótalögin. Vonuðu ýmsir að nú gæti orðið um víðtæka og faglega skoðun að ræða, og að í endurskoðunarhóp- inn veldust reyndir læknar og tryggingastærðfræðingar, auk lög- fræðinga með sérþekldngu á skaða- bóta- og vátryggingarétti. Vonir um slíka fræðilega skoðun gengu þó ekki eftir. í haust var lagt fram á Ál- þingi frumvarp til breytinga á skaðabótalögunum. Vakti undrun, hversu margir gallar voru á frum- varpinu. S.I.T. og fleiri aðilar urðu til þess að benda á þetta. Frum- varpshöfundamir hafa nú viður- kennt mistökin í örfáum atriðum. Áskoranir lítils hóps lögmanna, þ.m.t. Ath Gíslason, bárust hins veg- ar Alþingi um að samþykkja frum- varpið óbreytt. Segir þetta sína sögu um vandvirkni þessa hóps. Meginefni framvarpsins felst í fjöldamörgum stuðlum og reikni- verki, sem hefur vakið gagnrýni sérfræðinga. Frumvarpshöfundar leggja svo skýringarlaust til að frá reikniverkinu megi víkja, þegar ástæður séu óvenjulegar. Það eru atriði á borð við þessi, sem ég gerði að umtalsefni á aðalfundi S.Í.T. Gangi löggjafinn hér ekki frá efnis- reglum, er vitandi vits verið að stofna til ágreinings, sem ekki verður leystur nema fyrir atbeina dómstóla. Nútímafræði í stað gervivísinda Skaðabótareglur eiga að vera skýrar. Þær eiga að tryggja tjón- þolum bætur við hæfi, samkvæmt ákvörðun löggjafans eftir faglega skoðun og með hliðsjón af þekk- ingu, sem nú eru uppi í öllum þeim fræðigreinum, sem hér eiga um að fjalla. Viðhorf Atla Gíslasonar virð- ast hins vegar önnur. Þannig segir í niðurlagi greinar Atla: „Það ríkti friður um skaðabótarétt áður en Axel og félagar tóku einhliða til við að umbylta gildandi rétti og það mundi í sjálfu sér vera fengur að því að snúa til eldri reglna sem byggðust á áratuga dómvenju.“ Hér loksins skýrir lögmaðurinn ástæðuna fyrir greinaskrifum sín- um. Það er fortíðarþráin. Hann grætur horfna tíð, ár gervivísinda og gullgerðarfræða, ástand sem veitti fáum útvöldum ávinning á kostnað almennings. Höfundur er formaður Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og forstjóri Vátryggingafélags Islands hf. AÐALFUNDIR 1999 verða haldnir fimmtudaginn 18. mars 1999 á Grand Hótel Reykjavík, Galleríi. Vaxtarsjóðurinn hf. Aðalfundurinn hefst kl. 16:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 14. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Breyting á 5. grein samþykkta félagsins vegna heimildar til stjórnar félagsins vegna útgáfu rafrænna hlutabréfa. 3. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. ISi HLÍJTABRÉFA STOÐURINN Hlutabrábréfasjóðurinn hf. Aðalfundurinn hefst kl. 17:15 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 14. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum: Breyting á 3. grein samþykkta félagsins vegna niðurfellingar sérstakrar takmörkunar á hámarksvægi erlendra verðbréfa. Breyting á 5. grein samþykkta félagsins vegna heimildar til stjórnar félagsins vegna útgáfu rafrænna hlutabréfa. 3. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. Hluthafar eru hvattir til að mœta d fundinn. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.