Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfírverkfræðingur Hvalfjarðarganga hafnar því að rekja megi sprungurnar til ganganna þegar sprengt hafi verið fyrir göngunum og þannig hafi verið hægt að sjá áhrifin af sprenging- unum. Jóhann segir að málið verði kannað en ekkert formlegt erindi hafi borist fyrirtaekinu um skemmdirnar á kirkjunni og íbúð- arhúsinu. Hann segir að sprung- urnar á húsunum gætu hafa mynd- ast áður en hafist var handa við byggingu ganganna. Jóhann segir ennfremur að til standi að fjarlægja skrifstofuhús- næði af landareign Önnu Margrét- ar í næsta mánuði og síðan verði braggamir teknir. Hann bætir þó við að samkvæmt verksamningi sé leyfilegt að hafa húsin lengur þama. Skemmdir komu fram á Saurbæjar- kirkju ÞEGAR sprengt var fyrir Hval- fjarðargöngunum íyrir tveimur ár- um komu íram skemmdir bæði á kirkju og íbúðarhúsi á Saurbæ á Kjalamesi. Yfirverkfræðingur Hval- fjarðarganganna hafnar því alger- lega að spmngur á húsunum megi rekja til sprenginga við gangagerð- ina. Sr. Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur segir að fyrir utan spmng- ur sem hafi komið eftir að sprengt var fyrir Hvalfjarðargöngunum sé kirkjan í mjög góðu ásigkomulagi. Hann segir að íbúðarhúsið hafi far- ið mjög illa. Sr. Gunnar segir að skemmdirn- ar á kirkjunni hafi ekki verið kærð- ar til Spalar ehf. en það standi til. Kirkjan er byggð 1904 og er næsielsta steinsteypta kfrkja landsins. Sr. Matthías Jochumsson þjónaði við kirkjuna í sex ár. Anna Margrét Sigurðardóttir, eigandi landareignar og íbúðar- húss, segir að spmngurnar á íbúð- arhúsinu hafi komið þegar farið var að sprengja fyrir Hvalfjarðar- göngunum. Gangaopið er um 200 metra frá íbúðarhúsinu. Þá liggi þjóðvegurinn rétt við bæinn með mikilli umferð og þar með talinni umferð þungaflutningabfla með til- heyrandi titringi sem auki á sprangurnar. Anna Margrét kveðst ekki hafa lagt fram kæm vegna skemmda á íbúðarhúsinu en hún hafi ráðið sér lögmann til að fara fram á að tveggja hæða hús, braggar og mal- arsfló verði fjarlægð af landareign- inni. Hún segir að yfirmenn Spalar hafi vísað þessu frá sér og bent á Istak og Fossvirki þar sem þeir hafi verið undirverktakar. Anna Margrét segir að fjölsími sé inni í einu húsanna sem sé óupp- hitað. Þegar veður versnar að vetr- inum slái síminn út og um leið sím- inn á þremur nærliggjandi bæjum. Áhrif af sprengingunum mæld Jóhann Kröyer, yfirverkfræð- ingur Hvalfjarðarganga og starfs- maður Istaks, segist ekkert hafa frétt af sprungumyndun, hvorki á kirkjunni né íbúðarhúsi og honum finnist fáránlegt að halda því fram að sprungurnar séu tilkomnar af völdum sprenginganna. Hann seg- ir að notast hafi verið við mæla Pia Gjellerup atvinnumála- ráðherra Danmerkur Rætt um reglur um markaðssetn- ingu á Netinu PIA Gjellerup atvinnumálaráð- herra fundaði í Reykjavík ásamt starfsfélögum sínum á Norðurlönd- um sem hafa neytendamál á sinni könnu. Á fundi þeirra var m.a. rætt um mikilvægi þess að auka neyt- endarannsóknir auk markaðsher- ferða á Netinu sem beint er að bömum. „Það er vitaskuld erfitt að stýra markaðssetningu á Netinu en við reifuðum umræðuna um markaðs- setningu á vörum fyrir börn,“ segir Pia Gjellerap að loknum fundinum. „Það er mjög mikilvægt að Norð- urlönd sem eiga farsælt samstarf að baki verði í miklu og öflugu samstarfi í því að setja reglur um markaðssetningu á Netinu annars verður þetta mikilvæga mál að smámáli." Gjellemp segir Norðurlönd eigi að taka frumkvæði að sameiginleg- um reglum innan Evrópusam- bandsins og meðal landa sem eiga aðild að EES-samningnum. „Við viljum reyna að mestu leyti að færa reglur sem gilda um auglýs- ingar í öðrum fjölmiðlum yfir á Netið. Aðferðin til að fylgja þeim eftir og refsa fyrir brot á þeim mun þó koma til með að vera öðmvísi," segir Gjellerap og bendir á að þeg- ar rætt sé um Netið sé mikilvægt að setja alþjóðlegar reglur. í Danmörku hefur mikið verið rætt um markaðsherferðir sem beinast að börnum og þær gagn- rýndar. Ráðherra segir ljóst að fyrirtæki hafí gert sér grein fyrir að böm og unglingar hafi talsverða kaupgetu, beint eða óbeint, og því hafi auglýsingum sem beint er til þeirra fjölgað mjög. Staða neytenda hefur styrkst „Ég tel að til að sporna við þessu verði að gera foreldrum ljóst hvaða ábyrgð þeir bera. Þeir verða að styðja við bakið á bömum sínum þannig að þau glepjist ekki af hverju sem er. Það er mikilvægt að halda uppi gagnrýni á fyrirtæki sem stunda þetta, þannig að al- menningsálitið taki hart á því ef fyrirtæki höfða til bama í auglýs- Morgunblaðið/Þorkell Pia Gjellemp vili styrkja rann- sóknir á sviði neytendamála. ingum. Það er kannski áhrifarík- asta aðferðin.“ Þrátt fyrir þá erfíðleika sem blasa við þegar rætt er um laga- setningar sem beinast að Netinu eru kostir þess ótvíræðir er kemur að miðlun upplýsinga sem Gjeller- up telur mjög mikilvæga þegar kemur að neytendamálum. Gjeller- up telur að almennt hafi staða neytenda styrkst undanfarin ár og segir hún það á margan hátt tengj- ast aukinni samkeppni á markaðn- um. „Áður íyrr var talað um neyt- endur sem veikan aðila sem þyrfti að vernda og tryggja réttindi. Á undanförnum árum hefur komið fram ný tegund neytenda sem er sterkur aðili sem hefur ákvörðun- arvaldið. Þessar tvær gerðir tengj- ast reyndar vissulega.“ Til að geta tekið sem bestar ákvarðanir í málefnum neytenda er mikilvægt að styrkja rannsóknir á þessu sviði segir Gjellerup. Rann- sóknir á hegðun neytenda, hvað hefur áhrif á þá og miðlun upplýs- inga til þeirra er meðal viðfangs- efna sem þarf að rannsaka. Það er svo hlutverk noraænna stjórnvalda að tryggja að tekið verði tillit til niðurstaðna þessara rannsókna er kemur að stefnu í neytendamálum í Evrópu. Anne Enger Lahnstein olíu- og orkumálaráðherra Noregs Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kirkjan er talsvert skemmd en hún er næstelsta steinkirkja landsins og við hana þjónaði sr. Matthías Jochumsson snemma á öldinni. Betri nýting orku mjög mikilvæg ÞAÐ ER mikilvægt að draga úr orkuneyslu í Noregi sem hefur aukist undanfarin ár segir Anne Enger Lahnstein olíu- og orku- málaráðherra Noregs. Norðmenn leggja einnig áherslu á nýjar leiðir í orkuframleiðslu. Anne Enger Lahnstein var stödd hér á landi ásamt ráðherram orkumála hinna Norðurlandanna og funduðu þeir m.a. um orkusam- vinnu í kringum Eystrasaltið. Meðal þess sem rætt var um var framsal losunarkvóta sem fjallað er um í Kyotosáttmálanum en rætt hefur verið um að löndin í kringum Eystrasaltið verði eins konar tilraunasvæði í þessum efn- um. Enger Lahnstein segir þó langt í land með að búið sé að móta reglur er varða framsal los- unarkvóta, en þessi mál verði rædd frekar á fundi ráðherra sem haldinn verður í Helsinki í október næstkomandi. „Við munum reyna að komast að góðri niðurstöðu," segir ráðherra en leggur á það áherslu að þessi mál séu mjög flókin og ekki hlaupið að því að komast að niðurstöðu. Norsk virkjana- og orkumál hafa verið nokkuð í umræðunni hér á landi vegna fyrirhugaðra virkjun- arframkvæmda hériendis og því ekki úr vegi að spyrja um framtíð- arsýn norskra stjórnvalda í þeim efnum. Morgunblaðið/Sverrir Olíu- o g orkumálaráðherra Noregs, Ánne Enger Lehnstein. Endurnýjanleg orka á dagskránni Anne Enger Lehnstein segir að í Noregi sé í dag lögð áhersla á aðrar leiðir í orkuframleiðslu en fram- leiðslu raforku og nýtingu olíunnar. Aðrar orkuuppsprettur era á dag- skránni og hefur stefnan verið sett á endumýjanlega orku, m.a. vind- orku. Einnig sé á dagskránni að nýta heitt vatn, hitað með endur- nýjanlegum orkuuppsprettum, m.a. hitadælum. Anne segir að mikil áhersla sé yffrleitt á þróun nýrra lausna í orkumálum í Noregi. Norðmenn endurskipulögðu orkumarkað og orkuframleiðslu fyrir nokkram áram og hafa end- urskoðað lög sem tengjast orku- málum. Um 200 fyrirtæki sinna orkuframleiðslu í Noregi og eru þau flest í eigu opinberra aðila. I stefnu norsku ríkisstjórnarinnar um markmið og leiðir í orkumálum er áhersla lögð á að stefna í orku- málum og umhverfismálum fari saman. Stefna í orkumálum skuli áfram tryggja að stutt sé við bakið á smærri samfélögum sem eru háð orkufrekum iðnaði. Ríkisstjómin setur sér þó þau markmið að um- hverfismál stýri framleiðslunni og telur nauðsynlegt að draga úr orkunotkun. „Orkunotkun í Noregi hefur aukist undanfarin ár og það er mikilvægt að reyna að spoma við þeirri þróun. Það er einnig mikil- vægt að nýting orkunnar batni,“ segir Enger Lahnstein. Leið að því markmiði er að hækka verð raforku og að sögn Enger Lahnstein er vonast til að með hækkun verðs dragi úr orku- notkun og hún verði betur nýtt. „Ég vonast til að tillögur okkar nái fram að ganga í haust. En við sitj- um í minnihlutastjórn þannig að það er ekki hægt að slá neinu föstu,“ segir ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.