Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðvisindamenn flugu yfír Mýrdalsjökul á þyrlu Landhelgisgæslunnar 1 gær Engin vatns- söfnun undir sigkötlunum Helgi Björnsson telur ekki líkur á hlaupi við þessar aðstæður í KÖNNUNARFERÐ sem Al- mannavarnir ríkisins stóðu fyrir í gær þar sem flogið var yfir Mýr- dalsjökul sáust engin ummerki um vatnavexti í ám sem renna frá jökl- inum. Flogið var yfir jökulinn á þyrlu Landhelgisgæslunnar en vegna slæms skyggnis gafst vís- indamönnum ekki færi á að skoða efsta hluta jökulsins. Þá héldu Almannavamir ríkisins fund með visindamannaráði AI- mannavarna í gær þar sem rætt var um atburðarás síðustu vikna í jöklinum. Þar kom fram að vís- indamenn væru komnir vel á veg með að móta tillögur til frekari að- gerða til vöktunar og eftirlits með svæðinu og verður annar fundur haldinn í næstu viku til að sam- ræma áætlanir um það. Bráðnunin ekki stórfelld Helgi Björnsson jöklafræðingur var í ferðinni sem farin var yfir Mýrdalsjökul í gær. Hann segir að sú bráðnun sem átt hafi sér stað í jöklinum sl. mánuð jafngildi ekki nema 30-40 rúmmetra aukningu í rennsli, sem dreifist á nokkrar ár á Mýrdalssandi, Sólheimasandi og Emstruá ef það kemur fram. „Þess vegna er ekki von til þess að menn sjái með berum augum aukið rennsh í ánum meðan sumarleys- ing er mikil á jöklinum," segir hann. Hann bendir á að líklega safnist ekki vatn undir sigkatlana sem verið hafa að myndast á und- anförnum vikum. „Sigkatlarnir uppi á börmum öskjunnar verða stöðugt dýpri, og á meðan það gerist safnast ekki vatn undir þá. Þeir myndu þvert á móti grynnast ef það væri að safn- ast vatn undir þá. Fyrst þeir dýpka, bendir það til þess að vatn- ið renni burtu. Og þá er spurning- Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Björnsson jöklafræðingur flaug yfir Mýrdalsjökul í gær og kannaði ummerki um vatnavexti. in hvert vatnið rennur. Tvennt kemur til greina. I fyrsta lagi að það renni í burtu jafnóðum og það getur vissulega hafa gerst þó að við greinum aukn- inguna ekki í ánum. I raun þyrfti til þess nákvæmar vatnamælingar og þegar sveiflur minnka í ám vegna leysinga í haust gæti tekist að henda reiður á því. Vatnssöfnun í botni öskjunnar? í öðru lagi getur verið að þetta vatn seytli niður í botn öskjunnar sem er undir miðjum Mýrdalsjökli. Enn sem komið er sjást hins vegar engar vísbendingar um að vatn sé farið að safnast saman í botni hennar en það myndi sjást á þann hátt að risastór sigketill myndaðist í miðjum jöklinum. Áframhaldandi bráðnun getur hins vegar valdið því að sigketill myndaðist á þeim stað og það þarf að fylgjast vel með því ef það fer að gerast,“ segir Helgi. Helgi segir að ef það sé raunin að vatn safnist saman í öskjunni muni það vatn koma fram í jökul- hlaupi þegar Katla gýs og þá komi fram enn meira vatn en bráðnaði í sjálfu gosinu. En er hætta á hlaupi á næst- unni? „Þegar katlarnir fara að grynnast á ný teldi ég fyrst ástæðu til að óttast hlaup undan þeim,“ svarar Helgi. Hnúfubakskálfurinn í Grímsey dreginn til Húsavíkur Beinagrindin fer á Hvalasafnið Morgunblaðið/Margit Elva Hnúfubakskálfurinn marar í hálfu kafí i fjörunni í Grímsey. HNÚFUBAKSKÁLFURINN sem rak á íj’örur Grímseyinga var dreginn til Húsavíkur í gærkvöld en til stendur að setja hann á Hvalasafnið á staðnum. Til tals hafði komið hjá heimamönnum að draga hræið á haf út og sökkva því í stað þess að láta það rotna í fjörunni. Magnús Bjarnason í Grímsey, einn þeirra sem fyrst uppgötv- uðu hvalrekann á þriðjudaginn var, hringdi í Hvalasafnið á Húsavík í gærmorgun og lagði til að það hirti hvalinn. „Hvalinn rak á fjöruna rétt fyrir neðan vélaverkstæði bróður mins þar sem ég vinn. Við höfðum áhyggj- ur af því að hann myndi daga þarna uppi og úldna.“ Ekki kom til greina að nýta hvalinn, að sögn Magnúsar. „Okkur leist ekkert á það. Það er nú hvítt á honum það sem stend- ur upp úr en við sjávarborðið er hann orðinn bleiklitaður. Hann er áreiðanlega búinn að vera dauður í nokkurn tíma.“ Hvalaskoðunarskipið Knörr frá Húsavík, í eigu Norðursigl- ingar ehf., kom til Grímseyjar laust fyrir kl. átta í gærkvöld eft- ir um fjögurra tíma siglingu úr heimahöfn, þær 32 sjómflur sem eru á milli staðanna. Ásbjörn Björgvinsson, for- stöðumaður Hvalamiðstöðvarinn- ar á Húsavík, sem rekur Hvala- safnið, var um borð í Knerri í gærkvöld og eftir að hafa skoðað dýrið staðfesti hann að um hnúfubakskálf væri að ræða. „Þetta er á að giska 2 ára kven- dýr. Hugsanlega árinu eldra, en a.m.k. mjög ungt dýr. Það er 6 metrar á lengd og sennilega um fjögur tonn. Það er greinilega búið að velkjast töluverðan tíma í sjó.“ Hann kvað enga sjáanlega áverka á dýrinu. „Kviðurinn snýr auðvitað upp og við sjáum ekki bakið fyrr en við erum komnir með hann á land.“ Sýni tekin fyrir Hafró Vel gekk að hengja dýrið aftan í Knörr og lagði skipið af stað til baka til Húsavíkur fyrir hálfníu, eftir innan við þriggja stundar- fjórðunga dvöl við Grímsey. „Skipsfjórinn, hann Aðalsteinn Júliusson, telur að við verðum komnir í höfn milli tvö og þijú í nótt. Dýrið tekur svo mikið í og við förum sjálfsagt ekki mikið meira en fimm mflur á klukkustund. I fyrramálið ætlum við að taka hvalinn upp, sefja á vörubflspall og fara með hann á svæði fyrir innan Húsavík þar sem ég má skera utan af honum. Eitthvað af þessu þurfum við að urða. Við byijum reyndar á að taka sýni fyrir Hafrannsóknarstofnun. Síð- an er ætlunin að reyna að hreinsa beinagrindina og varð- veita til að geta sett hana upp seinna meir. Ég ætla svo að gera tilraun með að þurrka af honum sporðinn, það ætti að vera hægt af því sporðurinn er byggður upp af trefjum og sinum og slíku," sagði Ásbjörn. Viðskipti Kaupþings með hlutabréf FBA Biðja um rannsókn Fjármála- eftirlitsins KAUPÞING hf. hyggst í dag óska eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins á öllum viðskiptum fyrirtækisins með hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. „Það er svo komið, eins ömurlegt og það er, að við neyðumst til að biðja um rannsókn á sjálfum okkur vegna þeirra makalausu ásakana sem á okkur hafa dunið,“ segir Sig- urður Einarsson, forstjóri Kaup- þings. Sigurður segist ekki hafa orðið var við það enn sem komið er að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi glatað trausti á því í kjölfar umræðu um viðskipti þess með hlutabréf í FBA. Hann segist þó ekki geta sagt til um langtímaáhrif umræðunnar. „Þetta eru meira en lítið alvarlegar ásakanir sem beint hefur verið gegn okkur, og við sáum því ekki aðra leið færa.“ Sigurður segir að Kaupþing hafi sent allar upplýsingar um hin svo- nefndu kennitölukaup til Fjármála- eftirlitsins seint á síðasta ári. „Þeir hafa því allar þessar upplýsingar, og við höfum engu að leyna í þessu máli.“ --------------- Kveikt í tómthúsum á Seyðisfirði BÆJARSTJÓRNIN á Seyðisfirði lét kveikja í tveimur tómthúsum miðvikudaginn 18. ágúst síðastlið- inn í óþökk umsjónarmanns hús- anna. Húsin stóðu norðanmegin í firðinum og hétu Bræðraborg, er var reist af bræðrunum Ögmundi og Jóni Jónssyni árið 1878, og Hjarðarholt, sem Sigvaldi Einars- son póstur byggði árið 1882. Húsin voru talin fágætt dæmi um húsagerð alþýðufólks í upphafi þétt- býlismyndunar á íslandi. Árið 1994 fékk Pétur Kristjánsson, umsjónar- maður Tækniminjasafns Seyðis- fjarðar, styrk frá Húsafriðunar- nefnd ríkisins til að dytta að húsun- um og forða þeim frá hruni. „Það stóð til að brenna húsin,“ segir Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri en bæjarsjóður átti þau. .Ákveðnir aðilar fengu frest árið 1993 tO að byggja húsin upp eða fmna þeim hlutverk en það var ekki gert.“ Hann segir að margir bæjarbúar hafi þrýst á um að þau yrðu fjar- lægð. Pétur segist ósamþykkur fullyrð- ingum um að húsin hafi verið ónýt og að aldrei hafi komið úrskurður um það. Húsafriðunarnefnd lét arkitekt teikna upp húsin fyrir sig í sumar. ■ Tómthús brennd/B4 Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM Johnson sló ellefu ára met í 400 m hlaupi í Sevilla / C1 Fjórtán ísíendingar í sviðs- Ijósinu í Þýskalandi / C7 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.