Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu Bónus með lægsta verðið ÞAÐ er ódýrast að kaupa inn í Bón- usi en fast á eftir kemur KEA- Nettó og síðan Fjarðarkaup. Þetta kemur fram í nýri'i verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu sem Neytendasamtökin og verkalýðsfélög á höfuðborgarsvæð- inu gerðu 3. mars sl. Farið var í 10 matvöruverslanir. „Eftir skiptingu Hagkaups í tvær mismunandi verslunarkeðjur jókst samkeppni á matvörumarkaði veru- lega,“ segir Ágústa Ýr Þorbergs- dóttir, starfsmaður samstarfsverk- efnis Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. „Ef þessi könnun er borin saman við síðustu könnun sem framkvæmd var í júlí sl. kemur í ljós að verð í Hagkaupi og 10-11 hefur hækkað mest á þessum tíma en verð í þess- um tveimur verslunum hafði lækkað mikið þegar könnunin í júlí var framkvæmd." Misræmi hillu- og kassaverðs Ágústa segir að tekin hafi verið upp sú nýbreytni að skrá bæði verð á hillu og á kassastrimli. Kassastrimill var þó látinn gilda í öllum tilvikum nema einu. „Mikið misræmi var milli hilluverðs og kassaverðs í Nóatúni. Við töldum rétt að sýna bæði verð sem var í hillu og á kassa í Nóatúni því meðan á verðkönnuninni stóð í Nóatúni höfum við vitneskju um að verði hafí verið breytt í tölvu sem síðan kom fram á kassa. Ef stuðst er við verð í hillu er Nóatún í 6. sæti en sé tekið verð á strimli lendir verslunin í 4. sæti og þá er verðið lægra en í Hagkaupi og 10-11. Við munum fylgjast grannt með matvörumarkaðnum á næst- unni.“ Einar Jónsson, kaupmaður í Nóa- túni, segist almennt vera nokkuð sáttur við verðkönnunina sem sýni að Nóatúni hafi tekist að lækka verðið á undanförnum misserum án þess að draga úr þjónustu við við- skiptavini. Hvað snertir fullyrðing- ar um að verðbreytingar hafi átt sér stað meðan á verðkönnun stóð segir hann að verðbreytingar eigi sér stað daglega í versluninni og vinnu- reglan sé sú að fyrst komi þær fram á kassa og síðan á hillu. „Verð á kassa er endanlegt verð. í þessu til- felli var einmitt gerð verðkönnun á sama tíma og verðbreyting átti sér stað. Eingöngu var því um tilviljun að ræða. „ Ágústa bendir á að lægsta verðið sé í Bónusi en taka verði tillit til að þar sé líka minna vöruúrval en í hin- um verslununum. Að venju er um beinan verðsamanburð að ræða og ekki lagt neitt mat á þjónustustig verslana sem er mismunandi. Hlutfallslegur verðmunur milli matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu Meðalverð úr öllum verslunum = 100 Niðurstöður m.v. hilluverð í Nóatúni aO * </ Verðbreytingar í verslunum á höfuðborgar- svæðinu frá 8. júlí 1998 til 3. mars 1999 7,3% -9,8% SÚLURNAR sýna verðbreytingar frá 8. júlí 1998 til 3. mars 1999 í hverri verslun fyrir sig. Verðið hefur lækkað mest í 11-11 eða um 7,5%. Það þýðir að matarkarfa sem kostaði áður 10.000 krónur kostar nú 9.250 krónur. Verðlagið hjá Fjarðarkaupum, Samkaupum og Nýkaupi helst svo til óbreytt. Verðið hækkar mest í 10-11 eða um 7,3% og í Hagkaupi um 5,6% sem þýðir að matarkarfa sem kost- aði áður 10.000 krónur í þessum verslunum kostar nú 10.560 krón- ur og 10.730 krónur. Þá hefur orðið talsverð verð- lækkun í Nóatúni eða 6,2% fyrir verðkönnun og 9,8% eftir verð- könnun. Ef þessar tölur standast hefur Nóatún vinninginn í verð- lækkunum. í þessum samanburði eru 74 vörur, en mun fleiri vörur voru í könnuninni núna eða 100 vöruteg- undir. ori/lcime Náttúrulegar sænskar snyrtivörur I Ný tilboð mánaðarlega I Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.xnet.is/oriflame Á fermingaborðið Borðdúkaúrvalið er hjá olekur Uppsetningabúðin Hverhsgötu 74, sfmi 552 5270 Spurt og svarað um neytendamál Mismunandi næringargildi í salati ÝMSAR salattegundir era á mark- aðnum, blaðsalat, jöklasalat, lollo rosso, kínakál, lambhagasalat, og svo framvegis. Er næringargildi svipað í öllum þessum tegundum eða eru sumar tegundir hollari en aðrar? „Aðalatriðið er að borða salat hvaða nafni sem það nefnist og það er auðvitað best að hafa fjölbreytni í vali á salati,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs. Hún bætb' við að nær- ingargildið sé töluvert misjafnt eft- ir tegundum. „Almenna reglan er sú að því dekkri sem græni liturinn er því auðugra er salatið af járni og A-vítamíni. Þetta á þó ekki við um B-vítamín eins og t.d. fólasín. í því tilviki ber kínakálið af þótt það sé fólgrænt.“ Laufey bendir á að næringar- gildi salats geti einnig verið mis- munandi eftir árstíðum, ræktunar- skilyrðum og uppranalandi svo og ferskleika. Hvar eru staðreyndakortin? FYRIR skömmu var búið að koma upp svokölluðum stað- reyndakortum í Nýkaupi. Lit- skrúðug kortin vora við ávexti og grænmeti þar sem hægt var að fá upplýsingar um næringargildi vör- unnar, kílóverð og upprunaland. Nú eru flest þessi kort horfin a.m.k. í Nýkaupi í Kringlunni og Nýkaupi á Eiðistorgi. Hvers vegna? Svar: „í Kringlunni og á Eiðis- torgi era okkar stærstu grænmet- is- og ávaxtatorg og þar var ákveð- ið vandamál við að festa spjöldin," segir Árni Ingvarsson, innkaupa- stjóri hjá Nýkaupi. „Lausn hefur fundist á þessu vandamáli og innan nokkurra daga ættu öll spjöld að vera komin á sinn stað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.