Morgunblaðið - 20.05.1999, Page 57

Morgunblaðið - 20.05.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 57 + Eiríkur Björn Friðriksson fæddist .að Auðnum í Ólafsfírði, 11. júní 1913. Hann lést 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 14. maí. Það var á kosninga- daginn síðasta laugar- dag sem afi okkar kvaddi en það hafði verið ljóst um nokkurt skeið að hverju stefndi. Afi Eiríkur var orðinn gamall maður og fannst sínu starfi hér lokið og var sáttur við að kveðja. Afi var af þeirri kynslóð Islendinga sem ólst upp við mikla fátækt og kröpp kjör og þurfti ungur að sjá sér farborða. Hörð lífsbarátta mótaði hann og var afi alla tíð mikill alþýðuflokksmaður, eða krati, þar sem hann trúði á jafnrétti fyrir alla og samhjálp og voru aðhald, sparsemi og vinnu- semi aðalsmerki hans. Eftir að hefðbundinni starfsævi lauk lét afi ekki deigan síga, heldur starfaði sem lagermaður í Víkurbæ í Keflavík og eftir það bar hann út Morgunblaðið af miklum krafti fram á áttræðisaldur auk þess sem hann var oft að dútla við neta- viðgerðir í bílskúrnum heima og fékk þá viðurnefnið „afi í skúrn- um“ hjá langafabörnunum. Við barnabörnin erum þakklát fyrir þær samverustundir sem við átt- um með afa. Hann sýndi alltaf mikinn áhuga á því sem við barna- bömin eða langafabörnin vorum að bardúsa, hvort sem það tengd- ist lærdómi, tónlist eða sjó- mennsku. Gaman var að ræða við hann um ýmis mál og voru þá úr- slit ensku knattspyrnunnar efst á baugi með stöðu Liverpool í farar- broddi. Við systurnar erum einnig þakklátar fyrir að börnin okkar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta samvista við langafa, en bæði afi og amma voru iðin við að gæta bamanna okkar, hvort sem var á heim- ilum okkar í Reykja- vík eða á heimili þeirra í Keflavík. Oft var gaman að koma til þeirra á Smáratúnið en nú er komið að kaflaskilum þar sem amma mun innan skamms flytja í þjón- ustuíbúð en afa entist ekki aldur til að fylgja henni þangað. Að lok- um viljum við flytja kveðjur frá Birni bróður okkar og Rögnu, eiginkonu hans, sem búa í Lúxemborg. Við biðjum góðan guð að styrkja ömmu okkar, Helgu frænku og móður okkar. Minning- in um Eirík afa mun lifa í huga okkar. Guðrún, Hildur og Árni. Það voru sorgarfréttir sem mamma færði mér símleiðis að kvöldi laugardagsins 8. maí síðast- liðins. Eg og bróðir minn, Gunnar, vorum rétt búnir að borða kvöld- mat með kærustum okkar og ný- sestir í sófann þegar síminn hringdi. Um leið og ég heyrði að þetta var langlínusamtal, þá vissi ég hvers var að vænta. „Jæja Ei- ríkur minn,“ sagði hún, „hann afi þinn er dáinn.“ Það fá fá orð lýst þeirri sorgartilfinningu og söknuði sem ég fann á þeirri stundu. Einn allra nánasti ættingi minn og vinur var látinn. En það sem við bræðumir vilj- um minnast í þessari litlu grein, er ekki sú sorg sem við öll finnum innra með okkur sem þekktum afa, heldur allar þær minningar og góðu stundir sem við áttum saman. Og þær voru margar. Það sem helst einkenndi afa var umburðarlyndi og velvilji í garð allra. Það var sama hvað, það var alltaf hægt að leita til hans og alltaf var hann tilbúinn að leiðbeina okk- ur og hjálpa. Það lék um hann MINNINGAR glaðværð og það var alltaf stutt í hláturinn. Við munum eftir honum alveg frá því að við vorum litlir strákar. Við vorum aOtaf nánir, og ein af fyrstu minningum okkar af honum var að hann var alltaf vanur að gefa okkur matarkex, og eftir það skírðum við kexið afakex. Það er nú skrýtið hvað maður man eftir sem krakki. Við áttum margar góð- ar stundir saman á okkar unglings- árum. Hann og amma áttu heima á Smáratúninu i Keflavík og þar löbbuðum við bræðurnir framhjá á hverjum degi á leið okkar í skól- ann. Það kom oftar en ekki fyrir að við komum þar við, annaðhvort í hádeginu eða seinnipartinn, og þá var alltaf boðið upp á eitthvað að borða. Þá voru einnig málin rædd, og voru það skemmtilegar og lær- dómsríkar umræður sem við áttum við eldhúsborðið. Við lærðum mikið á þeim árum. Ahugamál okkar allra voru íþróttir og þær voru ófáar stund- irnar sem við áttum saman þar sem við horfðum á eða ræddum um íþróttir. En allar stundir með afa voru og eru enn góðar stundir sem aldrei munu hverfa okkur úr minni. Eg hitti afa minn í síðasta sinn 29. desember á síðasta ári. Það var kvöldið áður en ég fór aftur utan til náms. Mér var boðið í mat og við sátum sem oft áður við eldhúsborð- ið á Smáratúninu. Þar var boðið upp á sviðasultu með öllu tilheyr- andi sem amma hafði búið til. Þar áttum við saman góða kvöldstund sem ég mun lengi hafa í minnum. Þegar við kvöddumst sagði ég að við mundum hittast aftur í sumar. Aldrei gat ég ímyndað mér að þetta ætti eftir að verða okkar síð- asti fundur. En núna var þín stund runnin upp og kominn tími til að kveðja þennan heim fyrir eitthvað annað og betra. Við viljum þakka þér fyr- ir allar góðu stundimar, og vonum að við einhvem tímann aftur, á öðr- um stað, eigum eftir að setjast nið- ur og borða saman afakex. Guð veri með þér, við munum ávallt minnast þín. Eiríkur Jóhann og Gunnar Freyr Gunnarssynir. EIRIKUR BJORN FRIÐRIKSSON ÓLÖF SIGURBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR + Ólöf Sigurbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Bæ í Múlasveit, 25. maí 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 30. apríl síð- astiiðinn og fór út- för hennar fram frá Langholtskirkju 14. maí. Mig langar að minn- ast ömmu minnar, hennar Ólafar ömmu, með eftirfarandi orð- um. Eg á margar og dýrmætar minn- ingar tengdar henni. Flestar tengj- ast ættaróðalinu fyrir vestan í Kvígindisfirði þar sem amma var alltaf á sumrin og tók á móti fjölmörgum ættingjum og vinum í gegnum tíðina. Okkur krökkunum fannst frá- bært að vera þarna því margt var hægt að sýsla þarna sér til dægrastyttingar eins og til dæmis að stelast í lækinn. Það var auð- vitað alveg bannað en varð bara ennþá meira spennandi fyrir vikið. Ég tók stundum eftir því að amma var að fylgjast með okkur svo lítið bar á og ég velti því oft fyrir mér hvers vegna en skil nú að hún skildi hvað okkur fannst þetta gaman en vildi passa að við færum okkur ekki að voða. Amma var mjög glettin og var dálítill prakkari í sér. Til dæmis þegar við fórum til berja þá nánast hljóp amma upp og niður brekkurnar á meðan við ung- lingarnir vorum að gefast upp. Þá hló amma og bað okkur að bræða ekki alveg úr okkur. Amma var iðin og nýtin kona. Ég hef lært mikið af henni og mun alltaf minnast henn- ar með hlýju og virðingu því ég veit að amma þurfti að hafa fyrir lífinu og fékk ekki allt upp í hendurnar. Mér finnst gott að hafa fengið að kynnast henni og veit að góður Guð hefur tekið hana til sín og að henni líður vel þar sem hún er. Kristjana, Guðmundur Óli, Heiðar Ingi, Ólöf Alda og Guð- mundur Hermann Gunnarsbörn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 L E G STEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGASONl STEINSMIDJA SKEMMUVEGi 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410. + Móðir okkar, GUÐFINNA EIRÍKSDÓTTIR frá Hesti, Egilsgötu 4, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 17. maí. Sigríður Brynjólfsdóttir, María Guðmundsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR járnsmiðs, Kambsvegi 33, Reykjavík, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 21. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á iíknar- stofnanir. Jónfna Hafsteinsdóttir, Ármann Einarsson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Kristín Magnúsardóttir, Gerður Hafsteinsdóttir, Runólfur Runóifsson, barnabörn og langafabörn. + Sambýliskona mín og amma, SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR, Blikahólum 4, Reykjavík, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 14. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 21. mai kl. 13.30. Finnur Tryggvason, Svava H. Carlsen. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÚLÍUS GUÐMUNDSSON frá Brekku f Dýrafirði, skipasmíðameistari, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á St. Stykkishólmi. Auður Júlfusdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Franciskussjúkrahúsið í + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNFRÍÐUR INGA ARNMUNDSDÓTTIR, Lækjasmára 2, Kópavogi, sem lést á Líknardeild Landspítalans föstu- daginn 14. maí, verður jarðsungin frá Skál- holtskirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á KFUM & K og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Gfsli Jónasson, Árný Albertsdóttir, Arnmundur Kr. Jónasson, Aðalheiður Sighvatsdóttir og barnabörn. + Elskuleg systir okkar og stjúpmóðir, GUÐRÚN THEODÓRA BEINTEINSDÓTTIR, Bergþórugötu 59, Reykjavfk, er lést þriðjudaginn 11. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.30. Ólafur Beinteinsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Margrét Hafliðadóttir og fjölskyldur. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.