Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Settar verði hömlur á ofbeldisefni ERLENT Sergej Stepashín skipaður forsætisráðherra Rússlands Lofar umbótum og herferð gegn efnahagsglæpum Reuters BORIS Jeltsín Rússlandsforseti óskar Sergej Stepashín til hamingju eftir að dúman samþykkti tilnefningu hans í forsætisráðherraembætt- ið í gær. Alexander Voloshín, skrifstofusljóri í Kreml, fylgist með. Moskvu. Reuters, AFP. SERGEJ Stepashín, sem var skip- aður forsætisráðherra Rússlands í gær eftir að hafa farið með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslu í dúmunni, hét því að knýja fram efnahagslegar umbætur, bæta lífskjör almennings og skera upp herör gegn efnahags- glæpum. Stepashín hefur verið dyggur stuðningsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og er þriðji for- sætisráðherra landsins á fjórtán mánuðum. Hann flutti ræðu í dúmunni áður en tilnefning hans í embættið var samþykkt í gær og sagði að hann myndi framfylgja svipaðri stefnu og Prímakov. Hann skoraði einnig á þingið að sam- þykkja sem fyrst lög, sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur sett sem skilyrði fyrir frekari lánum til Rússa. „Verði þessi lög ekki sam- þykkt fljótt verður ekki hægt að draga úr erlendri skuldabyrði Rúss- lands.“ Stepashín sagði að nauðsynlegt væri að beita strangari aga til að koma á efnahagslegum umbótum, stemma stigu við skattsvikum, efna- hagsglæpum og ólöglegum fjár- magnsflótta til að auka tekjur ríkis- ins. Nýi forsætisráðherrann sagði að efnahagsumbætumar mættu ekki koma niður á almenningi og hafnaði þar með þeirri róttæku efnahags- stefnu sem sumir af forverum hans í embættinu aðhylltust. „Rússneska þjóðin væntir þess að stjómin nái raunverulegum árangri. Hún bíður eftir því að lífskjör sín batni sem fyrst. Eg er viss um að með stuðn- ingi þingsins er stjómin fær um að láta þessar vonir rætast.“ „Eg er enginn Pinochet" Stepashín er fyrrverandi innan- ríkisráðherra og yfirmaður öryggis- lögreglu Samveldisins (FSB), arf- taka KGB, en hefur litla reynslu af efnahagsmálum. Hann var einn þeirra embættis- manna sem áttu stærstan þátt í stríðinu í Tsjetsjníu 1994-95 sem varð næstum til þess að Jeltsín yrði ákærður til embættismissis á laug- ardag. Aðeins einn þingmannanna, sem studdu Stepashín, vakti máls á þætti forsætisráðherrans í stríðinu þegar tilnefningin var rædd í dúmunni, en það var Grígorí Javl- inskí, leiðtogi frjálslynda flokksins Jabloko. Forsætisráðherrann sagði að hann hefði alls ekki í hyggju að breyta Rússlandi í einræðisríki. „Sumir hafa þegar lýst tilnefningu minni í embættið þannig: „Sjáið, hér kemur hershöfðingi. Hatrammur leiðtogi. Rússland stendur við gætt- ir einræðis." Sumir líkja mér meira að segja við Pinochet hershöfðingja. Nei, ég er enginn Pinochet. Ég heiti Stepashín." Sem innanríkisráðherra hefur Stepashín stjómað hundruðum þúsunda hermanna, auk milljónar lögreglumanna. Kvöldið fyrir at- kvæðagreiðsluna í dúmunni hafði hann gert að gamni sínu á ríkis- stjómarfundi, sem sýndur var í sjónvarpi, og sagt að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með honum yrðu ekki skotnir. „Þið sem reistuð upp hönd til að styðja Stepashín getið nú lagt hana niður - og geng- ið frá veggnum," sagði hann og glotti. Jeltsín var á skrifstofu sinni í Kreml í gær og fylgdist þar með at- kvæðagreiðslunni þótt talsmaður spænsku stjómarinnar hefði sagt daginn áður að forsetinn hefði ekki getað mætt á fund með forsætis- ráðherra Spánar þar sem hann væri með lungnakvef. Talsmenn Jeltsíns neituðu því að hann ætti við veikindi að stríða. í sjónvarpi Washington, Cannes. Reuters. HÓPUR menntamanna hvatti til þess sl. þriðjudag að viðskiptanefnd bandarísku öldungardeildarinnar samþykkti lagafimmvarp sem banna myndi sýningar á ofbeldisríku myndefni á þeim tímum sem líkleg- ast er að böm séu meðal áhorfenda. Telja þeir að rekja megi ofbeldis- hneigð unglinga til ofbeldis í sjón- varpi. Nokkuð hefur verið vegið að kvik- myndaiðnaðinum í Hollywood frá því að tveir ungir drengir urðu skólafé- lögum, kennurum og sjálfum sér að bana í Littleton í Colorado fyrir skömmu. Frá þvi að ódæðisverkið var framið hafa umræður um skað- semi sjónvarpsefnis, kvikmynda og tónlistar sem hafa að geyma ofbeldi í einhverri mynd aukist. I máli sínu fyrir nefnd öldungar- deildarinnar, sagði Leonard Eron við háskólann í Michigan, að rannsóknir sem gerðar hefðu verið sl. 35 ár hefðu leitt í ljós að ofbeldi í sjón- varpsefni leiddi til aukinnar glæpa- tíðni meðal bama og unglinga. Emest sagði sjónvarpsiðnaðinn hins vegar ekki hafa viljað axla ábyrgð í þessum efnum, þar sem gíf- urlegir fjármunir væra í húfi. Leikarinn Mel Gibson blandaði sér í þessa umræðu á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í Frakklandi og sagði ofbeldi alltaf hafa verið til staðar, bæði í kvikmyndum og aldargömlum leikritum. Gibson sagði stjómmála- menn ekki alltaf mega kenna ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsefni um er ódæðisverk, eins og morðin í Littr leton, væra framin. Mikil ólga í ísraelskum stjómmálum Urslit ísraelsku kosninganna á mánudag hafa komið miklu róti á stjórnmál þar í landi. Sigrún Birna Birnisdóttir er í Israel og fylgist með ástandinu. MIKIL ólga er í ísra- elsku stjómmálalífi eft- ir úrslit kosninganna á mánudag. Þannig til- kynnti Benny Begin, sonur Menachems Begins fyrrverandi for- sætisráðherra og for- maður Þjóðareiningar- flokksins, í gær að hann hygðist hætta í stjómmálum. Yfirlýs- ing hans fylgir í kjölfar afsagna Benjamins Netanyahus, sem lét af formennsku Likud- flokksins á mánudags- kvöld, og Aryeh Deris, formanns Shas-flokksins sem til- kynnti á þriðjudag að hann hygðist láta af þingmennsku. Afsagnir Netanyahus og Begins þykja til marks um óvænt hrun hægri aflanna í ísraelskum stjóm- málum en afsögn Netanyahus fylgdi í kjölfar ósigurs hans fyrir Ehud Barak, leiðtoga Verkamanna- flokksins, í baráttunni um forsætis- ráðherraembættið og mesta ósig- urs flokksins í kosningum frá árinu 1961. Þá sagði Begin, sem dró framboð sitt til forsætisráðherra- embættisins til baka á síðustu stundu, ástæðu afsagnar sinnar vera þá að þjóðin ætti greinilega ekki lengur sömu hugsjónir og hann og hann væri því orðinn að leiðtoga án fylgis- manna. Afsögn Deris fylgir hins vegar í kjölfar stórsigurs Shas, flokks strangtrúaðra gyðinga af austrænum uppruna. Deri, sem nýlega var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir spillingu, sagði er hann tÚkynnti um afsögn sína á þriðjudagskvöld að hann ætlaði að hætta þingmennsku og einbeita sér að því að hreinsa mannorð sitt fyrir hæstarétti. Almennt er þó talið að möguleikar Shas á stjórnaraðild hafi ráðið mestu um ákvörðun hans enda hafði Barak lýst því yfir í kosningabaráttunni að hann myndi ekki eiga viðræður við Shas meðan Deri leiddi flokkinn. Afsögn Deris hefur þó alls ekki ratt öllum hindranum varðandi hugsanlega stjómaraðild Shas úr vegi. Þannig hafa andstæðingar flokksins bent á að þótt Deri hafi látið af þingmennsku og forystu þingflokksins sé hann enn leiðtogi Benny Begin Reuters ÍSRAELSKIR hermenn fjarlægja fsraelskan mótmælanda er reyndi að koma í veg fyrir eyðileggingu nokkurra stórra vatnstanka á Vestur- bakkanum. Hermenn brutu tankana niður og fylltu af gijóti og möl en ástæðan var sögð sú að tankarnir hefðu verið reistir af Palestínu- mönnum án tilskilinna leyfa. flokkins og muni því áfram hafa tögl og hagldir innan hans. A sama tíma og Barak, sem sam- kvæmt lögum hefur 45 daga til að mynda nýja ríkisstjóm, hefur verið ákaflega varkár í yfirlýsingum sín- um um hugsanlegt stjórnarsam- starf hafa ýmsir áhrifamenn innan Verkamannaflokksins gefið í skyn að þeir vilji gjaman ganga til sam- starfs við Shas enda telji þeir ekki við hæfi að útiloka sigurvegara kosninganna frá stjómarsamstarfi. Það gæti hins vegar einnig orðið erfitt fyrir Barak að ganga framhjá hinum nýstofnaða Sinui flokki, sem berst gegn ofríki strangtrúaðra, en flokkurinn vann óvæntan sigur er hann hlaut sex þingsæti. Hvorugur þessara flokka er þó talinn líklegur til að fallast á að taka þátt í stjórn- arsamstarfi með hinum og því er útlit fyrir að Barak eigi erfitt val fyrir höndum. Strax á kosninganóttina mátti greina þá djúpu andúð sem ríkir meðal margra stuðningsmanna Baraks á ofríki strangtrúaðra en þá fagnaði hópur stuðningsmanna hans honum með slagorðinu Bara ekki með Shas! Þá mun Barak hafa borist fjöldi áskorana um að útiloka strangtrúaða frá stjórnarmyndun- arviðræðum. Einnig hefur Yossi Sarid, formaður vinstriflokksins Meretz, sem margir líta á sem sjálf- sagðan samheija Verkamanna- flokksins í ríkisstjórn, lýst því yfir að hann hafi ekki áhuga á samstarfi við Shas. Þrátt fyrir sterka stöðu vinstri manna á þingi er því Ijóst að það muni reynast Barak ærið verkefni að standa við fyrirheit sín um að sameina þjóðina. Líklegt er því talið að hann muni byrja á því að þreifa fyrir sér á hættuminni víg- stöðvum og hefja stjórnarmyndun- arviðræður með því að ræða við Miðjuflokk Yitzhaks Mordechais og stærsta flokk rússneskra innflytj- enda, Israel Ba’Aliya. Þó Barak sé sagður opinn fyrir því að ganga til viðræðna við Shas, eftir afsögn Deris, er hann þó sagð- ur hafa meiri áhuga á samstarfi við Likud-flokkinn sem rétt eins og Shas hefur þegar hafist handa við að brýna sverðin fyrir þá valdabar- áttu sem framundan er. Þannig brugðust leiðtogar Likud-flokksins skjótt við eftir að Benjamin Net- anyahu, fráfarandi forsætisráð- herra, tilkynnti um afsögn sína sem formaður flokksins á mánudags- kvöld og skipuðu Ariel Sharon, frá- farandi utanríkisráðherra, í emb- ættið til bráðabirgða. Sharon mun því leiða flokkinn í hugsanlegum stjómarmyndunarvið- ræðum en samkvæmt fréttum Jerusalem Post er flokkurinn klofinn í afstöðu sinni til hugsanlegs stjóm- arsamstarfs. Þannig hefur Netanya- hu lagst gegn því að flokkurinn tald þátt í stjómarsamstarfi undir for- ystu Baraks og ýmsir áhrifamenn innan flokksins teldð undir það sjón- armið hans þar sem þeir telja að auðveldara verði að endumýja ímynd flokksins í stjómarandstöðu. Aðrir áhrifamenn innan flokksins telja hins vegar að stjómarþátttaka sé besta leiðin til þess að græða sár flokksins eftir mildð fylgistap í kosn- ingunum á mánudag. Valdabarátta í uppsiglingu inn- an Likud-flokksins Allt bendir því til þess að átök séu yfirvofandi í Likud-flokknum. Samkvæmt reglum flokksins getur flokksforystan einungis skipað menn í leiðtogaembættið til þriggja mánaða í senn en að þeim loknum ber henni að efna til kosninga um embættið. Stuðningsmenn Sharons hafa hins vegar lagt til að honum verði falið að fara með forystu flokksins í eitt ár þar sem kosning- ar muni einungis auka á sundrung- una innan flokksins. Þó enn sé ekki ákveðið hversu lengi Sharon muni fara með emb- ættið er ljóst að þess er ekki langt að bíða að hugsanlegir frambjóð- endur fari að láta í sér heyra. Þannig hefur Meir Sheetrit, fráfar- andi fjármálaráðherra, þegar til- kynnt að hann hyggist bjóða sig fram til embættisins. Þá era Ehud Olmert, borgarstjóri Jerúsalem- borgar, Silvan Shalom, fráfarandi vísindaráðherra og Limor Livnat, fráfarandi samskiptaráðherra, talin líkleg til að sækjast eftir embætt- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.