Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 40 ár liðin frá uppreisnartilraun Tíbeta gegn Kínverjum Dalai Lama hvetur til viðræðna um sjálfsstjórn Kínverjar segja lífsskilyrði Tíbetbúa hafa batnað Nýju Delhí, Bayalakuppe, Kathmandu, Peking. Reuters. Reuters TIBETAR brenna eftirmynd af kínverskum hermanni í mótmæla- göng-u þeirra í Nýju Delhí á Indlandi í gær. Þá voru liðin 40 ár frá upp- reisnartilraun sjálfstæðissinna gegn yfirráðum Kínverja í Tíbet. SJALFSTÆÐISSINNAÐIR Tí- betar minntust þess í gær að nú eru 40 ár liðin frá því að uppreisnartil- raun var gerð gegn yfirráðum Kín- verja í Tíbet. Yfir sjö þúsund út- lægir Tíbetar í Indlandi og Nepal efndu til mótmæla gegn „ólöglegu hernámi" Kínverja og hvatti Dalai Lama, trúarleiðtogi þeirra, til þess að kínverska ríkisstjórnin og leið- togar Tíbeta hæfu viðræður til að ná sáttum um framtíð Tíbets. Kín- verska ríkisstjórnin hefur hins veg- ar hunsað óskir Dalai Lama um við- ræður síðastliðna mánuði. Um 7500 flóttamenn frá Tíbet héldu í mótmælagöngu á Indlandi og í Nepal í gær og hvöttu umheim- inn til að aðstoða Tíbeta við að losna undan oki kínverski-a stjórn- valda. Kínverjar hernámu Tíbet ár- ið 1950 og segjast Tíbetar hafa búið við harðræði og kúgun undir þeirra stjórn síðan. „Tíbetar hafa þurft að þola pyntingar og fangelsanir í auknum mæli fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar á friðsamlegan hátt,“ sagði einn fullti-úa mótmæl- endanna. Kínastjóm hampar umbótum í Tíbet Að sögn erlendra ferðamanna er krökkt af vopnuðum öryggisvörð- um í Lasha, höfuðborg Tíbet, og segja sjálfstæðissinnar tíbeska menningu smám saman vera að hverfa vegna áherslna á kínverska menningu og gildi. Kínverska ríkisstjórnin minntist tímamótanna í gær, með harðri gagnrýni á Dalai Lama og sjálf- stæðisbaráttu Tíbeta. Það gerði hún m.a. með því að setja upp ljós- mynda-og listasýningu í Peking, sem átti að vera því til sönnunar að lífsskilyrði í Tíbet hefðu batnað til muna frá því að kínverska ríkis- stjórnin komst þar til valda. Dagblað alþýðunnar sakaði Dalai Lama um að hvetja til „óeirða og hryðjuverka" gegn kínversku ríkis- stjórninni og hampaði umbótum sem orðið hefðu í Tíbet frá því að kínversk yfn-völd hernámu landið. Blaðið sagði þær umbætur hafa markað endalok gamaldags lifnað- arhátta og þrældóms og komið tí- beska þjóðfélaginu í „nútímalegra horf‘. Dalai Lama vill efla traust milli þjóðanna Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, hefur verið í útlegð ásamt þúsund- um samlanda sinna í Indlandi frá þvi að sjálfstæðissinnar í Tíbet gerðu uppreisnartilraun þann 10. mars árið 1959. I yftrlýsingu sinni í gær hvatti hann til að endi yrði bundinn á deil- ur milli þjóðanna og viðræður hafn- ar um „raunverulega" sjálfstjórn Tíbets. Hann sagði hugmyndir sín- ar byggjast á að áhersla yrði lögð á að efla tíbeska menningu, trúar- brögð og tungumál, en jafnframt yrði landið undir kínverskri stjórn. Jiang Zemin, forseti Kína, sagð- ist í júní í fyrra tilbúinn að hefja viðræður við Dalai Lama, að því til- skildu að hann viðurkenndi Tíbet og Taívan sem hluta af Kína. Hins vegar hefur forsetinn ekki gefið færi á sér til viðræðna eftir að hann gaf þessa yfirlýsingu þrátt fyrir ít- rekaðar óskir Dalai Lama um fund með honum. Neyðar- ástandi lýst yfír í Ekvador Quito. Reuters. VERKALÝÐSFÉLÖG í Ekvador hófu í gær tveggja daga allsherjar- verkfall til að mótmæla ströngum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Jamil Mahuad, forseti Ekvador, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í gær. Hefur ríkisstjómin kallað út herinn til að tryggja að lágmarks- þjónustu sé haldið uppi og að olíu- framleiðslu verði ekki hætt. Efnahagsástandið nú er hið versta í sögu landsins undanfarin fimmtíu ár og hefur Jamil Mahuad, forseti landsins, tekið mál föstum tökum. Hefur hann lýst því yfir að herinn muni tryggja að framleiðsla stöðvist ekki og áskilur forsetinn sér rétt til þess að innheimta skatta fram í tímann. „Herinn mun styðja við olíuframleiðslu landsins og að- stoða við að halda uppi lágmarks- þjónustu, stöðugleika og þjóðarör- yggi,“ sagði Vladimiro Alvarez, inn- anríkisráðherra Ekvador í gær. Ennfremur lýsti hann því yfir að landið allt hefði verið gert að örygg- issvæði og að allar fjöldsamkomur sem ógnað gætu stöðugleika væru bannaðar. Á þriðjudag lýsti forsetinn því yf- ir að hann framlengdi almennt frí í landinu þar til í dag, til að sporna við því að fólk tæki út innstæður sínar úr bönkum áður en harðar að- haldsaðgerðir ríkisstjómarinnar tækju gildi. Fjármálaráðhema landsins reyndi að róa fjármálamarkaði með því að segja að forsetinn myndi til- kjmna um aðhaldsaðgerðirnar í dag, fimmtudag. Þrengt hefur mjög að hagkerfi Ekvador að undanförnu en landið fór mjög illa vegna áhrifa frá E1 Nino síðasta ár. Að auki hefur verð á hráolíu, einni af aðalútflutnings- vöru þjóðarinnar, verið mjög lágt síðustu misseri. Lokabindi æviminninga Henrys Kissingers komið út Nixon gekkst upp í hlut- verki „harða naglans“ Washington. The Daily Telegraph. Sljórn Brasilíu vinnur sigur á þinginu Skattahækk- un samþykkt Rio de Janeiro. Reuters. TVÖ vínglös gerðu Richard Nixon málglaðan en þijú gerðu hann her- skáan, að sögn Henrys Kissingers, sem var utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í forsetatíð Nixons, en ný- lega kom út lokabindi æviminninga hans. For- setinn drakk hins vegar aldrei í vinnunni og reyndar frekar sjaldan, ef marka má frásögn Kissingers sem segir þá mynd sem kvikmynda- gerðarmenn í Hollywood hafa dregið upp af Nixon, „drekk- andi sjálfan sig til óminnis og ávallt með vínflösku sér við hlið“, hreinlega út í hött. I bókinni Years of Kenewal lýsir Kissin- ger Nixon sem óvenju- legum en afar hæfum stjórnmálamanni, sem þjáðist af mikOli feimni og var þjakaður af „augljósri og ofboðslegri einmana- kennd“. Þrátt fyrir að Nixon væri miskunnarlaus í baráttunni við pólitíska andstæðinga var honum illa við beina árekstra og það var þessi eiginleiki, að mati Kissingers, sem leiddi til starfsaðferða sem ollu því að Nixon var gjaman kall- aður „slóttugi Dick“ [Tricky Dick]. Segir Kissinger að til að komast hjá beinum árekstrum við fólk, sem var á annarri skoðun en hann, hefði hann einfaldlega ekki greint frá ákvörðunum sínum og mörgum því fundist sem forsetinn hefði beitt þá blekkingum. Telur Kissinger að Watergate-hneykslið, sem á endanum olli falli Nixons, hafi kom- ið til vegna þess hversu lélegt sjálfs- traust Nixon var. Gekkst forsetinn upp í hlutverki „harðs nagla“ af þeim sökum. Kom hann fram með ótrúlegar hugmyndir til þess eins að vekja aðdáun aðstoðar- manna sinna, sem hann hafði í raun ekki í hyggju að hrinda í framkvæmd. „Margar af allra ískyggilegustu skipununum, sem heyra má á [hinum frægu] segul- bandsupptökum úr Hvíta húsinu, eiga rætur sínar að rekja til þess- arar tilhneigingar - og ég trúi því að hún hafi einnig verið orsök sjálfs innbrotsins í Watergate- bygginguna," skrifar Kissinger. Segir hann að Nixon hafi fundið hjá sér þörf til að hlera samtöl and- stæðinga sinna (en þeir sem brut- ust inn í Watergate hugðust hlera samtöl demókrata) vegna þess að hann var alla tíð sannfærður um að Kennedy-fjölskyldan hefði látið hlera símtöl sín fyrir forsetakosn- ingarnar 1960, þar sem John F. Kennedy bar sigurorð af Nixon. Einhver „fjárans kjáni“ fylgdi fyrirmælum Utanríkisráðherrann fyrrver- andi greinir frá því í bók sinni að þegar Nixon fékk símhringingu ár- ið 1969 og var sagt frá því að flug- ræningjar hefðu skipað flugmanni flugvélar bandaríska flugfélagsins TWA að stefna til Sýrlands hafi forsetinn verið í návist nokkuira vina sinna. Að því er virðist til að vekja aðdáun þeiira mun Nixon einfaldlega hafa sagt í símann: „Varpið sprengjum á flugvöllinn í Damaskus.“ Kissinger lét sér hins vegar nægja að færa tvö flugmóðurskip nær ströndum Sýi'lands, í samráði við yfirmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins, og þegar Nixon gekk eftir því daginn eftir hvort skipunum sínum hefði verið fylgt út í æsar, og fékk svarið „nei“, sagði hann „gott“ og sneri sér að næsta máli á dagskrá. Tekur Kissinger undir þau orð að Watergate-hneykslið hafi komið upp vegna þess „að einhver fjái'ans kjáni hóf störf á skrifstofu forset- ans og tók bókstaflega það sem honum var sagt að gera“. STJORN Brasilíu vann mikilvæg- an sigur á þingi landsins í gær þegar það samþykkti að hækka skatta á gjaldeyrisyfírfærslur um helming, en það er veigamikill liður í til- raunum stjórnarinnar til að minnka fjárlaga- hallann og leysa fjár- málavanda landsins. Frumvarp um skattahækkunina var samþykkt með 358 at- kvæðum af 513 en 308 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því. Til að frumvarpið verði að lögum þarf að bera það aftur undir atkvæði á þing- inu og búist er við að það verði gert 17. eða 24. þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins aukist um 290 millj- arða króna í ár verði frumvarpið samþykkt í lokaatkvæðagreiðsl- unni. Frumvarpið er mikilvægur þátt- ur í áætlun stjórnarinnar um að hækka skatta og draga úr útgjöld- um ríkisins til að minnka fjárlaga- hallann, sem nemur andvirði 2.600 milljarða króna. Stjórnin lofaði þessum aðgerðum í fyrra þegar hún náði samkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (IMF) um lán að andvirði 3.000 milljarða króna. IMF samþykkti á mánudag að veita Brasilíu viðbótar- lán að andvirði 350 milljarða króna. Sam- komulagið við IMF varð til þess að gengi realsins, gjaldmiðils landsins, hækkaði um 4% í fyrradag, en það hafði lækkað um 37% frá því um miðjan jan- úar. Búist var við að realinn myndi styrkj- ast frekar vegna niður- stöðu atkvæðagreiðsl- unnar í gær. Clinton bjartsýnn á efnahagsbata Bill Clinton Banda- ríkjaforseti sendi stjórn Brasilíu bréf í fyiradag þar sem hann lýsti yfir stuðningi við efnahagsá- ætlunina og samkomulagið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann kvaðst fullviss um að Brasilíumönn- um tækist að leysa fjármálavand- ann og rétta efnahaginn við. Lík- legt þykir að Bandaríkin og fleiri iðnríki veiti Brasilíu ný lán að and- virði 650 milljarða króna á næstu vikum. Reuters PEDRO Malan, Qár- málai'áðherra Brasil- íu, að tilkynna um samkomulag við IMF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.