Morgunblaðið - 20.05.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.05.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 51 _- > Ríkisstjórn Islands krafin svara Á HVERJUM morgni vöknum við við útvarpsfréttir af hernaði í Júgóslavíu. Annars vegar segir frá ofsóknum á hendur Albönum og hins vegar frá árásum NATO-ríkj- anna. í dagblöðum er sömu sögu að segja. Ég staðnæmist við tvær fréttir. Lögmætt skotmark Á forsíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag segir eftirfarandi í frétt- er fjallað um hugsanleg eftirköst stríðsins í ljósi þeirra vopna sem beitt er. í Morgunblaðinu birtist mjög fróðleg grein ekki alls fyrir löngu eftir Stefán Gíslason um- hverfísfræðing þar sem þessi þáttur var gerður að umræðuefni. í grein- inni í Guardian er vísað í ummæli ýmissa umhverfissamtaka í sunnan- verðri Evrópu og sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa af því þungar áhyggjur að stríðið hafi þegai- valdið alvarlegri mengun á grunnvatni á þessum slóðum en bent hefur verið á að á stríðssvæðinu sé að fínna stærstu grunnvatnslindir í þessum hluta Evrópu. Þá sé Dóná þegar illa menguð af olíu og eiturefnum en fólk á stórum landssvæðum reiði sig á vatn úr þessari mestu á Evrópu sem rennur um tíu ríki. í Dóná sem öðrum ám er mikið farið að bera á dauðum fiski og er verið að rann- saka hvort þessu valdi sprenging- amar eða mengun af eiturefnunum sem flæða út í ána. Það gefur auga- leið að það segir fljótlega til sín þeg- ar olíuhreinsistöðvar og efnaverk- smiðjur eru sprengdar í loft upp. I umfjöllun breska blaðsins er vakin athygli á því að vísindamenn hafi greint fimmtánföldun díoxíns og annarra eiturefna í andrúmsloft- inu. Þessi eiturefni setjast í fituvefí líkamans og skaða erfðaefni hans. Þá er ekki síður alvarlegt að uran- íumkúlur sem notaðar eru í stríðinu munu að öllum líkindum valda óbætanlegu tjóni þegar fram líða stundir. Þessar kúlur eru ekki mjög geislavirkar en verða að dufti við sprengingu. Andi fólk duftinu að sér veldur það krabbameini. Þessi vopn voru notuð í Persaflóaárásunum og hafa sérfræðingar í heilbrigðismál- um haldið því fram að stóraukinn barnadauði, hvítblæði og vanskapn- aður hjá nýfæddum bömum í Suð- ur-írak eftir 1991 sé til kominn vegna þessara vopna. Forætisráðherra og utanrflds- ráðherra svari Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að þessum vopnum sé beitt í Jú- góslavíu af NATO-ríkjunum. Eitt þessara ríkja er ísland. Við emm ábyrg fyrir þessum hernaði. Hvernig réttlætir íslenska ríkisstjómin þessar aðgerðir? Hvemig ætla íslenskir ráða- menn að svara þeim börnum sem í framtíðinni fæðast vansköpuð vegna þeirra vopna og þess hernaðar sem nú er beitt af fullkomnu miskunnarleysi í Júgóslavíu? Utanríkisráðherra og for- sætisráherra em krafðir svara. Höfundur er alþingismaður. Ögmundur Jónasson Stríð Hvernig ætla íslenskir ráðamenn að svara þeim börnum sem í framtíðinni fæðast van- sköpuð, spyr Ogmund- ur Jónasson, vegna þeirra vopna og þess hernaðar sem nú er beitt í Júgóslavíu? um frá Reuter og AP fréttastofun- um: „Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins staðfestu í gær að herflug- vélar þess hefðu gert árás á þorpið Korisa í suðvesturhluta Kosovo á föstudag, þar sem samkvæmt serbneskum heimildum a.m.k. 84 kosovo-albanskir flóttamenn létu lífið. Loftárásum NATO á skotmörk í Júgólavíu var fram haldið í gær af fullum þunga. Eftir rannsókn á full- yrðingum Serba um að NATO bæri ábyrgð á dauða slíks fjölda óbreyttra borgara sögðu talsmenn bandalagsins að þorpið hefði verið lögmætt skotmark þar sem her Serba hefði notað það sem herbúðir og stjórnstöð fyrir hernaðaraðgerð- ir.“ Hér kveður við svipaðan tón og heyrst hefur frá yfirvöldum í Belgrad sem kveðast hafa átt í höggi við hryðjuverkamenn og rétt- læta ofsóknir sínar á hendur al- menningi í því ljósi. Með öðrum orð- um einnig þau eru væntanlega að fást við „lögmæt" skotmörk. Deytt og mengað til framtíðar Daginn eftir, mánudaginn 17. maí, birtist fróðleg en jafnframt ógnvekjandi frásögn í breska blað- inu Guardian. Þar er greint frá eyðileggingunni sem hernaðurinn hefur þegar valdið en sérstaklega Aösendar greinar á Netinu v^mbl.is _A.LLTAf= e/TTH\SA& A/ÝTT Gegnheilt parket --9-----I----- | Eik, fura og Merbeau Hvít máfning | 5 litrar matt — L-x Ln1'7LÍÍI<=L" HAGKAUP Meira úrval - betrikaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.