Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flugleiðir með 595 milljónir króna í hagnað fyrstu sex mánuði ársins Tap af reglulegri starfsemi 797 milljónir króna HAGNAÐUR Flugleiðasamstæð- unnar nam 595 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður af sölu eigna nam 1.392 milljónum og er tap af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. eftir skatta 797 millj- ónir króna. Afkoma Flugleiða hf. af reglulegri starfsemi eftir skatta batnar á milli ára um 851 milljón króna. Lokagengi á hlutabréfum Flugleiða hf. var í gær 4,35 á Verð- bréfaþingi Islands og hafði lækkað um 7,4% frá deginum áður. Við- skipti með hlutabréf í félaginu námu um 26,9 milljónum og voru 22 talsins. „Afkoma fyrstu sex mánaðanna er í samræmi við rekstraráætlanir félagsins," segir Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða. Sigurður segir óvissu ríkja um hvort félagið nái markmiðum rekstraráætlunar sinnar fyrir árið í heild, en hún hef- ur ekki verið gefin upp. „Vaxandi samkeppni á Norður-Átlantshafs- leiðum hefur leitt til verðlækkana sem búast má við að hafi neikvæð áhrif á seinni helmingi ársins. Pá setur hækkandi eldsneytisverð strik í reikninginn þótt félagið hafi varið sig með framvirkum eldsneytis- samningum í samræmi við fyrir- fram sett markmið,“ segir Sigurður. „Óvissan hvað varðar afkomuna seinni hluta ársins beinist aðallega að farþegafluginu en fraktflugið hefur skilað ágætisafkomu og aukn- ing er fyrirsjáanleg," segir Sigurð- ur. „I september tökum við í notkun 757 flugvél sem mun fljúga frakt- flug frá Evrópu um ísland og áfram til Bandaríkjanna og við vonumst til að það skili viðbótartekjum." Sigurður segir sjóðsstöðu félags- ins er mjög sterka um þessar mund- ir og töluvert af handbæru fé frá rekstrinum. „Eiginfjárhlutfall hefur vaxið og lausafjárstaðan er sterk,“ segir Sigurður ennfremur. „Meginástæða fyrir betri afkomu fyrri hluta þessa árs miðað við í fyrra, er að við höfum náð að hækka fargjöldin á sumum mörkuðum, fleiri ferðamenn eru að koma til Is- lands og fleiri Islendingar að ferð- ast erlendis. Einnig er hlutfallsleg fjölgun á Saga-Class farþegum. Þær ákvarðanir að hætta flugi til Lúxemborgar og auka flug til París- ar og Frankfurt hafa einnig skilað félaginu betri heildarafkomu. Dótt- urfélögum okkar hefur gengið vel, sérstaklega Flugfélagi Islands, en afkoma dótturfyrirtækja Flugleiða hefur batnað um 135 milljónir á milli ára. Það er alltaf rekstrartap á fyrri hluta árs hjá Flugleiðum en miðað við afkomu margra annarra flugfé- laga í Evrópu sem hafa sýnt versn- andi rekstrarafkomu er afkoma Flugleiða góð. Eins og mörg önnur flugfélög höfum við áhyggjur af seinni hluta ársins," segir Sigurður. Söluhagnaður Flugleiða er fólg- inn í sölu á tveimur hótelum Flug- leiða og einni 737 flugvél. Sigurður segir frekari sölu eigna ekki standa fyrir dyrum. Hlutur Flugleiða í al- þjóðafjarskiptafyrirtækinu Equant er að markaðsverðmæti 1,3 millj- arðar, að sögn Sigurðar, en sala bréfanna er háð ákveðnum hömlum sem ekki er vitað hvort aflétt verði á þessu ári. Sigurður segir líkur á því að hlutabréfin verði seld þegar hömlum verður aflétt ef markaðsað- stæður verði hagstæðar. Besta afkoma af reglulegri starfsemi síðan 1995 Kaupþing hf. gerði ráð fyrir 850 milljóna króna hagnaði Flugleiða að teknu tilliti til hagnaðar af sölu eigna en heildarafkoman reyndist jákvæð um 595 milljónir. Þorsteinn Víglundsson, yfirmaður greining- ardeildar Kaupþings, segir þróun- ina í afkomu Flugleiða hf. jákvæða. „Tekjur af farþegaflugi hafa aukist um 5% en á milli ára er fjölgun far- þega 3%. Félagið hefur lagt meiri áherslu á tekjustýringu og breyt- ingar á leiðanetinu hafa verið að skila sér, þetta er mjög jákvætt. Annar rekstrarkostnaður lækkar hjá Flugleiðum og á heildina litið aukast tekjur umfram gjöld og er framlegð félagsins að batna. Fyrstu sex mánuðir síðasta árs voru raunar afspyrnu slæmir en af- koman af reglulegri starfsemi nú er sú besta frá árinu 1995,“ segir Þorsteinn. „Þá var tap af reglulegri starfsemi 642 milljónir, en af mun minni veltu en nú er. Veltan árið 1995 var um 7 milljarðar en er nú um 13 milljarðar og hlutfallsleg af- koma félagsins er því mun betri en þá og virðist benda til að sú stefna félagsins að ná fram aukinni arð- semi með stækkun sé nú farin að skila sér. Flugleiðir Úr milliuppgjöri samstæí hf. u 1999 Jan.-júni 1999 .- Jan.-júní 1998 Rekstrarreikningur Muijónir kmna Breyling Rekstrartekjur Rekstrargjöld 13.103 13.429 11.693 12.444 +12% +8% Rekstrarhagnaður - tap Afskriftir Fjármagnsgjöld -326 475 25 -751 559 -318 -57% -15% Hagnaður fyrir skatta - tap Tekju- og eignarskattar Haqnaðuraf sölu efqna -776 -21 1.392 -1.627 50 -1 -52% Hagnaður tímabilsins 595 -1.578 - Efnahagsreikningur 30. júní: 1999 1998 Breyting 1 Eignír: | Veltufjármunir Millj. króna Fastafjármunir 11.544 15.865 7.401 16.082 +56% -1% Eignir samtals 27.409 23.483 +17% skuidír Skammtímaskuldir 10.082 9.116 +11% . °b Langtímaskuldir 10.278 9.691 +6% /6. . m m r Eigið fe 7.049 4.676 +51% Skuldir og eigið fé samtals 27.409 23.483 +17% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Handbært fé frá rekstri Millj. króna Veltufé frá rekstri 1,15 26% 1.457 15 0,81 20% 507 -750 +187% Gjaldeyrisstýring hjá félaginu er einnig orðin virkari og sveiflur í gengi lykilgjaldmiðla á þessu ári virðast ekki hafa haft afgerandi áhrif á afkomuna. Það verður fróð- legt að sjá hver áhrifin verða á síð- ari hluta ársins,“ segir Þorsteinn. „Til skemmri tíma litið eru ákveðn- ar blikur á lofti svo sem hátt elds- neytisverð og harðnandi samkeppni líkt og félagið bendir á. Þá versnaði hleðslunýting félagsins lítillega á fyrri hluta ársins en til lengri tíma litið er útlitið mun bjartara í rekstri félagsins." Rósant Már Torfason, sérfræð- ingur hjá íslandsbanka F&M, segir hagnað Flugleiðasamstæðunnar svipaðan og F&M hafði gert ráð fyrir. „Það sem kom einna helst á óvart voru mun betri fjárrnagnsliðir en við bjuggumst við. I stað 318 milljóna króna fjármagnsgjalda voru fjármagnsliðimir jákvæðir um 25 milljónir sem skapast meðal ann- ars af jákvæðri stýringu í gengis- málum. Það er ánægjulegt að sjá þennan mikla viðsnúning á reglu- legri starfsemi fyrirtækisins og von- andi er rekstrarbatinn kominn til að vera.“ Rósant Már segir ekki koma á óvart að gengi hlutabréfa í félag- inu hafi lækkað eftir birtingu upp- gjörsins því heildarafkoman hafi verið ívið lakari en markaðsaðilar áttu von á. Sex mánaða uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Hagnaður nam 162,1 milljón króna TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. (TM) skilaði 162,1 milljónar króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við 183,3 millj- óna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Veltufé frá rekstri var 917,9 milljónir á tímabilinu hjá TM á móti 622,3 milljónum á sama tíma í fyrra. Samstæðan, sem innifelur TM og dótturfélagið Tryggingu hf., skilaði einnig 162,1 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum árs- ins 1999. „Afkoman er rétt viðunandi, þar sem taka verður tillit til þess að engin stór tjón lentu á félaginu á fyrri hluta ársins. Einnig má taka það fram að þrátt fyrir verulega hækkun iðgjalda lögboðinna öku- trygginga er sá tryggingaflokkur áfram rekinn með verulegu tapi,“ segir Gunnar Felixson forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið. í fréttatilkynningunni kemur fram að 69,1 milljönar króna tap var á lögboðnum ökutækjatryggingum hjá móðurfélaginu TM á fyrstu sex mánuðum ársins, á móti 93,8 millj- óna króna tapi á sama tímabili árs- ins á undan. Tap samstæðunnar allrar í þessum flokki trygginga nam 180,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður móðurfélags af vátryggingastarf- semi í heild sinni nam 162,1 milljón- um króna á móti 115,4 milljónum króna árið áður, en hagnaður sam- stæðunnar nam 147,0 milljónum. Ekkert stjórtjón lenti á félaginu á fyrri hluta ársins, en í þessum mán- uði sökk togarinn Ýmir í Hafnar- fjarðarhöfn. Tjónið er áætlað kring- um 60-90 milljónir króna, en eigið tjón TM er áætlað um 28 milljónir króna I tilkynningunni segir einnig að stefnt sé að sameiningu TM og Tryggingar hf. fyrir lok ársins. Mínni sveiflur hjá TM „Þegar litið er á uppgjör hjá TM í samanburði við uppgjör Sjóvá-AI- mennra kemur í Ijós að sveiflurnar eru minni hjá TM hvað varðar minni hagnað af fjármálarekstri og aukinn hagnað af vátryggingastarf- semi. Aftur á móti er arðsemi eigin fjár aðeins 9,5% hjá TM samanborið við 13,77% hjá Sjóvá-Almennum, og er afkoma TM því lítið eitt undir væntingum okkar hjá Fjárvangi," segir Guðni Hafsteinsson, verð- bréfamiðlari hjá Fjárvangi. Hann bætir við að áhrifa af sam- einingu við Tryggingu hf. muni væntanlega gæta í lok ársins auk þess sem áhugavert verði að fylgj- ast með afkomu af rekstri öku- tækjatrygginga. /<n5h TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN "y Úr milliuppgjöri 1999, móðurfélag | Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Tekiur oq uiöld af vátryggingarekstri: JAN.-JÚNÍ 1.002,7 298.9 934.9 204,6 162,1 68,1 -13,8 54,3 JAN.-JÚNÍ 954.4 210,0 823.9 225,1 115.4 145.9 -13,6 64,4 +5,1% +42,3% +13,5% -9,1% +40,5% -53,3% +1,5% -15,7% Elgin iðgjöld Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri Eigin tjón Hreinn rekstrarkostn. og breyt á útj.skuld Hagnaður af vátryggingarekstri Hagnaður af fjármálarekstri Aðrar tekjur og (gjöld) af reglul. starfs. Tekju- og eignarskattar Hagnaður tímabilsins 162,1 183,3 -11,5% Efnahagsreikningur 30.06.99 31.12.98 Breyting Eiqnir: 8.440,8 1.271,7 2.210,1 7.833,8 971,1 1.182,5 +7,7% +31,0% +86,9% Fjárfestingar Hluti endurtryggjenda í vátrygg.skuld Kröfur og aðrar eignir Eignir samtals: Skuldir og eigið fé: 11.922,6 9.987,5 +19,4% 3.404,1 2.987,8 +13,9% Eigiðfé Vátryggingaskuld Aðrar skuldb. og viðskiptaskuldir 7.830,4 569,9 6.678,8 249,3 +17,2% +128,6% Skuldir og eigið fé samtals: 7.847,6 7.203,9 +8,9% Verðbréfun hf. EIGN ARH ALDSFÉL AGIÐ Brunabótafélag Islands, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Landsbanki íslands hf. hafa stofnað félagið Verðbréfun hf. Tilgangur félagsins er kaup og eignarhald safna fasteignaveðlána af Lands- banka íslands hf. og að standa að eigin fjármögnun með útgáfu markaðshæfra skuldabréfa og víkjandi lána til fagíjárfesta. Lögheimili félagsins er í Austurstræti 11, Reykjavík. Sljórn félagsins skipa: Hagnaður af rekstri Stein- ullarverk- smiðjunnar HAGNAÐUR Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðárkróki nam 62,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en var 40,8 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur íyrirtækisins námu um 305 milljónum króna og hefur sala á framleiðsluvörum þess verið ívið meiri í ár en £ fyrra. Aukin sala á innanlandsmarkaði Ástæður afkomubata eru, sam- kvæmt fréttatilkynningu, fyrst og fremst minnkaðar afskriftir og fjármagnsgjöld miðað við fyrri hluta síðasta árs, auk þess sem sala á innanlandsmarkaði hefur aukist um 13%. Fram kemur að af- koman sé framar áætlunum og að horfur á síðari helmingi ársins séu góðar, bæði á heimamarkaði og út- flutningsmörkuðum. stofnað Anna Sigurðardóttir, formað- ur, Margeir R. Daníelsson, varaformaður, Guðmundur Oddsson, Gunnar Birgisson og Jakob Árnason. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Jón Sigurjónsson, viðskiptafræð- ingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.