Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
LANDIÐ
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Skíðahópurinn var staddur á Flateyri á dögunum.
Landslið SKÍ æfir á Flateyri
Flateyri - Tvö lið Skíðasambands
Islands hafa verið við æfíngar á
Flateyri að undanförnu á iyóla-
ski'ðum. Hér er um að ræða A-lið
og unglingalandslið og eru fjórir
í hvoru liði.
Um er að ræða eina af þremur
sameiginlegum æfingum sem
eiga sér stað á sumrin. I hópinn
hafa valist keppendur frá Akur-
eyri, Ólafsfirði og ísafirði, öllum
helstu skíðabæjum landsins. Inn-
an hópsins eru tveir keppendur
úr Onundarfírði. Hver og einn í
hópnum hefur hlotið Islands-
meistaratitil í skíðagöngu á und-
anförnum árum. Þrátt fyrir stíf-
ar æfíngar á hjólaskíðum hefur
hópurinn brugðið sér á sjóskíði,
og sjókajakasiglingu. Ein af
iengri æfíngum hjá hópnum
fólst í því að hlaupa á hjólaskíð-
um frá ísafirði til Álftaijarðar
og úr mynni Álftafjarðar var
hlaupið um fjöll og fírnindi og
komið niður í Korpudal.
Að lokinni dvöl á Flateyri,
þar sem hópurinn hefur gist í
góðu yfirlæti hjá heimamönn-
um, halda fjórir úr hópnum ut-
an til Lillehammer þar sem
dvalið verður við æfíngar fram
yfír áramót.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Nú eru skólarnir að byrja og þar með hverfa ungling-
arnir úr atvinnulífinu. Það kemur sér illa fyrir mörg
fyrirtæki í Stykkishólmi, því þar er nóg að gera.
Vantar fólk
til starfa í
Stykkishólmi
Stykkishólmi - Það er enginn á atvinnuleysisskrá í
Stykkishólmi um þessar mundir, enda mikla vinnu
að hafa í bænum. Nú þegar skólafólk hverfur til
náms lenda mörg fyrirtæki í erfiðleikum með að fá
starfsfólk.
Það hefur verið nóg að gera í Stykkishólmi í sum-
ar. Verið er að byggja sýsluskrifstofu og miklar hita-
veituframkvæmdir standa yfir en verið er að leggja
dreifikerfið um allan bæinn. Þá er nýlokið við sund-
laugarbygginu. Skelvinnslurnar þrjár í Stykkishólmi
eru að fara í gang og þar vantar fólk til starfa. Sama
sagan er hjá beitukóngsverksmiðjunni. Að sögn
Sævars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Skipavík-
ur, vantar þar einnig starfsfólk. Skipavík hefur haft
mörg verkefni í sumar bæði í byggingadeild svo og í
slippdeild. Stærsta verkefni Skipavíkur er bygging
íþróttahúss í Ólafsvík. Þá hafa margir bátar komið í
slipp til viðgerða og verið málaðir í leiðinni. Ef fjöl-
skyldur á höfuðborgarsvæðinu eru að hugsa um að
breyta til og flytja út á land er óhætt að reyna fyrir
sér í Stykkishólmi.
Leikfélag'
Hveragerðis
kaupir hús
Hveragerði - Félagar í Leikfélagi
Hveragerðis hafa fest kaup á húsi
fyrir starfsemi félagsins. Húsið var
áður í eigu Kvenfélagsins Bergþóru
í Ölfusi, og er þekkt undir nafninu
Félagsheimili Ölfusinga. Stendur
það við Austurmörk, á milli Edens
og Listaskálans.
Að sögn Önnu Jórunnar Stef-
ánsdóttur, formanns Leikfélags-
ins, mun þetta hús gjörbreyta allri
aðstöðu félagsmanna en hún var
lítil sem engin áður. Hafa félagar í
Leikfélaginu verið á hrakhólum
bæði með æfingar og sýningar. Að
sögn Önnu Jórunnar var félagið
styrkt til kaupanna af Hveragerð-
isbæ en félagið ætlar síðan að
standa fyrir fjölbreyttum skemmt-
unum til að fjármagna kaupin, sem
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Fulltrúar frá Kvenfélaginu Bergþóru og Leikfélagi
Hveragerðis við hús Leikfélagsins.
óneitanlega eru litlu félagi stór
biti.
„En ef við værum ekki bjartsýn
þá værum við ekki í þessu leikfélagi
þannig að við höfum trú á því að
dæmið gangi upp. Það er mikilvægt
að samstaða náist meðal Hvergerð-
inga og að þeir styðji vel við bakið á
sínu Leikfélagi með því að mæta á
þær sýningar og skemmtanir sem
félagið stendur fyrir,“ sagði Anna
Jórunn Stefánsdóttir.
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
Lokatónleikar
Listasumars
Lokatónleikar Lista-
sumars á Akureyri
fara fram í Safnaðar-
heimili Akureyrar-
kirkju sunnudaginn
29. ágúst kl. 17.
Hulda Björk Garð-
arsdóttir sópran og
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanó
flytja íslensk
sönglög, norræn ljóð
og óperuaríur.
Hulda Björk hef-
ur stundað nám við
Tónlistarskólann á
Akureyri, Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar og
Söngskólann í
Reykjavík. Einnig stundaði hún
nám í Berlín og London og lauk
námi frá Associated Board of the
Royal Schools of Music vorið 1998.
Hulda Björk hlaut námsstyrk frá
Félagi íslenskra leikara nú í vor.
Steinunn Bima lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reylgavík árið 1981 og meistara-
gráðu frá N.E.C. í Boston í árið
1987. Hún starfaði á Spáni sem ein-
leikari og kom fram á ýmsum al-
þjóðlegum tónlistarhátíðum. Þar
voru henni veitt Gran Podium verð-
launin. Steinunn Bima hefur komið
fram á fjölmörgum tónleikum hér
heima og erlendis.
Líflegt á laugardag
Laugardaginn 28. ágúst verður
einnig ýmislegt á döfinni. Myndlist-
arsýningin „Miðnesmenning" verð-
ur opnuð í Deiglunni kl. 16.15 en
þar sýna Keflvíkingamir Jóhann
Maríusson og Hermann Árnason,
skúlptúr og vatnslita- og akrýlverk.
KI. 20 verður leiksýningin „Maður í
mislitum sokkum“ sýnd í Samkomu-
húsinu. Kl. 20.30 og 21.30 sýnir Asa-
ko Ishihashi dans í Listasafninu á
Akureyri.
I Kompaníinu, upplýsingamiðstöð
fyrir ungt fólk verður dagskrá frá
kl. 16-24 á laugardag, þar sem mat-
arlist, myndlist, ljóðlist og sönglist
ásamt líkamslist verður dýrkuð af
sannri tilfinningu. Veggjakrotsfólk
verður á staðnum og frá kl. 22-24
láta plötusnúðar að sér kveða. Þá
verður opið á Listasafninu, Deigl-
unni, Minjasafninu, Samlaginu og
Galleríi Svartfugli til kl. 22.
Listasumar á Akureyri
Tónleikar í
Deiglunni
ÍMYNDAÐ landslag er yfirskrift
tónleika í Deiglunni laugardaginn 28.
ágúst kl. 15.00, í tengslum við Lista-
sumar á Akureyri. Þar flytja þau
Arna Kristín Einarsdóttir flautuleik-
ari og Geir Rafnsson slagverksleik-
ari eigin verk og annarra, saman og í
sitthvoru lagi. Öll tónverkin á efnis-
skránni eru flutt í fyrsta sinn opin-
berlega á Islandi.
Arna Kristín og Geir, sem kalla
sig Mallika & McQueen, hafa bæði
stundað nám hér heima og erlendis.
Arna Kiústín útskrifaðist með „Post-
graduate“-gráðu frá Royal Northern
College of Music í Manchester á
Englandi árið 1996 en Geir útskrif-
aðist frá sama skóla árið 1997 með
„Postgraduate Diploma in Advanced
Performance."
Arna Kristín hefur leikið sem auka-
maður með Sinfóníuhljómsveit fs-
lands, Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og tekið þátt í tónleikum og
upptökum með Caput-hópnum. Geir
hefur leikið á ýmsum tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit íslands, Caput-
hópnum, Kammersveit Reykjavíkur
og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Bæði hafa þau spilað á tónleikum víða
um Bretland en þau starfa í Englandi
við kennslu og hljóðfæraleik.
Góð verkefnastaða
hjá Slippstöðinni
Hluti upp-
sagna dreg-
inn tilbaka
VERKEFNASTAÐA Slippstöðv-
arinnar á Akureyri er ágæt um
þessar mundir og útlitið næstu tvo
mánuði er mjög gott, að sögn Ant-
ons Benjamínssonar, markaðs- og
verkefnisstjóra. f byrjun sumars
var 17 starfsmönnum Slippstöðvar-
innar sagt upp störfum vegna erf-
iðrar verkefnastöðu og áttu upp-
sagnir þeirra að taka gildi um
næstu mánaðamót. Nú stefnir í að
tæpur helmingur þeirra verði end-
urráðinn vegna betri verkefnastöðu
en flestir aðrir sem fengu uppsagn-
arbréf hafa fengið aðra vinnu.
Þessa dagana liggja þrjú erlend
systurskip við slippkantinn og er
verið að vinna við tvö þeirra í Slipp-
stöðinni. Þriðja skipið, rússneski
togarinn Omnya, hefur legið við
bryggju á Akureyri í um tvö ár, þar
sem ekki hefur enn tekist að fjár-
magna framkvæmdir vegna við-
halds og breytinga á honum. Fyrir
tveimur árum var ráðist í stórar
breytingar á rússneska togaranum
Olenty hjá Slippstöðinni en að
þessu sinni er togarinn í hefð-
bundnu viðhaldi í stöðinni.
Erlend verkefni nauðsynleg
Þriðja skipið er togarinn Gemini,
sem er í eigu þýska útgerðarfyrir-
tækisins Mecklenberger Hochseef-
ischerei, MHF, en hann er í leigu í
Rússlandi. Unnið er að því að setja
flakalínu í hann, auk minni háttar
viðhalds. Gemini og Olenty halda
svo héðan til þorskveiða í Barents-
hafi.
Anton sagði að auk vinnu við ís-
lensk skip væri nauðsynlegt að fá
einnig erlend verkefni, svo hægt
væri að halda fullum dampi í stöð-
inni. Hann sagði ýmislegt í skoðun í
því sambandi.