Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 36
86 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RIKISSKULDIR LÆKKA ÞAU UMSKIPTI hafa orðið í ríkisfjármálum, að ríkis- sjóður er farinn að greiða niður skuldir sínar í veru- legum mæli. Skuldasöfnun ríkisins um langt árabil var orðin svo mikil, jafnt innanlands sem utan, að vextir og annar lánakostnaður ei*u mjög íþyngjandi fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra hefur lýst því yfír að haldið verði áfram niður- greiðslu ríkisskulda á þessu og næsta ári og er það fagn- aðarefni fyrir skattgreiðendur. Vonir standa og til að hægt verði að fylgja þeirri stefnu áfram, þar sem spáð er áframhaldandi hagvexti næstu árin. Þetta þýðir að ríkis- sjóður sparar milljarða króna í lánsfjárkostnaði, sem unnt er að nýta til margs konar verkefna eða til skattalækkun- ar. Ríkisreikningurinn fyrir 1998 hefur verið birtur, en hann er sá fyrsti samkvæmt nýjum lögum um fjárreiður ríkisins, sem byggir á svonefndum rekstrargrunni, en fram til þessa hafa ríkisreikningur og fjárlög verið á greiðslugrunni. Reikningsskilin nú gefa mynd af heildar- umsvifum ríkisins og ná yfír mun fleiri aðila en fyrr. Upp- gjör eru með öðrum hætti og m.a. eru fjölmargir stórir lið- ir færðir á gjaldahlið, sem áður komu til lækkunar á tekj- um, eins og barnabætur, vaxtabætur og afskriftir skattakrafna. Verulegar breytingar verða því bæði á gjalda- og tekjuhlið. Þetta þýðir því að samanburður við fjárlög og ríkisreikninga fyrri ára er ekki marktækur. Ríkisreikningurinn fyrir 1998 sýnir um 8,8 milljarða halla, en það má alfarið rekja til 18 milljarða króna hækk- unar á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs umfram áætlun fjárlaga. Þessu valda launahækkanir og breyting á launa- kerfi ríkisins. Þótt þessar miklu lífeyrissjóðsskuldbinding- ar séu færðar til gjalda koma þær þó ekki til greiðslu nú heldur á löngu árabili. Það sem mestu skiptir um áhrif ríkisfjármála á efna- hagslífið, er hins vegar lánsfjárafgangur, sem nam 17 milljörðum króna á síðasta ári, eða 12 milljörðum umfram áætlun fjárlaga. Þessu fé var varið þannig, að 9,5 milljarð- ar fóru til greiðslu skulda, en 7,5 milljarðar voru lagðir inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Skuldir ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, lækkuðu úr 45,6% í 40,6%. Erlendar skuldir ríkisins lækkuðu úr 127 milljörð- um í 117 milljarða, eða úr 23,9% af landsframleiðslu 1997 í 20,0% í árslok 1998. Þetta er umtalsverður árangur í stjórn ríkisfjármála og full ástæða er fyrir ríkisstjórnina að halda fast við það markmið sitt að halda áfram aðgerðum til lækkunar ríkis- skuldanna. FJÖLMIÐLUN OG FRIÐHELGI Embætti sérstaks umboðsmanns fyrir blöð í Svíþjóð var stofnað fyrir réttum 30 árum. Hlutverk hans er að gæta réttar borgaranna gagnvart blöðum. Fólk, sem telur sig órétti beitt af dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, getur skotið máli sínu til hans. Hann kannar málsatvik og veitir ráðleggingar um leiðir, t.d. hvort fólk skuli leita réttar síns í dómskerfinu eða skjóti máli sínu til úrskurðar siða- nefndar blaðamanna. Arlega fær umboðsmaðurinn 400 til 450 kvartanir vegna meintra ófaglegra vinnubragða sænskra dagblaða. Nú á tímum Netsins eru og að verða mikilvægar breytingar í fjölmiðlun og enn nær vald sænska blaðaumboðsmannsins ekki til þess. Sænski umboðsmaðurinn telur í samtali við Morgunblaðið í gær, að Netið geti smitað út frá sér og fjölmiðlamenn freistist til að nota óstaðfestar fréttir sem þar er að finna. Sænski umboðsmaðurinn er ekki opinber embættismað- ur heldur er starf hans kostað af samtökum fjölmiðla, en hann starfar þó óháð þeim. Áherzla er lögð á sjálfstæði hans og óhlutdrægni og nýtur hann því trausts almenn- ings og stjórnvalda. Reynsla Svía af starfi umboðsmanns- ins er íhugunarefni fyrir íslendinga á tímum örra breyt- inga í fjölmiðlun, sem að mörgu leyti ganga nær friðhelgi einkalífsins en fyrr. Skjávarp byggir upp net um þrjátíu sjónvarpsrása um land allt HUGMYNDIN að baki Skjávarpi er að búa til staðbundinn upplýsinga- miðil,“ segir Ágúst Ólafs- son, framkvæmdastjóri Skjávarps hf., sem er að byggja upp net stað- bundinna sjónvarpsrása þar sem lögð er áhersla á upplýsingar í margmiðlunarformi, í átján bæjum á landsbyggðinni auk ellefu rása í hverfum Reykjavíkur og bæjunum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar eru hafnar tilraunaútsendingar á fímm stöðum en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppsetningu á 29 stöðum. Skjávarp varð til á Höfn í Horna- firði. Þar eru birtar tilkynningar frá sveitarfélaginu, öðrum opinberum stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Auk þess eni fundir bæjarstjórnar sendir út á Skjávarpi. Ágúst Ölafsson, fréttamaður Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar á Austurlandi, var í sumar ráðinn framkvæmda- stjóri og hefur hann nú flutt sig frá Egilsstöðum til Hafnar ásamt starfsfélaga sínum, Sigurði Mai- Halldórssyni ljósmyndara. Alls er gert ráð fyrir á þriðja tug starfs- manna. Upplýsingar endurnýjaðar ört Ágúst segir að hver stöð Skjá- varps sé sérsniðin að þörfum samfé- lagsins á viðkomandi útsendingar- svæði. Áhersla sé lögð á að ná inn á hvert einasta heimili þannig að allir íbúar staðarins geti íýlgst með því sem sé að gerast. Þá segir hann að fjöldi sveitarstjóma hyggist nýta sér möguleika Skjávarpsins til að koma upplýsingum til íbúanna. Sum ætli að gera það með því að senda út fundi sveitarstjórnar. Ágúst leggur á það áherslu að Skjávarp náist í öllum sjónvarps- tækjum, án nokkurs aukabúnaðar. Og til að nýta þessa möguleika enn frekar séu settir upp sjónvarpsskjáir í verslunum, bönkum og biðstofum af ýmsu tagi, þannig að íbúar stað- anna geti notað lausar stundir til að fylgjast með upplýsingum í Skjá- varpi. „Það eiga ekki allir tölvur eða hafa beinan aðgang að Netinu. Sjón- varpið er einfaldur miðill sem allir hafa og kunna að nota. Með Skjá- varpi getum við miðlað upplýsingum til þeirra," segir Ágúst. Sérstaða Skjávarps felst í því, að mati Ágústs, að unnt er að endur- nýja upplýsingarnar ört, þess vegna oft á dag. Þá hefur það sérstöðu að því leyti að þeir sem vilja koma upp- lýsingum áleiðis geta valið um það hvort þeir vilja láta þær birtast á öll- um stöðvunum eða einangrað þær við ákveðna landshluta eða einstök útsendingarsvæði. Þannig beinast upplýsingarnar markvisst að réttum hópum. Sömu grunnflokkar upplýsinga eru á öllum Skjávarpsstöðvunum: Verslun og viðskipti, menning, íþróttir, upplýsingar frá bæjarfélag- inu, skólastarf og fleira. Sums staðar eru sendir út bæjarstjómarfundir. „Það er upplýsingagildið. Fólk getur gengið þarna að öllum þeim upplýs- ingum sem það þarf að hafa um byggðarlagið sitt. Reynslan sýnir að fólk fylgist reglulega með Skjávarpi til að sjá hvað er að gerast," segir Ágúst. Hann telur ekki að Skjávarp sé alvarleg ógnun við héraðsfrétta- blöðin sem víða eru gefin út. „Skjávarp er ekki fréttamiðill og er sjálft ekki með neina dagskrárgerð eða viðtöl. Við erum hins vegar að einhverju leyti í samkeppni um aug- lýsingar við blöðin. „Skjávarp er nýr miðill, sem starfar að vissu leyti á sama markaði, þótt ólíkur sé. Héraðsfréttablöðin geta hins vegar nýtt sér Skjávarp til þess að kynna efni sitt og ég hef boðið þeim upp á það.“ Vanda betur málflutning „Við höfum notað Skjávarpið til að koma upplýsingum um fundi og starfsemi sveitarfélagsins á fram- færi þótt Skjávarpið nái ekki út á Staðbundin upplýsing'aveita fyrir Island Stefnt er að uppsetningu 29 staðbundinna Skjávarpsrása um allt land fyrir veturinn. Þaðan eru sendar út upplýsingar og jafnvel bæjarstjórnarfundir. Kerfíð býður auk þess upp á ýmsa margmiðlunarmöguleika. Helgi Bjarnason fræddist um hugmyndina að baki Skjávarpi og möguleika þess hjá Agústi Olafssyni, nýráðnum fram- kvæmdastjóra. 0 Sigkrfjörður • Húsavil Húnaflói Egrfsstaðir • . • Seyðisfjörður 4( : • Noskaupstaður J/Ú ' .• Eskifjörðr-r Breiðafjöriíur Faxaflói Akranes#> REYKJAVÍK Á Keflavíi Fyrirhugaðar stöðvar í fyrsta áfanga Skjávarps á íslandi ,ilýriilth- . jitkuU VestmannaeyjarO Skjávarpið hef- ur komið sér upp aðstöðu í Reykjavík þar sem margmiðl- unardeild verð- ur staðsett enda sveitarfélagsins. Kosturinn við þennan miðil er að hægt er að koma tilkynningum á framfæri með stutt- um íyrirvara," segir Gísli Svemr Árnason,, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, þegar hann er spurð- ur um reynsluna af Skjávarpinu. Telur hann að íbúarnir fylgist með rásinni, margir hafi það fyrir reglu að fletta í gegn um hana einu sinni á dag. Bæjarstjórnarfundir á Hornafirði hafa verið sendir út á Skjávarpinu í tvö eða þrjú ár. „Það var gott skref og ég hef engan heyrt tala um að stíga það til baka. Við höfum orðið varir við að það er býsna mikið horft á þessa fundi. Eg tel að það stuðli að því að bæjarfulltrúar vandi betur málflutning sinn og framsetningu á ræðum. Ibúarnir mæta yfirleitt ekki til að fylgjast með fundum en þegar sjónvarpsvélarnar eru á staðnum vita bæjarfulltrúamir að á mál þeirra hlýða einhverjir aðrir en þeir ellefu fulltrúar sem sitja í bæjar- stjórninni. Eins tel ég að þetta leiði til þess að vakin er athygli á fleiri Morgunblaðið/Golli Ágúst Ólafsson, framkvæmdastjóri Skjávarps, og hans hægri hönd, Sig- urður Mar llalldórsson, við Landssímamastrið á Höfn. Þaðan er Skjá- varpið sent út um Hornafjörð. málum í bæjarstjórn en áður var, bæjarfulltrúar eru farnir að tala svo- lítið til bæjarbúa,“ segir Gísli Sverr- ir. Einnig á höfuðborgarsvæðinu Vegna starfsemi Skjávarpsins á höfuðborgarsvæðinu hefur fyrir- tækið komið sér upp aðstöðu í Reykjavík. Þar verður margmiðlun- ardeild fyrirtækisins til húsa. Kerf- ið er samtengt og er því sama hvar gengið er frá efninu, það má gera á Höfn eða í Reykjavík. Islandspóst- ur er umboðsaðili Skjávarps á út- sendingarstöðunum. Þar er upplýs- ingamóttaka, en einnig er unnt að koma upplýsingum á framfæri við Skjávarpið á vefnum og með tölvu- pósti, símbréfum og í gegnum sím- ann. Skjávarpið hefur hafið útsending- ar á Hornafirði og tilraunaútsend- ingar í Vestmannaeyjum, á Seyðis- fii'ði, ísafirði og Dalvík. Fyrir vetur- inn verða einnig hafnar útsendingar í Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi, á Sauðárkróki, Siglu- firði, Akureyri og Húsavík, á Egils- stöðum, Reyðarfirði, Norðfirði og Eskifirði og á Selfossi og í Hvera- gerði. „Upphaflega var hugmyndinn að Skjávarp yrði eingöngu í stærri byggðarlögum á landsbyggðinni. Síðan var ákveðið að koma upp sendum á höfuðborgarsvæðinu vegna mikils áhuga sveitarstjórnar- manna sem sáu möguleika Skjá- varps sem öflugs upplýsingamiðils í hverfum borgarinnar.“ Sendum verður komið upp í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ og í sjö hverfum Reykjavíkur. „Mun- urinn er ekki svo mikill á starf- rækslu Skjávarps í Grafarvogi og á Dalvík. Það er mikið af hverfabund- inni starfsemi í Reykjavík, íþróttafé- lög, skólar, sóknir og fleira. Þessi staðbundni upplýsingamiðúl hentar jafn vel þar og á landsbyggðinni," segir Ágúst. Þótt Ágúst treysti sér ekki til að greina frá kostnaði við verkefnið er ljóst að stofnkostnaður við fyrsta áfanga nemur tugum milijóna króna. Hann segir að samningar um fjár- mögnun séu á lokastigi og komi að því máli fjármögnunaríyrirtæki og öflugir fjárfestar. Gagnvirkni og textavarp Hjá Skjávarpi vinna menn með mikla reynslu í miðlun upplýsinga og segir Ágúst að fyrirtækið hafi ákveðið að nýta sér tölvu- og sjón- varpstæknina til hins ýtrasta, til dæmis möguleika á gagnvirkni og textavarpi. Nú er verið að útbúa öfl- ugan vef, skjavarp.is, þar sem not- endur geta kallað upp fréttir og upp- lýsingar, ekki einungis á sínu út- sendingarsvæði heldur einnig öðr- um. Síðar verður sett upp textavarp þar sem notendur geta kallað upp ákveðnar upplýsingar með fjarstýr- ingu á sjónvarpstækinu sínu. Þá býður gagnvirknin upp á að Skjávarp geti til dæmis nýst til að kanna hug íbúanna til ákveðinna mála. „Það getur nýst sveitarstjórn sem vill á ákveðnu stigi kanna vilja íbúanna til máls sem er til umfjöll- unar. Þá yrðu ákveðnar upplýsingar birtai- ásamt einfaldri spurningu og fólki gæfist kostur á að gera upp á milli ákveðinna kosta. Fyrirtæki gætu gert markaðskannanir og íþróttahreyfingin gæti látið fólkið velja íþróttamann ársins,“ segir Ágúst. Ágúst sér mikla möguleika á nýt- ingu þess grunns sem Skjávarp er að koma sér upp. Hann hefur kynnt það hjá aðilum sem starfrækja fjar- kennslu- og fjarfundarbúnað. „Við- ræður eru í gangi um að tengja þennan búnað Skjávarpinu og koma þannig fjarkennslu og fjarfundum inn á heimilin á viðkomandi stað en nú þarf fólkið að safnast saman í fundarsal eða skólastofu." Nefnir hann í því sambandi að það væri til dæmis tilvalið fyrir Byggðastofnun að auka notagildi Byggðabrúarinnar með þessum hætti. Fyrirlestur Skotans Rogers Crofts um verndun og nýtingu náttúruauðlinda 1 J t ■ 'Á Sá u .. ‘r: Áfe/ 1 • ] 1 i '44^ 1 t/ ' Morgunblaðið/Þorkell Fjölmennt var á fyrirlestri Rogers Crofts, framkvæmdasljóra Scottish Natural Heritage, á Hótel Borg. Margir alþingismenn voru á meðal gesta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en Crofts er lengst til hægri. ÞEKKING A UM- HVERFINU EYKUR UMHYGGJU FYRIR ÞVÍ Skotar búa að reynslu á sviði umhverfísmála sem við Islendingar getum lært af. Fram- kvæmdastjóri Scottish Natural Heritage, Roger Crofts, miðlaði hluta þeirrar reynslu á fyrirlestri á Hótel Borg. MARKA þarf stefnu til framtíðar um nýtingu náttúruauðlinda og nátt- úruvernd, segir Roger Crofts, framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage (SNH), sem staddur er hérlendis í boði Land- græðslu ríkisins. Crofts hélt fyrir- lestur á vegum Landgræðslunnar, Landverndar og Náttúruverndar ríkisins á Hótel Borg í vikunni. SNH fer með yfirstjórn náttúru- verndar í Skotlandi. Stofnunin hóf starfsemi árið 1992 og hefur Crofts verið framkvæmdastjóri frá upphafi en Magnús Magnússon var stjórnar- formaður þar til sl. vor. Stofnunin leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og vinnur markvisst að því að efla þekkingu almennings á umhverfinu. Aukin vísindaleg þekking á um- hverfinu og miðlun hennar til stjóm- málamanna, fjölmiðla, bama, bænda, sjómanna og alls almennings er nauð- synleg til þess að ná árangri. Crofts sagði það vera reynslu Skota að auk- in þekking manna á umhverfinu breytti oftar en ekki viðhorfi þeirra. Menntun á sviði umhverfismála árangursrík „Eftir að við sýndum sjómönnum lifandi myndir af lífríkinu neðan- sjávar og áhrifum veiða þeirra breyttist viðhorf þeirra gjörsam- lega. Við vinnum mai'kvisst að því að byggja upp þekkingu meðal sjó- manna á lífríki sjávar og neikvæð- um áhrifum veiða þeirra. Sú vinna hefur mjög mikil áhrif,“ sagði Crofts. Samskonar starf er einnig unnið meðal bænda í Skotlandi til þess að stemma stigu við upp- blæstri og gróðureyðingu af völdum búfénaðar. Benti Crofts á að vinna af því tagi gæti hentað vel hérlend- is. „En það er ekki stefna SNH að setja reglur og banna hitt og þetta. Fólk þarf að lifa af landinu," sagði Crofts. Því er nauðsynlegt að finna nýjar leiðir til þess að nýta náttúru- auðlindirnar á þann hátt að um- hverfið beri sem minnstan skaða af. Hann sagði það hafa vakið athygli í heimalandi sínu að oftast hafi til- gangurinn með nýtingu náttúrunnar verið að skapa störf. Auðlindanýting og aukinn fjöldi starfa fari þó ekki alltaf saman. „Hve mikið af störfum skapar umhverfið sjálft? Þegar við skoðuðum það nánar kom í ljós að umhverfið eitt og sér skapar mörg störf og sú staðreynd kom til dæmis umhverfisráðherra okkar mjög mik- ið á óvart þegar við kynntum það fyrir honum,“ sagði Crofts. Getur stóriðja snúið búsetuþróun við? Crofts var spurður um orkufram- leiðslu og stóriðju í Skotlandi að loknum fyrirlestrinum. Sagði hann að orkuframleiðsla Skota kæmi að mestu leyti frá kjarnorku, þá kolum og gasi og í mun minna mæli frá vatnsaflsvirkjunum og vindmyllum: „Við höfum einungis nokkrar vatns- aflsvirkjanir í mínu landi og ef SNH hefði verið til þegar þau verkefni voru framkvæmd hefðum við sett okkur á móti þeim öllum. Ástæðurn- ar fyrir því að þær virkjanir voru framkvæmdar á sínum tíma eru af félagslegum toga. Bæta átti lífsskil- yi’ði fólks í fámennum byggðarlög- um þar sem fólki fór fækkandi. En þegar farið er út í verkefni af þessu tagi, þar sem höfðað er til stórra al- þjóðlegra iðnaðarfyrirtækja sem byggja viðskipti sín á alþjóðlegum markaði, til þess að bæta samfélagið heima fyrir, þarf að setja upp spum- ingamerki. Hagnast heimabyggðin endilega á slíkum framkvæmdum?" sagði Crofts. Hann benti einnig á að oftast tækju slík fyrirtæki ákvarðan- ir út frá hagsmunum hluthafa sinna fremur en hagsmunum íbúa byggð- arlagsins sem þau starfa í. ,Á sjöunda áratugnum í Skotlandi var komið á fót stóriðju til þess að hamla gegn búferlaflutningum og flótta ungs fólks úr byggðunum. Hugmyndin var að uppbygging mjög stórra verksmiðja og sá fjöldi starfa sem þeim fylgdu myndi halda fólki í byggðunum. Það sem hefur gerst á þeim tveimur stöðum þar sem þetta var gert hjá okkur, er að í öðru tilvikinu lokaði verksmiðjan og í hinu starfar hún að svo litlu leyti að atvinnuleysi er enn mikið á svæðinu. Ein helsta ástæðan fyrir því að fólk kemur aftur til að búa á þessum svæðum eru aðrir atvinnumöguleik- ar, sem oft eru tengdir ferðaþjón- ustu, eða það kemur vegna þess að þar eru betri skólar. Ég er ekki að segja að það sé rangt að fara út í svona risafram- kvæmdir til þess að bjarga byggðum á landsbyggðinni. En ég er að segja að þið eigið að skoða dæmin í kring-_ um ykkur áður en þið farið út í slík- ar framkvæmdir,“ sagði Crofts. í samtali við Morgunblaðið að lokn- um fyrirlestrinum ítrekaði Crofts mikilvægi þess og nauðsyn að gera hlutlaust, hagrænt, félagslegt og um- hverfislegt mat áður en stóriðjuverk- efhum væri hrint í framkvæmd. „Mat á umhverfisáhrifum er ekki nægjan- legt því það er galli á slíku mati í öll- um löndum sem ég þekld tíl, vegna þess að slíkt mat er aldrei unnið af hlutlausum aðilum frá upphafi. Að mínu mati þarf að bæta úr þessu auk þess sem gera þarf mat á' hagrænum og félagslegum þáttum. Matið þarf að gera ráð fyrir kostnaði og ábata á öllum þessum þremur sviðúm. Það er allt of oft gengið út frá því að umhverfisáhrif séu ein- göngu neikvæð og að hagræn áhrif séu eingöngu jákvæð. En svo þarf alls ekki að vera,“ sagði Crofts ar! lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.