Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 64
• 64 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
BÍÓVEISLAN HEFST í DAG
KVIKMYNDAHÁTIÐ í
Reykjavík verður formlega
sett í Háskólabíoi í kvöld og
mun Björn Bjarnason
menntamálaráðherra setja
hátíðina með pomp og pragt.
Sérstakur gestur hátíðarinn-
ar, Emir Kusturica, kom til
landsins í gær ásamt hljóm-
>sveit sinni, No Smoking
Band, og dóttur sinni Dunja.
Opnunarmynd hátíðarinnar
er nýjasta mynd Kusturica,
Svartur köttur, hvítur kött-
ur, og mun leikstjórinn
ásamt meðlimum hljómsveit-
arinnar kynna myndina á
opnuninni.
Framleiðandi síðustu
tveggja mynda Kusturicas,
Karl Baumgartner, verður
einnig viðstaddur en hann
tengist íslendingum í gegn-
um Friðrik Þór Friðriksson
því hann var meðframleið-
andi myndarinnar Á köldum
klaka ásamt aðalframleið-
andanum Jim Stark. Meðal
annarra gesta hátíðarinnar
sem verða viðstaddir opnun-
ina er hin íslensk ættaða Sól-
veig Anspach sem á tvær
myndir á hátíðinni. Auk of-
antalinna kemur bandariski
leikstjórinn Darren Arnofsky
í næstu viku til landsins til að
kynna mynd sína Pí og ís-
lenski leikstjórinn Ólafur
Sveinsson sem býr í Þýska-
landi mun fylgja mynd sinni
NonStop úr hlaði.
Ein breyting hefur orðið á
dagskrá Kvikmyndahátíðar í
Reykjavík sem birt var í
Morgunblaðinu síðastliðinn
miðvikudag. Hún er sú að
kvikmynd Emirs Kusturica,
Þegar pabbi fór í viðskipta-
ferð, verður ekki sýnd því
ekki tókst að fá eintak af
myndinni til landsins.
Meðfylgjandi á síðunni er
kynning á þeim myndum sem
sýndar verða á Kvikmynda-
hátíð í Reykjavík í dag, en
hátíðin stendur til 5. septem-
ber. Klúbbur Kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík er starf-
ræktur á veitingahúsinu Sól-
oni íslandusi í Bankastræti.
Síðustu dagarnir
Last Days 1998
James Moll/Bandaríkin
HEIMILDARMYND James
Moll um útrýmingarherferð-
ina gegn gyðingum í síðari
heimsstyrjöldinni hefur vakið
mikla athygli. Myndin, sem
Steven Spielberg framleiddi,
rekur örlög fimm ungverskra
ijyðinga sem eiga það sameig-
inlegt að hafa lifað hörmung-
arnar af. Myndin bregður Ijósi
á lokatímabil stríðsins, þegar
Hitler vissi að það ynnist
aldrei, en þá var unnið ennþá
hraðar að því að má gyðinga
af yfirborði jarðar. Þessir síð-
ustu dagar eru greyptir í huga
þeirra gyðinga sem lifðu af og
myndin sýnir vel hversu ógn-
arleg eftirköst slík lífsreynsla
hefur á allt lífshlaup þeirra.
Síðustu dagarnir vann
Óskarsverðlaunin í ár í flokki
heimildarmynda og var einnig
tilnefnd sem best klippta
heimildarmynd ársins af
American Cinema Editors.
Þrjár árstíðir
Three Seasons 1999
Tony Bui/Bandaríkin
VIETNAM eftir stríðið er við-
fangsefni ljóðrænnar kvik-
myndar Tony Bui. I myndinni
eru sagðar sögur fimm ein-
staklinga, bílstjóra, vændis-
konu, bandarísks hermanns,
ungrar stúlku og ungs drengs.
Öll eru þau í leit að hamingj-
unni eða bara að reyna að lifa
af erfiða tíma. Þrjár árstíðir
er fyrsta bandaríska kvik-
myndin í fullri lengd sem er
fullunnin í Víetnam og skartar
víetnömskum leikurum í öllum
hlutverkum nema hlutverki
bandaríska hermannsins sem
Harvey Keitel leikur.
Kvikmynd Tony Bui hlaut
Gullbjöminn í Berlín íyrr á
þessu ári og í Sundance-kvik-
myndahátíðinni í ár var hún
valin besta mynd hátíðarinnar
af áhorfendum og hlaut einnig
verðlaun fyrir kvikmyndatök-
una.
Slam
Slam 1998
Marc Levin/Bandaríkin
SLAM segir sögu ungs hæfi-
leikaríks manns, Ray Joshua,
sem uppgötvar sjálfan sig í
gegnum ást sína á konu og
hæfileika sína í ljóðarappi.
Joshua býr í húsalengju sem
kallast Dodge City í Was-
hingtonborg en þar era glæpir
og morð daglegt brauð. Þegar
Joshua er handtekinn fyrir að
hafa í eigu sinni lítinn skammt
eiturlyfja lítur framtíðin ekki
gæfulega út en þegar hann
kynnist Lauren Bell, kennara
í skapandi skrifum, breytist líf
hans til muna og Joshua upp-
götvar að orð era mikils
megnug og geta jafnvel breytt
lífi manns.
Slam hefur hlotið mikið lof
Dagskrá Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík föstudaginn 27. ágúst
Kl. 17:00 A Clockwork Orange (Vélgengt glóaldin) The Shining (Birtingin) Slam
Kl. 19:00 Kl. 23:20 The Big Swap (Makaskipti) The Big Swap The Shining Slam
REGNBOGINN
Kl. 16.-00 Kl. 17:00 Kl. 18:30 Kl. 19:00 Kl. 21:00 Kl. 23:30 Happiness (Lífshamingja) Three Seasons (Þrjáf árstíðir) Happiness Last Days (Síðustu dagamir) Happiness Happiness
Kl. 21:00 Kl. 23:15 Tea With Mussolini (Temeð Mussolini) Ratcatcher (Rottufangarinn)
og hún hlaut myndatökuverð-
launin á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes núna í vor, auk þess
að hljóta verðlaun áhorfenda
sem besta myndin.
Rottufangarinn
Ratcatcher 1999
Lynne Ramsay/Skotland
SÖGUSVIÐIÐ er Glasgow ár-
ið 1973 og James Gillespie er
tólf ára gamall á þröskuldi
nýrrar og óþekktrar tilveru.
Matt Munroe er íjórtán ára og
foringi klíkunnar. Þegar Matt
býður James að ganga í klík-
una getur hann ekki neitað.
En fyrst þarf James að sýna
að hann sé maður með mönn-
um með stúlkunni Margaret
Anne. Þegar James finnur til
'■Wýrra og óþekktra tilfinn-
ingavakna ýmsar spurningai'.
Lynne Ramsay hefur gert
þrjár stuttmyndir sem allar
hafa unnið til verðlauna. Sú
fyrsta, „Small Deaths" vann
til verðlauna í Cannes 1996, og
þriðja stuttmynd hennar,
„Gasman“, vann til verðlauna
í Cannes árið 1999 auk þess að
fá skosku BAFTA-verðlaunin.
Rottuveiðarinn er fyrsta
mynd hennar í fullri lengd.
Makaskipti
The Big Swap 1998
Niall Johnson/Bretland
HÓPUR hjóna á fertugsaldri
hafa haldið sambandi árum
saman og vináttan er eins
Sog hún getur verið.
eitt er hópurinn saman
kominn og þá er ákveðið að
færa vinskapinn yfir á annað
stig, hafa makaskipti. Akvörð-
unin er eins konar leikur fyrir
hópinn sem heldur, í krafti
góðs vinskapar, að leiknum
fiúki þegar nóttin er úti. En
»ns og berlega kemur í ljós á
sú ákvörðun eftir að verða ör-
lagarík og ekki víst að allir
höndli fjölbreytnina sem í
frelsinu er fólgin.
Makaskipti er önnur mynd
breska leikstjórans Nialls
Johnson sem fæddist árið
1964. Áður hefur Johnson gert
hryllingsmyndina „Dawn“
sem gerð var árið 1989. John-
son hóf feril sinn í unglinga-
leikhúsi sem hann stjórnaði
um dágóða hríð og eins hefur
hann starfað töluvert í sjón-
varpi.
Velg’engl glóaldin
Clockwork Orange 1971
Stanley Kubrick/Bretland
í FRAMTÍÐAR Bretlandi fer
unglingagengi um á hverri
nóttu, lemjandi og nauðgandi
hjálparlausum fórnarlömbum.
Þegar einn drengjanna, Aiex,
bælir niður uppreisn í geng-
inu, berja hinir strákarnir
hann og skilja hann eftir svo
lögreglan geti hirt hann. Alex
samþykkir að láta lækna sig af
óeirðaseminni. Hann verður
tilraunadýr í nýrri lækningar-
aðferð sem stjórnvöld eru að
reyna til að gata aukið pláss
fyrir pólitíska fanga í fangels-
um. Þegar Alex kemur úr
fangelsinu sem góður friðar-
sinni afneita vinir hans og fjöl-
skylda honum og ekki líður að
löngu þar til að hann verður
stjórnvöldum til skammar og
reyna þau að lækna hann af
lækningunni.
Lífshamingja
Happiness 1998
Todd Solondz/Bandaríkin
HVAÐ er hamingja? Það er
spumingin sem Todd Solondz
spyr í nýjustu kvikmynd sinni
Lífshamingju þar sem ein-
staklingurinn og bandarískt
þjóðfélag er undir stækkunar-
glerinu. Joy býr í úthverfi
New Jersey í húsi foreldra
sinna. Systur Joy, þær Trish
og Helen, virðast báðar hafa
höndlað hamingjuna betur en
Joy en ekki er þó allt sem sýn-
ist og gömul leyndarmál koma
upp og gára fellt yfirborðið.
Todd Solondz skrifar bæði
handritið og leikstýrir Lífs-
hamingju. Solondz vakti at-
hygli með mynd sinni
Welcome to the Dollhouse.
Sjónarhom Tolondz er á
mörkum gleði og sorgar og
áhorfandinn veit oft ekki
hvort hann á að hlæja eða
gi'áta. Lífshamingja vann al-
þjóðlegu gagnrýnendaverð-
launin á kvikmyndahátíðinni í
Cannes á síðasta ári.
Birting
The Shining 1980
Stanley Kubrick/Bretland
JACK Nicholson er öllum eft-
irminnilegur í hlutverki Jack
Torrance sem fær húsvarðar-
starf á Overlook-hótelinu í
fjöllum Colorado, sem er lokað
yfir veturinn. Torrance-fjöl-
skyldan er því ein um að
dvelja þar um langan tíma.
Þegar fjölskylduna snjóar þar
inni kemst sonurinn Danny,
sem er skyggn, að því að reimt
er á hótelinu og eru draugarn-
ir að gera Jack vitlausan, en
það er fyrst þegar hann hittir
Hr. Grady, sem áður var hús-
vörður á hótelinu og myrti
konu sína og tvær dætur, að
hlutimar gerast mjög óhuggu-
legir.
Þetta er eina hryllings-
myndin sem Kubrick gerði á
ferli sínum, og hefur hún oft
verið nefnd óhuggulegasta
mynd allra tíma.
Te með Mussolini
Té con Mussolini 1999
Franco Zeffirelli/Ítalía
MYNDIN segir frá lífi Luca
sem alinn er upp af enskri
konu í Flórens á tímum Mus-
solinis. í enska hverfinu í
Flórens virðist lífíð vera ör-
uggt. En þegar stríðið brýst
út er konunum og Luca komið
fyrir í herbúðum og þaðan á
hótel þar sem þær hitta hina
bandarísku Elsu. Smám sam-
an kemur ýmislegt á daginn
sem áður var dulið.
í nýjustu mynd Zeffirellis
byggir hann á eigin lífi. Eftir
Zeffirelli liggur fjöldi kvik-
mynda og má m.a. nefna La
Traviata (‘82), Cavalleria rast-
icana, I Pagliacci. Leikstjór-
inn hefur einnig getið sér gott
orð fyrir kvikmyndun sína á
leikritum Shakespeares en
þar liggja eftir hann_ verk
eins og Hamlet (‘90), Óþelló
(‘86), Romeó og Júlía (‘68) og
sjónvarpsmyndin Much Ado
Ábout Nothing frá árinu
1967.