Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Júlí- ana Jónsdóttir fæddist á bænum Trostansfirði við Arnai ljiirð 22. des- ember 1901. Hún andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Ein- arsdóttir, f. 17. nóv. 1872, d. 21. nóv. 1955, og Jón Júlíus . Jónatansson, f. 7. júlí 1876, d. 25. jan. 1960. Þau bjuggu á Sæbóli við Steingrímsfjörð. Systkini Guðbjargar voru: Ingi- bergur Jónatan, Hallbjörg og Hugi Falur, sem öll eru látin. Eftirlifandi er Einar Jakob sem nú dvelur á Hrafnistu í Reykja- vík. Hinn 15. júní 1924 giftist Guðbjörg Brynjólfi Jónssyni, f. 22. desember 1899 á Brodda- dalsá, d. 23. nóvember 1992. Börn þeirra eru: 1) Svava, f. 29. maí 1925, maki Kristinn Agúst Guðjónsson, f. 13. sept. 1926. Börn þeirra eru Ómar, Hörður, * Bryndís, Pálmi og Svandís. Barnabörnin eru 13. 2) Viggó, f. 31. maí 1926, maki Ardís ÓÍöf Arelíusdóttir, f. 19. okt. 1936. Sonur Viggós fyrir hjónaband Elsku amma, það er erfítt að hugsa til þess að þú sért farin, en lífið hefur sinn vanagang og sjálf varst þú farin að þrá hvíldina. Með þessum orðum langar okkur því að kveðja þig, amraa, sem alltaf varst okkur svo góð. Alla tíð báruð þið afí umhyggju fyrir okkur systkinunum og fylgdust vel með hvernig okkur vegnaði. Þegar við vorum að alast upp bjuggum við öll í sama húsinu á Broddadalsá, með bróður hans afa, er Brynjar. Börn Viggós og Ardísar eru Guðbjörg Bryn- dís, Arelíus, d. 22 ára, Víkingur, Vig- dís Heiðrún, Fannar Jósef, Kolbrún Björg, Valdimar og Arnar Ólafur. Barnabörnin eru 24 og barnabarnabörn- in eru þrjú. 3) Krist- jana Jóna, f. 3. maí 1930, maki Gunnar Daníel Sæmunds- son, f. 18. sept. 1929. Dóttir Krist- jönu fyrir hjónaband er Brynja Guðbjörg. Börn Kristjönu og Gunnars eru Sæmundur, Þrá- inn, dó tveggja mánaða, Hafdís og Bi-ynjólfur. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabarn er eitt. 4) Jón, f. 24. jan. 1941, d. 5. jan. 1943. 5) Fóstursonur þeirra var Jón Brynjólfs Sigurðsson, f. 5. júní 1943, d. 26. júlí 1967. Dóttir hans er Árný Vaka og á hún tvær dætur. Guðbjörg og Brynjólfur bjuggu á Broddadalsá allan sinn búskap, þar til þau fluttust á Hrafnistu 27. mars 1984 og dvöldu þau þar til æviloka. Útför Guðbjargar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Halldóri, og hans fjölskyldu. Árið 1967 fluttu foreldrar okkar í nýtt hús og ætluðuð þið afi þá að búa áfram í gamla húsinu. Það voru því mikil vonbrigði fyrir okkur eldri systkinin sérstaklega, en ánægjan varð líka mikil þegar þið ákváðuð að flytja til okkar. Alltaf gátum við leitað til ykkar, þið höfðuð alltaf tíma fyrir okkur. Aldrei heyrðum við þig tala niður til nokkurs manns eða hallmæla neinum. Okkur fannst + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN H. GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Arney, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 12. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Björg ívarsdóttir Helga ívarsdóttir, Öriygur ívarsson, Bryndfs Þorvaldsdóttir, Brynjar G. fvarsson, Halldóra G. Karvelsdóttir, Leifur ívarsson, Jónina S. Þorgeirsdóttir, Svala ívarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR INGJALDSDÓTTIR, Kríuhólum 2, Reykjavfk, áður til heimilis á Grenstanga, A-Landeyjum, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju laugar- daginn 13. mars kl. 14.00. Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félags Islands. Auðunn Valdimarsson, Sigríður Gréta Oddsdóttir, Kristjana U. Valdimarsdóttir, Snorri Þ. Tómasson, Guðlaug H. Valdimarsdóttir, Sigmar Óiafsson, Svandís R. Valdimarsdóttir, Karl O. Karlsson, Sólrún B. Valdimarsdóttir, Ingjaldur Valdimarsson, Susi Haugaard, Dagný Ág. Valdimarsdóttir, Erlendur Guðbjörnsson, Bryndís S. Valdimarsdóttir, Andri H. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ætíð gaman að sitja og spjalla við þig, þú varst alltaf svo jákvæð og opin fyrir nýjungum. Meðal annars fékkst þú þér fljótlega sjónvarp þegar það fór að sjást heima á Broddadalsá og var það fyrsta sjón- varpið sem kom í hreppinn. Þú hafðir mjög mikla ánægju af að horfa á sjónvarp og sérstaklega er það minnisstætt hvað þú gast prjón- að mikið, hvort sem þú varst að horfa á spennandi mynd eða fréttir, þú passaðir bara að vera búin að prjóna hælana á sokkunum, áður en dagskráin hæfist. Dugnaðurinn og myndarskapur- inn var einkennandi fyrir líf þitt allt til þess síðasta. Hvað okkur systkin- unum fannst gott að koma inn í eld- húsið heima á Broddadalsá og þú stóðst við eldavélina og varst ýmist að baka pönnukökur, kleinur eða ástarpunga. Og var þá staflinn oft fljótur að minnka. Ofáa vettlinga, sokka og peysur hefur þú prjónað á okkur og börnin okkai- í gegnum ár- in og alltaf var það jafn vel gert og litskrúðugt. Ekki má heldur gleyma öllum vel máluðu dúkunum og púð- unum sem þú gafst okkur eftir að þú komst á Hrafnistu og byrjaðir að mála, þá á níræðisaldri. Þér þótti svo sannarlega betra að gefa en þiggja- Alltaf var vel tekið á móti öllum sem komu til þín á Hrafnistu, sér- staklega börnunum, og alltaf áttir þú til nammi og kók handa þeim, það brást aldrei. Þú fylgdist alltaf vel með öllum í fjölskyldunni. Til marks um það gátum við alltaf feng- ið fréttir af frændfólkinu hjá þér. Tvisvar varðst þú fyrir því óláni að lærbrotna, þá orðin mjög fullorðin, komin á Hrafnistu í seinna skiptið, og þurftir að liggja á spítala í nokkra mánuði. Það hljóta að hafa verið þér erfiðir dagar en með dugnaði og hörku komst þú aftur á fætur. Þið afi voruð einstaklega heilsu- hraust og varð ykkur sjaldan mis- dægurt. Það var því ekki margt í ykkar löngu sambúð sem skildi ykk- ur að um lengri eða skemmri tíma. Við vitum líka að það var þér mikill missir þegar afi dó tæplega 93 ára gamall. Bækur voru alltaf í miklu uppá- haldi hjá þér, sérstaklega ástarsög- ur, en síðustu mánuðina varstu hætt að geta lesið og það þótti þér slæmt. Þú hafðir gaman af tónlist og varst liðtæk á harmoniku þegar þú varst ung. Sameiginlegur afmælisdagur ykkar afa, 22. desember, var trú- lega mesti hátíðisdagur ái-sins hjá þér eftir að þið fluttuð suður og var alltaf gestkvæmt hjá ykkur þann dag. Það miðaðist margt við þennan dag, t.d. varst þú alltaf búin að fá þér permanent áður en kom að afmæl- inu. Síðan var farið í sín fínustu föt og voru jafnvel sumar jólagjafimar opnaðar þennan dag. Þó að þið væruð flutt suður var hugurinn samt oftar fyrir norðan. Mikið var spáð í hvemig veðrið væri þar, hvemig bú- skapurinn gengi og ekki síst hvemig fólkið hefði það. Oll munum við eftir síðustu ferð þinni norður, sumarið 1995, þá orðin rúmlega 93 ára gömul, komin í hjólastól og ekki varðst þú þreytt eftir þá ferð. Það verður skrítið að eiga ekki lengur leið á Hrafnistu eftir öll þessi ár sem þú ert búin að dvelja þar. Við eigum ömgglega eftir að sakna símtalanna frá þér, því þú varst alltaf full af áhuga um hvað væri að gerast hjá okkur og fjöl- skyldum okkar. Það var okkur systkinunum ómetanlegt að fá að al- ast upp á heimili, þar sem amman og afmn voru ætíð til staðar þegar við þuftum á þeim að halda. Við munum ætíð minnast þín sem góðr- ar og skynsamrar konu, sem okkur þótti mjög vænt um. Við kveðjum þig með söknuði. Brynja Guðbjörg, Sæmundur, Hafdís og Brynjólfur. Elsku amma mín. Mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Þótt ég hafi ekki verið nema sex ára þegai' ég var fyrst send í sveit til ykkar afa á Broddadalsá þá eru minningarnar frá þeim tíma enn lif- andi. Þið bjugguð þá í tvíbýli á móti Halldóri og Svövu í gamla húsinu eins og það var kallað eftir að þið fluttuð í nýja húsið með Diddu og Gunnari. Við vorum oft þrjú til fjög- ur frændsystkinin saman í sveit hjá afa og ömmu. Vistin hjá ykkur var mér dýrmæt reynsla sem hefur varðveist sem ein _af fallegustu æskuminningunum. Á Broddadalsá var þá rekinn hefðbundinn búskap- ur en auk þess var veidd kofa, tek- inn dúnn úr æðarvarpi og stundaðar selveiðar. Eg sé enn fyrir mér ykk- ur Diddu frænku við að hreinsa dúninn og afa að hreinsa og spýta selskinn. Mér finnst eins og stund- um hafi öll timburþil verið þakin selskinnum. Um sláttinn fóru allir sem vettlingi gátu valdið út á tún + Ástkær faðir okkar, fóstri, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRARINSSON fyrrv. bóndi frá Hjaltabakka, Hvammsgerði 4, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugar- daginn 13. mars kl. 14.00. Þorvaldur Stefán Jónsson, Arnþrúður Einarsdóttir, Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Þóra Þuríður Jónsdóttir, Finnbogi O. Guðmundsson, Hildur H. Jónsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Ingvi Þór Guðjónsson og barnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir og afi, HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON verslunarstjóri, Þórshöfn, veður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 12. mars kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti minningars- jóð krabbameinsdeildar Landspítalans og Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Sigríður Árnadóttir, Halldór Þorsteinsson, Sigrún María Halldórsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ölver Arnarson, Ragnhildur Gísladóttir, Aníta Ósk Axelsdóttir, Anton Freyr Axelsson. þegar gerði þurrk. Mynd af þér með ljósa svuntu, skuplu og hrífu er í minningunni einhvern veginn sam: ofin við heyskap, sólskin og þurrk. í öllu búskaparamstrinu vorum við börnin þátttakendur og litum á okk- ur sem vinnufólk svo langt sem það náði. Þú gættir þess samt ætíð að við fengjum nægan tíma til hvfldar og leikja. Á hverju sumri fórum við Brynja meira að segja í sérstakt tveggja daga sumarfrí, með brúð- urnar okkar, til Fríðu frænku og Þórðar á Undralandi. Eg minnist ánægjunnar sem þú hafðir af söng og tónlist. Sérstak- lega man ég gleðistundirnar þegar Jón heitinn tók fram harmonikuna og fólkið kom saman í baðstofunni. Þá var sungið og dansað fram eftir kvöldi. Mér var sagt að þú hafir sjálf verið liðtæk við harmonikuna á yngri árum og jafnvel spilað fyrir dansi. Á Hrafnistu hafðir þú lítið orgel í horni herbergisins sem ég veit að þú styttir þér stundirnar við. Ég minnist þess einnig hvað saumaskapur og hannyrðir léku þér í höndum og allt fram í háa elli var handavinna tómstundaiðja þín þar sem allt var gert af sömu smekkvísi og natni. Það er mikil náttúrufegurð á Broddadalsá. Þar fellur tær bergvatnsáin í klettaþröng, eyjarn- ar skarta fyrir landi og stórbrotinn klettahamar, Stigi, gengur í sjó fram úr Ennishálsi. Sá klettaheim- ur dró okkur til sín og þrátt fyrir daglegar annir tókst þér að finna tíma til að fylgja okkur í ævintýra- og skoðunarferðir út á Stiga. í þeim ferðum var jafnframt gengið á rek- ann þar sem auk viðarins var ýmis- legt skemmtilegt að finna. Broddadalsá liggur í þjóðbraut og þar vai' ætíð gestkvæmt enda gestrisni mikil og þið afi vinamörg. Ég man að suma daga stóðst þú í stanslausum matar- og kaffiveiting- um og ykkur afa þótti sjálfsagt að ganga úr rúmi fyrir næturgesti. Á Hrafnistu var gestrisnin áfram í heiðri höfð eftir því sem aðstæður leyfðu. Konfektkassar og smákökur komu á borð um leið og gesti bar að garði. Þú varst, amma mín, alltaf eins og klettur í hafinu. Klettur sem stóð af sér amstur og erfiðleika með reisn og óhagganlegri rósemi. Eftir að þið afi fluttuð á Hrafnistu varst þú honum sú stoð og stytta sem þurfti, þá kom persónustyrkur þinn vel í ljós. Þótt ég kveðji þig með söknuði þá veit ég að þú hefur verið fegin að losna úr fjötrum hárrar elli. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Þær eru geymdar í hjarta. Guð blessi þig og minningu þína. Guðbjörg B. Viggósdóttir. Nú hefur hún Guðbjörg amma mín kvatt þennan heim. Hún var orðin þreytt og eflaust hvfldinni feg- in, búin að upplifa næstum alla öld- ina eða árin frá 1901 til 1999. Nú er hún komin til afa eins og hún var búin að óska sér um nokkurn tíma. Amma var merkileg sómakona sem fólk bar virðingu fyrir þó að ekki bæri mikið á henni út á við. Hún stjómaði sínu stóra sveita- heimili á Broddadalsá í Stranda- sýslu með mikilli reisn og dugnaði í tæpa hálfa öld. Það var gott að vera í sveitinni hjá ömmu og afa á sumr- in og njóta hlýju hennar og rausnar- skapar. Áldrei sagði amma styggðaryrði eða gagnrýndi okkur afkomendur sína nema að ég og fleiri minnumst þess að hún rak á eftir okkur að fara að gifta okkur þegar við vorum búin að finna tilvonandi maka og um leið og við vorum gift vildi hún að við færum að eiga börnin og því fleiri því betra. Hún íylgdist alla tíð mjög vel með afkomendum sínum og spurði frétta af barnabörnum og barnabarnabörnum. Hún vildi ekki láta hafa mikið fyr- ir sér og sagði hjúkrunarfólk á Hrafnistu, þar sem hún dvaldi síð- ustu árin, sögur af stolti hennar og dugnaði alveg fram að andláti. Svona var Guðbjörg amma. Blessuð sé minning hennar. i> Ómar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.