Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGIJST 1999 13 FRÉTTIR Fríkirkjuhátíð þriggja systur- safnaða í Skálholti á sunnudag „Kirkjusöguleg- ur atburður“ Á SUNNUDAGINN kemur halda þrír systursöfnuðir innan fríkirkj- unnar í fyrsta sinn sameiginlega guðsþjónustu. Tilefnið er 100 ára afmæli fríkirkjunnar en líta má á atburðinn í ljósi sögulegra sátta en Óháði söfnuðurinn klauf sig út úr Fríkirkjunni í Reykjavík fyrir um hálfri öld vegna ósættis innan hennar. Að sögn sr. Hjartar Magna Jó- hannssonar, sem búinn er að þjóna Fríkirkjunni í Reykjavík í eitt ár, er það „viss kirkjusögulegur at- burður að söfnuðirnir skuli nú halda sameiginlega guðsþjónustu. Fríkirkjurnar í Hafnarfirði og Reykjavík eru systursöfnuðir en Óháði söfnuðurinn varð til sem klofningur út úr Fríkirkjusöfnuðin- um í Reykjavík fyrir um hálfri öld vegna óeiningar og deilna, vegna prestskjörs, aldrei þessu vant. Ef við ætlum að vera trúverðugt trúfélag verðum við að gera upp gömul sárindi og í það minnsta geta haft samstarf við hvem sem er. Trúfélag verður einnig að kann- ast við og viðurkenna sína fortíð. Fríkirkjuhátíðinni er ætlað að vitna um þetta,“ segir sr. Hjörtur. Mikill vöxtur í fríkirkjusöfnuðum Að sögn sr. Hjartar er mikill vöxtur í fríkirkjusöfnuðum sem er langstærsti óháði trúarsöfnuður landsins. „Samanlagt eru um 10 þúsund manns í söfnuðunum þrem- ur. Á sjötta þúsund i Reykjavík, um þrjú þúsund í Hafnarfirði og um tvö þúsund í Óháða söfnuðin- um. Um 250 manns hafa gengið í söfnuðinn á því eina ári sem ég hef þjónað honum. Það er reyndar staðreynd að í dag eru fríkirkjur í örustum vexti meðal trúfélaga í hinum kristna heimi.“ Fríkirkjan játar sömu trú og þjóðkirkjan en er með öllu óháð ríki. „Við höfum ekki notið aðgangs að neinum þeim sjóðum eða styrkj- um sem hafa legið svona milli ríkis og kirkju. Þó svo að hér sé unnið undir nákvæmlega sömu trúar- merkjum. Eg er því algerlega ósammála, sem stundum heyrist, að Fríkirkjan sé eins konar fortíð- arslys sem eigi eftir að laga að þjóðkirkjunni aftur. Þvert á móti. Eg held að kirkjan sé og eigi eftir að verða framtíðarfyrirkomulag trúmála á íslandi," segir Hjörtur. Guðsþjónustan í Skálholti verður í höndum sóknarprestanna þriggja; sr. Einars Eyjólfssonar, frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, sr. Pétri Þorsteinssyni, frá Óháða söfnuðinum og sr. Hirti. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á fjölskyldudagskrá, m.a. gönguferð- ir um staðinn með leiðsögn, söng og leiki fyrir böm og unglinga og kaffi. Morgunblaðið/Golli Finninn Jan Murtomaa synti yfir Ilvalíjörðinn í gær, Synti yfír Hvalfjörðinn til styrktar Barnahúsinu Sundið gekk vel en söfnunin illa FINNINN Jan Murtomaa, sem búsettur er hér á landi, synti í gær yfir Hvalfjörð, þar sem göngin eru grafin undir Qörðinn. Var sundið þreytt til styrktar börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og rennur allt söfnunarfé til Barnahússins. Barnahúsið býður m.a. upp á sér- hæfða meðferð og áfallahjálp fyrir börn, sem verða fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi, og foreldra þeirra. „Þetta gekk bara mjög vel en er ég nálgaðist ströndina norðan megin var svolítill öldugangur," sagði Jan, en það tók hann eina klukkustund og 55 mínútur að synda yfir fjörðinn. „Sjórinn var hlýrri en ég hélt hann yrði, en mér var samt kalt á fótunum, þar sem búningurinn, sem var þriggja millimetra þykkur, náðj ekki alla leið niður á fæturna. Eg varð reyndar fyrir einu óhappi á leiðinni því ég brenndist á tung- unni þegar ég fékk óvænt marglyttu í andlitið, en það var þónokkuð mikið af þeim við strendurnar." Jan sagði að illa hefði gengið að safna peningum fyrir málstað- inn, en allt fé rennur til Barna- hússins. „Eg er búinn að gera mitt og því finnst mér að Islendingar geti nú lagt sitt af mörkum." Þeir sem vilja styrkja málefnið, bæði einstaklingar og fyrirtæki, geta gert það með því að leggja inn á reikning nr. 0313-13-250025 í Háaleitisútibúi Búnaðarbankans. £sso Olíufélagið hf Bæjarstjóm Grindavíkur Keflavíkurverktakar Hitaveita Suðurnesja Brekkustig 36 - Simi 422 5200 SPARISJOÐURINN SPARISJ ÖÐURINN í KEFLAVÍK Samband sveitafélaga á Suðumesjum Flugbœr! Reykjanesbær Landsbankinn Sandgerðisbær fflfflífesÉlas FRETTIR 3. 39' 16.00 kl. 12.00 Hópflug yfir svæðið ^ kl. 12.30 Listflugsatriði • kl. 12.45 Fallhlífastökk kl. 13.15 Fis-flugvélar fjúga um kl. 13.45 Listflugsatriði MQjfjfj kl. 14.45 Þyrluflugsýning cí Os/ ' kl. 15.15 Flugmódelflug kl. 15.45 Listflugsatriði ^4. kl. 16.00 Dagskrárlok ^Afft Ókev&is inn á svat ^ARt FLUGMÓDEL HÓPFLUG YFIR SVÆÐIÐ ÞYRLUÞJÓNUSTAN FALLHLÍFASTÖKK ÍSLANDSFLUG MEÐ LÁGFLUG MÝFLUG Á STAÐNUM F-16 HERÞOTA TIL SYNIS BJÖRGUNARÞYRLA VARNARLIÐSINS FIS-VÉLAR LJÓSMYNDASÝNINt 1 ■ ISfií. l mKmw+Wpmm kynnisflug - flugskóli nn a svæðið! Kynnir: Gunnar Þorsteinsson ÖVÆNTAR UPPÁKOMUR Ekið inn um þjónustuhiið um 100 metra frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skilti vísa veginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.