Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SS Byggi úthlutað 10 einbýlishilsalóðum á Eyrarlandsholti Stefnt að því að byggja hús á einni hæð Morgunblaðið/Kristján ÁGÆT verkefnastaða er hjá SS Byggi og er fyrirtækið með verkefni víða á Akureyri. Veturinn hefur verið erfiður til útiverka en í gær voru starfsmenn fyrirtækisins að vinna við uppslátt og steypuvinnu í viðbyggingu Lundarskóla. Guðbjörg ÍS komin úr sínum síðasta túr fyrir Samherja Morgunblaðið/Kristján GUÐBJÖRG ÍS kom til Akureyrar í gærmorgun, úr sínum síðasta túr fyrir Samherja. Löndun hófst strax en skipið heldur til Þýskalands á morgun og verður afhent nýjum eigendum í næstu viku. Heldur til Þýska- lands á morgun BYGGINGARFYRIRTÆKIÐ SS Byggir hefur fengið úthlutað 10 einbýlishúsalóðum við Miðteig og Mosateig á Eyrarlandsholti á Akureyri. Lóðirnar voru auglýstar lausar til umsóknar í lok síðasta árs, undir einbýlishús á tveimur hæðum en þá bárust engar um- sóknir um þær. I kjölfarið sótti SS Byggir um lóðirnar og fékk þeim úthlutað nýlega. Sigurður Sig- urðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sagði að sótt yrði um að fá að byggja einbýlishús á einni hæð á öllum lóðunum. Sigurður sagði að markaðurinn vildi einbýlishús á einni hæð og hann vonast því til að fá leyfi bæj- aryfii-valda til þess að byggja þannig hús á lóðunum. Hann sagði að til að hægt verði að byggja hús á einni hæð þurfi að fylla töluvert upp en sú uppfylling væri þó ekk- ert meiri en á byggingasvæðum víða annars staðar í bænum. Byggingaverktakar eiga að byggja „Það er enn snjór yfir öllu þarna á Eyrarlandsholtinu en við stefnum að því að hefja jarðvegs- framkvæmdir með vorinu, reisa húsin í sumar og næsta haust og vinna við þau inni næsta vetur. Húsin verða misstór og ekki öll eins en það verður mjög vandað til verks. Markaðurinn fyrir einnar hæðar hús á þessum stað er fyrir hendi og ég finn fyrir miklum áhuga fólks.“ Sigurður sagði það hafa verið stefna á Akureyri að veita ekki byggingaverktökum einbýlishúsa- lóðir en að sú stefna væri alröng að sínu mati. „Byggingaverktak- arnir ei'u með fagmenn í vinnu og þeir einir eiga að fá að byggja þessi hús sem önnur. Fólk vill í langflestum tilfellum flytja inn í fullkláruð hús, enda getur það haft miklu meira út úr því að vera í annarri vinnu en að skafa timbur og naglhreinsa," sagði Sigurður. Verkefnastaðan er nokkuð góð að sögn Sigurðar en veturinn hef- ur verið nokkuð erfiður til úti- verka og þau gengið nokkuð hægt. Fyiártækið er með verk víða í bænum og er m.a. að byggja við bæði Lundarskóla og Síðuskóla. Einnig eru starfsmenn að vinna við innréttingu húsnæðis við Dals- braut, þar sem opnað verður bak- arí innan tíðar og við breytingar á verslunarhúsnæði í Kaupangi, þar sem opnuð verður Hraðkaups- verslun. Þá er SS Byggir að byggja stórhýsi í miðbænum og sagði Sigurður að framkvæmdir þar væru á áætlun. Starfsmenn fyrirtækisins eru 40, auk undir- verktaka. GUÐBJÖRG ÍS, frystitogari Sam- herja hf„ kom til löndunar á Akur- eyri í gær úr sínum síðasta túr fyrir fyrirtækið. Eins og komið hefur fram, hefur skipið verið selt til þýska dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union, DFFU, sem er að 99% í eigu Samherjasamstæðunnar. Skipið var selt án veiðiheimilda og mun veiða úr kvóta DFFU. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði að ráðgert væri að Guðbjörgin héldi áleiðis til Þýskalands á morgun, föstudag, og skipið afhent nýjum eigendum í næstu viku. Ahöfn skipsins var sagt upp störfum í kjölfar sölunnar en Þorsteinn Már sagði að 8-9 skipvei'jar yrðu áfram um borð til að byrja með. Hann sagði unnið að því að finna öðrum skipverjum, sem þess óskuðu, pláss á öðrum skipum Samherja og líklegt að hægt yrði að leysa mál flestra þeirra. 75 milljóna króna aflaverðmæti Guðbjörgin var um einn mánuð á veiðum, víða við landið. Aflaverð- mætið í þessum síðasta túr skipsins undir íslensku flaggi, var um 75 milljónir króna og afli upp úr sjó rúm 500 tonn. Aflinn var blandaður en uppistaðan þorskur. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen 35 ára Jónas tekur við úti- búinu af Haraldi UM ÞESSAR mundir eru liðin 35 ár frá því útibú Verkfræðistofu Sigurðai' Thoroddsen, VST var stofnað á Akur- eyri. Fyrsti útibússtjóri á Akureyri var Pétur Pálmason sem gegndi stöð- unni þar til hann lést árið 1984. Við starfi hans tók Haraldur Sveinbjörns- son sem verið hefur útibússtjóri þar til nú fyrir skömmu að hann lét af störfum að eigin ósk og við tók Jónas V. Karlesson. Haraldur starfar enn hjá fyrirtækinu sem sérfræðingur í burðarvii'kjum og verður með faglega umsjón í ýmsum öðrum verkum. Jónas hóf störf hjá verkfræðistofunni árið 1975. Alls starfa nú sjö starfs- menn hjá VST á Akureyri og eru fjór- ir þeirra meðeigendur. Útibúið á Akureyri hefur annast alhliða þjónustu á sviði byggingar- og vélaverkfræði. VST hefur kappkost- að að vera í fremstu röð með nýjung- ar í tölvu- og samskiptatækni og hef- ur útibúið verið með í þeirri fram- sækni. Með samtengingu útibúa og höfuðstöðva þess í Reykjavík eiga allir starfsmenn greiðan aðgang að sérfræðingum fyrirtækisins á hverju sviði og því er hægt að bjóða við- skiptavinum upp á meiri og ódýrari þjónustu en áður. Aukin samskipta- tækni hefur einnig gert kleift að sækja fram og sinna verkefnum víða um land. Þannig hafa starfsmenn á Akureyri unnið að verkefnum hjá Fiskimjöli og lýsi í Grindavík, við brunavarnahönnun stórfyrirtækja í Reykjavík og nú síðast að hönnun hitaveitu í Stykkishólmi svo nýleg dæmi séu tekin. Fyrh' fáum árum sá útibúið á Akureyri um hönnun burð- arvirkis fjölbýlishúss í Þýskalandi sem íslenskur byggingaverktaki hafði umsjón með. Meðal viðameiri verkefna á undanförnum árum má einnig nefna mannvirki Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Sæplast á Dalvík og skólp- og fráveitukerfi Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Verkfræðistofu Stefáns Thoroddsen á Akureyri, frá vinstri eru Haraldur Sveinbjömsson, Pétur Torfason, Jónas V. Karles- son, Þorsteinn Sigurðsson, Magnús Magnússon og Sævar Gunnarsson en á myndina vantar Arngrím Ævar Ármannsson. •••• • Ályktun aðalfundar sundfélagsins Óðins N emendur S syna Þak verði sett á nýju sundlaugina SUNDFÉLAGIÐ Óðinn samþykkti ályktun á aðalfundi félagsins nýlega, þar sem þeirri áskorun er beint til bæjarstjómar að setja nú þegai' þak yfir nýju sundlaugina í Sundlaug Akureyrar til að hún nýtist að fullu sem kennslu-, æfinga- og keppnis- laug. Þar að auki myndi sú ráðstöfun borga sig upp á fáeinum árum vegna sparnaðar í hitunarkostnaði. Mikil aðstöðubreyting hefur orðið hjá sundfélaginu Óðni með tilkomu nýju 6 brauta, 25 metra laugai'innar við Þingvallastræti, segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. Sundlaugin var tekin í notkun síðastliðið sumar og nú í fyrsta skipti í sögu félagsins hefur það sundlaugina út af fyrir sig á æfingatímum. Fram til þess voru æfingabrauth' tvær í gömlu Iauginni og synti almenningur við hlið þeirra. Sundfélagið bendir á að nýja laug- in sé mjög góð til æfinga og keppni en þó mætti gera enn betur með því að byggja yfir hana þak. Yrði það gert væri hægt að halda stórmót árið um kring en einungis er hægt að halda mót þar að sumarlagi, önnur en lítil innanfélagsmót. Rúmlega 100 börn og unglingar á aldrinum 6-19 ára æfa sund hjá félaginu í 5 flokk- um og er það mikil fjölgun frá síð- ustu árum. Auk þess er Garpadeild innan félagsins og eru þar um 25 áhugasundmenn frá 25 ára aldri. Mikill fengur í Hrafnhildi Yfirþjálfari félagsins er Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir sunddrottning en henni til aðstoðar eru Dýrleif Skjól- dal og Karen Malmquist. Félagið tel- ur það mikinn feng að hafa fengið Hrafnhildi til starfa þar sem hún sé einn albesti sundþjálfaí'i landsins. Á komandi hausti eru 37 ár frá stofnun sundfélagsins Óðins. Fyrsti formaður var Óli G. Jóhannsson en núverandi formaður er Margrét Ríkarðsdóttir. SAMKOMULAG hefur orðið milli forsvarsmanna Teríunnar og Myndlistarskólans á Akureyri um að nemendur skólans sýni verk sín á veggjum veitingastaðarins og gildir það í eitt ár. Nú stendur yilr sýning á verkum nema í graf- ískri hönnunardeild, en gert er ráð fyrir að hún standi í um tvo mánuði og þá taki við sýning á verkum nemenda úr öðrum deild- um skólans. Fyrir jól var opnuð á Teríunni sýning á verkum nokk- urra nemenda úr málunardeild Myndiistarskólans og voru viðtök- ur það góðar að sögn Páls Jóns- sonar veitingasljóra að ákveðið var að halda áfram. „Þetta mælt- ist mjög vel fyrir og okkur þykir ánægjulegt að geta skapað vett- vang fyrir nemendur skólans, sem flestir hafa ekki mörg tækifæri til að sýna verk sín.“ Á myndinni eru frá vinstri Páll Jónsson, veitingastjóri Teríunnar, Friðrik Haraldsson, sem stýrir grafísku hönnunardeildinn í Myndlistarskólanum á Akureyri, og Helgi Vilberg skólastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.