Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu Bónus með lægsta verðið ÞAÐ er ódýrast að kaupa inn í Bón- usi en fast á eftir kemur KEA- Nettó og síðan Fjarðarkaup. Þetta kemur fram í nýri'i verðkönnun í matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu sem Neytendasamtökin og verkalýðsfélög á höfuðborgarsvæð- inu gerðu 3. mars sl. Farið var í 10 matvöruverslanir. „Eftir skiptingu Hagkaups í tvær mismunandi verslunarkeðjur jókst samkeppni á matvörumarkaði veru- lega,“ segir Ágústa Ýr Þorbergs- dóttir, starfsmaður samstarfsverk- efnis Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. „Ef þessi könnun er borin saman við síðustu könnun sem framkvæmd var í júlí sl. kemur í ljós að verð í Hagkaupi og 10-11 hefur hækkað mest á þessum tíma en verð í þess- um tveimur verslunum hafði lækkað mikið þegar könnunin í júlí var framkvæmd." Misræmi hillu- og kassaverðs Ágústa segir að tekin hafi verið upp sú nýbreytni að skrá bæði verð á hillu og á kassastrimli. Kassastrimill var þó látinn gilda í öllum tilvikum nema einu. „Mikið misræmi var milli hilluverðs og kassaverðs í Nóatúni. Við töldum rétt að sýna bæði verð sem var í hillu og á kassa í Nóatúni því meðan á verðkönnuninni stóð í Nóatúni höfum við vitneskju um að verði hafí verið breytt í tölvu sem síðan kom fram á kassa. Ef stuðst er við verð í hillu er Nóatún í 6. sæti en sé tekið verð á strimli lendir verslunin í 4. sæti og þá er verðið lægra en í Hagkaupi og 10-11. Við munum fylgjast grannt með matvörumarkaðnum á næst- unni.“ Einar Jónsson, kaupmaður í Nóa- túni, segist almennt vera nokkuð sáttur við verðkönnunina sem sýni að Nóatúni hafi tekist að lækka verðið á undanförnum misserum án þess að draga úr þjónustu við við- skiptavini. Hvað snertir fullyrðing- ar um að verðbreytingar hafi átt sér stað meðan á verðkönnun stóð segir hann að verðbreytingar eigi sér stað daglega í versluninni og vinnu- reglan sé sú að fyrst komi þær fram á kassa og síðan á hillu. „Verð á kassa er endanlegt verð. í þessu til- felli var einmitt gerð verðkönnun á sama tíma og verðbreyting átti sér stað. Eingöngu var því um tilviljun að ræða. „ Ágústa bendir á að lægsta verðið sé í Bónusi en taka verði tillit til að þar sé líka minna vöruúrval en í hin- um verslununum. Að venju er um beinan verðsamanburð að ræða og ekki lagt neitt mat á þjónustustig verslana sem er mismunandi. Hlutfallslegur verðmunur milli matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu Meðalverð úr öllum verslunum = 100 Niðurstöður m.v. hilluverð í Nóatúni aO * </ Verðbreytingar í verslunum á höfuðborgar- svæðinu frá 8. júlí 1998 til 3. mars 1999 7,3% -9,8% SÚLURNAR sýna verðbreytingar frá 8. júlí 1998 til 3. mars 1999 í hverri verslun fyrir sig. Verðið hefur lækkað mest í 11-11 eða um 7,5%. Það þýðir að matarkarfa sem kostaði áður 10.000 krónur kostar nú 9.250 krónur. Verðlagið hjá Fjarðarkaupum, Samkaupum og Nýkaupi helst svo til óbreytt. Verðið hækkar mest í 10-11 eða um 7,3% og í Hagkaupi um 5,6% sem þýðir að matarkarfa sem kost- aði áður 10.000 krónur í þessum verslunum kostar nú 10.560 krón- ur og 10.730 krónur. Þá hefur orðið talsverð verð- lækkun í Nóatúni eða 6,2% fyrir verðkönnun og 9,8% eftir verð- könnun. Ef þessar tölur standast hefur Nóatún vinninginn í verð- lækkunum. í þessum samanburði eru 74 vörur, en mun fleiri vörur voru í könnuninni núna eða 100 vöruteg- undir. ori/lcime Náttúrulegar sænskar snyrtivörur I Ný tilboð mánaðarlega I Sími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is www.xnet.is/oriflame Á fermingaborðið Borðdúkaúrvalið er hjá olekur Uppsetningabúðin Hverhsgötu 74, sfmi 552 5270 Spurt og svarað um neytendamál Mismunandi næringargildi í salati ÝMSAR salattegundir era á mark- aðnum, blaðsalat, jöklasalat, lollo rosso, kínakál, lambhagasalat, og svo framvegis. Er næringargildi svipað í öllum þessum tegundum eða eru sumar tegundir hollari en aðrar? „Aðalatriðið er að borða salat hvaða nafni sem það nefnist og það er auðvitað best að hafa fjölbreytni í vali á salati,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs. Hún bætb' við að nær- ingargildið sé töluvert misjafnt eft- ir tegundum. „Almenna reglan er sú að því dekkri sem græni liturinn er því auðugra er salatið af járni og A-vítamíni. Þetta á þó ekki við um B-vítamín eins og t.d. fólasín. í því tilviki ber kínakálið af þótt það sé fólgrænt.“ Laufey bendir á að næringar- gildi salats geti einnig verið mis- munandi eftir árstíðum, ræktunar- skilyrðum og uppranalandi svo og ferskleika. Hvar eru staðreyndakortin? FYRIR skömmu var búið að koma upp svokölluðum stað- reyndakortum í Nýkaupi. Lit- skrúðug kortin vora við ávexti og grænmeti þar sem hægt var að fá upplýsingar um næringargildi vör- unnar, kílóverð og upprunaland. Nú eru flest þessi kort horfin a.m.k. í Nýkaupi í Kringlunni og Nýkaupi á Eiðistorgi. Hvers vegna? Svar: „í Kringlunni og á Eiðis- torgi era okkar stærstu grænmet- is- og ávaxtatorg og þar var ákveð- ið vandamál við að festa spjöldin," segir Árni Ingvarsson, innkaupa- stjóri hjá Nýkaupi. „Lausn hefur fundist á þessu vandamáli og innan nokkurra daga ættu öll spjöld að vera komin á sinn stað.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.