Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Sólveig Pétursdóttir alþingismaður Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Sólveig framboði til embættis varaformanns Sjálfstæð- Pétursdóttir, alþingismaður og varaformaður isflokksins á landsfundi fiokksins sem hefst í þingflokks sjálfstæðismanna, hafa lýst yfir Laugardalshöll í dag. Kjör forystumanna Ekki málefna- ágreiningur Morgunblaðið/Ásdís „ÞESSI kosning snýst fyrst og fremst um það hvernig einstakling fólk sér fyrir sér í þessu forystuhlutverki," segir Geir H. Haarde. -AF HVERJU sækist þú eftir því að verða kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins? „Eg tel að ég hafí ýmislegt fram að færa sem geti gagnast í þessu starfi. Ég hef mjög víð- tæka pólitíska reynslu bæði innan flokksins og á Alþingi. Ég held að ég gæti gert gagn í þessu starfi og mig langar til að fá tækifæri til þess. Ég hef einnig fundið um nokkra hríð að ýmsir fleiri eru sömu skoðunar og telja að ég geti lagt lóð á vogarskálarnar í forystu flokksins." - Hefurðu hug á að að breyta á einhvern hátt hlutverki varaformanns efþú nærð kjöri? „Nei, ég sé ekki fyrir mér miklar breytingar á þessu starfi. Það er í nokkuð föstum skorðum og hefur verið svo í Sjálfstæðisflokknum um áratugaskeið, þótt það fari auðvitað alltaf dálít- ið eftir því hver skipar það. Það ræðst líka af samstarfi formanns og varaformanns. Varafor- maðurinn er auðvitað varamaður formannsins og hann þarf að vera tilbúinn að gegna störfum íyrir formanninn í fjarveru hans. Auk þess hef- ur varaformaður gjaman á vettvangi mið- stjórnar flokksins sinnt ýmsum verkefnum en það verður að ráðast hvernig það verður með mig ef í það færi. Það er mikilvægast að sam- starf formanns og varaformanns sé gott og að þeii' skipti með sér verkum eftir því sem hent- ar hverju sinni.“ Reyna að skapa þá breidd sein flokknum er nauðsynleg - Eru einhver sérstök mál sem þú vilt leggja áherslu á íembætti varaformanns? „Ég tek það fram að þetta er ekki kosning um málefni, það er ekki málefnaágreiningur á milli okkar frambjóðendanna og ég tel því ekki eðlilegt að tefla fram einhverjum sérstökum stefnumálum í kosningu sem þessari. Þessi kosning snýst fyrst og fremst um það hvernig einstakling fólk sér fyrir sér í þessu forystu- hlutverki í Sjálfstæðisflokknum. Þar mun við- komandi að sjálfsögðu tefla fram málflutningi og stefnu flokksins.“ - Nú hefur verið nokkuð breytiiegt hvernig þeir sem gegnt hafa varaformennsku í Sjálf- stæðisflokknum ígegnum tíðina hafa beitt sér í því embætti. Telurðu að varaformaður eigi að skipa sér þétt við hlið formanns eða starfa meira sjálfstætt bæði innan flokksins og út á við? „Ég tel það lykilatriði að formaður og vara- formaður vinni vel saman. Hins vegar hefur það ævinlega verið þannig í Sjálfstæðisflokkn- um að varaformennimir hafa verið sterkir af sjálfum sér og haft burði til þess að verða sjálf- ir formenn. Sumir hafa síðan orðið það og aðrir ekki eins og gengur. Varaformaðurinn verður að vera tilbúinn að taka við hlutverki for- mannsins hvenær sem er og ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkar flokk að í þessu hlutverki sé aðili sem veldur því.“ - / sögu Sjálfstæðisflokksins hefur val vara- formanns stundum ráðist af þeim sjónarmiðum að nauðsynlegt sé að skapa jafnvægi í forystu flokksins eða endurspegla breidd. Telurðu að gæta þurfí að þessu í varaformannskosningun- um á landsfundinum nú? „Ég tel að það sé mikilvægast að flokkurinn á hverjum tíma tefli fram sínum öflugustu for- ystumönnum í þessa sveit og landsfundarfull- trúar verða að gera það upp við sig hvaða ein- staklingar passa best í þessi hlutverk. Ef þessa sjónarmiðs er gætt munu þessir menn í störf- um sínum reyna að skapa þá breidd sem flokknum er nauðsynleg og taka víðtækt tillit til helstu sjónarmiða sem uppi eru. Það er hlut- verk manna í þessum stöðum." - Sú gagnrýni heyrist stundum að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins vanræki fíokks- starfíð þegar flokkurinn tekur þátt í ríkis- stjórnarsamstarfí. Náir þú kjöri kjöri munt þú þá einbeita þér að því að rækta flokksstaiiíð sem mest? „Það er rétt að það er viss tilhneiging til þess að menn einbeiti sér að stjórn landsins ef þeir sitja í ríkisstjórn og þessi þáttur í stjóm- málastarfinu líði fyrir það. Þarna verða menn að gæta nauðsynlegs jafnvægis. Ég hef alla tíð tekið virkan þátt í flokksstarfinu, bæði í Reykjavik og út um landið. Ég hef í mín- um störfum, allt frá því að ég var ungur maður, meðal annars sem blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður SUS, farið mikið um landið í tengslum við mín störf. Ég viðurkenni fúslega að ég hef haft mjög gaman af því og fæ mikið út úr því að taka þátt í flokksstarfinu. Ég mun auðvitað halda því áfram. Hins veg- ar er það venja að varaformaðurinn sinni frekar innri málefnum flokksins en formaðmnnn og ég er meira en tilbú- inn til þess.“ - Telurðu að vara- formaður Sjálfstæð- isflokksins sé i betri stöðu en aðrir til að taka síðar við for- mennsku í fíokknum og eigi jafnvel tilkall til þess ef formaður- inn víkur? „Það á enginn til- kall til formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um. Það kemur í ljós hvernig þau mál æxlast í framtíðinni. Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég muni einhvern tíma sækjast eftir for- mennsku í flokknum en ég er ekki að því núna með þessu framboði mínu. Ég er reiðubúinn að axla alla þá ábyrgð sem því starfi fylgir, þar á meðal að gegna fyrir formanninn hans störfum þegar á þarf að halda.“ -Eðli máls samkvæmt þurfa formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins að geta unnið vel saman. Hvernig hefur samstarf ykk- ar Davíðs Oddssonar veríð? „Við Davíð erum gamlir skólafélagar úr menntaskóla og okkar samstarf byrjaði þar fyrir 30 árum. Síðan þá höfum við verið vinir og samstarfsmenn. Við höfum einnig unnið saman á Alþingi um árabil, hann sem formaður flokksins og ég sem formaður þingflokksins og nú í tæpt ár saman í ríkisstjórn. Eg hlakka til þess ef ég næ kjöri að starfa við hlið hans sem varaformaður." Þurfum að endurskipuleggja ýmislegt -Áttu von á hörðum átökum á landsfundin- um í varaformannskjörinu? „Kannski ekki mjög hörðum átökum en ég á von á heiðarlegri og drengilegri kosningabar- áttu. Ég held að það geri flokknum gott og sé eðlilegt í svona stórum flokki að fleiri en einn af mörgum hæfum sækist eftir trúnaðarstörf- um. Ég held að það verði aðeins til þess að hleypa lífi í fundinn og geri hann meú'a spenn- andi inn á við sem út á við.“ - Hver er skoðun þín á hugmyndum Björns Bjarnasonar um að embætti varaformanns verði lagt niður og í stað hans kjörin fímm manna framkvæmdastjórn, sem starfí með for- manni flokksins og formanni þingflokksins og sinni innrí málefnum fíokksins? „Ég er andvígur þeim hugmyndum. Ég tel að það eigi að vera varaformaður í Sjálfstæðis- flokknum eins og í flestum öðrum samtökum og félögum sem ég þekki til, þótt ekki væri nema vegna formannsins sjálfs, þannig að hann geti um frjálst höfuð strokið. Hins vegar er starfandi fimm manna framkvæmdastjórn í flokknum, þrír sjálfkjörnir og tveir sem kosnir eru af miðstjórn. Ég tel ekki að það skipti höf- uðmáli með hvaða hætti þessi framkvæmda- stjórn er kosin. Virkni hennar fer eftir því hvemig forystan, einkum formaðurinn, kýs að haga hennar störfum og það myndi ekki breyt- ast þótt hún yrði kosin beinni kosningu á lands- fundi. Ég vek einnig athygli á því að ellefu mið- stjórnarmenn eru Ig'örnir beinni kosningu á landsfundinum og miðstjórnin gegnir miklu hlutverki í flokksstarfinu. Auðvitað þarf jafnan að huga að skipulagsmálum í flokksstarfinu. Það er ljóst að í kjölfar kjördæmabreytingar þurfum við að endurskipuleggja ýmislegt, til að mynda okkar kjördæmisráð og hugsanlega aðrar skipulagseiningar. Að þessu munum við væntanlega ganga á næstu misserum og ég held að það verði mjög spennandi verk.“ - Telurðu að hugmyndir Björns muni koma til alvarlegrar umræðu og afgreiðslu á lands- fundinum? „Ég get ekki svarað því, en mér kæmi á óvart ef þær kæmu til afgreiðslu með einhverj- um hætti.“ -Er einhver málefnalegur ágreiningur á milli ykkar Sólveigar Pétursdóttur? „Eins og ég sagði áðan tel ég svo ekki vera. Þetta framboð snýst ekki um málefnalegan ágreining. Við Sólveig Pétursdóttir höfum þekkst lengi og unnið vel saman um árabil. En menn leggja auðvitað með sér á borðið þá reynslu sem þeir hafa fengið af störfum á veg- um flokksins og í stjórnmálum innanlands og utan. Ég geri það að sjálfsögðu. Ég hef gegnt mörgum pólitískum störfum innanlands og ut- an um langt árabil. Menn verða síðan að vega og meta kosti, verðleika og reynslu hvors fram- bjóðanda fyrir sig.“ -Ertu sáttur við að skipa þriðja sætið á framboðslista flokksins verðir þú kjörinn vara- formaður? „Að sjálfsögðu. Þetta er tillaga uppstillingar- nefndar, byggð á úrslitum í síðasta prófkjöri, og engin ástæða til að ætla annað en að þessi listi sé sigurstranglegur.“ - Miklar umræður eru um að auka þurfí fram- gang kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Hver er þín skoðun á því? Eiga konur að ganga fyrír við val í trúnaðarstöður á vegum flokksins til að koma á meira jafnvægi? „Ég er sammála því að mjög æskilégt sé að auka hlut kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Ég tel hins vegar ekki að það eigi að beita aðferðum á borð við þær að láta konur njóta sérstaks for- gangs eða beita kvótum í þeirra þágu. Jafnrétt- isbaráttan í Sjálfstæðisflokknum hefur ævin- lega snúist um það að konur og karlai' fengju jöfn tækifæri og væru metin á eigin verðleik- um. Ef það er gert trúi ég ekki að konur þurfi neinu að kvíða í framtíðinni innan Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar var það ævinlega vanda- mál að fá konur til að taka þátt í stjórnmálabar- áttunni og mér finnst ánægjulegt að sjá hvað það er mikið að breytast. Konum mun fjölga um allt að 100% í þingflokki sjálfstæðismanna eftir næstu kosningar miðað við það sem líklegt má telja og við eigum auðvitað að keppa að því að fá fleiri hæfar konur til þess að starfa með okkur í flokknum. Ég held að það sé því óskyn- samlegt að grípa til einhverra sérstakra að- gerða tO að veita þeim forgang." -Hver eru þín helstu baráttu- og hugsjóna- mál í stjómmálum ? „Mín grundvallarsjónarmið eru þau sem Sjálfstæðisflokkurinn var svo lánsamur að gera að sínum strax í upphafi, það er að segja sam- bland af frjálslyndi og flialdssemi, þar sem kostir hins frjálsa markaðskerfis eru hagnýttir til hins ítrasta en jafnframt séð til þess að hag- ur þeirra sem minna mega sín sé ekki fyrir borð borinn. Eitt af grundvallaratriðunum í stefnu flokksins frá upphafi hefur verið að standa vörð um sjálfstæði og öryggi landsins og ég hef unnið töluvert á sviði utanríkis- og al- þjóðamála. Ég tel að áherslur í þjóðfélaginu af okkar hálfu eigi áfi-am að vera þær að byggja á því trausta atvinnulífi sem frjálst framtak skapai' og nota afraksturinn af því til þess að byggja upp í skólamálum, í heilbrigðismálum, fyiú' sjúka, aldraða og öryrkja. Slíkt verður best gert á grundvelli frjálsræðis." Framsóknarflokkur njóti líka þess sem vel hefur verið gert -Munt þú sækjast eftir ráðherraembætti verði Sjálfstæðisfíokkurinn aðili að næstu íikis- stjórn og hefurðu þá áhuga á að vera áfram í fjármálaráðuneytinu eða hefurðu augastað á öðru ráðuneyti? „Ég hef haft mikla ánægju af því starfi sem ég gegni núna og vildi mjög gjarnan sinna því áfram. Ég hef áhuga á að sitja áfram í ríkis- stjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn verður aðili að henni. Hins vegar er það þingflokkurinn sem ákveður skipan ráðherraembætta og það á eng- inn nein störf, hvorki í ríkisstjóm né annars staðar, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar. Þarna verður ái'eiðanlega reynt að stilla upp skynsamlegri blöndu, en þó þannig að ráð- herraembættin hæfi viðkomandi persónum vel.“ -Hvernig meturðu stöðu Sjálfstæðisflokks- ins í dag? „Ég tel að hún sé mjög sterk. Ég tel að Sjálf- stæðisflokkurinn geti vænst þess að njóta verka sinna í ríkisstjórninni á undanförnum ár- um og að við eigum mjög góða möguleika á að halda okkar hlut og hugsanlega styrkja okkur í sessi. Mér þætti það líka mjög miður ef Fram- sóknai-flokkurinn myndi ekki líka í einhverjum mæli njóta þess í næstu kosningum sem vel hefur verið gert í núverandi ríkisstjórn. Ég tel að annað væri ósanngjarnt.“ - Ertu þeirrar skoðunar að æskilegast sé að Sjálfstæðisfíokkur og Framsóknarflokkur end- urnýi stjórnarsamstarf sitt að loknum kosning- um eða telurðu að Sjálfstæðisflokkurínn eigi fíeiri kosta völ? „Ég tel að þetta ríkisstjómarsamstarf hafi verið mjög farsælt og út frá því sjónarmiði væri ekki óeðlilegt að það héldi áfram ef aðstæður í þinginu verða þannig. Hins vegar er ómögulegt að segja fyrir um þessa hluti og við göngum óbundnir til þessai'a kosninga eins og aðiir. Það er óvíst hvað út úr þeim kemur og hvaða flokk- ar eða flokksbrot verða eftir á vinstri vængnum og hvaða áhrif staðan þar getur haft.“ - Hvert á að vera meginmarkmið sjálfstæðis- manna í komandi kosningum? „Það á að vera að efla stöðu flokksins til að tryggja áframhaldandi góðæri og árangur fyrii' alla. Ég held að við eigum sóknarfæri í ýmsum kjördæmum. Við eigum líka að stefna ótrauðir að því að hafa forystu fyrir næstu ríkisstjórn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.