Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Myrða föð- ur nútíma- listarinnar „Meðal listamanna af kynslóð Makato Aida má greina nokkra minnimáttarkennd gagnvart hinum gríðarsterku áhrifum vestrænnar listar. Til að geta starfað sem sjálfstæðir nútímalistamenn í Japan fínnst þeim kannski að þeir þurfí að fremja föður- morð, að þeir þurfí að „drepa“ föður japanskrar nútímalistar,(< segir japanski listfræðingurinn Satoru Nagoya sem staddur er hér á landi. Þóroddur Bjarnason hitti hann að máli. JAPANSKI listfræðingurinn Sa- toru Nagoya er nú staddur hér á landi á vegum Listasafnsins á Akureyri í samvinnu við Islensku menningarsamsteypuna ART.IS og Kjarvalsstaði. Satoru mun dvelja hér á landi til laugardags og meðan á dvölinni stendur mun hann halda fyrirlestra um japanska samtímamyndlist auk þess sem hann heimsækir listasöfn og lista- menn. Koma Satoru er nátengd sýningu á verkum japanska lista- mannsins Makato Aida, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akur- eyri, en Satoru var milliliður í vali japansks listamanns á sýninguna. Satoru segir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að Aida sé sá listamaður japanskur sem betur en aðrir endurspegli ástandið í japönskum listheimi í dag. Samkvæmt Hannesi Sigurðs- syni, forstöðumanni Listasafnsins á Akureyri og forstjóra ART.IS, er koma Satoru hingað til lands fyrri hlutinn í skiptiáætlun milli íslands og Japans en íslenskur listfræðing- ur mun á næsta ári fara til Japans í sömu erindagjörðum, þ.e. kynna ís- lenska list, heimsækja söfn og hitta þarlenda listamenn. Slæmt ástand hefur áhrif á listamennina Saturo er með BA-gráðu í sögu- heimspeki frá háskóla í Japan og hefur mikla reynslu af myndlistar- skrifum, bæði fyrir stórblaðið Jap- an Times sem og innlend listtíma- rit auk þess sem hann skrifar gagnrýni um japanska myndlist fyrir hið virta alþjóðlega listtímarit Flash Art. Aðspurður um ástandið í japönskum listheimi í dag segir Nagoya að hið bága ástand í japönskum efnahag undanfarin ár hafi sett mark sitt á myndlistina í landinu. „Mörgum sýningarsölum hefur verið lokað undanfarið sök- um hins bága efnahags og lista- menn kvarta sáran yfir ástandinu. Áhuginn minnkar þegar svona árar og kaupendum fækkar. Samt eru auðvitað einhverjir listamenn sem LISTIR BÉHI Morgunblaðið/Þorkell Satoru Nagoya: „Það sem japanska samtfmalistamenn vantar einna helst er sjálfsöryggi." eru að gera það gott og má þar nefna helsta Ijósmyndarann, Araki, sem nýtur mikilla vinsælda í Evr- ópu og í Japan, Katsuo Myajima og Mariko Mori svo einhverjir séu nefndir,“ segir Nagoya. Hann segir að ásókn ungra Japana í listnám sé þó stöðug og margir reyni að komast til útlanda í nám. „Eg hef skrifað upp á ófá meðmælabréfin fyrir unga lista- menn sem vilja læra myndlist í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Satoru og brosir. „Yfirborðslegt" - „handverk" I grein í sýningarskrá sem fylgir sýningunni á Akureyri segir Na- goya m.a. eftirfarandi um japanskt listalíf: „Til að lýsa gróflega því sem einkennir verk yngri lista- manna í Japan mætti nota orð á borð við „yfirborðslegt“, „hand- verk“ og „miðhverfing". í málverk- um jafnt sem í höggmyndum má oft sjá vandlega unnið yfirborð sem minnir á handverk í fastmótuðum stíl.“ Og síðar segir hann: „Meðal listamanna af kynslóð Aida má greina nokkra minnimáttarkennd gagnvart hinum gríðarsterku áhrifum vestrænnar listar. Til að geta starfað sem sjálfstæðir nú- tímalistamenn í Japan finnst þeim kannski að þeir þurfi að fremja föð- urmorð, að þeir þurfi að „drepa“ föður japanskrar nútímalistar. Þetta táknræna föðurmorð er eitt helsta viðfangsefni japanskra sam- tímamanna og í þeirra baráttu stendur Aida framarlega í flokki.“ En hvernig gengur japönskum listamönnum að drepa föður nú- tímamyndlistarinnar? „Þetta er barátta sem stendur yfir og þeim ungu listamönnum fer nú fjölgandi sem eru að reyna að draga fram kraftinn sem býr í japönskum nútímaveruleika. I því felst að fjalla um það sem japanskt er út frá japanskri myndlistarhefð og reyna að loka á vestræn áhrif, þó að mínu mati sé nauðsynlegt að viðurkenna hvemig vestræn áhrif hafa mótað listina á þessari öld.“ Kór MH á alþjóð- legri kórahátíð Kói' Menntaskólans í Hamrahlíð syngur bæði íslensk og finnsk verk á kórahátíðinni. KÓR Menntaskólans í Hamrahh'ð er kominn á Sympaatti, alþjóðlega kórahátíð barna- og æskukóra, sem haldin er í Finnlandi. Á hátfðinni, sem nú er haldin í fjórða skipti, koma fram átta kórar víðs vegar að úr heiminum. En margir kóranna eru, að því er Þorgerður Ingólfs- dóttir stjórnandi Hamrahlíðakórs- ins segir, á heimsmælikvarða. „Þetta er formföst hátíð og á hana er boðið kórum víðs vegar að úr heiminum og hátíðin snýst í kringum þá,“ segir Þorgerður og bætir við að mikill metnaður ein- kenni háti'ðina sem sé bæði þekkt og virt. Kóramir koma að þessu sinni frá Belgíu, Spáni, íslandi, Kanada, Litháen, Slóvaki'u, Slóven- íu og Rússlandi, en þetta er í fyrsta skipti sem Island tekur þátt. Hátíðin stendur dagana 27. ágúst til 5. september. Hún hefst í Joensuu og lýkur í Turku og er þriggja daga hátíðardagskrá á hvomm stað fyrir sig, en þar koma einnig fram þekktir finnskir kórar eins og Tapiola og Cantores Min- ores. Þess á milli era erlendu kór- arnir sendir í sjálfstæðar tónleika- ferðir til ólíkra hluta Finnlands, þar sem þeir koma fram með bama- og æskukórum á hveijum stað fyrir sig. Staðimir sem kór Menntaskól- ans í Hamrahlíð kemur fram á em Hamina, Riihimáki og Loppi í suð- austurhluta Finnlands. En þátt- taka kórsins hefur staðið til frá 1994, þegar fulltrúar hátíðarinnar heyrðu hann syngja á kórahátíð í Evrópu. „Þeir völdu okkur þá til að taka þátt í hátfðinni 1995, en við gátum ekki þegið boðið af því að við vomm búin að þiggja boð til Israel á sama tíma og því færðist þátttaka okkar yfir á næstu hátíð.“ Mikil áhersla er lögð á að hver kór syngi verk frá sínu landi og em því flest verkin á efnisskrá kórs Menntaskólans í Hamrahlíð fslensk. „Við emm skyldug til að kynna tónlist okkar lands bæði við opnun og lok hátíðarinnar," segir Þorgerður. En kórinn hefur auk þess þurft að æfa töluvert af finnskri tónlist, til að mynda verk Síbelíusar og verða þau verk flutt með fleiri kórum. „Þetta hafa verið stífar æfingar og það er mikil ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona hátíð,“ segir Þorgerður og kveður Finn- landsforina leggjast vel í kórinn sem að þessu sinni er skipaður 54 nemendum á aldrinum 16-20 ára. En Satoru segir að þessi stefna yngri listamanna sé hugsanlega einnig upprunnin í Evrópu og því séu listamennirnir í raun enn að elta vestræna stefnu. „I Pompidou- nútímalistasafninu í París var hald- in umtöluð sýning fyrir nokkrum árum þar sem færð var saman á sýningu list úr hinum ýmsu heims- hornum og upp úr því reis nýtt tískufyrirbæri þar sem leitað var í auknum mæli út fyrir hinn hefð- bundna evrópska markað eftir nýj- ungum, þá í þeim tilgangi m.a. að krydda hinn vestræna listheim. Þetta er fyrirbæri sem skapað vai- á Vesturlöndum fyrir Vesturlönd," segir Satoru og brosir. „Það sem japanska samtímalistamenn vantar einna helst er sjálfsöryggi. Nú- tímamyndlist er ekki einkaeign Vesturlandabúa, á því verða Jap- anir að átta sig, hún er alþjóðleg." Satoni nefnir dæmi um hvernig Japan er að verða útundan í hinu alþjóðlega listasamfélagi vegna þessara sterku vestrænu áhrifa. „Á aðalsýningunni á tvíæringnum í Feneyjum eru nú verk eftir 20 kín- verska listamenn en til saman- burðar sýnir aðeins einn Japani verk sín á tvíæringnum. Þarna er verið að útiloka japanska mynd- listai-menn og ástæðan er líklega sú að mönnum þykir list frá Kína spennandi og framandi, enda hafa vestræn áhrif ekki átt greiðan inn- gang í landið enda stjórnarfarið allt annað en í Japan, eins og flest- ir vita.“ Rólegt yfírbragð íslenskrar listar Aðspurður hvort hann hefði þekkt til íslenskra myndlistar- manna áður en hann kom til lands- ins, sagði hann svo vera. „Ég vissi að hér á landi er ríkt myndlistarlíf og ég hef hrifist af sýningum ís- lendinga á Feneyjatvíæringnum til dæmis. Einnig kynntist ég Sigurði Árna Sigurðssyni þegar hann dvaldi í Japan í gestavinnustofu fyrir 2 árum síðan og fannst verk hans áhugaverð og greinilega unn- in af miklu næmi.“ Nagoya hefur þegar hitt nokkra listamenn og heimsótt söfn í borg- inni. Aðspurður hvernig íslensk list birtist honum sagði hann að sér þætti ákveðin ró vera yfir íslensk- um listaverkum og að þau endur- spegluðu landið og stöðu þess á hnettinum, en fór ekki nánar út í þá sálma að sinni. Fyrirlesturinn á Kjarvalsstöðum hefst kl. 17.30 í dag. Fuoco Ensemble á Norður- landi HOLLENSK-ÍSLENSKI tón- listarhópurinn Fuoco Ensemble er á ferð um landið og verður með tónleika í Húsavíkurkirk j u mánudaginn 30. ágúst og Safnað- arheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 31. ágúst. Hvorir tveggja tónleikamir hefjast kl. 20. Á eínisskrá eru þijú verk. Tríó fyrir klarínettu, selló og píanó op. 114 og Kvintett fyrir klar- ínettu og strengjakvartett op. 115 eftir Johannes Brahms, og Strengjakvartett nr. 17. í B (Veiðikvartettinn) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fuoco Ensemble skipa fiðlu- leikaramir Ingrid van Dingstee og Marjolein van Dingstee, Jónína Auður Hilmarsdóttír lág- fiðluleikari, Helga Björg Ágústs- dóttir sellóleikari, Rúnar Óskars- son karínettuleikari og Sandra de Brain píanóleikari. Þau kynntust við nám í Tónlistarhá- skólanum í Amsterdam og era ýmist nýútskrifuð eða um það bil að ljúka námi við skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.