Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ -'i fortíðar Teikn eru á lofti um að kosningabaráttan muni fremur snúast um málefnastöðu Samfylkingarinnar en árangur ríkisstjórnarinnar. Stofnun hinnar svoköll- uðu Samfylkingar er söguleg tilraun sem mun að líkindum hafa í för með sér eðlis- breytingu á því 4 (-5) flokka kerfí sem við höfum búið við frá því skeið nútímastjómmála hófst um 1930. Ef þessi tilraun lánast, og Samfylkingin festist í sessi með yfír 30% fylgi, mun (að öðru óþreyttu) í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins skapast mögu- leiki á myndun tveggja flokka vinstristjórnar. Þá mun flokka- landslagið líta þannig út að Sjálfstæðisflokkurinn hefur 36- 39% jafnstöðufylgi, Samfylking- in 30-33%, Framsóknai’flokkur- inn 18-22%, vinstra græna framboðið VIÐHORF (VG) 7-10% og Eftir~Jaköb F. Ásgeirsson boð 4-5% fylgl. Verði þetta raunin mun Framsóknarflokk- urinn gegna lykilhlutverki í stjómmálum næstu aldar, því ekki er líklegt að annar hvor stóru flokkanna fari yfír 40% markið og geti þannig myndað tveggja flokka stjórn með VG- mönnum. Samstjóm Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar væri auk þess ólíkleg (a.m.k. fyrst í stað), ekki síst vegna þess að slík stjórn myndi um of hafa á sér „þjóðstjómar“-yfirbragð (sem á ekki við nema á sérstök- um hættutímum) og gæti kallað yfír flokkana, annan hvorn eða báða, afdrifaríkt fylgistap í kosningum ef stjórnin nyti óvin- sælda og þannig magnað stór- kostlega fylgi minni flokkanna. Þótt margir á vinstri vængnum fagni þessum breytingum á stjórnmálalandslaginu skerðast stjómarmyndunarkostir óneit- anlega - og er mikil eftirsjón að því að kjósendur skuli ekki framar eiga völ á samstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Samfylkingin er vissulega til- raun til að færa vinstriöflin nær miðju stjórnmálanna og að mörgu leyti til vitnis um aukið raunsæi í vinstri herbúðum. Vinstrimenn, einkum hinir yngri, hafa í mörg ár gert sér ljóst að ýmis gömul ágreinings- efni íslenskra stjómmála, svo sem aðildin að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamstarf- ið við Bandaríkin, væra ekki lengur meginatriði fyrir þorra kjósenda, auk þess sem sósí- alskt hagkerfi væri ekki lengur raunhæfur valkostur. Því ber vitanlega að fagna ef samstaða myndast um megindrættina í ís- lenskri utanríkisstefnu á lýð- veldistímanum; það er lítilli þjóð mikils virði að þurfa ekki að þúa við grandvallarágreining stjóm- málamanna um öryggishags- muni sína. Ennfremur er það fagnaðarefni að ekki þurfi leng- ur að deila um það í alvöra að hér skuli ríkja þlandað mark- aðshagkerfi. En þrátt fyrir hið nýja raun- sæi á vinstri vængnum er fortíð- in ekki langt undan. Það eru ekki margar vikur síðan tals- maður Samfylkingarinnar, Mar- grét Frímannsdóttir, var á Kúbu og skálaði þar við mann- réttindaníðinga og lýsti fjálg- lega hversu hamingjusamir Kúbverjar væra í sinni komm- únísku örbirgð. Og afstaða sumra samfylkingarmanna til þingsályktunartillögu um upp- sögn varnarsamningsins við Bandarikin ber þess merki hversu framandi raunsæið nýja er gömlum allaböllum. Nú skyndilega var ekki hægt að taka afstöðu í þessu gamla máli málanna. Tillagan var alls ekki „tímabær", sagði Margrét, en hún var fjarverandi við at- kvæðagiæiðsluna. (Og meðal annarra orða: Skyldi það vera tilviljun að Svavar Gestsson, helsti gagnrýnandi íslenskrar utanríkisstefnu, lét af þing- mennsku til að ganga í utanrík- isþjónustuna daginn áður en at- kvæði vora greidd?!) Dæmigerð vora viðbrögð Sig- ríðar Jóhannesdóttur. Hún kvaðst ætla að sitja hjá vegna þess að tillagan væri fram borin af „annarlegum hvötum“ þar eð engin von væri til þess að hún yrði samþykkt. Hætt er við að stjórnarandstaðan yrði marklítil ef hún legði ekki fram aðrar til- lögur á þingi en þær sem hún vissi fyrirfram að andstöðu- flokkarnir í ríkisstjóra væra fylgjandi! Það er fullkomlega eðlilegt í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á flokkakei'fínu að þingmenn vilji kalla fram skýrar markalínur á þingi í einu mesta átakamáli ís- lenskrar stjórnmálasögu á lýð- veldistímanum. Víst er að þær Margrét og Sigríður munu ekki komast upp með moðreyk af þessu tagi í komandi kosninga- baráttu. Ymis teikn eru nefnilega á lofti um að kosningabaráttan muni ekki fyrst og fremst snú- ast um frammistöðu ríkisstjórn- arinnar heldur um málefnastöðu Samfylkingarinnar. Mun hart verða gengið að Samfylkingunni úr tveimur áttum. VG-menn munu þjarma að fyrri félögum úr Alþýðubandalaginu og knýja á um skýra afstöðu Samfylking- ar í ýmsum gömlum og nýjum átakamálum. Og framsóknar- menn gera sér ljóst að það er Samfylkingin sem sótt hefur í þeirra fylgi í skoðanakönnun- um. Hvort tveggja VG- og framsóknarmenn munu líta á Samfylkinguna sem höfuðand- stæðing sinn í kosningabarátt- unni. Það getur því farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn eigi hálf- partinn frítt spil og geti háð til- tölulega átakalitla kosningabar- áttu. Kjósendur hafa ítrekað lýst yfir því í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti þeirra styðji ríkisstjórnina. Omögulegt er hins vegar að segja fyrir um stjórnarmyndun að afloknum kosningum; allir flokkarnir ganga skiljanlega óbundnir til kosninganna. Mestu varðar að báðir ríkisstjórnarflokkarnir fái góða kosningu. Aðeins með þeim hætti geta kjósendur kom- ið þeim skilaboðum á framfæri að ekki verði stefnt í voða hin- um mikilsverða árangri sem náðst hefur í landsstjórninni á undanfórnum fjóram árum. Inga Jóna, Mitsubishi og Sjálfstæðisflokkurinn ÞVÍ MIÐUR gefst alltof sjaldan tækifæri til að hæla sjálfstæðis- mönnum fyrir störf þeirra í borgarstjóm. Eg get þó ekki látið hjá líða að rifja upp mjög ábyrga afstöðu þeirra til viðskipta Reykjavík- urborgar við japanska stórfyrirtækið Mitsu- bishi vegna kaupa á vélasamstæðum fyrir Nesjavallavirkjun á ár- inu 1996. Þar koma sér- staklega við sögu þau Inga Jóna Þórðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, sem á þeim tíma sátu bæði í stjóm Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar. Raforkuverið á Nesjavöllum er langstærsta framkvæmd sem Reytkjavíkurborg hefur ráðist í á síðustu áratugum. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á 5 milljarða króna. Það skipti því miklu máli að allur undirbúningur þessarar fram- kvæmdar yrði hinn vandaðasti af hálfu Hitaveitu Reykjavíkur og ráðgjafa hennar, en stærsti ein- staki liðurinn vora kaup á vélasam- stæðunum, sem áætlað var að kost- aði 1,6 milljarða króna. Skemmst er frá því að segja að kaupin á þeim vora boðin út á hinu evrópska efnahagssvæði, lögum samkvæmt, ólíkt því sem síðar gerðist hjá Hitaveitu Suðurnesja en fjölmiðlar hafa látið framhjá sér fara af ein- hverjum ástæðum. Við opnun tilboða í vélasamstæðu Nesjavalla kom í ljós að tvö japönsk fyrirtæki skára sig úr hvað lág tilboð varðaði - Mitsubishi og Sumitomo. Samkvæmt alþjóðlegum staðli í útboðsgögnum var gert ráð fyrir því, að viðræður yrðu teknar upp við lægstbjóðend- ur, enda skipti hönnun vélasamstæðanna veralegu máli, og var hluti af tilboðunum. Það var einróma niðurstaða Hitaveitu Reykjavíkur og ráð- gjafa hennar, að til- boð Mitsubishi væri hagstæðara og lögðu þessir aðilar til við Innkaupastofnun Reykj avíkurborgar að tilboði Mitsubishi yrði tekið, en það var um 400 milljónum króna undir kostnað- aráætlun. Stjórn Innkaupastofnunar sam- þykkti þessa tillögu samhljóða eftir ítarlega skoðun af sinni Japansferð Borgarfulltrúar eiga ekki að vera fyrir- tækjafælnir, segir Alfreð Þorsteinsson, svo fremi að réttum reglum sé fylgt. hálfu, ekki sízt stjórnarmannsins Ingu Jónu Þórðardóttur, sem lagði sig fram um að fara yfir hvern einstakan lið málsins til að fullvissa sig um að rétt væri að málum staðið. Sama sagan endurtók sig í borg- arráði, þar sem þessi sama Inga Jóna Þórðardóttir lét sig hafa það að mæta á kvöldfundi annan dag páska til að afgreiða málið á tilsett- um tíma til að koma í veg fyrir óeðlilegar tafir af hálfu fjármála- ráðuneytisins. Ohætt er að fullyrða að þessi kaup Reykjavíkurborgar á vélasam- stæðum frá Mitsubishi séu ekki að- eins stærstu viðskipti við einstakan viðskiptaaðila, sem borgin hefur gert heldur einnig þau hagstæðustu miðað við það verð sem fékkst. Það var því ekkert hik á Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálf- stæðismanna, við að samþykkja viljayfirlýsingu um framhaldskaup á þriðju vélasamstæðunni frá Mitsubishi í borgarráði sl. haust. Hún þekkti forsöguna það vel. Eg tel að það sé til fyrirmyndar hvernig þessi borgarfulltrúi og aðr- ir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins tóku á þessum málum, því að stórviðskipti af þessu tagi geta verið viðkvæm og auðvelt að gera þau tortryggileg. Borgarfulltrúar eiga ekki að vera fyrirtækjafælnir svo fremi að réttum reglum sé fylgt. Eg hef haft þá ánægju að heimsækja fyrirtæki sem Reykjavíkurborg hefur átt stórviðskipti við ásamt fulltráa Sjálfstæðisflokksins. Það er ekkert óeðlilegt við slíkt. Miklu fremur eykur það þekkingu borgarfulltráa að kynna sér starfsemi fyrirtækja. Um þessar mundir malar raf- orkuverið á Nesjavöllum Reykvík- ingum gull, nótt sem nýtan dag. Ar- legar tekjur núna era 400-500 milljónir ki'óna og eiga eftir að stóraukast, þegar Reykvíkingar fara að nýta það fyrir eigin markað eftir tvö ár. Þökk sé Reykjavíkurlistanum, Ingu Jónu Þórðardóttur og Mitsu- bishi. Höfundur er borgnrfuUtrúi og formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson Atvinnu- og* menntamál í öndvegi ER VIÐ horfum til þess nýja árþúsunds sem er framundan má ætla að margir staldri við og hugleiði hvað er- um við að leggja að baki, hvað er framund- an. Breytingar og framfarir í þjóðfélaginu á einni öld era gífurleg- ar. Það er grundvallar- atriði fyrir farsæla framtíð þjóðarinnar að hér verði áfram sú upp- bygging og hagsæld sem verið hefur í stjórnunartíð Sjálf- stæðisflokksins sl. kjörtímabil. Hverjum treystum við best til að stýra þjóðarskútunni? Er ekki skynsamlegt að treysta fyrir því vandasama verki fólki, sem hefur að leiðarljósi frelsi og sjálfstæði. Þetta býr allt í krafti þess fólks sem nú vinnur í anda sjálfstæðis- stefnunnar og býður sig fram til al- þingiskosninga í vor. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins á aldrei betur við en nú: Stétt með stétt. A lista sjálfstæðismanna á Vest- urlandi era karlar og konur úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Fólk sem hefur þekkingu á þöríúm kjördæmisins alls og er í snertingu við hið daglega líf íbúa Vesturlands. Það er staðreynd að ríkt hefur góðæri í landinu og uppbygging á mörgum sviðum. Þó er fylgjendum Sjálfstæðisflokksins og frambjóð- endum ljóst að við þurfum sífellt að bæta okkur til að ná árangri. Það er ýmis- legt sem endurskoð- unar þarf við. Þar komum við að kjarna sjálfstæðisstefnunnar. Hún er ekki bundin á klafa þröngsýni og einstefnu, heldur að- lagast nýjungum og nauðsynlegum breyt- ingum. Velferðarkerfið kallar á endurskoðun og hagsmuni allra þarf að tryggja á réttlátan hátt. Meðal annars þuifúm við að taka til endurskoðunar kjör öryrkja- og aldraðra. Að búa við skerta heilsu er nægur baggi á ein- staklingnum þótt ekki komi að auki Stjórnmál Hverjum treystum við best, spyr Helga Halldórsdóttir, til að stýra þjóðarskútunni? til fjárhagsáhyggjur. Samfélagið verður að gefa fólki möguleika á viðunandi lífsviðui'væri. Aldurstréð svokallaða er hjá vissum aldurshópi. Byggist þetta aðallega á því að unga fólkið skilar sér ekki nægilega vel heim að námi loknu. Fyrir því era margar ástæð- ur. Áralöng dvöl við nám fjarri heimabyggð hefur þar áhrif. Hér þarf hugarfarsbreytingu. Hugar- farsbreytingu gagnvart menntun í heimabyggð og menntun í iðn- greinum. Þessa þætti verðum við með öllum ráðum að efla. Fjarnám er spennandi nýjung og þar verða eflaust í framtíðinni sífellt nýir möguleika. Vesturland býður marga möguleika til náms, en bet- ur má ef duga skal. Atvinnumálin Atvinnumálin verðum við Vest- lendingar að setja í öndvegi á kom- andi kjörtímabili. Landsfjórðung- urinn hefur allt til að bera. Rót- grónar sjávarútvegsbyggðir sem byggjast á mikilli þekkingu, land- búnað í hæsta gæðaflokki og vin- sæl ferðamannasvæði sem kalla á aukna þjónustu. Þetta verður þó allt að haldast í hendur við þokka- lega afkomu íbúanna. Afkomu fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum. Það þarf að nota alla möguleika til nýsköpunar, koma á framfæri hugmyndum og nýta þann kraft sem íbúarnir búa yfir. Eg vil hvetja alla og þá sérstak- lega unga kjósendur til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins i fjölskyldu- og menntamálum, byggðamálum og öðru sem snertir þeirra daglega líf. í höndum Sjálfstæðisflokksins er framtíð okkar best tryggð. Höfundur er skrifstofumaður og skipar þriðja sæti Sjálfstæðisflokks- ins á Vesturlandi til alþingiskosn- inga. Helga Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.