Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 61 Sófi og tveir stólar verð kr. 162.955.- áður kr. 250.700.- Rýmum til og bjóðum nokkur sófasett, borð og skápa á kostnaðarverði! \/IéM 7vKRISTALL Faxafeni Húsgagnadeild Stúdentaráð fagnar ákvörðun ríkisstjórnar „STÚDE NTARÁÐ fagnar því að ríkisstjórnin hefur nú komið til móts við kröfur námsmanna og hækkað bæði grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og frítekjumarkið. Verulega er komið til móts við kröfur náms- manna og um leið viðurkennt að ástandið var algjörlega óviðunandi. Breytingin er því skref í rétta átt,“ segir í samþykkt Stúdentaráðs. „Stúdentaráð Háskóla íslands hefur nú í rúmt ár lagt sérstaka áherslu á hækkun frítekjumarks og grunnframfærslu Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Lögð var áhersla á að grunnframfærslan þarf að hækka til samræmis við aðrar þær hækkanir sem aðrir hópar í þjóðfélaginu hafa fengið í kjölfar síðustu kjarasamninga og frítekjumarkið þarf að taka mið af lágmarkslaunum í landinu. Ljóst er að menntamálaráðherra tekur skref í þá átt að viðurkenna nám sem fulla vinnu og mikilvægi þess að öllum sé tryggður réttur til náms án tillits til efnahags," segir ennfremur. ------------ Leiðrétt 0,07% munur Munurinn á frambjóðendum í kosningu formanns á aðalfundi SH var 0,07%, en ekki 0,7% eins og misritaðist í fyrirsögn og texta fréttar á miðsíðu blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Hörn en ekki Hrönn Misritun varð í millinafni þess frambjóðanda sem skipar 10. sæti lista VG í Norðurlandi eystra, sem birtist á þriðjudaginn. Frambjóð- andinn heitir Hulda Hörn Karls- dóttir. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Stuttmynda- dagar í Reykjavík 1999 KVIKMYNDAFÉLAG íslands ehf. auglýsir eftir stuttmyndum í keppn- ina Stuttmyndadagar í Reykjavík sem haldin verður 25., 26. og 27. maí næstkomandi. Öllum er heimil þátt- taka um fímm bestu stuttmyndimar og veitir Reykjavíkurborg verðlaun íyrir íyi-stu þrjú sætin, segir í frétta- tilkynningu. Tekið er á móti myndum á SP, VHS, SP Beta, HI 8 og DV foi-mati hjá Kvikmyndasjóði Islands, Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, 2. hæð, alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-16 hjá Sigríði Jónsdóttur, starfsmanni Kvikmyndasjóðs. Æskileg lengd myndai- er frá 3-20 mín. Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja mynd og þarf að fylla út sér- stök eyðublöð sem fást hjá Kvik- myndasjóði. Frestur til að skila inn myndum rennur út 7. maí næskom- andi. Auk stuttmyndasýninga verður fjöldi fyrirlestra um kvikmyndagerð og skyld mál og sýnishorn úr nýjum íslenskum kvikmyndum. Nánari upplýsingar gefur Bryndís Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Stuttmyndadaga í Reykjavík. Þingmenn á Kiwanisfundi Á FUNDI Kiwanismanna í Garða- bæ í kvöld, fimmtudag kl. 20, í Kiwanishúsinu við Faxatún mæta alþingismennirnir Siv Friðleifsdótt- h' og Guðmundur Ámi Stefánsson. Þau eru alþingismenn Reykjanes- kjördæmis og munu skiptast á skoðunum á fundinum. Veislukaffi Skag- firsku söngsveit- arinnar HIÐ árlega veislukaffi Skagfirsku söngsveitarinnar i Reykjavík verð- ur haldið sunnudaginn 14. mars í Félagsheimilinu Drangey v/Stakka- hlíð. Húsið verður opnað kl. 14.30. Boðið verður upp á kaffiborð og skemmtun. Söngsveitin tekur létta sveiflu, söngkonan Kristín R. Sig- urðardóttir syngur nokkur lög og tveir ungir herramenn leika á selló og fiðlu. Allir velkomnb. Þjónusta við skattgreiðendur á Húsavík verði ekki skert MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá bæjaiTáði Húsavíkur sem samþykkt var á fundi 4. marz sl.: „Bæjarráð Húsavíkur skorar á skattayfirvöld að tryggja að þjónusta við skattgreiðendur í bænum verði ekki skert við starfslok núverandi starfsmanns Skattstofu Norðurlands eystra á Húsavík. Jafnframt tekur bæjarráð undir hugmyndir sem hafa verið til umræðu þess efnis að fjölga svokölluðum útstöðvum hjá skattayfirvöldum og bæta þannig aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þessari þjónustu ríkisvaldsins. Að lokum minnir bæjarráð á þá staðreynd að hvert starf í opinbem þjónustu á landsbyggðinni er mikilvægt og þar er Húsavík engin undantekning.“ Gjöftil Kvennadeild- ar Landspít- alans SVÖLURNAR, líknarfélag nú- verandi og fyrrverandi flug- freyja, afhentu rafskurðar- tæki til aðgerða á eggjaleiður- um kvenna, að verðmæti yfír átta hundruð þúsund kr., á 50 ára afmæli Kvennadeildar Landspítalans í janúar. Af því tilefni er þessi mynd tekin: Rannveig Ásbjörnsdótt- ir, formaður Svalanna, Auðólf- ur Gunnarsson, læknir, Gerð- ur Gunnarsdóttir, varaformað- ur, Margrét Ríkarðsdóttir, fráfarandi formaður, Auður Aradóttir, formaður jólakorta- nefndar, Inga Eiríksdóttir, gjaldkeri, og Helga Kristín Einarsdóttir, yfirhjúkrunar- kona á skurðdeild Kvenna- deildarinnar. Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í kvöld FRÁ skógarreitnum í Gráhelluhrauni. Skógrækt í þéttbýli - Bæjarskógurinn AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Hafnarfjarðar verður haldinn í Sverrissal í Hafnarborg í kvöld, fimmtudaginn 11. mars, og hefst hann kl. 20.30. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga flytja erindi með myndum er hann nefnir „Skógrækt og útivist í þétt- býli - Bæjarskógurinn“. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er áhugamannafélag þar sem margir hafa lagt gjörva hönd að verki við að græða upp bæjarland- ið og klæða það skógi. Hefur orðið mikill árangur af þessu fórnfúsa starfi og er óhætt að segja, að skóglendið á vegum þess sé nú ein af útivistarperlunum á höfuðborg- arsvæðinu. Er nú unnið að deiliskipulagi í landi félagsins við Hvaleyrarvatn. Skógræktarfélagið sinnir einnig fræðslu um ýmis mál, sem tengjast uppgræðslu og náttúrvernd og má í því sambandi nefna, að félagið hefur komið upp trjásýnilundi í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn í samvinnu við Búnaðarbanka ís- lands. Má þar sjá mikið af trjám og trjákenndum gróðri, sem unnt er að rækta hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Eru allar teg- undir vel merktar og lundurinn öll- um opinn. Þess má geta, að 8. júlí nk. mun félagið standa fyrir göngu um trjásýnilundinn í fylgd fag- manna. Fuglarnir í skóginum Síðastliðið sumar lét Skógrækt- arfélagið útbúa veglegt veggspjald, sem hefur titilinn „Fuglarnir í skóginum og við Hvaleyrarvatn" og sýnir það þær tegundir, sem hafast við í skóglendum félagsins og næsta nágrenni. Þeir, sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar geta fengið upplýsingar um starfsemina í símum félagsins. LAGERSALA Áhúsgögnum • Síðastidagur London frá kr. 16.645 f sumar með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sumar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágætis hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðviku- daga í sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið. Verð kr. 16*645 Verðkr. 19*990 M.v. hjón með 2 born. 2-11 ára, flugsæti og skaftar. Flug og skattur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Aðsendar greinar á Netinu <^j> mbl.is Al.LTAf= 6/777/l^£7 /VÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.