Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Greinir á um sölu Stærstu hluthafarnir í Haraldi Böðvarssyni hf. Þeir 22 hluthafar sem eiga meira en 1% hver 1. Burðarás hf. 10,16% 2. Grandi hf. 9,89% 3. Ólafur B. Ólafsson 6,58% 4. Jón Ægir Ólafsson 6,39% 5. Gunnar Þ. Ólafsson 6,38% 6. flsgeir B. Ólafsson 7. Skeljungur hf. 4,80% 4,54% 8. Rannveig Böóvarsson 9. Nafta hf. (Olís) 4,52% 3,85% 10. Tryggingamiðstöðin hf. 11. Haraldur Sturlaugsson 12. Sturlaugur Sturlaugsson 13. Matthea Kr. Sturlaugsd. 3,61% 1,91% 1,57% 1,45% 14. Þróunarfélag íslands 15. Lífeyrissj. Framsýn 16. Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,42% 1,38% 1,37% 17. Lífeyrissj. Norðurlands 1,34% 18. VÍB sjóður 6 1,33% 19. Helga 1. Sturlaugsdóttir 20. Sveinn Sturlaugsson 21. ísi. hlutabr.sjóðurinn hf. 1,32% 1,28% 1,20% 22. íslenski fjársjóðurinn hf. 1,04% Fjöldi hluthafa 31. des. 1998: 1.123 Ekki gert ráð fyrir átökum EKKI virðist sem átaka sé að vænta innan stjórnar Haraldar Böðvarssonar, þrátt fyrir ágrein- ing innan stjórnar fyrirtækisins um sölu hlutabréfa þess í SH til Róberts Guðfinnssonar og félaga. Ólafur B. Ólafsson og bræður hans eiga um fjórðung hlutafjár og eiga tvo menn í stjórn. Þeir voi-u and- vígir sölunni og höfðu jafnframt áhuga á kaupum á bréfunum, en ekkert varð úr því. Ólafur segir að nokkur trúnað- arbrestur hafi orðið á milli sín og formanns stjórnar og fram- kvæmdastjóra HB en vill ekki tjá sig um hugsanleg eftirmál. Har- aldur Böðvarsson, framkvæmda- stjóri HB, segist ekki eiga von á öðru en menn muni halda góðu samstarfi áfram eins og í þau 92 ár, sem liðin eru frá stofnun fyrir- tækisins. Fullti-úar olíufélaganna OLÍS og Skeljungs búast heldur ekki við eftirmálum vegna sölunn- ar en þeir höfðu ekki afskipti af þvf hverjum bréfin voru seld. Ólafur B. Ólafsson Betra að ávaxta bréfín frekar „ANDSTAÐA mín við sölu hluta- bréfa HB í SH til Róberts Guð- finnssonar og félaga mótaðist ekki af því að ég myndi þá falla út úr stjóm SH. Mér fannst einfaldlega að það gæfi meiri verðmæti að halda í þau, en selja. Nýta þau til ávöxtunar og síðan í fjárfestinguna vegna skipakaupa og annarr- ar uppbyggingar," segir Ólafur Baldur Ólafsson, stjómarmað- ur í HB og fyrrverandi varaformaður stjómar SH, í samtali við Morgunblaðið. Ólafur B. Ólafsson hefur setið í aðal- stjórn SH lengur en nokkur annar, eða frá 1978. Síðustu 11 árin hefur hann verið vara- formaður Jóns Ingvarssonar. Ólafur er einnig einn af stærstu hluthöfunum í Haraldi Böðvars- syni hf, en hann og bræður hans eiga samtals um 25% hlutafjár í fyrirtækinu. Ólafur var eindreginn stuðnings- maður Jóns Ingvarssonar í stjóm- arkjörinu og var andvígur sölu bréfanna til Róberts Guðfinnsson- ar. Ólafur segir að vissulega hefði verið heimild til sölu bréfanna, enda hefði því verið lýst yfir að þau væm til sölu, meðal annars til að fjármagna skipakaup. Skoðun hans hefði hins vegar verið sú, þegar til- boðið frá Róbert og félögum hefði borizt, að réttara hefði verið að bíða og láta bréfin ávaxtast því það væri aðeins spurning um tíma hvenær gengi þeirra hækkaði. Á meðan hefði mátt fjár- magna skipakaupin með lánsfé. „Við vomm reynd- ar líka tilbúnir að kaupa bréfin sjálfir, en formaður stjórnar og forstjóri höfðu heimild til sölu þeirra og tóku þá ákvörðun að selja,“ segir Ólaf- ur. „Þeir mátu það svo að með þessu móti fengist hæsta verðið og því hagstæðast fyrir fyrirtækið að selja bréfin. Eg neita því alls ekki að salan var mér á móti skapi og segja má að fyrir vikið hafí orðið nokkur trúnaðarbrestur á milli mín og þeirra sem þarna réðu ferðinni. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að tjá mig um hver framvindan verður á næstunni og hvort þetta hefur neikvæð áhrif á samstarf okkar. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Ólafur Bald- ur Ólafsson. Ólafur B. Ólafsson NÆR öll hlutabréf Haraldar Böðvarssonar hf. í Sölumiðstöðinni hafa nú verið seld. Ekki var samstaða meðal eigenda fyrirtækisins um söluna. „Ákváðum að selja með hag HB að leiðarljósi“ „ÞAÐ sem vakti fyrir okkur með sölu hlutabréfa okkar í SH, var að færa þessar fjárhæðir inn í fyrir- tækið og atvinnulífið á Akranesi og í Sandgerði. Það vakti alls ekki fyr- ir okkur að hafa áhrif á formannskjör hjá Sölu- miðstöðinni. Við feng- um mjög gott tilboð í hlutabréfin, kannski á óheppilegum tíma, en með hag Haraldar Böðvarssonar hf. að leiðarljósi ákváðum við að selja Róberti Guð- finnssyni og félögum bréfin," segir Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB hf., í samtali við Morgun- blaðið. „Fyrirtækið hefur að undanförnu verið í mikilli þróun, samein- ingum, uppstokkunum og fjárfestingum," segir Haraldur. „Mikið þróunarstarf hefur einnig átt sér stað. Við erum að reisa loðnuþurrkunarverksmiðju í Sandgerði og stöndum í mikilli þróun fiskafurða, meðal annars með Islenzk-frönsku eldhúsi á Akranesi og höfum að auki byggt nýja fiskimjölsverksmiðju. Við er- um einnig að endurnýja skipastól- inn og í haust ákváðum við að kaupa tvö ný skip, erum að láta smíða skip í Chile og keyptum annað nýtt frá Noregi, sem kom til landsins í janúar. Það er Óli í Sandgerði AK 14. Þegar við sömdum um kaup á þessum nótaskipum gáfum við út fréttatilkynningu 7. október, þar sem við tilkynntum þær ákvarðan- ir. Þar segjum við að áætlað sé að fjármögnun þessara skipa verði að mestu mætt með sölu eigna og að viðbótar skuld- setning fyrirtækisins vegna þessara kaupa verði ekki umfram 250 til 300 milljónir á hvort skip. Hafa selt eignir fyr- ir meira en milljarð Á þessum tíma höf- um við verið að selja eignir, hlutabréf og skip, fyrir á annan milljarð með þessari síðustu sölu. I desem- ber síðastliðnum seld- um við hlutabréf okk- ar í Olíufélaginu og Tryggingamið- stöðinni fyrir á annað hundrað milljóna. Frá því í október höfum við verið að þreifa fyrir okkur með sölu hlutabréfanna í SH og menn í þessum geira hafa vitað að við hefðum áhuga á að selja. Það hefur hins vegar ekki verið mikil eftir- spurn eftir bréfunum og gengið frekar lágt. Þama er um mikla fjármuni að ræða og í þessari upp- stokkun okkar höfum við talið nauðsynlegt að hafa þessi verð- mæti inni í fyrirtækinu. Með sölu hlutabréfanna í SH erum við að færa 470 milljónir inn í fyrirtækið Haraldur Sturlaugsson og þar með inn í atvinnulífið á Akranesi og í Sandgerði. Full samstaða um sölu eigna Það var full samstaða meðal stjómarmanna og hluthafa um það að selja þyrfti eignir á móti aukn- um fjárfestingum. Það var hins vegar óheppilegt að tilboðið í bréf- in skyldi koma nokkmm klukku- tímum fyrir aðalfundinn. Það er oft þannig að mikil spenna myndast fyrir þessa fundi, sérstaklega þeg- ar mikil gerjun er í gangi. Við stóð- um frammi fyrir ákveðnum hlutum og þetta æxlaðist einfaldlega svona,“ segir Haraldur. Hefur þetta einhver áhrif á af- stöðu ykkar til SH? „Fyrirtæki okkar hefur selt í áratugi í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Aðalatriðið hjá okkur hefur verið að vera góðir framleiðendur og það verðum við áfram. Við höfum alla tíð stutt þá, sem verið hafa við stjórnvölinn hjá SH hverju sinni, og það munum við gera áfram. Við verðum áfram hluthafar í Sölumiðstöðinni og höldum áfram að selja afurðir okk- ar í gegnum hana,“ segir Haraldur. Aðspurður telur Haraldur að þó ágreiningur hafi verið milli stórra hluthafa um sölu bréfanna, að hann muni ekki hafa áhrif á samstarf þeirra innan fyrirtækisins. „I HB hafa menn geta talað saman í 92 ár eins og í góðu hjónabandi. Ég á alls ekki von á að þar verði breyting á,“ segir Haraldur Sturlaugsson. Eftirmál talin ólíkleg FRAMKVÆMDASTJÓRAR olíu- félaganna, OLÍS og Skeljungs, í stjórn HB gera ekki ráð fyrir eftir- málum innan fyrirtækisins eftir söl- una á hlutabréfum þess í SH til Ró- berts Guðfinnssonar og félaga. Þeir segja að formaður stjómar og fram- kvæmdastjóri hafi haft heimild stjórnar til sölu bréfanna. Þeir sem stjómarmenn hafi veitt þeim slíkt umboð á sínum tíma, en ekki á nokkum hátt haft afskipti af því hverjum bréfin yrðu seld. Einar Benedilrtsson, fram- kvæmdastjóri OLIS, segist ekki gera ráð fyrir því að salan á hluta- bréfum Haraldar Böðvarssonar til Róberts Guðfinnssonar og félaga eigi eftir að draga dilk á eftir sér hvað varði starfsemi HB. Formaður stjómar og framkvæmdastjóri hafi haft heimild stjórnar til sölu hluta- fjárins. Það geti komið fyrir að menn greini á og meirihluti taki ákvörðun andstæða minnihluta. Slíkt þurfi ekki að hafa nein eftir- köst í för með sér og hann búist ekki við neinu slíku nú. Með hagsmuni HB fyrir augum „Það vildi þannig til að þetta gerðist að hluta til í þessu húsi hér,“ segir Kristinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Skeljungs hf. og stjórnarmaður í HB. „Klukkan 10 á þriðjudagsmorgun stóð yfir stjórn- arfundur í Skeljungi, þar sem verið var að skrifa undir reikninga fyrir síðastliðið ár. Þar mættu meðal annarra framkvæmdastjóri og stjómarmaður í Haraldi Böðvars- syni. Gunnar Þór Ólafsson hefur verið hér í stjórn í áratugi og Har- aldur Sturlaugsson líka. Þannig varð það úr að ég og fleiri, sem koma að fyrirtækinu, komu til fund- ar hér í húsakynnum Skeljungs og var farið yfir hlutina. Mér finnst svo skammur tími liðinn frá, að ég átta mig ekki á því hvort þetta muni hafa einhver eftirmál. Ég efast ekk- ert um það, að þeir sem sjá um dag- legan rekstur á Haraldi Böðvars- syni hf. voru að gera það sem þeir töldu HB fyrir beztu. Þeir voru að selja eignir á hæsta mögulegu verði og ég tek orð þeirra góð og gild um að þetta hafi verið gert með hags- muni fyrirtækisins fyrir augum. En auðvitað hefur þetta víðfeðm áhrif á það hvemig aðalfundur Sölu- miðstöðvarinnar þróaðist. Hvort það hafi svo einhver eftirmál í fór með sér, treysti ég mér ekki til að meta á þessu stigi. Ég hafði á sínum tíma samþykkt að bréfin yrðu seld og fram- kvæmdastjóra yrði síðan falið að fá fyrir þau bezta fáanlegt verð. Það var afstaða mín á þeim tíma og hún lá Ijós fyrir löngu áður en ljóst lá fyrir hvernig framboðsmál myndu skipast á aðalfundi SH. Ég var bú- inn að ítreka það við framkvæmda- stjórann að hann hefði samþykki mitt fyrir sölu bréfanna. Ég tók enga afstöðu til þess hverjum bréf- um yrðu seld,“ segir Kristinn Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.