Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 48
4^8 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIMARIA
ÞORBJÖRG
KARLSDÓTTIR
+ Ingimaría Þor-
björg Karlsdótt-
ir fæddist á Drafla-
stöðum í Fnjóskadal
15. janúar 1911.
Hún lést á Sólvangi
í Hafnarfírði 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Jónasína
Dómhildur Jó-
M hannsdóttir og Karl
Ágúst Sigurðsson,
bændur þar. Ingi-
maría Þorbjörg var
sjötta í röðinni af
ellefu systkinum.
Hin voru: Kristín Mýrdal, Jó-
hann, Ingibjörg, Helga,
Ingamaría, sem lést á fyrsta ári,
tvíburarnir Karl og Sigurður,
Gunnlaugur, Steingrímur og
Guðjón, sem lést fárra mánaða
gamall. Þau eru öll látin nema
Karl, bóndi i Klaufabrekknakoti
í Svarfaðardal.
Árið 1938 giftust þau Ingi-
maría Þorbjörg og Gunnar
Björnsson, garðyrkjubóndi, f.
16. júlí 1913, d. 29. mars 1977.
Þau bjuggu allan sinn búskap i
Hveragerði, lengst af í Álfafelli.
Þau eignuðust tvær dætur, Kol-
brúnu, deildarsljóra, og Dóm-
hildi Auði, kaupmann. Kolbrún
er gift Róberti Pét-
urssyni, arkitekt.
Dætur þeirra eru:
a) Hrefna, sagn-
fræðingur, gift Ei-
ríki Björnssyni,
framhaldsskóla-
kennara, dætur
þeirra eru Kolbrún
Þóra og Hallveig
Kristín. b) Inga
Margrét, sjúkra-
þjálfari. c) Gunnur,
nemi í sjúkraþjálf-
un, gift Guðmundi
Sigfinnssyni,
grunnskólakenn-
ara. Dómhildur Auður var gift
William Gray, sem er Iátinn.
Þeirra börn eru: a) Helen, mat-
arfræðingur, gift Kolbeini
Högnasyni, prentsmið, þeirra
börn eru Diljá Auður og Magni.
Áður eignaðist Kolbeinn dóttur-
ina Aþenu. b) Gunnar George,
stýrimaður, kvæntur Guðbjörgu
Rósu Ragnarsdóttur, skrifstofu-
manni, þeirra böm era Ragnar
Alexander, Natalía Rós og
Gunnar George. c) Ian William,
verkamaður.
Utför Ingimaríu Þorbjargar
fer fram frá Hallgrímskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Hugurinn leitar til baka til ótelj-
andi minninga með þér, elsku
amma. Eftir að við systumar flutt-
umst til Islands frá Skotlandi 1967
^áttum við margar stundir hjá ykkur
afa í Áifafelli. Við höfum enga tölu á
hversu oft við fórum yfir Hellisheið-
ina til ykkar, hvort heldur með for-
eldrum okkar eða með Selfossrút-
unni.
Sumrin og helgamar urðu margar
sem við dvöldum hjá ykkur. Við leik-
inn var ekkert bannað og hug-
myndaflugið fékk að leika lausum
hala. Gæska þín, þolinmæði og um-
burðarlyndi var mikið. Snúrustaur-
amir vom málaðir ef þurfa þótti.
Hús var útbúið undir stiganum úr
gami, sem síðan breyttist í búðir
eða hallir eftir aðstæðum. Mörg æv-
intýranna tengjast einnig Tobbu
frænku okkar. Með henni varð
Jíawaii-paradís að vemleika innan
*um pálmatré, kaktusa og gerbemr í
gróðurhúsunum í Hvamminum og
ímyndunaraflið bar okkur um lang-
an veg. Allar hugmyndir vora fram-
kvæmanlegar í Álfafelli.
Við áttum þess líka kost að taka
þátt í störfunum í gróðurhúsunum;
fengum að hjálpa til við að vökva
pottablómin, pakka áður en sölu-
mennimir komu og að breiða yfir af-
skomu blómin á kvöldin. Að fá tæki-
færi til að kynnast störfum garð-
yrkjunnar var mikilsvert fyrir okk-
ur. Álfafell var okkar „sveit“.
Eftir viðburðaríka daga sátum við
oftar en ekki löngum stundum með
þér við spil í eldhúsinu; við kasínu,
_játtu eða rommí. Eftir langa daga
var gott að fá hið langþráða kvöld-
kaffi fyrir svefninn.
Eftir að þú fluttist á Freyjugöt-
una árið 1980, á efri hæðina hjá for-
eldram okkar, bjuggum við í nokkur
ár undir sama þaki. Við systur fór-
um að heiman, en litum oft inn. Þær
era ófáar ristuðu brauðsneiðamar
og kaffisopamir á efri hæðinni sem
bornir vora á borð fyrir okkur, hvort
sem við áttum leið um miðbæinn,
sátum í próflestri eða settumst niður
þjá þér til að taka í spil.
Á Reykjavíkuráranum var Hall-
^fcrímskirkjan þér mjög hugleikin,
bæði fyrir Hallgrím Pétursson sjálf-
an og það starf sem unnið var innan
kirkjunnar og þú tókst þátt í. Hver
man ekki eftir spumingunni sem
beindist að yngri systur okkar þegar
keyrt var heim á leið, „hver sér
Hallgrím?" Þú hélst áfram að vera
'járkur þátttakandi í kirkjustarfi eins
~íg verið hafði í Hveragerði.
Langömmubömin Kolbrún og
Hallveig áttu þess líka kost að kynn-
ast þér og dveljast hjá þér í góðu yf-
irlæti. Þú varst óþreytandi við að
leika við þær skessuleik og spila
kúluspil. Þær munu alltaf muna eftir
heimsóknunum til gömlu ömmu,
bæði á Freyjugötuna og á Sólvang
þar sem þú dvaldist síðustu árin.
Upprani þinn á Draflastöðum í
Fnjóskadal og frásagnir frá lífi og
starfi á uppvaxtaráranum fyrir
norðan og starfi seinna á ævinni
vora alltaf lifandi þáttur í þínu lífi.
Skilningur okkar á lífsbaráttunni og
lifnaðarháttum á fyrri tíð á þér mik-
ið að þakka. Með þér kynntumst við
fjölskyldu þinni og sveitastörfum
fyrir norðan, heyrðum frásagnir af
ráðskonustörfum á Hólum, vinnu í
Skíðaskálanum í Hveradölum og á
Hótelinu í Hveragerði. Ekki síst lifa
með okkur frambýlisárin í Hvera-
gerði - garðyrkjustörfin og húsmóð-
urstörfin í Hverahvammi og Álfafelli
á tímum sem Hveragerði var að
vaxa frá litlum þéttbýliskjama í Ölf-
usinu fram til bæjarfélags.
Elsku amma, við munum alltaf
hugsa til þín og þökkum þér fyrir
allar ógleymanlegu stundirnar.
Hrefna og Inga Margrét.
Elsku amma, þó ég vissi að þú
værir orðin leið á að bíða eftir að
komast til hans afa, þá þykir mér
svo óskaplega sárt að vita að þú sért
farin.
Það var dásamlegt að fá að búa í
sama húsi og þú. Mínar fyrstu
æviminningar era úr íbúðinni hjá
okkur á Freyjugötunni þar sem þú
passaðir mig og við spiluðum saman
frá morgni til kvölds. Það var svo
yndislegt að kúra hjá þér á morgn-
ana, „setja í hom“ og spila á meðan
kaffið var að hellast uppá. Það er
ótal margs að minnast, við skemmt-
um okkur svo vel saman, ég og þú.
Svo óx ég úr grasi og kynntist eig-
inmanni mínum. Ykkur kom vel
saman, enda var Guðmundur alveg
eftir þinni uppskrift; prestssonur úr
sveit, sem drakk bláa mjólk og mik-
ið kaffi. Mér fannst svo dásamlegt
að þú gast komið í brúðkaupið okk-
ar, enda vissir þú langt á undan öll-
um um þann ráðahag. Þá sagðir þú
mér frá brúðkaupsdeginum ykkar
afa með ljóma í augunum.
Alltaf hefur mér þótt vænt um
þegar þú kallaðir mig engilinn þinn
og nú þegar þú kveður okkur veit ég
að betri englar gæta þín og leiða þig
- alla leið til hans afa Gunnars sem
þú saknaðir svo mikið. Eg er svo
þakklát fyrir að hafa notið þess að
vera með þér mína stuttu ævi.
Nú kveðjum við þig í Hallgríms-
kirkjunni - þeirri kirkju sem næst
kemst kirkjunni þinni heima á
Draflastöðum. Hve oft fóram við
ekki saman í messu, fyrst leiddir þú
mig, síðan ég þig. Þú kenndir mér
sálmana, við sungum þá saman og
seinna söng ég fyrir okkur báðar.
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín,
höndin þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi í Mði,
með fógru engla liði.
I voða, vanda og þraut
vel ég þig fórunaut,
yfir mér virztu vaka
ogvaraámértaka.
Jesús mér fylgi í Mði
með fógru engla liði.
(Hallgr. Pét.)
Góða ferð, elsku amma mín. Guð
geymi þig um alla eilífð.
Þinn engill
Gunnur.
Ilmurinn af nýsteiktum kleinum,
nýbökuðu franskbrauði eða ilmurinn
þegar það er verið að sjóða niður
rabarbarasultu, þessi ilmur flytur
mig aftur í minningunni, í eldhúsið
þitt, amma mín, eldhúsið í Álfafelli. í
gegnum bernskuárin fann ég alltaf
öryggi og hlýju hjá þér. Sem fullorð-
in kona fékk ég stuðning og hvatn-
ingu frá þér. Þrátt fyrir að þú sért
farin frá mér mun minning þín lifa
innra með mér, umburðarlyndi þitt,
samkennd með þeim sem minna
máttu sín, skilningur og góð-
mennska. Eg mun sakna þín, elsku
amma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er h'fsins nótt
Þig umveíji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Pó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Þín
Helen.
Það er nú orðinn rúmur einn og
hálfur áratugur frá því að ég hitti
fyrst Ingimaríu á heimilinu á
Freyjugötu. Þá hafði hún, fyrir
nokkram árum, flutt til Reykjavíkur
eftir fráfall Gunnars manns síns og
bjó þar á efri hæðinni með eigið
heimili í húsi með dóttur sinni og
tengdasyni. I Hveragerði hafði
hennar bústaður verið lengst af og
þeim stað unni hún mikið en hafði þó
greinilega komið sér vel fyrir í
námunda við „Hallgrím minn“ eins
og hún kallaði jafnan stærstu kirkju
höfuðborgarinnar.
Ingimaría var ekki seintekin í við-
kynningu og ekki leið á löngu áður
en ég fann að gott var að koma á efri
hæðina á Freyjugötunni. í þeim erli
sem fylgdi því að allir aðrir fjöl-
skyldumeðlimir vora uppteknir í
námi eða starfi, nema hvort tveggja
væri, var Ingimaría eins og traustur
klettur sem tók öllu með stóískri ró
og alltaf var hægt að leita til um
skemmtilegt spjall, kaffisopa og holl
ráð. Það er okkur sem tilheyrum of-
anverðri öldinni hollt að hafa átt
þess kost að kynnast fólki sem séð
hefur tímana tvenna eins og Ingi-
maría og aðrir af þessari kynslóð
sem átti e.t.v. meiri hlut en aðrir í að
byggja upp það samfélag sem við lif-
um í. Það sem einkenndi Ingimaríu
var líka í samræmi við þau gildi sem
þetta fólk mat mest; mikil fjöl-
skyldu- og ættrækni, hljóðlát kímni-
gáfa og trú á sjálfsbjargarviðleitni
einstaklinga og að þeir ættu að njóta
ávaxta hennar sjálfir. Hún hafði
jafnan sínar skoðanir á mönnum og
málefnum en lá þó jafnan gott orð til
allra. Að þeim, sem henni fannst
ósamkvæmir sjálfum sér eða ekki
með báða fætur á jörðinni, lét hún
sér nægja að brosa góðlátlega. Og
síðar, eftir að fjölgað hafði í fjöl-
skyldunni hjá okkur Hrefnu, nutu
bömin samverannar við Ingimaríu.
Það varð ómissandi hluti af heim-
sóknum á Freyjugötuna að fara upp
á efri hæðina og leika sér þar og
spjalla við langömmu sína sem gætti
þess að hafa þar leikföng til að leika
með en átti umfram allt nóg af lífs-
gleði og kærleik.
Með þessum orðum vil ég kveðja
glaðlynda og góðhjartaða konu sem
reyndist mér og mínum framúrskar-
andi vel. Hún er nú horfin á fund
eiginmanns síns og unir eflaust með
honum þar við blómarækt, sem var
atvinna og áhugamál þeirra hjóna í
lifanda lífi. Minningin um fjölmarg-
ar hljóðlátar gleðistundir lifir áfram
hjá mér og þá ekki síður bama-
bamabömunum, eins og fjölmörg-
um öðram sem áttu sér hæglátt og
vinalegt athvarf á efri hæðinni á
Freyjugötunni.
Eiríkur K. Bjömsson.
Móðursystir mín, Ingimaría
Karlsdóttir, er látin. Inga frænka
var fimmta bam foreldra sinna,
Karls Ágústs Sigurðssonar, bónda á
Draflastöðum í Fnjóskadal, og konu
hans, Jónasínu Dómhildar Jóhanns-
dóttur frá Víðivöllum. Sigríður föð-
uramma var tvíburasystir Dómhild-
ar konu Ólafs Briem, timburmeist-
ara á Grand í Eyjafirði, og vora þær
nauðalíkar. Þaðan er Dómhildar-
nafnið komið inn í þennan legg ætt-
arinnar. Inga frænka var skírð Ingi-
maría Þorbjörg. Hún var önnur
stúlkan sem bar Ingimaríunafnið.
Sú fyrri dó á fyrsta afmælisdegi sín-
um, en Inga fæddist mánuði síðar.
Inga og systir hennar bára nafn fóð-
urbróður síns, Ingimars Sigurðsson-
ar, kennara á Hólum í Hjaltadal, en
hann varð úti á Héðinsskörðum,
fjallgarðinum milli Hörgárdals og
Hjaltadals, í desember 1908.
Inga var yngsta systirin. Hún var
ávallt mjög hænd að mömmu sinni.
Það má velta því fyrir sér eftir nú-
tíma bamasálarfræði, að hún hafi
strax orðið mikið mömmubam og
viðbrigðin mikil þegar tveir drengir
allt í einu þurftu á allri athygli
mömmu hennar að halda, að Ingu
fannst, eins og fleiram í sömu spor-
um og henni veitti ekki af að vekja
athygli á sér og ekki bætti úr skák
þegar enn fleiri strákar bættust við.
Kannski fann Inga það á sér að
tími sá, er þær mæðgur yrðu saman
væri alltof stuttur, en Inga var níu
ára þegar mamma hennar dó, þá að-
eins 39 ára gömul, frá níu bömum
og var sá yngsti, Steingrímur, að-
eins fjögurra ára.
Þegar amma átti von á þriðja
drengnum, Gunnlaugi, var ákveðið
að hún ætti hann á Ásláksstöðum í
Kræklingahlíð hjá systur sinni, Guð-
rúnu, og manni hennar, Sigurjóni
Sumarliðasyni. Þaðan var styttra til
læknis en frá Draflastöðum ef eitt-
hvað bæri útaf, en amma var ekki
sterk til heilsunnar. Amma ákvað að
taka Ingu með sér.
Móðurmissirinn sat alltaf fast í
Ingu og hún sagði svo oft eitthvað á
þessa leið: „En hvað þessi böm eiga
gott að hafa fengið að hafa mömmu
sína hjá sér.“
Eftir lát ömmu tóku elstu syst-
umar við búinu með afa. Vfldu þær
þá stjóma í Ingu og fannst hún
stundum sein til verka, níu ára snót-
in.
Eftir því sem árin liðu varð hún
svo sannarlega liðtæk til verka. Hún
varð matráðskona á Bændaskólan-
um á Hólum hjá Kristjáni Karlssyni
skólastjóra, en þau Inga vora systk-
inaböm. Veturinn áður hafði Inga
verið í vist hjá Helgu Sigurðardótt-
ur frænku sinni, er síðar varð fyrsti
skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla
Islands. Á Hólum var Inga einn vet-
ur en árið eftir í Fagrahvammi hjá
Ingimari bróður Helgu, en hann var
þar byrjaður með ylrækt, en Sigurð-
ur búnaðarmálastjóri, bróðir afa og
faðir þessara systkina, ásamt Rögnu
og Páli, var með þeim fyrstu sem
settust að í Hveragerði og sáu
möjguleika hveranna.
I Fagrahvammi kynntist Inga
ágætis manni, hægum og afburða-
verklögnum, sem vann þar einnig,
Gunnari Bjömssyni, og giftist hon-
um. Áttu þau tvær dætur, Kolbrúnu
og Dómhfldi Auði. Gunnar var bú-
fræðingur frá Hólum. Þau byijuðu
búskap sinn í Hverahvammi í
Hveragerði og voru með gróðurhús.
Eg man þegar ég heimsótti Ingu
þar sem hún hafði aðeins eina tví-
hólfa olíuvél eða prímus til að elda á
og sauð egg og kartöflur í poka úti í
hver sem var nálægt húsinu. Seinna
keyptu þau Álfafell, lítið hús í
Hvömmunum við hliðina, og stækk-
uðu það mikið og gróðurhúsunum
fjölgaði jafnt og þétt. Seinna keyptu
þau Hlíðarhaga sem stóð fyrir ofan
veginn; þar vora einnig gróðurhús.
A tímabili var Álfafell með
stærstu gróðrarstöðvum í Hvera-
gerði og höfðu Inga og Gunnar þá
að minnsta kosti 6 til 7 menn í
vinnu.
Inga frænka átti sinn þátt í upp-
byggingu gróðrarstöðvarinnar. Hún
og dæturnar unnu mikið í gróður-
húsunum. Inga pakkaði miklu aí
blómum í sölu. Var hún hraðhent þá.
Gunnar var framkvöðull að því að
rækta ýmsar nýjar tegundir sem nú
era algengar. Gunnar, Ingimar og
fleiri blómaframleiðendur réðu sér
sérstakan sölumann fyrir afurðir
sínar, en það þekktist ekki í þá daga.
Á sínum yngri áram skrapp Inga
oft um helgar upp í Skíðaskálann i
Hveradölum og hjálpaði Ingibjörgu
og Steingrími, systkinum sínum, því
mikið var þar um að vera á stríðsár-
unum.
Gunnar skipti sér af sveitarmál-
um og var í hreppsnefnd Hvera-
gerðishrepps 3-4 tímabil fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Eftir lát Gunnars gaf fjölskyldan
peningaupphæð til minningar um
hann. Fyrir þá peninga vora keypt-
ar tijáplöntur og þær settar í gflið
upp með Varmá og prýðir sá lundur
staðinn mikið.
Inga seldi Álfafell og fluttist hún á
Freyjugötu 43. Bjó hún á efri hæð
en Kolbrún á þeirri neðri ásamt
manni sínum, Róbert Péturssyni, og
dætram. Við Freyjugötuna er fal-
legur garður og gróðurhús svo Inga
gat haldið áfram ræktuninni.
Ekki var amalegt að hafa ömmu
uppi á loftinu þegar Hrefna, Inga
Margrét og Gunnar komu úr skólan-
um og eins þegar börn Auðar komu í
heimsókn. Inga frænka átti mjög
auðvelt með að umgangast ungt
fólk, hefi ég fundið það á mínum
drengjum. 011 systkinabömin minn-
ast hennar í dag með virðingu og
þökk.
Inga var lánsöm með afkomend-
ur. Dómhfldur Auður flutti í bæinn
frá Isafirði með börn sín, Helenu og
Jaan Wflliam , en Gunnar Georg
varð eftir á Isafirði. Hafa þau öll
sýnt Ingu mikinn kærleika og um-
hyggju. Inga fylgdist vel með bama-
bömunum og átti listaverk eftir þau
og sýndi mér þau stolt eins og allar
ömmur gera.
Ingimaría frænka mín fór að
sækja öldranarstarfið í Hallgríms-
kh-kju og var þar hrókur alls fagn-
aðar. Hún átti alltaf auðvelt með að
sjá góðu hliðarnar á hverri mann-
eskju og var einkar lagin við að ná
góðu sambandi við fólk sem ekki var
allra og mynduðust þar mikfl
tryggðabönd. Fyrir þetta var ég
alltaf þakklát.
Inga, ásamt Steina frænda, safn-
aði í skírnarfont og var hann afhent-
ur Draflastaðakirkju á afmælisdegi
ömmu við guðsþjónustu í tflefni
dagsins. Var þetta upphaf ættar-
móta Draflastaðaættarinnar, afkom-
enda Jónasínu Dómhfldar og Karls
Ágústs. Hefur ættin komið saman
fjóram sinnum og fjölgar ættingjum
stöðugt.
Inga var á ættarmótinu 1994, en
suttu síðar veiktist hún og var sjúk-
lingur upp frá því. Síðustu árin var
hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar var
auðséð að vel var hugsað um hana.
Afkomendurnir vora duglegir að
fylgjast með henni og létta henni líf-
ið. Það var vani minn að heimsækja
móðursystur mína þegar ég kom frá
Blönduósi og dvaldi nokkra daga í
Reykjavík. Okkur leið vel í návist
hvor annarrar og höfðum um nóg að
spjalla.
Eg ætla að muna sérstaklega eftir
Ingu frænku minni er ég heimsótti
hana í næstsíðasta sinn, er hún ók
hjólastólnum að lyftunni og sagði
brosandi: „Eg hlakka til þegar þú