Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 35

Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 35 LISTIR Tré Sigurð- ar Arna til Feneyja SIGURÐUR Árni Sigurðsson mynd- listarmaður sem tekur þátt í Fen- eyja Biennale sýningunni fyrir Is- lands hönd hefur lagt lokahönd á verk sín fyrir sýninguna. Þegar Morgunblaðið talaði við Sigurð Árna sagði hann verkin vera nýfar- in frá sér. „Þeir voru einmitt að fara út með málverkin,“ sagði hann. En fyrirtseki sem sérhæfir sig í flutningi á listaverkum mun flytja þau sjóleiðis til Feneyja. Sigurður Árni sagði að sýningin legðist bara vel í sig. Hann væri „ánægður með að vera búinn að losa sig við verkin“, þar sem alltaf væri ákveðin tilhneiging til að halda áfram að vinna við myndim- ar á meðan þær væru ennþá í vinnustofunni og hann hefði lialdið áfram að vinna við verk sín fram á síðustu stundu. „Málverkin em því í raun á mörkum þess að vera nógu þurr til að ferðast,“ sagði Sigurður og hló. Sigurður Ámi er eini íslending- urinn sem mun sýna á Feneyja Biennalnum sem verður opnaður 9. júní nk., en sýningin er einn rót- grónasti myndlistarvettvangur Evr- ópu. Verkin sem Sigurður Ámi sendir eru fimm málverk og þrír skúlptúrar. Að sögn Sigurðar em skúlptúrarnir eins konar tré úr áli og er hver þeirra um þrír metrar á hæð. Hann sagði skúlptúrana þó Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Árni Sigurðsson mynd- listarmaður tekur þátt í Feneyja Biennale sýningunni fyrir Is- lands hönd og hefur lagt loka- hönd á verk sín fyrir sýninguna. vera auðvelda í flutningum þar sem hægt væri að taka þá . í sundur. Um trén sagði Sigurður Árni að þau væm „kannski einhvers konar lönd líka, þ.e. einhvers konar hæðir“. Verkum Sigurðar Árna verður komið fyrir í einum af sýningar- skálum Biennalsins, utan eins skúlptúrsins sem verður fyrir utan sýningarskálann. I för með Sigurði Ama til Feneyja verða þau Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Islands. Islenskir kórar í Royal Albert Hall Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSAFOLDARKÓRINN á æfingu fyrir Englandsferð. KÓR Vídalínskirkju í Garðabæ og Álftaneskórinn munu taka þátt í Proms-vortónleikaröðinni í Royal Al- bert Hall nú í júníbyrjun. Kórarnir tveir, sem munu koma fram saman undir nafninu ísafoldarkórinn, syngja með Lundúnakórnum við undirleik Konunglegu fílharmóní- unnar. Morgunblaðið ræddi við Jóhann Baldvinsson, stjórnanda kóranna tveggja, og sagði hann það í raun til- viljun að kórarnir tækju þátt í tón- leikunum. ,ÁJftaneskórinn var að fara til London að syngja sjómanna- dagsmessu í Grimsby,“ sagði Jó- hann, en þegar farið var að athuga með flugfar og ferðir lá fyrir beiðni hjá Jóni Karli Einarssyni hjá Urvali- Utsýn frá breskri ferðaskrifstofu sem var að leita að íslenskum kór til að taka þátt í Proms-vortónleikun- um. En að sögn Jóhanns eru Proms- tónleikarnir að jafnaði nokkuð stór viðburður í bresku tónlistarlífi. Jóhann sagði að þátttaka Álfta- neskórsins hefði þar með þróast upp í samvinnuverkefni kóranna tveggja, en um 42 kórfélagar fara til Eng- lands. Akveðið var hins vegar að nota Isafoldarnafnið vegna þess hve óþjált væri að nota nöfn beggja kóranna. Proms-vortónleikarnir eru í ár til- einkaðir Nelson Mandela og segir Jóhann að tónleikaröðin muni því einkennast svolítið af afrísku ívafi. Verkin sem Isafoldarkórinn mun flytja ásamt Lundúnakórnum eru þó hefbundin tónverk, en á verkefna- skrá eru m.a. Halelújakór Hándels, Rule Brittania og breski þjóðsöngur- inn. Að sögn Jóhanns, er Julian Lloyd Webber meðal þeirra tónlist- armanna sem leika á Proms vortón- leikunum, en tónverkið Pia Jesus eftir bróður hans, Andrew Lloyd Webber, er einmitt eitt þeirra verka sem flutt verður. Jóhann segir kórfélaga hafa verið á fullu undanfarið við fjársöfnun, en gengir hefur verið gengið milli fyrir- tækja og stofnana, auk þess sem kórarnir fengu styrkveitingu frá sóknum og bæjarfélögum Garðabæj- ar og Bessastaða. Kóramir tveh- munu einnig koma fram á sjómannadagsmessu í Grims- by og á hátíðartónleikum í Great St Mary’s kirkjunni í Cambridge og verða einungis íslensk verk á dag- skrá á hátíðartónleikunum. Isafold- arkórinn syngur í Royal Albert Hall hinn 3. júní nk. Tekur 5 kg. M vl 60 mín. tímast. ’ 2 hitastillingar : fl Snýr í báöar áttir : o.fl. Barki fylgir i Ótrúlegt verð! Aðeins kr. á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja i Evrópu Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Bver« nú Kr. 29.900 Þú sparar kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.