Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 47^. UMRÆÐAN „Verkfræðingur óskast“ MECALUX NOKKUR undan- farin ár hafa auglýs- ingar þar sem óskað er eftir verkfræðingum til starfa verið mjög áber- andi í atvinnuauglýs- ingum Morgunblaðs- ins. Þessa tók strax að gæta þegar rétta tók úr síðustu efna- hagslægðinni um miðj- an þennan áratug og nú er svo komið að fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir eiga í erflð- leikum að fá hæfa tæknimenn til starfa. Þetta ástand kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart. Aðsókn að verkfræði- deild Háskóla íslands nánast stóð í stað um langa hríð á sama tíma og nemendafjöldi við háskólann tvö- Verkfræðingaskortur Menntakerfí hverrar þjóðar er, segir Pétur Stefánsson, án efa einn afdrifaríkasti þáttur samfélagsins til lengri tíma litið. faldaðist. Það ástand sem nú hefur skapast hefur þannig verið fyrirséð um langt skeið. Um orsakirnar eru menn hins vegar ekki á einu máli. Raungreinakennsla í skólum Margfræg Timss-skýrsla, sem út kom á árinu 1996, og athugun sem menntamálanefnd Verkfræð- ingafélags íslands stóð fyrir sama ár leiddu í ljós alvarlega stöðu raungreinakennslu víða á neðri skólastigum. Helsta orsök vandans var einkum talin skortur á hæfum kennurum í raungreinum sem af- leiðing af lágum launum kennara ásamt alltof lítilli áherslu á raun- greinar við Kennaraháskóla Is- lands. Bent var jafnframt á að meiri hluti nemenda við KHÍ komi af málabrautum mennta- og fram- haldsskólanna og bent var á hina miklu áherslu á uppeldis- og kennslufræði á kostnað fagnáms í menntun kennara. Sú skoðun kom fram að raungreinakennarar í efri bekkjum grunnskóla og í fram- haldsskólum þyrftu að hafa sér- menntun á sínu fagsviði en á því er nokkur misbrestur. Afleiðingin er síðan sú að stúdentar eru gjarnan illa í stakk búnir að takast á við erfitt raungreinanám á háskóla- stigi auk þess sem fáir hafa orðið til þess að kveikja þann neista í brjósti þeirra sem er nægur orku- gjafi í löngu og ströngu tækni- námi. mmm Ný eftirspum A síðustu árum hefur fjölbreytni aukist í tæknináminu og verk- fræðingar hafa bæði sótt inn á ný fagsvið og nýja geira atvinnulífs- ins. Má þar nefna um- hverfismál, sjávarátveg og fjármálakerflð. At- hyglisverð er hin áber- andi eftirspum verð- bréfasjóða og fjármála- stofnana eftir verk- fræðingum. Undirrit- aður spurði nýlega for- Pétur stöðumann stórrar Stefánsson fjármálastofnunar hverju þessi eftirspurn eftir verkfræðingum sætti. Svarið var einfalt. „Þeir eru heiðarlegir og þeir kunna að reikna.“ Þetta er vissulega ánægjulegur vitnisburður en bætir síst tæknimannaskortinn í hinum hefðbundnu gi’einum, þar sem fjármálastofnanimar standa sterkt að vígi í samkeppninni um gott fólk. Óviðunandi starfsskilyrði Stór hluti tæknimanna vinnur að undirbúningi hvers kyns verklegra framkvæmda. Það er alltof algengt að stjórnvöld vanmeti stórlega þann tíma sem nauðsynlegur er til hönnunar og undirbúnings verk- legra framkvæmda. Tæknimenn eru þá neyddir til að hroða af verk- um sínum og skila af sér oft ófull- burða hugverkum, sjálfum sér til hugarangurs og væntanlegum not: endum og umhverfinu til tjóns. í sömu veru hníga útboð á undirbún- ingi framkvæmda sem tíðkast hafa um nokkurt skeið. Hönnun og skipulagning framkvæmda er hug- verk þar sem gæðin ráðast fyrst og fremst af þeirri þekkingu og alúð sem í verkin eru lögð. Sé þessum störfum of þröngur stakkur snið- inn, bitnar það ekki aðeins á þeim sem verkin vinna, heldur einnig á gæðum þeirra mannvirkja sem við erum að skapa og því umhverfi sem við erum að búa framtíðinni. Það er varla tilviljun að Bandaríkin og Þýskaland setja skorður við ein- faldri verðsamkeppni um undirbún- ing opinberra framkvæmda. Það er heldur varla tilviljun að stúdentar virðast ekki laðast að hefðbundnum tæknistörfum. Léleg gæði og lág laun hafa aldrei heillað metnaðar- gjamt fólk. Hvað er til ráða? Lítil aðsókn að tækninámi er ekki séríslenskt vandamál, það er út- breitt og hvað verst á Norðurlönd- um. Yfirvöld skólamála á Islandi með menntamálaráðherra í broddi fylkingar hafa vissulega þegar VífftU Cjxðl? Y’efííu Barbour.... Baðinnréttinqar Vandaðar og fallegar innréttingar frá Belgíu á hagstæðu verði. Sniðiö að þínum þörfum! OpiS frá Id. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga Laugavegur 54 • S: 552 2535 Póstsendum bækling MMMMBMBHMMMSHIMMSMMHH^" Vib Fellsmúla Sími 588 7332 brugðist við, m.a. með breytingum á námsskrá og breytingum í kenn- aranámi. Ai’angur þeirra aðgerða er að sjálfsögðu lítt kominn í ljós. Forstöðumaður norsku tæknisafn- anna (Teknoteket), Dag Kjelldal, sem hér var á ferð nýlega lýsti því hvernig norsku tæknisöfnin færu með sérsniðnar sýningar inn í skól- ana til að vekja áhuga nemendanna. Sama tilgang hefur fræðsluefni sem norska tæknifræðingafélagið hefur látið gera og nefnist „teknologie í skolen". Dag Kjelldal hélt því jafn- framt fram að hugmyndir barna um það hvaða störf þeim hentuðu í líf- inu kviknuðu jafnan innan við 10 ára aldur. Páll Skúlason háskóla- rektor sagði einnig í útvarpsviðtali íyrir nokkrum dögum að hann teldi áhrif lærifeðra á nemendur sína vera vanmetin. Hafi báðir rétt fyrir sér, er nauðsynlegt að beina sjónum að neðri bekkjum grunnskólans. Skortur á kennurum með raunvís- indabakgrunn og ójöfn kynskipting í kennaraliði skólanna kann því að vega þungt í þeirri takmörkuðu að- sókn að tækninámi sem verið hefur áberandi um langt skeið. Það er því mikið í húfi að stjórnendur og skólanefndir gnmnskólanna taki þessi mál föstum tökum, nú þegar ábyrgð á rekstri grunnskólanna hefur alfarið færst á herðar sveitar- félaganna. Niðurlag Menntakerfi hverrar þjóðar er án efa einn afdrifaríkasti þáttur samfé- lagsins til lengri tíma litið. Skólakerf- ið er þungt í vöfum og það getur tek- ið áratugi að koma við endurbótum. Af báðum þessum ástæðum þarf skólakerfið að vera undir stöðugri smásjá. Gylfi Þ. Gíslason segh’ í einni kennslubók sinni að það sé ekki nægilegt að gera áætlanir, það þm-fi líka að hafa eftirht með því hvemig þær ganga eftir. Árið 1993 var að til- hlutan Verkfræðingafélagsins gerð óháð úttekt, svokölluð ABET-úttekt, á námi við verkfræðideild Háskóla Islands. I ljósi mikilvægis skólakerf- isins er sú spuming hins vegar áleitin hvort ekki sé nauðsynlegt að gera óháða úttekt á skólakerfinu í heild með vissu millibili til að rannsaka ár- angur þess, kanna hvemig það mætir þörfum atvinnulífsins og hve vel það samræmist metnaði þjóðarinnar. Svo mikið er víst að sú þjóð sem ekki leggur alúð við vísindi og tækni mun fljótlega heltast úr forustusveit þró- aðra þjóða. Höfimdur er formaður Verkfræðlngafélags íslands. Bjóðum mjög hentuga fataskápa. Aðeins vönduð vata úr gæðastáli. Mjög gott verð! ÞjónusE • NUáo MECALUX - gæði fyrir gott verð _ UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN m m S&ausnur&itf SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 t- V HEIMABIO r* Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! # Fallegt útlij vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165Wmagnari 6 framhátalarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miöjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, Super VHS (DVD) og myndavélatengi að framan Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum miðjuhátalara TOSHIBA heimabíósprengjan 2878 DG kostar aðeins Kr. 124.740stgr* með þessu öllu!! TOSHIBA Pro-Logic tækin eru magverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi TOSHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVD mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbandstækjanna. Önnur TOSHIBA 28" tæki kosta frá kr. 66.510 stgr. ‘Staðgreiðsiuafsláttur er 10% :ÁÐU ÞÉR FRAMTÍÐARTÆKI HLAÐIÐ ÖLLU ÞVÍ BESTJ ÞAÐ B0RGAR SIG! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartiíni 28 S: 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.