Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 63 Af ofstæki Frá Kjartani Guðnasyni: Á ÞRIÐJUDÖGUM fylgir Morgun- blaðinu ágætt fasteignablað, þar sem m.a. má lesa um ýmislegt er lýtur að nýbyggingum og viðhaldi húsa. Fróðlegur hefur jafnan verið dálkurinn „Smíðar". „Markaðurinn" leiðir okkur um refilstigu húsnæðis- lánakerfísins. „Blóm vikunnar" fara aldrei fram hjá mér. „Lagnafrétt- um“ stýrir lipur og hógvær penni: Sigurður Grétar Guðmundsson, fag- maður fram í fíngurgóma og maður djúpra sannfæringa, að því er virð- ist. Til dæmis er þarft verk að brýna það fyrir fólki að múra nú aldrei inni vatnslagnir á baðher- bergjum, hvað þá í útveggjum eða gólfum. Þetta veit Sigurður og hef- ur prédikað af aðdáunarverðri seiglu. Verður það aldrei nógsam- lega þakkað. En Sigurður kemur víðar við. Af og til hefur hann sleppt fram af sér beizlinu og viðrað skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Eru þá jafn- vel dregin fram í dagsljósið við- kvæm málefni alls ótengd lagnamál- um, jafnvel samfélagsmein sem nokkurn kjark þarf til að reifa á op- inberum vettvangi. Nú í vikunni fá náttúruverndarsinnar fyrh- ferðina hjá Sigurði. Einnig fengu þeir þarfa ádrepu fyrir jólin. í merkri grein hinn 16. febrúar sl., „Kemur gamli góði kamarinn aftur?“, opinberast hugur pípulagningameistarans í garð þeirra „sjálfumglöðu höfuð- borgarbúa" sem ekki eru fúsir til að horfa upp á hálendi íslands („nýjasta fósturbarni íslands“ eins og það heitir hjá Sigurði) fargað án athugasemda. Meirihluti greinar- innar fjallar um afstöðu höfundar til náttúruverndarmanna en ekki um lagnamál. Getur Sigurður þess að þeir hafi fundað í Háskólabíói og einhverjir komið akandi til fundar- ins! Ljótt er að heyra. Það sem skiljanlega er Sigurði hvað mestur þyrnir í augum er ofstækið sem ein- kennir náttúruverndarsinna. Eg vitna í grein hans, „Lagnafréttir“: „Það er með eindæmum hve mikið af ofstækisfullu fólki sækir inn í raðir náttúruverndarmanna, oftast fólk sem fætt er og uppalið á mal- biki..." Þetta er auðvitað ótækt. Höfundinum er mjög í nöp við öfga og allt ofstæki, það er greinilegt á viðfelldnum og hófstilltum skiáfum hans sjálfs. En til að sefa ögn þá heift Sigurð- ar í garð hálendisverndarsinna, sem þó er ekki laust við að skíni í gegn- um fágaðan stflinn, get ég bent hon- um á að hér er nokkur misskilning- ur á ferðinni: dýrkeypt reynslan sýnir að það er ekki ofstæki að vilja vernda náttúruna, þótt það sé há- lendis-nýtingarsinnum tamt að nota það orð um skoðanir andstæðinga sinna. Ekki frekar en það er ofstæki að vilja varna því með öllum ráðum að fólk múri inni vatnslagnir. Því þar er jú einungis framsýnn maður að benda öðrum á það, að verði vatnsskaði, muni menn vakna upp við vondan draum og sjá að slíkt stundarkæruleysi hefnir sín, jafnvel á kynslóðunum sem erfa munu hús- in eftir okkar dag. Það gleður mig að sjá að í fast- eignablaði þessu rflrir fullkomið tjáningarfrelsi en þó þætti mér fróðlegt að vita hvort ekki sé til þess ætlast af fagaðilum, sem fengnir eru til að fjalla um það sem efst er á baugi á þeirra sérsviði, að þeir létu svo lítið að halda sig við efnið í stað þess að lauma á prent fúkyrðum um skoðanafjendur sína. Af smekkvísi bendir Sigurður á að „Með vatnssalernum reynum við fyrst og fremst að koma frá okkur eigin þvagi og saur með lágmarks- áreynslu..." [Mbl. Heimili-fasteignir 16. febrúar 1999, Lagnafréttir bls. 12]. Er þetta þörf ábending og tíma- bær og því furðulegt að höfundur skuli einmitt kjósa að nota síður Morgunblaðsins til þess arna. Eg held ég sé ekki einn um að sneiða hjá frekai'i fróðleik um lagnamál úr þessari átt hér eftir. KJARTAN GUÐNASON, Eiríksgötu 31, Reykjavík. GE ÞVOTTAVÉL WWH8602 •1200 SNÚNINGA-5.2 KG. GE ÞURRKARI M/BARKA DDE6702«5 KG HLEÐSLA •VELTIR í BÁÐAR ÁTTIR. GE ÞURRKARI DDE7702 HOTPOINT ÞVOTTAVÉL •BARKALAUS«6 KG HLEÐSLA WM63PE «1000 SNÚNINGA •VELTIR í BÁÐAR ÁTTIR. «5.5 KG HLEÐSLA ffifjsk í RAFTÆKJAVERSLUN HEKLA LAUGAVEGI l 72 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 SÖLUAÐILAR UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.