Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Tveir rosa- boltar úr Selá ENSKUR veiðimaður veiddi tvo feiknabolta í Selá í Vopnafirði í vik- unni, báða sama daginn, annan í Djúpabotnshyl og hinn á Brúar- breiðu. Laxamir voru ekki vegnir, aðeins mældir því sá enski gaf þeim líf. Laxarnir voru báðir, að sögn Víf- ils Oddssonar, 104 sentímetrar, en samkvæmt þumalputtareglunni eru það 22-23 punda fiskar. Það eru stærstu laxarnir úr Selá í sumar og í hópi stærstu laxa sumarsins hér á landi. Vífill sagði enn fremur að aðeins hefði vantað upp á tölu þá er birtist í veiðiþætti Morgunblaðsins á þriðjudag. Til að hafa allt sem rétt- ast skal því þar með bætt hér við að á hádegi í gær voru komnir 815 lax- ar á land og enn er að ganga lax í Vopnafjarðarámar. Óvenjumargir stórir í Víðidalsá Ragnar Gunnlaugsson á Bakka, formaður Veiðifélags Víðidalsár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að veiðin í ánni í sumar væri svipuð og síðasta sumar og óvenju- mikið væri af stórlaxi í ánni. „Þar til fyrir stuttu var heildarveiðin heldur meiri en á sama tíma í fyrra, en það er orðið æði vatnslítið og veiðin orð- in treg. Þetta hefur því líklega jafn- ast út síðustu daga,“ sagði Ragnar. Þá vom komnir 850 laxar á land. Meðalþunginn er mikill. „Það er þó nokkuð af smálaxi, en það mætti samt vera mun meira af honum. Til marks um hve stórir fiskar era í ánni, þá spurðist af feiknafiski í Snaghyl, sem er frammi í gljúfram. Þangað fór veiðimaður einn og ætl- aði að ná þeim stóra. Hann fékk einn 20 punda og annan 17 punda, en sá stóri var eftir,“ bætti Ragnar við. Mikil og góð sjóbleikjuveiði er enn fremur í Víðidalsá og fyrir skömmu veiddust til dæmis 140 bleikjur á tvær stangir á tveimur dögum og var það allt tekið á flugu. Mest af því var í kringum 2 pund, en reytingur af stærri fiski. Góð bleikjuveiði er einnig víða á laxa- svæðinu. Víðidalsá ekki í útboð Ragnar var spurður um þrálátan orðróm þess efnis að Víðidalsá sé á leið í útboð og hann svaraði: „Það er ekki á dagskrá og engin ákvörðun Þröstur Elliðason veiddi einn af stærstu löxum sumarsins á Rangársvæðinu fyrir skömmu, þennan 19 punda hæng, á svarta Frances-túpuflugu í Eystri Rangá. verið um það tekin. Satt best að segja er ekki ástæða til að ætla að til þess komi. Núverandi leigutakar hafa ána einnig næsta sumar og ég reikna með að einhverjar viðræður um framhald eigi sér stað í haust eða vetur. Samstarfið hefur verið gott og það er bæði áhugi og vilji fyrir áframhaldandi samstarfi." Þriggja daga brúðkaupsveisla UPÞING jKaupþing hf. • Ármúta 13A • Reykjavík í 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is Nýr forstöðulæknir Hjartaverndar Áhersla lögð á forvarnir FYRIR skömmu var ráðinn nýr for- stöðulæknir Rann- sóknarstöðvar Hjarta- verndar. Fráfarandi for- stöðulæknir er Nikulás Sigfússon en hinn nýi for- stöðulæknir er dr. Vil- mundur Guðnason. Hann var spurður hvort ráðn- ing hans þýddi breyttar áherslur í starfsemi Hjartaverndar. „Það er ekki fyrirsjá- anlegt að áherslurnar breytist þótt umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt. Ég hef ver- ið í forsvari fyrir afkom- endarannsókn Hjarta- verndar sem hefur staðið undanfarin ár og stendur enn, og er raunar megin- verkefni Hjartavemdar í dag.“ -Hvernig miðar þess- ari rannsókn? „Henni miðar vel og stendur til að henni Ijúki í lok ársins 2000, þá tekur við heilmikil úrvinnsla. Það er reiknað með að alls verði um 7000 einstaklingar rannsak- aðir sem era afkomendur þátt- takenda í hóprannsókn Hjarta- verndar þar sem bornir eru sam- an afkomendur einstaklinga sem fengið hafa kransæðastíflu eða hjartaáfall við afkomendur ein- staklinga sem hafa sloppið við það. Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður úr þeim i’ann- sóknum varpi Ijósi á framlag erfða og umhverfis til áhættunn- ar á að fá hjartaáfall." -Hver er annar starfsvett- vangur Hjartaverndar? „Almennur starfsvettvangur Hjartaverndar er faraldsfræði- legar rannsóknir, fyi-st og fremst á hjarta- og æðasjúkdómum þannig að rannsóknarþátturinn er veralega stór þáttur. í öllum sínum rannsóknum býður Hjartavernd upp á rannsókn á áhættuþáttum fyrir sjúkdómum og mælir hluti eins og blóðfitu, blóðþrýsting, sykurmagn í blóði o.fl. Upplýsingum er síðan miðlað til einstaklinga og heimilislækna þannig að grípa megi inn í ef eitt- hvað er að. Hjartavernd hefur frá 1967 boðið upp á rannsóknir utan kerfisbundnu vísindarann- sóknanna sem einstaklingar hafa getað komist í annaðhvort fyrir tilvísun heimilislæknis eða fyrir eigið frumkvæði. Sá þáttur verð- ur til staðar í starfsemi Hjarta- vemdar svo lengi sem þörf er á og eftirspurn er.“ - Er fræðslustarfsemi viða- mikill þáttur í starfsemi Hjarta- verndar? „Fræðslustarfsemi Hjarta- verndar hefur lengi verið um- fangsmikil og er hluti af for- varnastarfi eins og ----------- aðrar rannsóknir þar. Við erum um þessar mundir að leggja sér- staka áherslu á þenn- an þátt starfseminnar með því að ráða sérstakan fræðslufulltrúa. Áhersla mun verða lögð á að birta meira af niðurstöðum úr rannsóknum Hjartaverndar á aðgengilegu og skiljanlegu formi fyrir almenn- ing. Hjartavernd hefur stofnað "heimasíðu www.hjarta.is, þar sem menn geta nálgast fræðslu- efni og verið er að vinna að upp- setningu á svöram við algengum spurningum sem fólk varpar Vilmundur Guðnason ►Vilmundur Guðnason fæddist 1954 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1979 frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og læknaprófi frá Háskóla íslands 1985. Hann lauk doktorsprófi frá Lundúnaháskóla 1995 í erfðafræði og hefur stundað rannsóknir á sviði erfðafræði hér á landi og erlendis. Hann starfar enn sem heiðurslektor við Lundúnaháskóla og er einnig dósent í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Háskóla Islands. Hann er giftur Guðrúnu Nielsen myndliöggv- ara og eiga þau þijá syni. Rannsóknar- þátturinn verulega stór gjarnan fram um hjartasjúk- dóma. Hjartavernd er einnig að fara af stað með átak til þess að uppfræða yngri kynslóðir. Á Vesturlöndum eru matarræði og reykingavenjur unglinga að fara í sama form og áður var þannig að ef ekki verður neitt að gert má búast við nýjum hjartasjúkdóma- faraldri eftir fáa áratugi." - Er Hjartavernd í samvinnu við aðra aðila í rannsóknum sín- um y&rleitt? „Hjartavemd hefur umfangs- mikið samstarf um rannsóknir við aðila bæði innanlands og er- lendis. Við eram t.d. í samstarfi við Háskóla íslands, íslenska erfðagreiningu um ákveðin verk- efni og fjölmarga lækna, bæði í Reykjavík og úti um land, við er- um og í samstarfi um rannsókn- arverkefni við Heilsugæsluna. Erlenda samvinnurannsóknin Monica er vel þekkt. Við eram einnig að hefja samstarfsrann- sókn um að finna einstaklinga sem eru með arfbundna kólester- ólhækkun. Hjartavemd er þar í hópi margra aðila sem hafa það að markmiði að finna einstak- linga sem era í verulega aukinni áhættu á að fá hjarta- áfall snemma á æv- inni til þess að hægt sé að bjóða þeim upp á fyrirbyggjandi meðferð." framundan hjá - Hvað er Hjartavernd? „Hjartavernd stendur nú í samningagerð við Heilbrigðis- og öldrunarstofnun Bandaríkjanna um rannsókn á stærsta heilsufar- svandamáli næstu aldar - öldrun. Þar er markmiðið að reyna að afla upplýsinga til að beita fyrir- byggjandi læknisfræði til að auka lífsgæði á síðustu ámm ævinn- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.