Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
, 58 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
Dýraglens
Hundalíf
Ljóska
Smáfólk
U)E CAME TO UJATCH
YOUR 6AME, CHARLE5..
PO WE NEEP TICKET5 7
NO, YOU
CAN SIT
OVERTHERE
W THE
FENCE..
<t2>
\ 1 v*/ f
y/
í
THE5E ARE
LOUSY 5EAT5'
Við komum til að horfa á Nei, þið getið
leikinn þinn, Kalli.. setið þarna við
þurfum við miða? girðinguna..
Þetta eru
ömurleg sæti!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Skaftafell
til skammar
Frá Guðrúnu H. Jónsdóttur:
EG heimsótti þjóðgarðinn í Skafta-
felli fyrir hálfum mánuði. Ég hafði
fengið í heimsókn erlenda gesti sem
við hjónin höfðum boðið hingað til
að skoða íslenska náttúru í allri
sinni dýrð.
Við höfðum oftsinnis sagt þeim
hvemig við ferðuðumst um íslensk-
ar óbyggðir, við hengdum tjald-
vagninn okkar aftan í bílinn og alls
staðar væri orðið að finna góðan að-
búnað á tjaldstæðum á Islandi.
Sérstaklega væru okkar falleg-
ustu perlur, eins og Skaftafell, vel
búnar tO að taka á móti ferðamönn-
umá tjaldstæði.
Ég þurfti nú heldur betur að
gleypa það ofan í mig þegar á stað-
inn kom. Þar var dapurt um að lit-
ast.
Á tjaldstæðinu eru að minnsta
kosti tvo hús sem hýsa salerni,
sturtur og vaskaðstöðu. í húsi því
sem næst okkur var eru fjögur sal-
erni og sturtur í hinum enda húss-
ins. Þegar við komum var miði á
tveimur salernishurðum sem sagði
að lokað væri vegna bOunar. Miðinn
var ennþá þegar við fórum eftir
fjóra daga.
Ég fór inn á annað salemið sem
opið var en sneri frá. Þar var heldur
ógeðfellt um að litast. Gólfið var allt
í vatni, grútskítugt, handþurrkubréf
úti um allt gólf og salernisskálin
hálffull. Ég beið eftir að hitt salem-
ið losnaði. Þar tók ekki betra við.
Ég ákvað að fara út í þjónustu-
miðstöðina. Þar var skárra ástand,
en samt var þar sóðalegt um að lit-
ast, en ég fann þó altént óstíflað sal-
emi. Frammi þar sem vaskamir
em var á einum stað allt í vatni og
var allt fremur subbulegt.
Við komum þarna seinni hluta
dags á virkum degi og töldum að við
hefðum hitt einstaklega Ola á, því
ekki er þetta í fyrsta né annað
skipti sem við heimsækjum Skafta-
fell og hefur það alltaf verið í lagi.
Þarna dvöldum við í fjóra daga og
ef eitthvað var versnaði ástandið
frekar en hitt.
Ég hitti á dögunum fólk sem
hafði heimsótt Skaftafell um síðustu
helgi og ekki hafði það betri sögu að
segja.
Mér finnst þetta til háborinnar
skammar og vona að þeir sem hafa
með þessa „landkynningu“ að gera,
sjái sóma sinn í að taka til hendinni
þarna.
GUÐRÚN H. JÓNSDÓTTIR,
Hrauntungu 95, Kópavogi.
Réttdræpur!
Frá Astrid Sigurðardóttur:
ÞEGAR ég las grein Bryndísar
Jónsdóttur í Morgunblaðinu hinn
25. ágúst sá ég mér ekki annað fært
en að svara því. Bryndís segist ekki
þekkja málið en hikar ekki við að
tjá sig um það í blöðum, þar með
ætti sá málflutningur að dæma sig
ómerkan.
Eins og fram kemur í frétt DV
var sonur minn bitinn af hundi í
Kópavogi síðastliðinn miðvikudag.
Hann þurfti að fara í gegnum garð-
inn heima hjá hundinum til að kom-
ast leiðar sinnar vegna fram-
kvæmda í götunni. Réðst þá hund-
urinn á hann og beit í handlegginn
að tOefnislausu. Drengurinn var á
engan hátt að hamast í eða ögra
þessum hundi. Varla telst það vera
réttur hunda að passa garðinn sinn
með því að bíta þann sem í hann
kemur.
Ef Bryndís hefði lesið betur frétt-
ina í DV þá hefði hún kannski séð að
þessi hundur var ekki að bíta barn í
fyrsta sinn heldur í annað sinn.
Éyrra atvikið gerðist fyrir ári, þá
beit hann dreng sem var að bera út
blöð í hverfinu ásamt móður sinni.
Beit hann barnið í magann í gegn-
um peysu og yfirhöfn og ber dreng-
urinn nú ljótt ör á maga. Eins og
fram hefur komið var hvorugur
drengjanna að ögra hundinum á
nokkurn hátt. Þeir vissu ekki að í
garðinum væri hundur sem bítur
þann sem í hann kemur því engin
varúðarsldlti voru um slíkt. Ef rétt-
ur hundsins er að bíta þá sem í
garðinn koma væri betra að garður-
inn væri kirfilega girtur þannig að
þeir sem ekki kæra sig um bit geti
verið annars staðar.
Eiganda hundsins má vera ljóst
að hundurinn hans bítur, það er því
fullkomlega á hans ábyrgð að hann
komi ekki nálægt fólki nema með
múl eins og hafði verið lofað eftir
fyiTa bitið. Hefði eigandinn staðið
við sitt hefði sonur minn ekki verið
bitinn. Ég tel að flestum hljóti að
vera ljóst að þessi hundur er stór-
hættulegur og eigandi hans ábyrgð-
arlaus og því beri að aflífa hundinn
strax.
Ég hef sjálf haldið dýr og veit
hvaða ábyrgð því fylgir. Einnig að
það er sárt fyrir alla í fjölskyldunni
þegar dýrin þurfa að fara.
ASTRID SIGURÐARDÓTTIR,
Engihjalla 25, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hroinsum:
Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Sctjum afrafmagnandi bónhúft.
Sækjum og sendum ef óskaó er.
IM tffjet
tækmhreinsimn
tTifiT*rrTTT 33 * 5fcafe 533 3*34 ♦ OSMb 997 3*3*