Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR umræðuna í þjóðfélaginu um fisk- veiðistjórnina í land- inu, vankanta hennar og hugsanlegar lausn- ir, var útspil tólf þekktra borgara sam- félagsins í þeim efnum á dögunum hið mark- verðasta framtak. Það vekur efalaust enn fleiri hugsandi menn til vitundar um, að ágallar gildandi skipunar á fiskveiðistjórn eru óþolandi og að næstu kosningar eru eini vett- vangurinn, sem býðst til að knýja fram breyt- ingar. Efnislega tel ég tvennt mikilvæg; ast í framlagi tólfmenninganna. í fyrsta lagi er sú niðurstaða þeirra, að allsherjarmarkaðsvæðing kvóta- úthlutunarinnar sé eina viðunandi leiðin til að leysa núgildandi forrétt- indaúthlutun af hólmi þannig að kröfum stjórnarskrárinnar sé full- nægt, sbr. dóm Hæstaréttar í vetur. Hins vegar er það, sem ráða má af texta þeirra, að vandinn, sem steðj- ar nú að svo mörgum sjávarbyggð- um, sem misst hafa veiðiheimildir, sé bein afleiðing af gildandi stjóm- arstefnu og vandinn verði því ekki leystur nema þar verði söðlað um með róttæk- um hætti. Hvort tveggja rímar þetta al- veg saman við það, sem ég hef verið að skrifa um þessi efni undan- farin misseri. Lausnir þeirra fé- laga eru ekki náið skil- greindar í öllum atrið- um. T.d. tala þeir um 5- 10 ára aðlögunartíma og einn þeirra nefndi 20 ár í útvarpsviðtali. Á þessu stigi vil ég velja tvö atriði úr tillögum þeirra, sem ég tel nauðsynlegt, að þeir taki til nánari íhugunar. Þeir gera ráð fyrir, að helmingi veiðiheimilda, sem ár hvert losna úr núgildandi kvótaúthlutun, verði deilt út á alla landsmenn og þeim hverj- um um sig ætlað að selja sinn leigu- rétt. Af praktískum ástæðum tel ég þessa aðferð öldungis ónothæfa. Þótt hugsunin að dreifa sameign þjóðarinnar til allra sé afar falleg er óhugsandi að gera alla landsmenn að kvótabröskurum. Kostnaður og fyrirhöfn samfélagsins við að koma þessum verðmætum í farvegi og verð væri allt of mikill. Hugmyndin felur í sér, að á fyrsta ári væri hvert Fiskveiðistjórnun / Eg vona svo, að þeir tólfmenningar og hópurinn, sem látið var skína í, segir Jón Sigurðsson, að stæði þeim að baki, haldi áfram virkri þátttöku í umræðunni um þetta mikilsverða mál og láti raunar ekki sitja við orðin tóm. mannsbam á íslandi að versla með heimildir til að veiða milli 5 og 10 kíló af ýsu og 30-50 kíló af þorski eða þaðan af minna. Steinbíturinn mundi þurfa að reiknast í grömm- um. Það væri heldur ekki leggjandi á útgerðina að safna til sín veiði- heimildum í þess háttar smá- skömmtum. Utboð á veiðiheimildum þjóðarinnar til leigu er eðli málsins samkvæmt samfélagslegt viðfangs- efni og á að standa að því sem slíku. Hitt atriðið, sem ég kýs að ræða hér, varðar hinn langa, ráðgerða að- lögunartíma og aðstöðumuninn, sem mönnum væri búinn, alla vega hin íyrstu ár hans. Samkeppnis- staða fyrirtækjanna 22, sem nú hafa tangarhald á helmingi alls kvótans, væri alveg yfirþyi'mandi árin, sem þau hefðu 90, 80 og 70% af kvóta út- hlutað án endurgjalds. Núgildandi kei’fi hefur gefið þessum fyrirtækj- um í forgjöf öll háspilin í þessu spili og það er þess vegna, sem kvótinn hefur flætt til þeirra frá litlu út- gerðunum allt í kring um land. Allt hefur þetta verið gert í nafni hag- ræðingar, en í reynd hefur afiinn fiust frá útgerðum, sem flytja fisk að landi með iágum tilkostnaði til aðila, sem gera það dýrar eða leigja hann frá sér með afarkjörum. Sam- kvæmt hugmynd þehra tólfmenn- inga mundi í reynd ekkert breytast í þessu efni fyrstu árin, Breiðdals- víkunum mundi halda áfram að fjölga og af nákvæmlega sömu ástæðum og verið hefur. Sú hugsun þeirra tólfmenning- anna, að nauðsynlegt sé að ná sátt um þetta mál, er raunsæ og mjög góðra gjalda verð. En gera verður þá kröfu til lausnarinnar, sem sátt þarf að verða um, að hún leysi vand- ann og leysi hann nægilega fljótt til að bjarga sjávarbyggðunum frá landauðn og landsmönnum öllum frá þeirri kostnaðarsömu byggða- röskun, sem þegar er hafin. Það er til lítils barist, að vera komin með viðunandi fiskveiðistjórn um þær mundir, þegar það er orðið of seint og skaðinn allur, sem hún veldur, er skeður. Þessi hugmynd um afnám gjafa- kvótans í þrepum var vandlega ígrunduð í mínum greiningum á þessu máli og niðurstaðan var sú, að leiðin væri ófær vegna ýmissa galla, m.a. þeirra, sem hér voru raktir. Því varð niðurstaða mín sú, að aðlögun frá gömlu kerfi yfir í nýtt yrði að gerast á skömmum tíma og mín tillaga hefur verið að búa sér til umþóttunartíma með því að líkja eins mikið og hægt er eftir veiðunum síðustu tvö til þrjú árin áður en núgildandi kerfi var tekið upp 1984. M.ö.o. taka áhættuna af eins frjálsum veiðum og við frekast treystum okkur til. Allsherjarupp- boðsmarkaður veiðiheimilda til leigu, að þeim tíma liðnum, mundi gera alla nokkurn veginn jafnsetta í samkeppni um veiðiheimildirnar. Sjávarbyggðirnar og ódýr útgerð smærri báta fengi þá notið síns eðlilega samkeppnisforskots. Nú- gildandi kerfi hefur beinlinis eytt því. Þessi hugmynd er róttæk, en hún mundi líka eyða vandanum fljótt og vel og leiddi til þess á skömmum tíma, að þeir veiði fisk- inn, sem geta gert það með minnst- um tilkostnaði. í þeirri samkeppni mundu sjávarbyggðimar og bátaút- gerðin standa vel að vígi og togara- útgerðin fá sinn eðlilega sess í út- gerðarmynstrinu. Ég vona svo, að þeir tólfmenning- ar og hópurinn, sem látið var skína í, að stæði þeim að baki, haldi áfram virkri þátttöku í umræðunni um þetta mikilsverða mál og láti raunar ekki sitja við orðin tóm. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdasljóri. UMRÆÐAN Viðbragð við framlagi tólfmenninga Jón Sigurðsson Mikið hefur áunnist frá síðasta landsfundi Jafnaðarmenn styðja ofurtolla Ásgerður Guðrún B. Sigurður Halldórsdðttir Vilhjálmsdóttir Aðalsteinsson UNDIRRITUÐ hafa verið í for- svari frá síðasta landsfundi fyrir iþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- nefnd flokksins og við viljum með grein þessari ítreka mikilvægi þess- ara málaflokka, sem gegna veiga- miklu hlutverki í íslensku þjóðfélagi. Stefna Sjáfstæðisflokksins á þessu kjörtímahili hefur verið að efla ofan- greinda þætti, má þar nefna mörg atriði því til stuðnings. Hér á eftir verða nokkur nefnd. Ný íþróttalög voru samþykkt á Al- þingi vorið 1998. Lögin marka form- lega umgjörð um atbeina hins opin- bera til eflingar á íþróttastarfi, án íhlutunar um hvemig hin fi’jálsa íþróttahreyfing skipuleggur starf sitt. Tilgangur laganna er að styrkja og efla ötult starf hinna frjálsu félaga- samtaka í landinu og að allir lands- menn eigi þess kost að iðka íþróttir. Lögð verði rík áhersla á gildi íþrótta- iðkunar sem uppeldis- og forvamar- starfs. Ríkisvaldið á að tryggja að þær forsendur séu fyrir hendi, að hreyfíngin megni og hafi frelsi til að efla og treysta starfsemi sína. Þjóðarleikvangar hafa mikið verið í umræðunni, á árinu 1997 má þar nefna að gerður var samningur milli mentnamálaráðuneytisins og Akur- eyrarbæjar um fjárframlög vegna rekstrar og uppbyggingar Vetrarí- þróttamiðstöðvar Islands. Fleiri svona samninga viljum við sjá, þar sem sameiginlegir hagsmunir kjör- dæma og íþróttahreyfingarinnar era hafðir að leiðarljósi. Á árinu 1997 vora tvær nefndir á vegum menntamálaráðuneytis skip- aðar og skiluðu þær tillögum um annars vegar hvernig hægt væri að efla samskipti og stuðning ríkisins og opinberra aðila við íþróttastarfið í landinu og einnig var könnuð staða kvenna í íþróttum. Tillögur þessara nefnda hafa margar litið dagsins ljós, margt er enn í vinnslu sem sýn- ir vilja ráðuneytisins til að efla íþróttir og æskulýðsmál. Lög um nýjan Kennaraháskóla ís- lands hafa verið samþykkt á Alþingi og er námið nú á háskólastigi, þar sem brýnt er að íþróttakennaranám sé sambærilegt við annað kennara- nám. Við sem störfum innan íþrótta- hreyfingarinnar höfum miklar vænt- Æskulýðsmál Undirbúningur að nýju fruravarpi til laga um æskulýðsmál er í endurskoðun hjá ráðuneytinu, segja Asgerður Halldórs- dóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Sigurður Aðalsteins- son, þar þarf að huga vel að réttindum ungs fólks. ingar til komandi breytinga á íþróttanáminu, við viljum sjá rann- sóknir gegna þar veigamiklu hlut- verki og einnig þjálfaratækni. Iþróttafélögin hafa undanfarin ár gert enn frekari kröfur til þjálfara sinna, að þeir hafi íþróttamenntun og einnig að þeir hafi sérþekkingu í t.d. knattspyrnuþjálfun eða frjálsum íþróttum. Með nýjum áherslum í þjálfaramenntun á háskólastigi sjá- um við fyrir okkur mikla breidd í framtíðinni sem mun efla íþrótta- hæfni einstaklinganna. Með einsetnum skóla og heildags- skóla í mörgum sveitarfélögum er nauðsynlegt að skoða stöðu íþrótta- kennslu í skólum, með lengri skóla- degi ber að athuga hvort ekki sé unnt að auka íþróttakennslu. Einnig þarf að skoða og stuðla að samvinnu íþróttafélaga og bæjaryfirvalda og má í því sambandi nefna samvinnu íþróttabandalags Reykjavíkur og grannskóla höfuðborgarinnar, þar sem meginmarkmið era m.a. að efla hreyfiþroska barna, félagslega færni og heilbrigðar lifsvenjur. Undirbúningur að nýju frumvarpi til laga um æskulýðsmál er í endur- skoðun hjá ráðuneytinu, þar þarf að huga vel að réttindum ungs fólks. Forvamafræðsla hefur verið sett inn í námskrá grann- og framhalds- skóla. Eins og við vitum öll er fíkni- efna- eða eiturlyfjavandinn ein alvar- legasta hættan sem blasir við samfé- lagi okkar, einkum gagnvart ungu fólki. Við leggjum áherslu á að lág- marksrefsing fyrir fíkniefnabrot verði hækkuð. Ágætu landsfundarfulltrúar, við hlökkum tU að hitta ykkur og vinna áfram að öflugri stefnu sjálfstæðis- manna í íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundamálum. Ásgerður er viðskiptafræðingur. Guðrún er framkvæmdastjóri. Sigurður er bóndi. ATHYGLISVERÐ heilsiðuauglýsing birtist frá ungum samfylking- arsinnum í Morgun- blaðinu á þriðjudag með einkenmlegum skila- boðum. í auglýsingunni var átaki Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, gegn háum verndartoll- um á grænmeti mót- mælt og margvísleg rök notuð til að styðja áframhaldandi innflutn- ingshöft á landbúnaðar- vörur. Þessi auglýsing er stórmerkUeg að því leyti að þar kemur fram mikU stefnubreyting hjá ungum jafnaðarmönnum, sem hingað til hafa barist gegn innflutn- ingshöftum í landbúnaði ásamt ung- um sjálfstæðismönnum. Stjórnmál Ljóst er, segir Kjartan Magnússon, að þeirri landbúnaðarstefnu, sem leiðtogar jafnaðarmanna hafa barist fyrir, allt frá Gylfa Þ. til Jóns Baldvins, hefur verið varpað fyrir róða af Samfylkingunni. I kosningabaráttunni vegna alþing- iskosninganna fyrir fjórum áram var það eitt meginmálið hjá ungum jafn- aðarmönnum, og reyndar frambjóð- endum Alþýðuflokksins, að losa yi-ði um innflutningshöft á landbúnaðar- vöram og afnema ofurtolla á kjöti, ost- um og grænmeti. Til að leggja áherslu á þessa kröfu efndi Alþýðuflokkurinn til svonefndrai- Evrópuviku, í sömu viku og kosningarnar fóra fram, í verslunum og veitingahúsum. Þar vora landbúnaðarvörar og einstakai’ máltíðir boðnar á svo- nefndu „Evrópuverði". Kjúklingar voru t.d. seldh- á 220 krónur kílóið í Nóatúni en um leið var tekið fram að venjulegt verð væri nálægt 700 krónum. I fréttatilkynn- ingu frá Alþýðuflokkn- um á þessum tíma sagði að með þessu væri flokk- urinn að vekja athygli á verði landbúnaðarvöru í Evrópusambandslönd- unum. Með því að gefa íslenskum neytendum kost á að kaupa kjúklinga á Evrópuverði væri sýnt fram á mikinn verðmun á milli verslana á Islandi og í Evrópu. Fyrsta lífsmarkið Á þeim fjóram áram, sem liðnir eru frá síðustu kosningum og E\t- ópuvikunni umræddu, hafa ungir jafnaðarmenn runnið inn í Samfylk- inguna með hluta Alþýðubandalags- ins, broti úr Kvennalistanum og Þjóðvaka. Það er óneitanlega sér- kennilegt að sjá að fyrsta lífsmarkið frá ungum samfylkingarmönnum í kosningabaráttunni nú skuli vera heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við ofurtolla í landbúnaði. Það hefur komið fram að Samfylk- ingin hefur ekki skýra stefnu í grandvallarmálum eins og í afstöð- unni til Atlantshafsbandalagsins eða ESB. Nú hafa ungir fylkingarmenn hins vegar sýnt almenningi stefnu þessa annars stefnulausa framboðs í tollamálum. Þeir vilja halda tollum háum og þar með neysluvarningi. En hvað hefur breyst í íslenskum stjórn- málum, sem gerir það að verkum að ungir jafnaðarmenn (þeir eru líka samfylkingarmenn) eru nú hlynntir háum verndartollum á grænmeti og öðrum landbúnaðarafurðum? Að minnsta kosti er ljóst að þeirri land- búnaðarstefnu, sem leiðtogar jafnað- armanna hafa barist fyrir, allt frá Gylfa Þ. Gíslasyni til Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur verið varpað fyrir róða af Samfylkingunni. Höfundur er blaðamaður. Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.