Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einkasýningar þriggja listamanna í Nýlistasafninu Væntingar, sjónmál og kyrralífsmyndir f NÝLISTASAFNINU við Vatns- stíg standa yfír þrjár einkasýning- ar. Þar sýna listamennirnir Rósa Gísladóttir, Ragnheiður Ragnars- dóttir og ívar Brynjólfsson kyiTa- lífsmyndir, innsetningu og ljós- myndir. Sýningamar eru opnar daglega kl. 14-18 og þeim lýkur 28. mars. Morgunblaðið/Kristinn SÝNING Rósu Gísladóttur í Forsal og Gryfju ber yfirskrift- ina „Kyrralífsmyndir - án titils - nokkrar tilraunir um form“. Verkin, sem eru þrívíðar upp- stillingar úr gifsi, eru unnin á síðustu fjórurn árum. Rósa seg- ist tefla saman líkum og ólíkum hlutum til þess að kanna hvern- ig einn hlutur kallist á við ann- an. „Markmiðið er að koma á fullkomnu innbyrðis jafnvægi á milli verkanna." SJÓNMÁL nefnist sýning Ragnheiðar Ragnarsdóttur í Bjai-ta og Svarta sal. Verkið er innsetning, þar sem hún tekst á við afmarkanir og opnun, og smíðar sér leið til að tengjast umhverfinu. „List mín fjallar um leið mína til að takast á við lífið. Eg horfi í gegnum möskva raun- veruleikans, myrkrið milli mín og hinna, svarbláan strúktúr sem opn- ast hér og þar, hleypir ljósi og lit í gegn. Gangverkið fær dýpri hljóm.“ SÝNING ívars Brynjólfssonar, „Væntingar", er í Súm-sal. Verkin á sýningunni eru að hans sögn heimildir um „raunveruleikann" eins og hann birtist á ofurvenjulegum stöðum. Æílngar hafnar á Hatti og Fatti HJÁ Loftkastalanum standa nú yfír æfingar á söngleiknum Hattur og Fattur, nú er ég hissa, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hatt leikur Guðmundur Ingi Þor- valdsson og Felix Bergsson leikur Fatt. Söngleikurinn verður frumsýnd- ur miðvikudaginn 17. mars. ----------------- Jóhanna Stef- ánsdóttir sýnir í Arskógum NÚ stendur yfír sýning á málverk- um eftir Jóhönnu Stefánsdóttur í fé- lagsmiðstöð Reykjavíkur, Ár- skógum 4. Á sýningunni eru 39 vatnslitamyndir sem flestar eru unnar á þessu ári. Jóhanna stund- aði nám í Myndlista- og handíðaskól- anum árin 1986-90 og útskrifaðist úr Textíldeild. Sýningin er opin frá kl. 9-17 alla virka daga og stendur til 22. mars. Jóhanna Stefánsdóttir Síðustu N óbelsdraumar ÚR Nóbelsdraumum. SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Nóbels- draumum eftir Árna Hjartarson verða á morgun, föstudag og laugardag í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. Skoðað er gang- virki í leikhúsi sem er í kröggum. Við- skiptafræðingur er fenginn til að bæta sætanýtinguna og honum til aðstoðar (!) leikstjóraglæsipía sem sótt hefur frama sinn til útlanda, svo og skáld sem er búið að vera fullt svo lengi að það er orðið tómt. Meðal leik- ara hússins er ekki allt sem sýnist og stundum stangast á ímyndun og veruleiki. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Söngstjóri: Þórunn Guðmundsdóttir. Helstu leikendur: Jóhann Snorrason, Arnar Hrólfsson, Berglind Steins- dóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Jó- hann Hauksson, Einai- Einarsson, Unnar Unnarsson, Ylfa Helgadóttir, Sesselja Traustadóttir, Hrefna Frið- riksdóttir. Ljóð frá íslandi í NÝJASTA tölublaði bandaríska ljóðatímaritsins VISIONS (nr. 59) er stór hluti helgaður íslenskum Ijóðum undir fyrirsögninni Ljóð frá íslandi. Birt eru ljóð eftir skáldin Gyrði Elíasson, Stefán Hörð Grímsson, ísak Harðarson, Jóhann Hjálmarsson, Njörð P. Njarðvík, Sigurð Pálsson, Stein Steinarr, Hannes Sigfússon og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Öll ljóðin nema eitt þýddi Hallberg Hall- mundsson. Það þýddi Karl Guð- mundsson. VISIONS hefur oft áður birt þýðingar á ljóðum íslenskra skálda og er framhald þess ráðgert. Það er myndskreytt og með alþjóðlegu svipmóti og auk stuttra umsagna um ljóðabækur koma í því ljóð eftir samtímaskáld frá ýmsum löndum. Ritstjóri VISIONS er Bradley R. Strahan. Ritið kostar í ársá- skrift 15 dollara að viðbættum 8 dollara póstburðargjöldum. Heim- ilisfang er Black Buzzard Press, 1007 Ficklen Road, Fredericks- burg, VA 22405. Fágun og gamansemi TOJVLIST íslcnska ópcran SAMSÖNGUR Sólrún Bragaddttir, Elsa Waage og Gerrit Schuil fluttu aríur, söngverk og dúetta eftir ýmis erlend tónskáld. OFT hefur það verið til umhugs- unar hversu sjaldan söngvarar nota íslensku óperuna tO tónleikahalds. Má vera að alls konar leikstarfsemi haldi húsinu. Það sem gerir þetta ágæta og fyrrum fræga hús fyrir góða hljóman að nokki-u óaðlaðandi fyrir t.d. söngvara er sú skipan sviðsins að klæða það tjöldum, svo að hljómurinn verður eins og úti á víða- vangi. Trúlega er það tónleikahús vandfundið, hvar sem leitað væri, að söngvurum sé boðið upp á svona voð- klætt umhverfi, er bókstaflega „þurrkar út“ allt það sem kallað er eftirhljómur eða svar umhverfisins, sem er þýðingarmikið fyrir lifandi hljóman tónsins. Þrátt fyrir þetta réð glæsileiki ríkjum á tónleikum Sólrúnai- Braga- dóttur, Elsu Waage og Gerrit Schuil sl. þriðjudag í Islensku óperunni, nánar tiltekið á vegum Styrktarfé- lags ÍÓ. Þrjú fyrstu viðfangsefnin voru dúettar eftir Mendelssohn, Abschiedlied der Zugvögel, Gruss og Herbslied, sem öll eru úr safni sex dúetta frá 1845, en alls mun Mendelssohn hafa samið tólf dúetta með píanóundirleik. Það er umhugs- unarefni, að í rómantíkinni verður til sterk náttúruhyggja og fegurð henn- ar gjarnan lofsungin, svo sem kemur fram í þessum fallegu söngverkum, er fjalla um farfugla, ástina í samlík- ingu blóma og söknuðinn í haustljóð- inu. Flutningurinn var sannróman- tískur, mótaður af hógværð en djúpri tilfmningu fyrir sérkennilega tæi-ri hljóman þessara fallegu söngverka. Stöllurnar skiptust á að syngja fjögur Ijóð eftir Brahms, Wie Melodien zieht es og Immer leiser, sem Sólrún söng mjög fallega, og Elsa söng einnig mjög fallega Vergebliches Standchen og Von ewi- ger Liebe. Því hefur oft verið haldið fram að nútímatónskáld á fyrri hluta aldar- innar hafi snúist gegn hinni róman- tísku tilfinningatúlkun, með útúr- snúningum, leikrænu alvöruleysi og jafnvel sótt spennuna í ljótleikann, sem nú er að verða ráðandi tíska í allri listsköpun. Hvað sem þessu líð- ur var Britten ávallt nokkuð tvístíg- andi í tóntúlkun sinni, bæði tilfinn- ingai-íkur, fjallaði um ástina, átti til næmi fyrir fallegum blæbrigðum en lék sér þó á stundum með skringileg- heitin. í tveimur dúettum, Mother Comfort og Underneath the Abject Willow, sem gefnir voru út 1937, má heyra í þessum skemmtilegu lögum | tvíhyggju tilfinninga og leikaraskap- ar, sem var sérlega vel útfærð og túlkuð af söngkonunum. Næstu tvö lög voru samin af Rossini er hann bjó í París, en eftir að hafa samið óp- eruna Vilhjálm Tell lifði hann nærri 40 ár án þess að snerta við frekari óperugerð. Frá þessum tíma eru tólf söngverk, gefin út 1835, undir nafn- inu Les soirées musicales og úr þess- um flokki voru tvö þessara kvöldtón- leikalaga, nr. 10, La pesca, og nr. 9, La regata veneziana, sem er sérlega leikrænt söngverk, er var ótrúlega vel mótað í leik og söng. Eftir hlé voru eingöngu flutt ein- söngs- og tvísöngsatriði úr óperum. Tvísöngsatriðin voru: Bátssöngurinn úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Of- fenbach, dúettinn fallegi C’est l’heure úr Lakmé eftir Delibes og Scuoti quella úr Butterfly eftir Puccini og voru þessir dúettar allir mjög vel fluttir. Einsöngsatriðin voru, ef fyrst eru nefnd þau sem Sól- rún söng af miklum glæsibrag: Aría Michaelu úr Carmen eftir Bizet og Un bel di, vedremo úr Butterfly. Sami glæsileiki var á söng Elsu en hennar viðfangsefni voru Habaneran fræga úr Carmen og ástarsöngur Dalílu, sem var aldeilis glæsilega fluttur. Það þai-f ekki að tíunda eitt- hvað sérstakt í glæsilegum söng Sól- rúnar og Elsu en vel má, þótt borið sé í bakkafullan lækinn, geta sam- leiksins hjá Gerrit Schuil, sem spannaði ýtrustu fágun og leikræna gamansemi, eins og t.d. í La regata venetiana og mörgu öðru, sem féll einstaklega vel saman við glæsilegan söng og túlkun Sólrúnar og Elsu, er í heild var með þeim hætti, að þurr- legt hljómviðmót sviðsins gleymdist algjörlega. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Árni Sæberg VÍNARTONLISTIN æfð: Sigrún Eðvaldsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Páll Einarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sigurður I. Snorrason. Með Veislutríóinu syngur einnig Óskar Pétursson. Vínartónar hljóma í Hóteli Borgarnesi TÓNLISTARFÉLAG Borgar- Á efnisskránni verða lög af Qarðar heldur Vínartónleika í Hóteli Borgarnesi á morgun, föstudag, kl. 21. Fram koma Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópransöng- kona, Óskar Pétursson tenór, Sig- rún Eðvaldsdóttir fiðluleikari ásamt Veislutríóinu sem auk Sig- urðar I. Snorrasonar er skipað Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Páli Einarssyni. Þetta er í þriðja skipti sem Veislutríóið heimsækir Borgfirðinga með vín- artónleika. ýmsum toga Vínartónlistarinnar, en á þessu ári er haldið upp á 100 ára ártíð Johanns Strauss víða um heim, en hann Iést í júní 1899. Þá mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja aríur úr Leðurblökunni en hún syngur hlutverk Rósalindu í uppfærslu íslensku óperunnar sem verður frumsýnd í apríl nk. Þetta starfsár eru einungis tvennir tónleikar á verkefnaskrá tónlistarfélagsins og eru þetta síðari tónleikarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.