Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 57 Músíktilraunir Tónabæjar RLR ► RLR er hljómsveit frá Selfossi og Reykjavík skipuð þeim Stefáni Ólafssyni snúði og rappara og Georg K. Hilmarssyni rappara. Þeir segjast spila Hip-Hop og eru á sextánda og sautjánda ári. Raddlaus rödd ► ÁRNI Jóhannsson gítarleikari og söngvari, Jóliann Linn- et bassaleikari og Ólafur Þór Ólafsson trommuleikari eru liðs- menn Raddlausrar raddar. Þeir Árni og Jóhann eru úr Mos- fellsbæ, en Ólafur frá Laugarvatni. Þeir félagar leika hrátt rokk en meðalaldur þeirra er rúm sextán ár. Fuse ► FUSE er hljómsveit utan af landi, frá Akranesi og Borgar- nesi, og hana skipa þau Árni Teitur Ásgeirsson hljómborðs- og tölvuleikari, Bjarni Þór Hannesson trommuleikari, Þorsteinn Hannesson trommuleikari, Vilberg H. Jónsson bassaleikari og Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted söngkona. Þau spila Drum ‘n Bass-tónlist og cr meðalaldur hljómsveitarlima nítján ár. Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, hefst í kvöld. Arni Matthíasson spáði í sveitirnar sem taka þátt, en allar eru þær bílskúrssveitir víða að. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hefjast í kvöld, en svo neftiist hljómsveitakeppni á vegum félagsmiðstöðvarinnar sem opin er bíl- skúrssveitum hvaðanæva af landinu. í tilraununum keppa hljóm- sveitir um hljóðverstíma og ýmis önnur verðlaun, en sigur í tilraununum hefur dugað mörgum sveitum vel til að koma sér áfram í tónlistinni og margar hafa þær gefið út breiðskífu í kjölfarið. Tilraunimar að þessu sinni eru þær sautjándu í röðinni frá 1982 og um sexhundruð sveitir hafa spreytt sig á sviðinu í Tónabæ frá þeim tíma. Framan af voru tilraunakvöldin þrjú, keppt á þremur fimmtudögum í röð og síðan úrslit á fóstudagskvöldi, en seinni ár hefur aðsókn að tilraununum aukist svo mjög að ástæða þótti til að hafa eitt kvöld til. Þannig hefjast til- raunimar í kvöld, eins og áður sagði, næsta fimmtudag, 18. mars, verður annað tilraunakvöld, föstudaginn 19. það þriðja og fjórða tilraunakvöldið verður fimmtudaginn 25. mars. Úrslit verða síðan föstudaginn 26. mars. í fyrstu tilraununum 1982 sigraði Danshljómsveit Reykjavíkur og ná- grennis, DRON. 1983 sigraði kvennasveitin Dúkkulísur. Tilraunimar féllu niður 1984 vegna verkfalls kennara, en 1985 sigraði þungarokkssveitin Gipsy. 1986 sigraði sumarpoppið með Greifunum, 1987 enn sumarpopp með Stuðkompaníinu, og lokaskammtur sumarpopps var sigur skag- strendsku sveitarinnar Jójó 1988. Laglausir úr Hafnarfirði sigmðu 1989 og önnur Hafnarfjarðarsveit árið eftir, Nabblastrengir. Dauðarokkið komst á kortið þegar Infusoria sigraði 1991, kvennasveitin Kolrassa krókríðandi 1992, Yukatan 1993, Maus 1994, enn Hafnarfjarðarsveit 1995, Botnleðja, Stjömukisi 1996, Soðin fiðla 1997 og Stæner á síðasta ári, þannig að fjórar haftifirskar rokksveitir hafa borið sigur úr býtum á Mús- íktilraunum. Sigurlaun Músíktilrauna em jafnan hljóðverstímar, auk fleiri verðlauna. Að þessu sinni hreppir sigursveitin 25 tíma í Sýrlandi frá Skífunni. Fyrir annað sæti fást 25 tímar í Gijótnámunni sem Spor gefur, en þriðju verð- laun em 20 tímar frá Stúdíó Hljóðsetningu. Tónabúðin verðlaunar besta söngvarann að vanda, Rín besta gítarleikarann, Samspil besta trommai-- ann, Hijóðfærahús Reykjavíkur besta bassaleikarann, en það gefur einnig verðlaun besta tölvumanninum sem BT gerir einnig. Tónastöðin verðlaun- ar sérstaklega besta söngvarann og besta gítarleikarann og Japis gefur sigursveitunum geisladiska og verðlaunar sérstaklega besta rapparann með plötuúttekt. Styrktaraðilar Músíktilrauna em fleiri en þeir sem gefa verðlaun, því að keppninni koma auk Tónabæjar Hard Rock Café, Domino’s Pizza, Flugfé- lag íslands, Flugleiðir, Pizzahúsið, Rás 2, Vífilfell, sem verður með beina útsendingu frá keppninni á www.coca-cola.is, Undirtónar, Skífan og Hljóð- kerfisleiga Marteins Péturssonar. Eins og jafnan hita ýmsar sveitir upp áður en hljómsveitakeppnin hefst hvert kvöld og á meðan atkvæði em talin í lokin. í kvöld em það Unun og Bellatrix sem troða upp. Trekant ►HLJÓMSVEITIN sem ber þetta sérkennilega nafn Trekant er af Reykjavíkursvæðinu. Hana skipa Ingólfur Magnússon gítarleikari, Hafþór Helgason trommuleikari og Logi Helgu bassaleikari, en hann var einnig í Kóngulóarbandinu sem glöggir kannski muna eftir. Þeir félagar segjast spila tilfínningarokk og er meðalaldurinn í hljómsvcitinni m'tján ár. Freðryk ► EYVINDUR Karlsson söngvari og gítarleikari og Fróði Árnason tölvu- og bassaleikari skipa hljóm- sveitina Freðryk. Þeir koma báðir úr Reykjavík og segjast vera undir áhrifum frá veröldinni og um- hverfínu en spila þó tilraunakennda raftónlist. Meðalaldur þeirra er átján ár. 600 sveitir spreytt sig Kruml ► KRUML er hljómsveit héðan úr Reykja- vík og hana skipa Agnar Burgess söngvari, Jón Þór Ólafs- son gítarleikari, Steingrímur Þórarinsson bassaleikari og Da- víð Örn Hlöðversson trommuleikari. Þeir segjast einfaldlega spila rokk og eru allir á sextánda ári. Leggöng Tunglsins ► HLJÓMSVEITIN Leggöng Tunglsins er af Reykjarvíkur- svæðinu, en hana skipa þau Hákon Aðalsteinsson gítarleikari og söngvari, Haukur Þór Jóhannsson bassaleikari, Heimir Örn Hólmarsson trommuleikari og Björk Viggósdóttir hljómborðs- leikari og bassaleikari. Einnig fer Björk með ljóð. Þau segjast spila rokk og er meðalaldur í hljómsveitinni nítján ár. Mínus ► HLJÓMSVEITIN Minus er skipuð þeim Frosta Logasyni gít- arleikara, Oddi Hrafni Björgvinssyni söngvara, Birni Stefáns- syni trommuleikara, ívari Snorrasyni bassaleikara og Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, Þeir koma frá Stór-Reykjavíkur- svæðinu og segjast spila noisemetalhardcore. Meðalaldur í hljómsveitinni er nítján ár. Við viljum fylgja bílnum sem við seljum þér úr hlaði. Notfærðu þér ókeypis skoðun í fullkominni skoðunarstöð okkar. JJ 0 { Œ> TOYOTA 1 1 Betri notaóir bílar J ^ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.