Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson LISTASKÁLI og Listasafn Færeyja í Þórshöfn. „Ég heiti Barbara“ / / I tilefni sýningar Tryggva Olafssonar í listaskálanum í Þórshöfn og einstöku tæki- færi til að kynnast færeyskri list og lista- mönnum brá listrýnir blaðsins, Bragi Asgeirsson, sér þangað í helgarferð fyrir skömmu. Fannst hann hafa verið full lengi á leiðinni á vit þessara ágætu og nálægu frænda vorra sem sízt skulu vanræktir. IÞESSU rauðbrúna timburhúsi fremst við Dalagötu bjó skáld, William Heinesen, í húsinu fyrir ofan býr málari, Zakarías Heinesen. TRYGGVI Ólafsson ræðir hér við Sylvíu og Zakarías Heinesen við opnun sýningarinnar í Listaskálanum. SÉÐ út um einn gluggann í borðstofunni hjá Zakaríasi og Sylvíu. Sér í hús Williams Heines- ens fyrir neðan, en brjóstmyndin á gluggakist- unni er af dóttur þeirra. Hinni sömu sem grein- arhöfundur óforvarandis sagði fyrir að kæmi í heiminn er þau hjónin voru í heimsókn á heimili hans ári áður en hún fæddist, en þau höfðu þá verið barnlaus lengi. inn að hugblær og kvika landsins and- ar á skoðandann. Ingálvur var því miður í Kaup- mannahöfn þegar mig bar að, sýnir þar reglulega og á stóran aðdáenda- hóp, get trútt um talað sem hef sótt sýningar hans í borginni heim, þar sem alltaf er fólk og rauðir miðar við annað hvert mynd- verk að segja má. Það telst gæfa og yfirburðir fær- eyskra myndlistar- manna að geta sótt á svo stóran og gró- inn markað, jafnvel þótt örmarkaður teljist miðað við stóru borgimar sunnai’ í álfunni. En flesta aðra mynd- listarmenn, sem eitthvað kveður að, hitti ég í Listaskál- anum við opnun sýningar Tryggva, en hann var þar með um 40 málverk og allnokkrar graf- íkmyndir á aflöngu borði á palli, og svo aftur í veizlu um kvöldið, sem er MIKIL býsn og furða hve langan tíma getur á stundum tekið að nálg- ast fólk og staði sem þó eiga hug manns, og grannt hefur verið íylgzt með úr fjarlægð. Þannig mæta Færeyjar og Græn- land sem eru okkar næstu ná- grannar afgangi hjá ferðafúsri þjóð, þótt allir megi vita að bæði löndin eru meira en lítið áhuga- verð. Grænland að vísu kalt, en býr yfir mikilli fegurð, sem kemur beint í flasið á ferðalanginum á björtum degi, þótt ekki sé farið nema dagsferð til Kulusuk. Sjálfur hef ég aldrei komizt lengra en að tylla þar tá einhvern tímann í upp- hafi áttunda áratugarins, fyrir náð samstarfsmanns míns til margra ára, Valtýs heitins Péturssonar, og sá dagur líður mér ekki úr minni. Valtýr var um langt skeið farar- stjóri dagsferða til Kulusuk yfir sumartímann, og íyrir kom að hann tók einhvern vin sinn með sér sem honum þótti brýnt að minntist við fegurð landsins og hina merki- legu þjóð. Fimmtán ára gamall hafði ég lesið allar bækur Vil- hjálms Stefánssonar um heim- skautsslóðirnar, sem út höfðu kom- ið á íslenzku, lifað mig inn í þær af lífi og sál og síðan ávallt borið djúpa virðingu fyrir Inúítum, sögu þeirra og menningu. Eðlilega hafa samskipti mín ver- ið meiri við frændur vora Færey- inga, einn þeirra samtíða okkur Guðmundi Erró í grafíkdeild list- iðnaðarskólans í Ósló veturinn 1952-53. Og er ég tók að mér kennslu í þeim listgeira við Hand- íða- og myndlistarskólann haustið 1956, var í fyrsta hópnum hæfileik- aríkur ungur maður, Zakarías Heinesen að nafni, sem nú er einn virtasti málari á landi þar. Hef margra hluta vegna lengi haft hug á að sækja eyjarnar heim og skoða þær vel og rækilega, en einfaldlega ekki komið ásetningnum í verk. I mínu tilviki heitir það að leita langt yfir skammt í ljósi allra minna ferða um heiminn, er ekki par stolt- ur af því en skyldan og brauðstritið heimtar sitt og maðurinn lengstum á mörgum vígstöðvum í senn. Þessi útúrdúr í upphafi er til kominn vegna þess, að síðan ég kom þaðan hef ég hitt alltof marga að máli sem hafa sömu sögu að segja, einkum hafa þeir alltaf verið á leiðinni til Færeyja, en einfald- lega ekki komið því við einhverra hluta vegna. Því má af öllu ráða að hér sé breytinga þörf og að í fram- tíðinni eigi landinn í mun ríkara mæli að stilla áttavitann á 62 gráð- ur norður og 7 gráður vestur, þar sem eyjaklasinn stolti rís úr sæ. Þegar ég fékk ávæning af því úti í Kaupmannahöfn í desember sl., að málarinn okkar þar, Tryggvi Ólafs- son, hygðist halda heila sýningu í boði listaskálans í Þórshöfn í febrú- armánuði, vaknaði áhugi minn á að skreppa þangað. Ekki á hveijum degi sem landinn sýnir á þessum slóðum, né í þessu húsi. Þótti einnig gullið tækifæri til að kynnast fær- eyskum listamönnum og búa í hag- inn fyrir nánari kynni af landi og þjóð við fyrsta tækifæri, en slík rispa til að átta sig á aðstæðum er einmitt sá háttur sem ég hef alla jafna á hlutunum, og reynzt hefur mér giska vel í áranna rás. Hæng- urinn var þó sá er til kom, að ferðir reyndust frekar stopular, á einn veg verður ferðalagið þannig full snubbótt en á annan of langt með tilliti til árstímans og anna dagsins. Hef lengi íylgzt með færeyskri list úr nálægð sem fjarlægð, eða allt frá því ég var við nám í Kaup- mannahöfn í upphafi sjötta áratug- arins, og veit að þessi 40 þúsund sálna þjóð er hér norrænn risi mið- að við höfðatölu og að list hennar er fyrir margt sérstök. Bæði fyrir heilbrigða íhaldsemi og að vera samofnari og tengdari hinum sér- stöku staðháttum en yfirleitt gerist meðal norrænna þjóða. Eins og Christian Matras, skáld og prófess- or við háskólann í Kaupmannahöfn, orðaði það eitt sinn er hann lýsti helztu einkennum færeyskrar nátt- úru fyrir danskinum: „Hún er hið hættulega, hið óttalega, hið vold- uga, - og ofar öllum skilningi, frið- sæla.“ Á þann veg er einnig hægt að lýsa færeyskri list, sem er í senn hrá, ofsafengin og mild, færeyskum listamönnum sem frumöflum með margar ásjónur. Kemur einna gerst fram í list Williams Heinesens, föð- ur Zakaríasar, sem var hvergi ein- hamur, jafnt snillingur á ritvellin- um sem drjúgur með pentskúfinn og rissfærin, í senn óttalegur og magnþrunginn, launkíminn sem bernskur. Einnig Sámal Joensen Mykines, sem málaði jafnt blóðug- ar orustur við grindhvalinn, mar- svínið, og mildar landslagsstemmur sem dúnmjúkt lognið umlykur. Einnegin má nefna hér Ingálv af Reyni, sem í sínum beztu abstrakt- málverkum tekst hið nær ómögu- lega, sem er að vera svo jarðbund- nokkur saga að segja frá. Tryggvi var með frum- lega innsetningu, sem ætti að nægja til verðlauna hjá DV, sem var saltfiskur á portúgalska vísu, í tómatjafningi, jarðeplum og ýmsu fleiru. Eldaður í stórum svörtum potti, sem gat verið 200 ára gamall og borinn fram við langborð að hætti víkinga og honum kyngt með íslenzku brennivíni og áfengum pis- smiði. Veizlustjóri var enginn annar en Bárður Jákupsson, einn af helztu brimbrjótum færeyskrar listar, sem fórst það vel úr hendi, lét sig ekki muna um að kyrja utanbókar og af innlifun langt kvæði eftir William Heinesen: „Það er aftur einn af þessum úthafsins dögum,“ sem er magnþrungin lofgjörð til lífsins, eilífðarinnar og hafsins, þessa mikla dansgólfs tímans. Tryggvi hefur verið í vænum málum undanfarið, fékk tvær stór- ar pantanir á grafíkmyndum snemmveturs, aðra frá hinu þekkta fyrirtæki Codan en hina frá danska verkfræðingafélaginu. Þetta er upp á hundruð mynda og jafnframt er hann á fullu við að undirbúa sýn- ingar, hist og her, eins og danskur- inn orðar það. Upphaf sýningarinn- ar lofaði góðu, þrátt fyrir mikla of- ankomu og fjúk í bland, sem festi bfla og gerði fólki erfitt fyrir að komast á milli húsa, en sólskin og heiðnkju þess á milli. - Ég hafði fengið inni hjá Zakarí- asi, sem er með veglegt gestarými í kjallaranum og býr eins og fursti í stóru notalegu einbýlishúsi við Dalagötu, lengst uppi á hæð þar sem sér vítt yfir. Beint á móti stofu- gluggunum blasti hafið og Nólseyja við sjónum, hvert sinn sem gerði lát á ofankomunni og fjúkinu, en hún mun lægst færeysku eyjanna. í næsta húsi fyrir neðan bjó William Heinesen, og þar býr ekkja hans enn 92 ára að aldri, og allt um kring eru vel byggð og notaleg timbur- hús. Þórshöfn er, þó lítil sé, höfuð- staður með stfl, hefur sitt leikhús, Havnar sjónleikarfélagið, og þar var verið að sýna „Tann gamla daman kemui’ til býin“, eftir Dur- renmatt, - sem sagt klassi. Sylvía, spúsa málarans, er afburða smekk- vís og mikil húsmóðir, sem hefur búið manni sínum fagurt og hrein- legt heimili með miklu og völdu úr- vali jurta og blómaskrúði. Til frá- sagnar að í kjallaranum þar sem ég svaf gerðust óræðir hlutir, svei mér þá ef þar var ekki reimt, en á sveimi voru einungis fagrir og hug- ljúfir draugar, eða kannski heldur draumar. Dulúðugt atvik kom fyrir mig, er ég á öðrum degi og að venju hallaði mér um stund eftir síðtekinn dög- urð, en nú einnig til að vera í góðu formi við opnun sýningar Tryggva, og veizluhöldin á eftir. Fljótlega féll mér blundur á brá og fannst ég þá vera staddur í margmenni, allt um kring var fólk og þó lá ég fyrir í fleti mínu, til hvorrar hliðar krupu ung fljóð með gráleita höfuðklúta, en klofvega yfir mér greindi ég limafagurt sköpunarverk sem ég naut þess að horfa á en kom ekki fyrir mig, skyndilega laut fyrir- burðurinn alveg niður að mér, horf- ir beint á mig og segir: Ég heiti Barbara! Draumurinn að því marki yndisþokkafullur og raunveralegur, að allt var við hið sama er svefn tók að losa og kveið ég þá fyrir að opna augun, sem ég freistaðist þó til að lokum, hvarf þá sýnin en allt her- bergið og nakinn veraleikinn birtist mér. Lokaði augunum aftur og sofnaði von bráðar, var þá um leið kominn aftur í margmenni og mannfagnað, lá fyrir sem fyrr og rýndi á hlutina í kringum mig en hins vegar voru sprandin blíð hvergi nærri... Á sunnudegi var Bárður Jákups- son sóttur heim. Hann býr vel líkt og Zakarías, en útsýnið naumast eins stórbrotið, mikið menningar- heimili þar sem bækur í hillum eru til lofts og um víðan völl, myndlist á veggjum. Varð mér strax starsýnt á eitt málverkið hátt uppi, milda og blíða náttúrastemmu, og er menn sáu það spurðu þeir mig hvort ég vissi hver væri höfundurinn, nei nei, þess gat ég ekki getið mér til. Ótrúlegt nokk reyndist myndin vera eftir William Heinesen. Listaskálinn í Þórshöfn, sem einnig er listasafn staðarins, rís upp við jaðar hallandans, þar sem Zakarías býr hátt uppi og er dálítill spölur að ganga, niður, yfir götu og í gegnum mikinn garð með lítilli tjörn og hólma á miðri leið. Þar una sér æðarfugl og svanir líkt og á Tjörninni í Reykjavík, sem börn sækja heim með brauðmylsnu í poka. Gat verið afar myndrænt, einkum er kristalstær febrúarsólin stirndi á svell, krap og nýfallna mjöll. Skálinn samsamast umhverf- inu fagurlega, sker sig úr fyrir sér- kennilegt byggingarlag og er þó innlegg í stærri heild, þrír blakkir jafnhyrndir skálar með píramíða- þaki, líkastir þrem nýjum eyjum til viðbótar hinum sirka tuttugu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.