Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.08.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1999 55, FRÉTTIR MARÍA GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR + María Guðrún Júlíusdóttir fæddist á Snæfjöll- um á Snæfjalia- strönd í utanverðu Isafjarðardjúpi 11. júlí 1898. Hún and- aðist á heimifi sínu i Reykjavfk 19. ágúst síðastfiðinn. For- eldrar hennar voru Júlíus Þórðarson frá Hyrningsstöðum í Berufirði, f. 1. júlí 1866, d. 19. mars 1965, og Ólöf Guð- rún Gísladóttir frá Rauðumýri á Langadalsströnd, f. 9. október 1873, d. 11. júlí 1936. Systkini hennar sem öll eru Iátin nema Ólöf Björg voru: 1) Gísli Steindórs, f. 6. júní 1894, d. 27. júní 1960. 2) Jón Kristinn, f. 20. júlí 1895, d. 26. september 1965, 3) og 4) Olgeir og Stur- laugur, tvíburar sem dóu börn að aldri. 5) Ólafur Kristinn, f. 15. október 1901, d. 12. júlí 1977. 6) Sigurvin, f. 3. júlí 1903, d. 24. júlí 1976. 7) Friðgeir, f. 3. júlí 1903, d. 1. mars 1974. 8) Ólöf Björg, f. „Hún mamma fékk hægt andlát í dag.“ Þannig hljómaði látlaus til- kynning Katrínar eða Lillýar, eins og hún er kölluð, um að María móðir hennar, föðursystir mín, væri látin. Satt að segja kom það mér á óvart að hún Maja, 101 árs gömul mann- eskjan, hefði verið kölluð úr þessum heimi, því að hún hafði ekki sýnt á sér neitt fararsnið, og maður átti al- veg eins von á, að mega njóta sam- vista við hana eitthvað lengur. Hún hafði lengi verið hinn fasti punktur Júlíusarættarinnar, sem gott var að leita til með ýmsar upplýsingar um ættina ef á þurfti að halda, því að minni hennar var óbrigðult allt til hinstu stundar. María bar ætíð hag ættmenna sinna fyrir brjósti og tók virkan þátt í fjölskyldulífinu, þótt aldurinn væri orðinn hár. Ekki gætti þar kynslóða- bilsins því að yngra fólkið laðaðist að Maju, enda fylgdist hún af áhuga og fordómalaust með lífí þess og verkefnum á líðandi stund. María var róleg og orðprúð, vel gefín og hyggin, ekki talaði hún illa um nokkurn mann, svo ég muni, en var hreinskilin og hreinskiptin. Dugnað- ur og kjarkur voru hennar aðals- merki og er mér það minnisstætt, að þegar ég talaði við hana síðastliðið haust, þá nýkomna af spítala, sagði hún, að nú þyrfti hún að fara að æfa sig að ganga í stiganum, því að hún vildi komast út úr húsi hér eftir sem hingað til. Hún bjó hjá Lillý dóttur sinni og Sveini tengdasyni á þriðju hæð á Njálsgötu 86 hér í borg, þar sem hún naut öryggis og góðrar um- önnunar þeirra í ellinni. Hún tapaði sjóninni fyi-ir 16 árum, en þá byrði bar hún af æðruleysi og lét það ekki hefta sína för. Hún hafði ætíð verið heilsuhraust og ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda um sína daga, fyrr en um nokkurra vikna skeið í fyira, að hún naut hjúkrunar á öldrunardeild Landspítalans. Margt sagði María mér frá upp- vexti sínum á Snæfjöllum og Isa- firði. Það er ótrúlegt, að á þessari örmjóu strandlengju Snæfjalla- strandar hafí búið 120 manns um aldamótin síðustu. Júlíus, faðir hennar, stundaði þar sjóróðra á árabátum og var kallaður þurrabúðarmaður, því að engin var mjólkurkýrin. Þegar vélbátaútgerð hófst frá ísafirði upp úr aldamótun- um fluttist fólk til Isafjarðar til að komast í fískvinnu og mundi María hve bærinn leit vel út sumarið 1907, þegar þau fluttu. Ástæðan var sú, að bærinn hafði fengið andlitslyftingu vegna konungskomunnar í ágúst það ár. Júlíus faðir hennar var í hópi dag- launamanna eða húsmanna á Ísa- firði. Þeir höfðu þá mikla og góða vinnu frá apríl til september, en eft- ir að síðasta fiskflutningaskipið fór í september var atvinna stopul um 22. desember 1911. María eignaðist eina dóttur, Katrínu, f. 27. októ- ber 1927. Faðir hennar var Páll Jónsson frá Segl- búðum. Eiginmaður Katrínar er Sveinn Sigursteinsson, f. 4. apríl 1920. María var mat- ráðskona á Sjúkra- húsinu á fsafirði í 22 ár, frá 1925 til 1947, er hún fluttist til Reykjavíkur. Þá var hún hótelsljóri á Hótel Rits í eitt ár, síðan starfrækti hún í tvö ár mötuneyti fyrir NLFÍ, sem fé- lagið rak þá í Næpunni. Þaðan fór hún sfðan til Ríkisspítala (1950) og vann sem vaktráðs- kona í þvottahúsi Landspítala. Þar starfaði hún óslitið til ársins 1972, er hún lét af störfum vegna aldurs, þá orðin 74 ára gömul. Útför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. veturinn. Þar sem heimilið var barn- margt þurfti María að fara að vinna ung að árum og lá hún ekki á liði sínu. Dugnaður hennar vakti athygli og þegar rekstur nýja sjúkrahússins hófst á ísafirði á árinu 1925 var María ráðin matráðskona þess. Kaupið var 90 krónur á mánuði, sem þótti gott á þeim tíma. Árið 1947 vildi hún breyta til og úr varð að hún fluttist til Reykjavíkur ásamt Lillý dóttur sinni. Eftir störf á tveimur stöðum í þrjú ár höguðu forlögin því svo að hún fór aftur að vinna á sjúkrahúsi. í þetta sinn sem vakt- ráðskona á þvottahúsi Landspítal- ans. Hennar starfsævi lauk svo 22 árum síðar er hún lét af störfum þar, þá orðin 74 ára að aldri. Hún hafði þá unnið hjá heilbrigðisstofn- unum í 44 ár. Ekki er mér kunnugt um skóla- göngu Maríu, en árið 1931 gafst henni tækifæri til að fara til Dan- merkur í eitt ár og vinna á sjúkra- húsum og læra matreiðslu. Það var fröken Gyða Maríasdóttir, forstöðu- kona Hússtjórnarskólans á Isafirði, sem útvegaði Maríu gistingu hjá Lambertssen-hjónunum í Kaup- mannahöfn veturinn 1931-1932. Frú Málfríður Lambertssen hafði verið í vist hjá Finsen landshöfð- ingja og fylgdi Lambertssen manni sínum til Danmerkur. María útveg- aði sér sjálf atvinnu í eldhúsum sjúkrahúsa í Kaupmannahöfn, þar sem hún vann með náminu í mat- reiðsluskólanum í sex mánuði. Þá fór hún einnig á frönskunámskeið, því að hún varð jú að geta lesið mat- seðlana. Á heilli öld hefur margt breyst, fólk var nægjusamt hér áður fyrr, enda efnin oft ekki mikil. Aðspurð hvort móðir hennar hefði farið í ferðalög sagðist hún minnast þess að hún hefði einu sinni farið að heimsækja vinkonu sína, hana Ingi- björgu hans Péturs i Hafnardal inni í ísafjarðardjúpi. Á þessum árum var fólk ekki að ferðast að óþörfu eins og það var kallað. María fór hins vegar oft í ferðalög eftir að hún hætti að vinna, komin á níræðisald- urinn, bæði innanlands og utan. Eft- ir að sjónin bilaði dró úr þessum ferðum. María var mikil félagsvera, hún kallaði ættingja jafnan saman við hátíðleg tækifæri og þótti slæmt að geta ekki haldið myndarlega upp á hundrað ára afmælið vegna veik- inda, en hélt þá bara í staðinn upp á hundrað og eins árs afmælið og var þar hrókur alls fagnaðar nú í sumar. Nú er skarð fyrir skildi er hennar Maju Júl. nýtur ekki við lengur. Manneskjur með eins jákvæða og æðrulausa framkomu og hún hafði eru ekki á hverju strái og megi af- staða hennar til lífsins verða okkur hinum til eftirbreytni. Henni er hér með þakkað fyrir margar liðnar ánægjustundir og Greinargerð um götunöfn í Graf- arholtshverfí mikla gestrisni á liðnum áratugum. Um leið og við Sigga og dætur send- um Sveini og Lillý innilegar samúð- arkveðjur er þeim einnig þökkuð hin mikla umhyggja og umönnun Maríu síðustu árin, sem gerðu henni hinn háa aldm- bærilegri. Blessuð sé minning Maríu Júlíus- dóttur. Júli'us Sæberg Ólafsson. María föðursystir okkar er látin. Hún náði því að verða 101 árs gömul og var svo lánsöm að halda minni og athygli til hinstu stundar. Hún fylgd- ist vel með því sem var að gerast, hlustaði á fréttir og var vel með á nótunum, en sjónina missti hún fyrir mörgum árum. María var skyldurækin og bar um- hyggju fyrir skyldfólki sínu. Hún hringdi sjálf í okkur skylduliðið að staðaldri og vildi vita hvernig allir í fjölskyldunni hefðu það, börn og barnabörn, og spurði um hvern ein- stakan. Við höfum þekkt Maríu frænku alla ævi og hún hefur næstum alltaf verið nálæg. Það var mikill sam- gangur milli heimilis hennar og for- eldra okkar. Hún bjó alla tíð með dóttur sinni, Katrínu, og Sveini, eig- inmanni hennar, og við eigum ótal minningar um jól og gamlárskvöld, afmælisveislur og fleiri viðburði sem fjölskyldan átti saman ásamt fleiri skyldmennum og vinum. María var sterkur persónuleiki, viljasterk og dugleg. Hún fór að vinna í eldhúsi sjúkrahússins á ísafirði þegar það tók til starfa 1925. Henni bauðst fljótlega staða matráðskonu og hún fékk árs frí til þess að fara í nám til Danmerkur. Hún fór í nám og starf á Frederiksberg og Bispebjærg hospi- tal. Eftir það tók hún við starfinu á Sjúkrahúsi ísafjarðar og þá tók við mikið starf og langur vinnudagur því þá voru ekki rafmagnstækin til að létta störfin. Okkur var sagt af kon- um sem unnu með henni að hún hafi gert miklar kröfur til starfsfólksins sem vann með henni en þó alltaf mestar kröfur til sjálfrar sín. Á Sjúkrahúsi ísafjarðar vann María í rúm 20 ár eða þar til hún fluttist til Reykjavíkur þegar Katrín, dóttir hennar, hóf nám í Fóstruskólanum. Þar tóku við ýmis störf við mat- reiðslu og síðast vann hún í þvotta- húsi Landspítalans. María átti fimm bræður og eina systur. Hún lifði alla bræður sína en systir hennar, Ólöf, er sú eina sem er á lífi. María var skemmtileg og það var gaman að spjalla við hana, við eigum eftir að sakna þess að geta það ekki lengur. Síðasta ár var heilsan farin að bila en hún naut mjög góðrar um- önnunar dóttur sinnar og tengdason- ar. Við og fjölskyldur okkar þökkum henni vináttu og velvilja í okkar garð og allar góðar samverustundh. Guð blessi Maríu Júlíusdóttur. Sigurborg Friðgeirsdóttir, Edda Friðgeirsdóttir Kinchin. Alveg frá því að ég man eftir mér var María öldruð kona. Þó tók maður ekki eftir því og kom þar tvennt til. í fyrsta lagi var hún óvenju heilsu- hraust og varð sjaldan misdægurt. Hins vegar fylgdist hún vel með þjóðmálum og var viðræðugóð. Hún var áhugasöm um það sem unga fólkið í fjölskyldunni var að sýsla og átti ekki í neinum vandræðum með að halda uppi skemmtilegum sam- ræðum við fólk sem var mannsævi yngri en hún. Líklega var það þess vegna sem manni fannst að hún yrði alltaf til staðar þó svo að hún væri orðin hundrað ára. Ég mun minnast Maríu eins og hún kom mér fyrir sjónir, glettin, gáfuð og góðhjörtuð. Éf til vill eigum við eftir að hittast á ný- Og sé það tálvon ein um endurfund þá ævisól í þagnardjúp er sest, ger tregann samt að engri óttastund, ástvinum sínum guð ljær væran blund, og vilji hann þeir sofi áfram, er það best. (Þýð. Yngvi Jóhannss.) Kæra Kata og afi Sveinn. Megi drottinn sefa sorg ykkar og fylla tómarúmið sem myndast hefur. Blessuð sé minning Maríu Júlíus- dóttur. Lilja Björk. HÉR fer á eftir í heild greinargerð Þórhalls Vilmundarsonar vegna götunafna í nýju hverfi í Grafar- holti í Reykjavík: Hverfi þetta í Grafarholti verður byggt á einu merkasta afmælisári Islandssögunnar, árinu 2000, þegar þess verður minnzt, að þúsund ár verða þá liðin frá kristnitöku á Is- landi og landafundun- um í Vesturheimi. Lagt er tfi að götum í hinu nýja hverfi verði valin nöfn til minning- ar um þessi merku tímamót. Aðkomugatan inn í hverfið frá Vestur- landsvegi verði nefnd Þúsöld. Það er hér sett fram sem nýyrði í merkingunni ‘þúsund ára tímabil’. íslending- ar fóru aðra leið en Þjóðverjar, sem tóku á 17. öld upp orðið Jar- hundert um ‘hundrað ára tímabil’ og Danir síðan eftir þeim orðið árhundrede. íslendingar gáfu nafn- orðinu öld þessa merkingu, en upp- haflega merkti öld ‘menn’, þ.e. ‘þeir sem aldir eru’ (af sögninni að aia), en síðan ‘mannsaldur’, þá ‘tímabil’ (sbr. gullöld, Sturlungaöld) og loks ‘hundrað ára tímabil’. Þetta er sama leið og farin var í latínu, þar sem saeculum, upphaflega ‘mann- kyn, kynslóð’, fékk merkinguna ‘mannsævi’, síðan ‘tímabil’ og loks ‘hundrað ára tímabil’. Nafnorðið öld er geysihaglegt orð í síðastnefndri merkingu. Menn beri saman á tólftu öld á íslenzku og f det tolvte árhundrede á dönsku, sem hefði getað orðið á tólfta árhundraði á ís- lenzku. Að ekki sé minnzt á muninn á orðunum árhundredskifte á dönsku og aldamót á íslenzku, sem fætt hefur af sér orð eins og alda- mótaljóð og aldamótakynslóð. Á 18. öld tóku Þjóðverjar upp Ja- hrtausend um ‘þúsund ára tímabil’ og Danir eftir þeim ártusinde, sem hefur verið nefnt árþúsund á ís- lenzku. Þús- í orðinu þúsund (að fomu einnig þúshund eða þúshund- rað) er talið hafa merkt upphaflega ‘stór’- eða ‘fjöl’- og hefur hér fengið merkinguna ‘tíu’ eða ‘tífalt’. Þúsund ár merkir því ‘tíu hundruð ár’. Þar sem Islendingar hafa hafnað orðinu árhundraðog nota orðið öld í merk- ingunni ‘hundrað ára tímabil’ vakn- ar sú spurning, hvort ekki megi taka upp orðið þúsöld um ‘þúsund ára tímabil’ eða ‘tíu aldir’. Orðið þúsöld væri þá hugsað sem ‘stóröld’ í merkingunni ‘tíföld (hundrað ára) öld’. Segja mætti þá f lok þúsaldar, á nýrri þúsöld, um þúsaldamótin, pýramídarnh miklu vom hlaðnir á 3. þúsöld f. Kr. o.s.frv. Með þessu móti fengist samræmi við alda- kerfið íslenzka. Frá Þúsöld gengur stór gata til vesturs, og er lagt til, að hún fái nafnið Vínlandsleið, en stór gata til austurs nefnist Grænlandsleið. Með vali seinni liðarins -leið er höfð í huga merkingin ‘sjóleið’. Smærri gata til vesturs verði nefnd Guðríð- arstígur til minningar um Guðríði Þorbjarnardóttur, konu Þorfinns karlsefnis, en gata til austurs Þjóð- hildarstígur til minningar um Þjóð- hildi Jörundardóttur, konu Eiríks rauða. Báðar tengjast þær bæði landafundunum í vestri og upphafi kristni á Islandi og Grænlandi. Guðríður er, sem kunnugt er, talin einhver víðförlasta kona heims á miðöldum; hún fæddi son á Vín- landi, gekk suður til Róms og varð síðast nunna (einsetukona) í Glaumbæ í Skagafirði. Þjóðhildur lét reisa fyrstu kirkju í Vestur- heimi, í Brattahlíð á Grænlandi. Seinni liðurinn -stígur er valinn með hliðsjón af því, að konurnar könnuðu ókunna stigu, stigu þar væntanlega einna fyrstar evr- ópskra kvenna fæti á land, og Guð- ríður fetaði pílagrímsstíg. I gatna- kerfí Reykjavíkur hafa götur þegar verið nefndar eftir þremur karl- mönnum, sem koma við sögu landafund- anna (Eiríksgata, Leifsgata og Þorfmns- gata í Skólavörðuholti). Þúsöld endar í hringtorgi, sem lagt er til, að nefnt verði Sól- artorg. Frá því liggur megingata til suðaust- urs, sem nefnd er Olafsgeisli. Báðir koma þeir Ólafur konungur Tryggvason og Ólafur helgi Haraldsson mjög við sögu frumkristni á íslandi. Ólafur Tryggvason sendi kristniboða til íslands, kom hér á kristni árið 1000 og sendi kirkjuvið til Vest- mannaeyja, en féll við Svöldur sama ái-. Ólafur helgi tók síðan upp þráðinn, kristnaði allan Noreg og efldi mjög kristni hér á landi, tók af ýmsa heiðna siði og sendi m.a. við og klukku til kirkju á Þingvelli, sennilega einu almenningskirkju á landinu. Ólafur Haraldsson varð síðan þjóðardýrlingur Norðmanna. Hann var verndardýrlingur fjöl- margra íslenzkra kirkna, m.a. í Engey og Viðey, og mörg íslenzk örnefni eru af nafni hans dregin. Um Ólaf helga orti Einar Skúlason um 1153_ drápu, sem nefnist Geisli, og er Ólafur helgi þar kallaður geisli miskunnar sólar (þ.e. Krists). Frá Sólartorgi liggur gata í aust- ur, sem lagt er til, að nefnd verði Kristnibraut. Frá henni liggur hringlaga gata í suður, sem gefið er nafnið Maríubaugur, en fleiri ís- lenzkar kirkjur eru helgaðar Maríu mey en öðrum dýrlingum, og nafn hennar geymist í fjölmörgum ör- nefnum. Önnur gata austar liggur - að væntanlegri kirkju hverfisins, og er sú gata hér nefnd Kirkjustétt. Kristnibraut endar í torgi, sem gert er ráð fyrir, að heiti Kross- torg. Frá því greinast þrjár aðrar höfuðgötur, og er lagt til, að þær fái nöfn eftir þjóðardýrlingunum: Jónsgeisli norður frá torginu (eftir Jóni helga Ögmundarsyni Hóla- biskupi 1106-21), Þorláksgeisli suð- ur (eftir Þorláki helga Þórhallssyni Skálholtsbiskupi 1178-93) og Gvendai-geisli austur (eftir Guð- mundi góða Arasyni Hólabiskupi 1203-37). Mörg örnefni eru dregin af nöfnum hinna íslenzku dýrlinga, einkum Guðmundar góða, þ.á.m. Gvendarbrunnar í Reykjavík. Síðastnefnd gata endar í hring- torgi, sem stungið er upp á, að nefnist Þórðarsveigur (eftfr Þórði Jónssyni góðamanni, sem höggvinn var 1385 hjá Krosshólum í Dölum; bein hans voru flutt í Stafholts- kirkjugarð 1389 eftir skipan offici- alis (umboðmanns biskups) með samþykki allra lærðra manna, og hugðu menn hann helgan mann; tólf menn fórust í skriðuföllum í Búðarnesi í Hörgárdal 1390, en einn lifði, og hafði sá heitið á Þórð Jónsson). Allmörg örnefni, einkum^ í Borgarfirði og á Mýrum, eru sennilega dregin af nafni Þórðar góðamanns. Sem sjá má, eru kirkjulegu nöfn- in hugsuð sem minningarnöfn um kaþólska kristni, enda er um að ræða þúsaldarafmæli þess trúarsið- ar. Hverfið gæti heitið Þúsaldar- hverfí eða Þúsöld. ' Þórhallur Vilmundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.