Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 19 moQO ooooo ooooo nuot Norðmenn hafa áhyggjur af smáfískadrápi Rússa í Barentshafí Sameiginlegiir stofn en ólík veiðistiórnun NORÐMENN og Rússar eiga þorskstofninn í Barentshafi sam- eiginlega og bæði ríkin vilja nýta hann skynsamlega til að koma í veg fyrir miklar sveiflur. Gallinn er bara sá, að þau líta ekki sömu aug- um á málið, hvorki hvað varðar lág- marksstærð fisksins né möskva- stærð í trolli. Afleiðingin er auðvit- að sú, að fiskveiðistjórnunin missir marks að sumu leyti. Norðmenn ákváðu einhliða, að ekki mætti veiða smærri þorsk en 47 sm langan en tilraunir þeirra til að fá Rússa til að taka þá reglu upp hafa engan árangur borið. Rússar segja, að eðlileg lágmarksstærð í rússneskum hluta Barentshafsins sé 42 sm en þar heldur smáfiskur- inn sig aðaUega. Arum saman var reynt að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu um möskvastærð í trolli en þegar útséð var um það ákváðu Norðmenn að auka möskvastærðina í 135 mm innan sinnar lögsögu og á verndar- svæðinu við Svalbarða. Rússamir héldu hins vegar fast við sína 126 mm í sinni lögsögu en fóru þó eftir norsku reglunum í norsku lögsög- unni. Norðmenn vernda, Rússar veiða Vegna þessa samstöðuleysis ákváðu Norðmenn að bjóða Rúss- um að taka stóran hluta af kvóta sínum innan norsku lögsögunnar þar sem fiskurinn er stærri og í þeim tilgangi iyrst og fremst að hlífa smáfiskinum í rússnesku lög- sögunni. Voru báðir aðilar ánægðir með þetta fyrirkomulag, sem gekk líka vel þar til fyrir um einu ári. Þá flutti smáfiskurinn sig mikið vestur Nýtt skip í V ogana ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Valdimar ehf. í Vogum á Vatns- leysuströnd hefur fest kaup á 41,2 metra línubát sem búinn er línu- beitningavél og tækjum til að heilfrysta aflann um borð. Bátur- inn er smíðaður í Noregi og er með Callesen-aðalvél. Afhending- artími er áætlaður fyrripart apríl- mánaðar. Valdimar ehf. gerir í dag út 3 skip, ísfisktogarann Þuríði Hall- dórsdóttur GK, dragnótabátinn Dagnýju GK en nýja skipið mun leysa af hólmi netabátinn Agúst Guðmundsson GK sem er að verða 40 ára gamall. Þá rekur Valdimar ehf. fiskverkun og htið frystihús í Vogum og vinna um 70 manns hjá fyrirtækinu, bæði til lands og sjós. -------------------- Sjávarút- vegsfundur í Brussel SENDIRÁÐ íslands í Brussel, sjávarútvegsráðuneytið og Út- flutningsráð íslands standa fyrir árlegum fundi um sjávarútvegs- mál í Brussel, í tengslum við sjáv- arútvegssýninguna European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe, sem haldin er 20-22. apríl nk. Á fundinum verður rætt um sjávarútvegsmál frá ýmsum hlið- um og má þar nefna málefni eins og þróun Evrópusambandsins og stækkun þess, sóknarfæri fyrir lít- il og meðalstór sjávarútvegsfyrir- tæki, heilbrigðisreglur ESB; hvaða reglur gilda við innflutning jiriðju ríkja á sjávarafurðum? Hverjir mega flytja inn? og hags- munavarsla íslenskra fyrirtækja innan EES svæðisins. Fundurinn verður haldinn á Hotel Metropole í Bourgmestres salnum og stendur frá kl. 19-20. yfir í norsku lögsöguna og Norð- menn brugðust við með því að loka stórum hlutum sinnar lögsögu í Barentshafi og við Svalabarða fyrir trollveiðum. Þegar svo var komið fluttu Rússar sig aftur yfir i sína lögsögu þar sem þeir miða við 42 sm og 126 mm möskva. Norsku togararnir, sem höfðu aðgang að rússnesku lögsögunni, gerðu það sama og fóru að stunda það, sem norsk yfirvöld kalla ólöglegt smá- fiskadráp, en er leyfilegt sam- kvæmt rússnesku reglunum. Útkoman var því sú, að reglur Norðmanna um lágmarksstærð og lokun miða vegna smáfisks ollu í raun enn meiri veiði á enn smærri fiski í rússnesku lögsögunni. Norðmenn og Rússar eru líka sammála um, að nota skuli skilju eða rist í þorsktrollinu en Rússar fengu fyrst undanþágu frá því vegna slyss, sem varð um borð í rússneskum togara í vondu veðri, en síðan hafa þeir einfaldlega kom- ið sér undan því að nota hana. Minnkandi þorskgengd Fréttir um miklar landanir á smáþorski valda Norðmönnum verulegum áhyggjum enda skýra fiskifræðingar frá því á sama tíma, að þorskgengd í Barentshafi fari minnkandi. Þeir munu að sjálf- sögðu reyna að hlífa smáfiskinum innan sinnar lögsögu með lokunum en vandamálið er, að það breytir engu um smáfiskadrápið í rúss- nesku lögsögunni. Norðmenn eiga því úr vöndu að ráða og eina vonin er sú, að Rússar sýni meiri samn- ings- og samstarfsvilja frammi fyr- ir niðursveiflunni, sem nú virðist eiga sér stað í Barentshafi. (Heimild: Fiskeribladet) ^rTyffl i f i aHU ITJ ♦ X hE f 1 k' 1 9 anlagerinnmeð allt að fyosshátsi og þv. seljum v,ð ipnpsMg' M I U M U E Úlpur frá kr. 4.950 Öndunarflíkur frá kr. 7.450 Hettupeysur frá kr. 1.990 Allir bolir frá kr. 650 Pólóbolir frá kr. 745 Sundbolir frá kr. 59! Joggingbuxur frá kr. 75( Kakíbuxur frá kr. 1.9901 Veiðivesti frá kr. 1.990 Golfhanskar frá kr. 690 Barnajoggingbuxur frá kr. 690 2 stk. barna pólóbolir kr. 990 Barna-fleecepeysur frá kr. 1.990 Rrussell AColumbia ATHLETIC "V Spartowcar Company* TY^ [ g i l d a m a r x ] Opid í dag 11-18 Opið föstud. kl. 11-11 tdskur 30-50% afsláttur HREYSTI ----sportvömnus Fosshálsi 1 - Sími 577-5858
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.