Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ + Eiríka Elfa Að- alsteinsdóttir fæddist í Hermes á Eskifirði hinn 11. mars 1948. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað hinn 26. febrú- ar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eskifjarð- arkirkju 6. mars. Við vorum átta fermingarsystkinin sem fermdumst í Eskifjarðarkirkju vorið 1962. Elfa var ein okkar og þótti okkur vænt um að hún gat fylgt okkur þessa leið þrátt fyrir fötlun sína. Tilfinn- ing mín er sú að fermingarsystkini tengist órjúfanlegum sérstökum böndum sem endast ævilangt, sama hverjar aðstæður fólks eru. Samskipti okkar Elfu voni lítil, en þegar við hittumst var hún ávallt glaðleg og skiptumst við á góðum kveðjum og tíðindum. Elfa naut ástríkis foreldra, vandamanna og fjölda vina sem hún eignaðist á lífsleiðinni. Eg sendi Aðalsteini og Guðlaugu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Hjörvar. Þegar kær vinur deyr, hrannast upp minningar sem geymdar eru í fylgsnum hugans og snerta strengi hjartans. Þú, elsku Elfa mín, hefur svo ótal oft snert strengi í hjarta mínu, allt frá því við kynntumst fyrir nær 35 árum. Mér eru okkar fyrstu kynni ljóslifandi í minni. Þín var vænst til Hönnu frænku þinn- ar og Georgs og við Friðrik, þá ný- trúlofuð, vorum að koma úr bíó. Þegar við komum heim varst þú mætt. Þú horfðir á mig og sagðir: „Hvað heitir þú? Ætlar þú að stela honum frænda frá mér?“ Ég sagði svo ekki vera, en við gætum bara átt hann saman, þú samþykktir það með semingi og svo var spjall- að fram eftir kvöldi. Þegar kominn var tími til að hátta tókst þú þétt- ingsfast utanum mig og hallaðir höfðinu upp að mér. Síðan hefur mér alltaf þótt svo undur vænt um þig; A þessum árum varst þú á Sól- heimum og þegar þú komst suður til Hönnu frænku þinnar komstu einnig til okkar Friðriks, fyrst á Suðurgötuna svo í Háaleitið. Oft var glatt á hjalla hjá okkur vinkonunum, báðar höfðum við gaman af tónlist, svo við gátum sameinast um áhugamálið. Og mikið varst þú alltaf góð við krakkana mína. Þú lékst við þau, fórst með þau út í búð og keyptir nammi, en bara það sem þér fannst þau ættu að fá. Það varst þú sem varst að versla og þú réðir. Mín kona. Þau minnast þess nú, eins og svo oft áður, hvað þú varst þeim góð og Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. þegar þau fóru í heim- sókn tfi þín með ömmu og afa að Sólheimum. Það er líka ljúf minn- ingin þegar ég sagði þér að ég væri ófrísk að Jóhanni og þú sagð- ir: „Nei, Anna mín, ekki eitt enn.“ Og líka er þú komst stuttu eftir að ég kom heim af spítalanum með hann pg þú varst hjá mér. Ég þurfti að hengja út þvott og sá litli lá í vöggunni. Allt í einu er bankað í niðuna, þá stendur þú þar með kútinn í örmum þér og dillar honum. Þegar ég kom inn MINNINGAR sagðir þú: „Hann langaði svo til að frænka lyfti sér.“ Þú varst dásam- leg. Ég þakka þér, elsku vinkona, allt það sem þú gafst mér, kærleika þinn og skilning á því að það er ekki allt sjálfgefið í þessum heimi. Þú varst yndislega góð, hjartahrein og næm manneskja og nú ert þú ör- ugglega að syngja og dansa með englum Guðs í Paradís. Kæru hjón, Lauga og Alli, við Friðrik og krakkamir okkar send- um ykkur innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja ykkur. Einnig biðja Hanna og Georg fyrir kærar kveðjur. Að lokum kæra vinkona. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín vinkona. Anna Jónsdóttir. t Útför systkinanna, SIGRÍÐAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Lönguhlíð 1b, Akureyri, sem lést á FSA sunnudaginn 28. febrúar OG STEINGRÍMS PÁLMA SIGURSTEINSSONAR, Bjarmastíg 3, Akureyri, sem lést á FSA þriðjudaginn 23. febrúar, verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast þeirra er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Steinþór Friðriksson, Hanna Sigurðardóttir, Bernharð Haraldsson, Daggeir Pálsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SALÓMONSDÓTTIR, áður Dalalandi 14, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 12. mars kl. 13.30. Gústav Óskarsson, Elsa Haraldsdóttir, Sigrún Þóra Óskarsdóttir, Rut Hallgrímsdóttir, Emil Ágústsson, Anna Hallgrímsdóttir, Arngrímur Hermannsson, ína Salóme Hallgrímsdóttir, Gunnar Borgarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Flugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA JÓNSSONAR prófessors emeritus, Brekkuhvammi 4, Hafnarfirði. Kærar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild og á deildum 6A og 7A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir einstakt viðmót og hjúkrun. Einnig sendum við hjúkrunarsamtökunum Karítas inniiegar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Margrét Guðnadóttir, Elín Gísladóttir, Gunnar Linnet, Guðni Gíslason, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Halldór J. Ágústsson og barnabörn, EIRIKA ELFA AÐALSTEINSDÓTTIR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 55 t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langöm- mu, LÁRU ÁSGEIRSDÓTTUR NIELSEN, Bergþórugötu 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 4-B, Borgarspítala og deildar K-l á Landakotsspítala fyrir góða umönnun og hlýju. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför SIGURRÓSAR SIGMUNDSDÓTTUR, Hjallabraut 25, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 -E á Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Hólm Dýrfjörð. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar hjartkærs eiginmanns míns, HILMARS ÞORBJÖRNSSONAR aðstoðaryfirlögregluþjóns, Engjateigi 17. Sérstakar þakkirtil lögreglunnar í Reykjavík og Lögreglukórsins. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Ósk Guðbjartsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Blikastöðum, til heimilis á Hlaðhömrum, Mosfellsbæ. Sigsteinn Pálsson, Magnús Sigsteinsson, Marta Sigurðardóttir, Kristín Sigsteinsdóttir, Grétar Hansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU HELGASON, Aflagranda 40, Reykjavík. Torfi Jónsson, Jónína H. Gísladóttir, Helgi V. Jónsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hallgrímur G. Jónsson, Sigurveig I. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar ANDRÉSAR GUÐLAUGSSONAR verður fyrir- tækið lokað frá kl. 13.00 í dag, 11. mars. Stoð hf. Lokað Skrifstofur Viðskipta- og hagfræðideildar og Félagsvísindadeildar Háskóla íslands verða lokaðar eftir hádegi fimmtudaginn 11. mars vegna útfarar ÓLAFS BJÖRNSSONAR, fyrrv. prófessors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.