Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 15 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STARFSMENN Vegagerðarinnar og Veðurstofu útskýra vegaáætlanir fyrir gestura sem mættu á opið hús um skýrsluna um umhverfismat vegna fyrirhugaðs vegar um Vatnaheiði. Vegur yfír Vatnaheiði Mat á umhverf- isáhrifum kynnt Stykkishólmi - Vegagerð ríkisins var með opið hús að Skildi í Helgafells- sveit mánudaginn 8. mars. Þar var kynnt ný leið yfir Snæfellsnesfjall- garð um Vatnaheiði. Ef af verður kemur sá vegur í stað leiðarinnar yf- ir Kerlingarskarð. Núverandi vegur yfir Kerlingarskarð hefur verið mik- ill farai-tálmi í samgöngum einkum á vetrum og hafa Snæfellingar beðið lengi eftir að úrbætur yrðu gerðar. A fundinn mættu fulltrúar frá Vegagerðinni, Veðurstofu, Skipu- lagstofnun og Náttúruvemd ríkis- ins. Þar lágu fyrir drög að skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs vegar yfir Vatnaheiði. I skýrslunni er gerð grein fyrir for- sendum leiðarvals, niðurstöðum náttúrurannsókna og úttekt á ör- yggi samgangna. Það kom fram hjá Auðuni Hálf- dánarsyni hjá Vegagerðinni að margir aðilar hafa komið að gerð skýrslunnar um umhverfismat. Far- ið hefur fram könnun á gróðri, fuglalífi og náttúruminjum sem eru á þessari leið. Veðurstofan er með fjórar veðurstöðvar á nýrri veglínu og eins á Kerlingarskarði til saman- burðar. Þá hefur Vegagerðin einnig kannað möguleika á að endurbæta veg yfir Kerlingarskarð þannig að bera megi þessa kosti saman. Meira umferðaröryggi á vegi yfir Vatnaheiði Að sögn Auðuns leggur Vegagerð- in til að gerður verður nýr vegur um Vatnaheiði. Vatnaleiðin er um 1 km styttri en núverandi leið um Kerling- arskarð. Ekki er mikill munur á kostnaði og er ætlaður kostnaður við hvora leið 450 til 500 milljónir ki-óna. En rökin fyrir að fara Vatnaheiðina eru þau að á þeirri leið er umferðar- öryggi mun meira. Könnun á um- ferðaröryggi bendir til þess að vegur yfii’ Vatnaheiði verði a.m.k. 50% ör- uggari, en endurbætur Kerlingar- skarðsvegar og því umtalsvert ör- uggari en núverandi vegur. Þá ligg- ur vegur um Vatnaheiði hæst í 228 metrum eða um 90 metrum lægi’a en Kerlingarskarðsvegur. Brekkur verða mun minni á nýju leiðinni og verður mesti halli um 8% en um 9% halli ef núverandi vegstæði yrði end- urbætt. Beygjur verða ekki jafn krappar á nýrri leið. Auk þess benda athuganir á veðurfari til þess að það valdi minni röskun á samgöngum á vegi yfir Vatnaheiði en á vegi yfir Kerlingarskarð. En Auðunn segir að á móti komi að nýr vegur fari yfir óraskað land. Fyrirhuguð veglína er yflrleitt vel gróin. Vegurinn mun ekki útiýma sjaldgæfum gróðurteg- undum, en hann mun skerða vaxtar- svæði skollakambs. Auðunn segir að Vegagerðin muni vanda til við frá- gang efnistökustaða og þeir aðlagað- ir landslagi. Eins veður lagður fljót- andi vegur yfir votlendi til að raska þeim svæðum sem minnst. Nýr vegnr kominn eftir tvö til þrjú ár Tillaga Vegagerðarinnai- um nýj- an veg yfir Vatnaheiði og skýrsla um umhverfismat mun fara til Skipulagsstofnunar eftir 2 vikur. Skipulagsstofnun auglýsir eftir at- hugasemdum og úrskurður skipu- lagsstjóra liggur fyrir 8 vikum síð- ar. Þann úrskurð er síðan hægt að kæra til ráherra umhverfismála. Endanleg ákvörðun um hvor leiðin verði fyrir valinu getur legið fyrir í haust og mun þá verkið verða boðið út. Áætlað er að nýr vegur verði til- búinn árið 2001 eða 2002. HÖNNUNARSAMKEPPNI FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR -SÝNING Á SAMKEPPNISTILLÖGUM- í tilefni af verðlaunaafhendingu í hönnunarsam- keppni um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verður opnuð sýning á tillögum þeim er bárust í samkeppnina. Sýningin verður í Borgartúni 22 og verður opin á virkum dögum frá klukkan 13:00 - 16:00 og laugardag og sunnudag frá klukkan 13:00 - 18:00 fram til 18. mars. FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS LANDIÐ______________ Kveikt á fyrstu götu- vitunum í Garðinum RÓBERT Aron Ólafs kveikir á fyrstu götuvitunum í Garðinum. Morgunblaðið/Arnór HEIÐARTÚN 4, húsnæði Kiwanisklúbbsins Hofs og Skátafélagsins Bergbúa. Garði - Kveikt var á fyrstu götuvit- unum sem settir eru upp í bænum í fyrradag. Ljósin eru beint upp af barnaskólanum og eru gangbraut- arljós sem fyrst og fremst eru ætluð skólabörnunum til að komast yfir Garðbrautina. Hugmyndin að því að setja upp gangbrautarljós við skólann kvikn- aði í haust hjá tveimur félögum í Lionsklúbbnum Garði þeim Kjart- ani Steinarssyni og Antoni Hjör- leifssyni. Hugmyndinni var vel tek- ið í klúbbnum og var rætt við ýmis fyrirtæki í bænum að styrkja fram- kvæmdina og síðan unnið í nánu sambandi við hreppsnefnd. Vitamir vora síðan afhentir í gær og kveikt á þeim með viðhöfn. Það var Pálmi Hannesson, formaður klúbbsins, og svæðisstjóri Lions sem afhenti Sig- urði Ingvarssyni oddvita búnaðinn. Róbert Aron Ólafs, ungur piltur í hjólastól, kveikti síðan fonnlega á ijósunum. Þrettán manns eru í lionsklúbbn- um um þessar mundir. Helztu tekjuleiðir lionsmanna eru að reka útfararþjónustu sem er 10 ára um þessar mundir. Þeir eiga þrjá lík- bfla, þar af eru tveir af gerðinni Ca- dillac árgerð 1975 sem þeir keyptu fyrir vestan og fluttu sjálfir inn. Lionsmenn leggja mesta áherzlu á yngri borgarana í bænum. Þeir hafa t.d. gefið öllum 7 ára börnum hjálma undanfarin ár. Þá má og geta þess að einnig er starfandi klúbbur yngri lionsmanna, Leoklúbburinn Siggi, en hann var fyrsti klúbburinn sem stofnaður var á Islandi. Einnig má geta þess að í sumar fer ung stúlka, Hafrún Ægis- dóttir, á vegum Lions í unglinga- búðir til Hollands í einn mánuð. Lions borgar fyrir hana farið og uppihald og einnig fær hún ein- hverja vasaaura. Kiwanisklúbburinn Hof kaupir húsnæði I Garðinum er einni starfandi Kiwanisklúbburinn Hof. Þeir félag- ar festu kaup á húsnæði nú um ára- mótin, keyptu neðri hæð, um 130 fm, af Sveini Björnssyni í Heiðar- túni 4. Málið hafði nokkurn aðdraganda. I bænum er kröftugt skátafélag sem ber nafnið Bergbúar og eru starfandi skátar milli 40 og 50. Þeir fóru þess á leit við kiwanismenn að þeir aðstoðuðu sig við að fá einhvers staðar inni í bænum. Þessum þreif- ingum lauk með því að kiwanismenn keyptu sér aðstöðu sem nýtist bæði þeim og skátunum. Nú er unnið að því að standsetja húsnæðið og hafa skátamir og aðstandendur þeirra lagt virka hönd á plóginn við að koma húsnæðinu í það horf sem hentar félögunum. Helzta fjáröflun kiwanisklúbbsins gegnum tíðina hefur verið flugelda- sala. Kiwanismenn koma víða við. Má t.d. nefna að þeir gefa yngstu borgur- unum endurskinsborða og stangir og veifur á reiðhjólin. Þá fær björgunar- sveitin Ægir veglega styrki frá þeim ár hvert og einstaklingar sem lenda í veikindum eða erfiðleikum eru styrktir. Félagar í kiwanisklúbbnum Hofi eru nú fjórtán. ARSFUNDUR 1999 verður haldinn 25. mars 1999, kl. 17:15 í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Ársreikningur 1998. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum ALVlB. 5. Kynning á Ævisöfnum ALVÍB. 6. Onnur mál. Þeim sjóðfélögum sem vilja kynna sér tillögur um breytingar á reglugerð ALVÍB er bent á að hægt er að nálgast reglugerðina á eftirfarandi hátt. 1. Reglugerðin er fáanleg hjá VÍB, Kirkjusandi. 2. Hægt er að fá reglugerðina senda. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900. 3. Hægt er að fletta upp á reglugerðinni á vefnum*, slóð http://www.vib.is * Undir lífeyrismálum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.