Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Undanbrögð borgarstjórans BORGARSTJOR- INN í Reykjavík leitar ákaft að blóraböggli, svo beina megi athygl- inni frá dapurlegri frammistöðu R-listans í skipulagsmálum. Fyr- ir henni verður sam- gönguráðherrann sem í ógáti lýsti því yfir í sjónvarpsþætti að flug- völlur yrði í Vatnsmýr- inni í Reykjavík um aldur og ævi. Við þetta stekkur borgarstjóri á nef sér og gerir mikinn hávaða. Var þó allt í sátt og samlyndi milli borgarstjóra og ráð- herrans þangað til mótmælin gegn nýbyggingu flugvallarins urðu al- menn; þá fór R-listinn að titra og fann loks þessa aðferð til að drepa málinu á dreif. Ágreiningurinn við ráðherrann - þessi málamyndadeila um það hvort Egill Helgason flugvöllurinn á að vera á sínum stað til eilífðar- nóns eða hvort endur- skoða eigi staðsetningu hans eftir tvo áratugi - þetta er pólitísk brella. Eða liggur ekki í aug- um uppi að hvorki borgarstjórinn né sam- gönguráðherra ráða neinu hvað verður árið 2016, enda nær öruggt að pólitískum ferli beggja verði lokið þá - og löngu fyrr ef fer sem horfír. í þessum leikþætti borgarstjórans er látið líta út eins og hún sé að verja hagsmuni Reykvíkinga, þegar hún er í rauninni að fórna þeim. Borgarstjóra skjátlast illa ef hún heldur að hún geti friðað borgarbúa með fyrirheitum um að þeir fái kannski að kjósa um það í næstu kosningum hvort flugvöllurinn verði Reykjavíkurflugvöllur Eigi að vera hægt að stöðva þessa öfugþró- un, segir Egill Helga- son, þarf flugvöllurinn helst að vera á bak og burt úr Vatnsmýrinni innan fimm ára. lagður niður samkvæmt aðalskipu- lagi sem tekur gildi 2016. Þetta er ónýt málamiðlun - og raunar ekki annað en grátbrosleg undanbrögð. Tveir áratugir eru langur tími í lífi borgar; það eru til dæmis ekki nema þrír áratugir síðan Breiðholt- ið tók að byggjast að ráði og í Graf- arvoginum risu fyrstu húsin fyrir fimmtán árum. Húsafriðun hér í Örfá orð til Aðalsteins TILVILJUN réð því að ég kom auga á smálet- ursdálk á borði í List- húsinu Fold á dögunum. Undir fyrirsögninni „Listrýnir undir þrýst- ingi“ er Aðalsteinn Ing- ólfsson listsöguíræðing- ur að reyna að snúa sig út úr ógöngum sem hann hefur ratað í vegna meintra afskipta minna af málverkasýn- ingunni stóru í Lista- skálanum í Hveragerði. Þeim framslætti er fljótsvarað, því raunin er þveröfug, enginn minnsti þrýstingur úr neinni átt. Hins vegar kom Einar í heimsókn til mín í vor og tjáði mér að hann hygðist ekki opna skálann í sumar og þóttu mér það hremmileg tíðindi. Spurði hvort ég gæti eitthvað gert t.d. vakið at- hygli á gangi mála með grein, en hann taldi það ekki ráðlegt eins og sakir stæðu, þar sem mál væru á við- ræðustigi við ráðamenn og einhverj- ir gætu misskilið slík skrif, taldi vit- urlegast að bíða um stund, fór svo aldrei fram á nein skrif frá minni hálfu. Þá hef ég aldrei kvartað við einn né neinn út af þessum svo- nefnda „harðvítuga“ formála Einars og síst af öllu við samstarfsmenn mína , en eins og fram kom í rýni minni var ég ekki fullkomlega sáttur við gang mála og var þá vitaskuld ekki að bera mig upp við einn né neinn. Óðrum hortitt- um Aðalsteins sé ég ekki ástæðu til að svara, en tel rétt að fram komi að því er fjarri að ég sjái Dag- blaðið uppá dag hvern og á stundum næ ég einungis rétt að skima það... Og til Ingibjargar Hauksdóttur Það er alveg hárrétt Bragi sem fram kemur í Ásgeirsson skrifum þínum, að minna en skyldi hafi verið fjallað um sjálfa sýninguna í Hveragerði. En ég hélt að menn læsu á milli línanna er ég skrifaði, að ég hefði sitthvað við fram- kvæmdina að athuga. Ingibjörg ætti einungis að taka sér penna í hönd og reyna að koma faglegu mati að um sýningu 60 listamanna, með í ör- fáum undantekningum aðeins eitt málverk. Framkvæmdin að auki klaufalega skipulögð samanhóun á knöppum tíma og ýmsir með undir- málsverk. Svo var það annað, sem er að ég geri ekki ráð fyrir að ráðamenn al- mennt lesi að jafnaði vettvangsskrif um myndlist frekar en að þeir gefi sér tíma til að skoða myndlistarsýn- borginni á tveggja áratuga sögu; áð- ur vildu menn rífa allt sem byggt var úr timbri. Viðhorfin eftir tvo áratugi verða allt önnur en nú er; líklegt er að þá muni lágkúra borg- arstjórnarinnar sem nú situr vekja almenna furðu. Nógu eru áhrif Reykjavíkurflug- vallar á skipulag borgarinnar hryggileg og þau eiga eftir að verða enn raunalegri þegar íbúum höfuð- borgarsvæðisins fjölgar, væntan- lega um marga tugi þúsunda á þessu árabili. Við munum horfa upp á enn frekari útþynningu byggðar- innar um holt og hæðir, meiri hnignun miðborgarsvæðisins, al- ræði einkabíla og almenningssam- göngur í andarslitrum. Flugmála- stjórn mun halda áfram að breiða út kynjasögur um gildi flugvallarins fyrir Reykjavík; pólitíkusar munu trúa öllu og reisa flugstöð í Óskju- hlíð. Með byggingu Sundabrautar verður svo endanlega staðfest að miðborgin er útnári en hin raun- verulega miðja höfuðborgarsvæðis- ins í Kópavogsdal. Reykjavík verð- ur alþjóðlegt kennslubókardæmi í vondu skipulagi. Eigi að vera hægt að stöðva þessa öfugþróun þaif flugvöllurinn helst að vera á bak og burt úr Vatnsmýr- inni innan fimm ára, í síðasta lagi í lok næsta kjörtímabils borgar- stjórnarinnar. Vonandi fara bæði vinstri- og hægrimenn í borgar- stjórn að skilja að í kosningunum eftir tvö og hálft ár verður spurt um afstöðuna til hans. Borgarstjórinn og ráðherrann benda hvort á annað í von um að þeim verði ekki kennt um afglöpin í flugvallarmálinu. Þau taka hvorugt mark á skynsamlegum rökum og hunsa bæði vilja meirihluta borgar- búa, enda virðist þeim ekki sýnt um annað en að bjarga sínu pólitíska skinni. Þessa dagana vonar maður helst að treystandi sé á alþingis- menn er þeir koma saman í haust; að þeir tii dæmis álykti um að á þenslutímum sé þjóðhagsleg nauð- syn að fresta svo miklum og um- deildum framkvæmdum. Reykvík- ingar þurfa líka að rísa upp til varn- ar; deilurnar um Laugardalinn sýna að fátt óttast atvinnupólitíkusar meira en að missa algjörlega tökin á almenningsálitinu. I flugvallarmál- inu ætti heldur ekki að þurfa að spyrja að leikslokum, fremur en endranær þegar skynsemi og heimska takast á. Höfundur er blaðamaður. Ég hef aldrei kvartað við einn né neinn út af þessum svonefnda „harðvítuga“ formála Einars, segir Bragi Asgeirsson, og síst af öllu við samstarfs- menn mína. ingar, en þar eru þeir eins og geir- fuglinn, horfnir af vettvangi nema hvað opnanir snertir. En þar sem umraeður um menningarhús á lands- byggðinni voru í brennidepli og til- lögur höfðu komið fram um Lista- skálann sem eitt slíkt, vildi ég leggja lóð mitt á vogarskálarnar með því að upplýsa um skyldar framkvæmdir víða um heim, sem flestum ráða- mönnum er bersýnilega alls ókunn- ugt um, læða um leið að fróðleik um stöðu málverksins. Gerði ráð fyrir að þeir læsu alla umræðu um menning- arhús og Listaskálann um leið. Svo einfalt var það... Höfundur er listmálari og myndlist- argagnrýnandi Morgunblaðsins. Helgi Hálfdanarson Eru níu eða tíu í tug? ÆTLA mætti að ekki þyrfti að kenna fullorðnu fólki að telja upp í tíu, að hæsta talan í tug er 10 en ekki 9. Hvernig getur það dulizt, að síðasta ártal hverrar aldar, og þá einnig hverrar stóraldar, hlýtur að enda á 0 en ekki 9. Sá sem telur á sér fingurna segir einn við þann íyrsta, en ekki núll. Þess vegna teljast fingurnir 10 en ekki 9. Og þeg- ar tærnar bætast við, verður lokatalan 20 en ekki 19. Eða eins og segir í vísunni gömlu: Tuttugu’eru’á þér tær og Sngur; teldu betur, vesalingur. Á sama hátt er allt annað talið, svo sem þegar talin eru heil ár frá fæðingu Krists: Við það fyrsta er sagt eitt (en ekki núll), og þegar allt hundraðasta árið hefur verið talið með, er liðin ein heil öld, og fyrr ekki. Og þess vegna eru liðnar tvær stóraldir frá fæðingu Krists þegar talin hafa verið 2000 heil ár, og ekki fyrr. Æði oft hefur verið bent á þessa augljósu staðreynd, og þó ber það enn við, að rætt sé um árið 1999 sem síðasta ár tuttug- ustu aldar. Út yfir tekur að það skuli geta hent fjölmiðla og opinberar stofnanir að taka undir þessa meinloku framan í allri veröld- inni. Það er hneyksli og ekkert minna. Þess vegna skal til allra, sem svo láta, beint þessari frómu áskorun: I öllum lifandi bænum, gerið það ekki íslenzkri þjóð til ævar- andi skammar að láta sem hún kunni ekki að telja upp í tíu. Hættum að þrefa um þessa endemis firru! Gerum ekki Is- lendinga að alheims-athlægi. Komdu á rýmingarsölu Sportkringlunnar og gerðu betri kaup en nokkru sinni fyrr. Vörur með allt að 70% afslættl! Komdu fyrr en seínna ef þú vilt ekki míssa af stóru tækifærunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.