Morgunblaðið - 20.05.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 20.05.1999, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR TENGING TVEGGJA HEIMA Hún er að vestan, hann að austan. Hún er ung, hann á miðjum aldri. Hún blíð, hann hrjúfur. Þótt gestirnir á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í kvöld, hljómsveitarstjórinn Vassilíj Sinaiskíj og konsertfíðlarinn Rachel Barton, séu hvort úr sinni áttinni komst Orri Páll Ormarsson að því að þau eiga eitt sameiginlefft - auðmýkt andspænis listinni. Morgunblaðið/Kristinn SAMEINAÐIR kraftar. í vestri strýkur Rachel Barton strengi fiðlunnar. I austri sveiflar Vassil(j Sinaiskíj tónsprotanum. ÞETTA er meira landið sem þið byggið. Stórbrotið. Ég fór að Gullfossi og Geysi á sunnudaginn og þótti mikið til þeirra koma. Það rigndi reyndar heil ósköp og blés í þokkabót en það sló mig ekki út af laginu, ég er fæddur og uppalinn í Sankti Péturs- borg - hann skvettir vel úr sér þar líka.“ Þetta segir rússneski hljómsveit- arstjórinn Vassilíj Sinaiskíj mér í óspurðum fréttum þegar fundum okkar ber saman í undirheimum Háskólabíós eftir æfingu Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Þessi hrjúfi en heillandi maður talar ensku með rammrússneskum hreim, sannfær- ingin stafar af honum. Jæja, segi ég, lítið annað, enda vanari að þurfa að bera blak af mislyndi veðurguð- anna hér um slóðir þegar erlendir gestir eiga í hlut frekar en hitt. Þá víkur Sinaiskíj talinu að höf- uðborginni. „Reykjavík er ákaflega falleg borg, ein sú fallegasta sem ég hef séð, og hef ég séð þær margar. Ég hef verið að spóka mig í mið- bænum undanfama daga og hrifist af arkitektúmum, hér er mikið af glæsilegum húsum. Þá em litbrigð- in afar sérstök héma, falleg, láttu mig þekkja það, við höfum nef fyrir þessu, tónlistarmenn." Eftir þennan lestur fæ ég mér sæti og strika yfir „hvernig líst þér á ísland-spurninguna“ á listanum. Þarf ekki að varpa henni fram úr þessu! Vassilíj Sinaiskíj hóf píanónám fjöguma ára gamall í skóla iyrir efnilega tónlistamema í Sankti Pét- ursborg, sem hét raunar Leníngrad í þá daga. Fljótlega tók hann einnig til við fiðluna. Tíu ára gerði hann sér síðan grein fyrir því hvað hann vildi verða - hljómsveitarstjóri. „Það var ekki erfitt val. Hús fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Lenín- grad, þeirrar frábæru hljómsveitar, var mitt annað heimili í æsku. Þar sá ég marga frábæra tónleika, marga frábæra hljómsveitarstjóra - í fótspor þeirra vildi ég feta.“ Þegar Sinaiskíj var sautján ára tók hljómsveitarstjórinn Ilya Mus- in, við tónlistarháskólann í Lenín- grad, hann upp á sína arma og eftir það varð ekki aftur snúið. Pilturinn tók ömm framförum og árið 1973 var honum teflt fram í hinni virtu Karajan-keppni í Berlín. Og viti menn, hann fór með sigur af hólmi. í læri hjá Kondrashín „Framganga mín í Berlín vakti mikla athygli og segja má að þar hafi ferill minn hafist," segir Sinaiskíj. Frá Leníngrad lá leið hans til Moskvu, þar sem hann var um skeið undir handleiðslu sjálfs Kondrashíns. Arin á eftir var hann meira og minna viðriðinn fílharmón- íuhljómsveitina í Moskvu og árið 1991 var híipn ráðinn aðalþjjóm- sveitarstjóri og listrænn stjómandi þar á bæ. Ferðaðist hann með sveit- inni vítt og breitt um Evrópu og Bandaríkin við góðan orðstír, þar til hann lét af störfum 1996. Sinaiskíj var einnig aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Lettlands í Ríga í þrettán ár og aðalgestastjóm- andi Fflharmóníuhljómsveitar Hollands um tíma. Núna er hann aðalgestastjómandi Fflharmóníuhljómsveitar BBC en að öðra leyti era hendur hans óbundn- ar. „Eftir að hafa verið aðalhljóm- sveitarstjóri í meira en tvo áratugi hef ég undanfarin tvö ár verið frjáls maður, í þeim skilningi að ég vel mín verkefni sjálfur. Það var auðvitað gott að hafa fasta stöðu en fyrir tveimur árum fannst mér tímabært að breyta til, kynnast nýjum hljóm- sveitum, skoða heiminn. Nú stjóma ég jöfnum höndum í Evrópu, Banda- ríkjunum og Japan - og nýt lífsins.“ Listin í kreppu eystra Og það var þessi útþrá, löngun til að ganga hinu framandi í faðm, sem skolaði Sinaiskíj upp á Islands- strendur. „Upphaflega ætlaði ég að koma hingað fyrir þremur áram en varð að hætta við á elleftu stundu, þar sem umboðsskrifstofa mín, IMG Artists, bað mig að fara með skömmum fyrirvara til Astralíu, þar sem annar hljómsveitarstjóri hafði forfallast. Það er því gott að vera hingað kominn núna.“ Sinfóníuhljómsveit Islands þekkir Sinaislqj af geislaplötum, sem hann segir mjög góðar. Hljómsveitin hef- ur heldur ekki valdið honum von- brigðum í návígi - „hún er opin, sveigjanleg og bljúg. Okkur kemur vel saman“. Sinaiskíj hefur verið búsettur í Amsterdam undanfarin fimm ár. Kann hann þar vel við sig en saknar samt fóðurlandsins. „Ég fer reyndar heim annað slagið til að stjóma og kenna en ég er með sex nemendur við tónlistarháskólann í Moskvu. Ástæðan fyrir því að ég fór er hins vegar einföld: Það er erfítt að vera tónlistarmaður í Rússlandi nú um stundir. Efnahagur þjóðarinnar er í molum og það hefur bitnað á listinni, einkum tónlistinni. Myndlistarmenn og rithöfundar hafa alltaf þann möguleika að róa á önnur mið, koma list sinni í verð erlendis, en hljóm- sveitir, sem era eðli málsins sam- kvæmt mjög dýrar í rekstri, berjast í bökkum ef þær hafa ekki þegar lognast út af. Fyrir vikið er Rúss- land að missa fleiri tónlistarmenn í fremstu röð úr landi en áður. Það er áhyggjuefni.“ Sinaiskíj tekur þó fram að menn- ingarlíf rússnesku þjóðarinnar sé enn á háu plani. „Að óbreyttu óttast ég hins vegar að næsta kynslóð listamanna gæti átt eftir að eiga erfitt uppdráttar. Nemendur mínir era líka áhyggjufullir, hreint ekki bjartsýnir á framtíðina, en ég reyni eftir fremsta megni að blása þeim baráttuþrek í brjóst, fullvissa þá um að þetta sé tímabundið ástand - list- inni muni vaxa fiskur um hrygg á nýjan leik. Vonandi hef ég rétt fyrir mér!“ Einleikari frá 10 ára aldri Fiðluleikarinn Rachel Barton á ekki síður glæstan feril að baki en Sinaiskíj þótt hún sé öllu yngri að árum, 24 ára. Hún hóf fiðlunám þriggja ára, sem hún segir alls ekki óalgengt í Bandaríkjunum, og tíu ára stóð hún fyrst á sviði með Sin- fóníuhljómsveit Chieago - sem ein- leikari. Rachel hefur farið með sigur af hólmi í fjölmörgum fiðlukeppnum og árið 1996 var hún einn af kyndil- berum Bandaríkjanna við upphaf Ólympíuleikanna í Atlanta. Sama ár var hún valin Chicago-búi ársins og kona ársins af stórblöðum í borg- inni. Rachel hefur komið fram með sin- fóníuhljómsveitum í Bandaríkjun- um, Montreal, Vínarborg og Búda- pest og unnið með hljómsveitar- stjóram á borð við Zubin Mehta, Eric Leinsdorf og Neeme Jarvi. Þá hafa hljóðritanir hennar hlotið mikið lof, meðal annars platan Minning um Sarasate frá 1994. Verkið talar Á TÓNLEIKUNUM í kvöld verður frumflutt á Islandi hljómsveitar- verk Karólínu Eiríksdóttur, Þrjár setningar. Verkið var samið árið 1993 fyrir New Music-tónlistarhá- tíðina í Stokkhólmi og frumflutt þar af Sinfóniuhljómsveitinni í Málmey undir stjórn Leifs Seger- stams. Karólína segir titil verksins vísa til þess að það sé í þremur köflum, það gæti því allt eins heit- ið Þrjár fullyrðingar. En hvað er hún að fullyrða? „Ef ég gæti út- skýrt það,“ segir tónskáldið og hlær. „Það er engin tilviljun að þetta verk er á nótum en ekki ís- lensku.“ Þetta heitir víst að láta verkin tala en Karólína fæst eigi að síður til að greina kaflana að. „Sá fyrsti er eins konar scherzo-prelúdía, sá næsti hægur og rómantískur og sá síðasti hraður og kraftmikill,“ segir hún. Síðan gerir hún hlé á máli sinu, horfir spyrjandi á blaðamann. „Þetta segir kannski ekki mikið heldur?" bætir hún svo við og skellir aftur upp úr. Það er ekki laust við að blaðamanni þyki dulúðin magnast. Karólína kveðst hafa verið afar ánæirð með flutninjrinn í Stokk- hólmi á sínum tíma og allt stefni í að hann verði ekki síðri nú. „Leif Segerstam gerði þetta mjög vel og þessi hljómsveitarsljóri, Vassilíj Sinaiskíj, er alveg frábær. Listamaður fram í fingurgóma. Verkið er því í góðum höndum." Henni þykir líka skemmtilegt að fá tækifæri til að heyra verkið flutt öðru sinni. „Maður sér verk sín alltaf í öðru ljósi þegar þau eru endurflutt, sérstaklega þegar svona langur tími Iíður á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir tón- skáld að heyra verk sín flutt oftar en einu sinni.“ Þijár setningar er sjötta hljóm- sveitarverk Karólínu og hafa þau öll verið tekin til flutnings hér heima. Sjöunda verkið, Toccata, verður síðan frumflutt af Orchest- er Norden í sumar og leikið víðs- vegar á norðurslóð, meðal annars í Stokkhólmi, Helsinki og Rígu. Annars hefur vorið verið við- burðaríkt hjá Karólínu. Hún er nýkomin frá Bonn þar sem Gunn- ar Kvaran sellóleikari lék verk eftir hana og fleiri tónskáld á ein- leikstónleikum í Beethoven Haus. Segir hún frammistöðu Gunnars hafa verið stórglæsilega og hon- um feikivel tekið. Þá voru nýverið Morgunblaðið/Arni Sæberg BER ER hver að baki nema sér tónskáld eigi. Karólína Eiríks- dóttir á æfingu hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. haldnir tónleikar með verkum hennar í Sviss og frumfluttur kvartett fyrir saxófóna í Stokk- hólmi. Ur Háskólabíói liggur leið Kar- ólínu senn í Borgarleikhúsið, þar sem óperuleikurinn Maður lifandi, sem hún hefur samið í samvinnu við Árna Ibsen leikskáld og Messíönu Tómasdóttur leik- mynda- og búningahönnuð, verð- ur frumsýndur á Litla sviðinu 3. júní næstkomandi. Þessi broshýra og hægláta stúlka hefur ekki í annan tíma stungið við stafni á Islandi en kveðst ánægð með að vera hingað komin. „Mig hefur lengi dreymt um að koma til Islands, enda þekki ég nokkra ís- lenska fiðluleikara sem numið hafa í Bandaríkjunum, hjá sömu kennur- um og ég, hjónunum Almitu og Rol- and Vamos. Þá er Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari góð vinkona hjónanna og henni kynntist ég í gegnum þau. Þetta fólk hefur sagt mér frá landi og þjóð og það er spennandi að vera loksins stödd á íslandi." Rachel ætlar að gefa sér tíma til að skoða sig um á landinu, en hún heldur ekki á brott fyrr en á þriðju- dag. Kveðst hún jafnan hafa þennan hátt á, þegar því er við komið. „Auð- vitað er ég hingað komin til að vinna, ekki sem ferðamaður, en ef ég get litið í kringum mig líka þigg ég það með þökkum. Við að kynnast nýjum löndum, nýrri menningu, víkkar sjóndeildarhringurinn og þannig hlýt ég að eflast sem lista- maður, persóna. Ég veit um einleik- ara sem helga sig algjörlega vinn- unni, koma og fara frá stöðum, og sjá aldrei neitt. Ég kenni í brjósti um þá, þeir missa af svo miklu.“ Ekki svo að skilja að Rachel slái slöku við æfingar á ferðum sínum. „Fiðlan gengur alltaf íyrir. Ég nýt þess að æfa mig, leika á tónleikum. Það er mitt líf, mín forréttindi. Hitt er bara yndisauki." Um helgina mun Rachel koma fram á Björtum sumamóttum í Hveragerði, hátíð sem Guðný Guð- mundsdóttir og Tríó Reykjavíkur gangast fyrir. „Það var skemmtileg tilviljun að tónleikar mínir með Sin- fóníuhljómsveit íslands skyldu vera í sömu vikunni og hátíðin hennar Guðnýjar. Mér var því ljúft og skylt að framlengja dvöl mína til að geta leikið þar líka. Það verður gaman, við Guðný höfum aldrei leikið saman áður.“ Rachel nýtti líka tímann til að efna til Master Class-námskeiðs í Hveragerði fyrr í vikunni eins og hún gerir svo oft á ferðum sínum. „Ég hef unun af því að miðla af þekkingu minni, hjálpa til. Lít bein- línis á það sem skyldu mína. Því miður hef ég ekki tíma til að vera með fasta nemendur núna en von- andi kemur að því síðar. Það er þess virði.“ Rachel, sem leikur á Amati-fiðlu frá 1617, mun flytja Fiðlukonsert nr. 1 eftir pólska tónskáldið Henryk Wi- eniawski (1835-1880) ásamt hljóm- sveitinni í kvöld, en hann er sagður „algjör fingurbrjótur", og Polonaise brílliante í D-dúr, sem einnig er eftir Wieniawski. Aukinheldur verða leik- in Sinfónía í d-moll eftir César Franck (1822-1890), sem fæddur var í Belgíu en bjó lengst af í Frakk- landi, og Þrjár setningar eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur (sjá umfjöllun hér á síðunni). „ - ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.